Dagur - 21.12.1955, Blaðsíða 7

Dagur - 21.12.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 21. desember 1955 D A G U R 7 Fimmti;gur: Stuft svar við jólakveðju Gunnars \ S. Hafdal, Sörlatungu ÞESS MÁTTI sjá ýmis augljós merki hér í bæ á mánudaginn var, að húsbóndinn á höfuðmenntasetri okkar Norðlendinga átti merkisaf- mæli þann dag. Samkennarar hans og nemendur hylltu hann að verð- leikum með ræðuhöldum og góð- um gjöfum, stöðugur straumur samborgara hans og vina lagði leið sína heim til hans sömu erinda þá um daginn, og loks barst honum mikíll fjöldi heillaskeyta úr öllum áttum að kalla. Engum, sem til þekkir, fær þetta nokkurrar furðu, því að vel var það vitað áður, að Þórarinn skólameistari er maður sériega ástsæll og nýtur hvarvetna mikils trausts og virðingar allra i jlJ^ i j' . . I ' ' þeirra, er hafa af honum nokkur SÍZT VAR ÞAÐ nokkrum heigli hent að Setjósií Issþti Sigurðar Guðmundssonar, er hann lét af embætti sem forstöðumaður Menntaskólans á Akureyri, og taka þar upp starf hans og menn- ingarforustu svo, að engin brota- löm yrði á fundin. En Þórarinn Björnsson gat næstum kallazt sjálfkjörinn til þessa hlutskiptis: — Hann hafði þá um langt skeið verið önnur hönd Sigurðar meist- ara í öllu því, er að skólastjórninni laut, eða allt frá þeim tima, að hann gerðist kennari við skólann, árið 1933. Hann átti að baki sér glæsilegan námsferil, bæði innan lands og utan, er lauk með emb- ættisprófi í frönsku, latínu og upp- eldisfræðum við Sorbonne-háskól- ann í Parísarborg árið 1932. Og síðast, en ekki sízt, hafði hann þá þegar getið sér ágætt orð fyrir kennarahæfileika sína og stjórn- semi, enda dáður af nemendum sínum og alþekktúr að fágætri' ljúfmennsku, yfirlætisleysi og mannkostum í hvívetna. Er þar skemmst frá að segja, að þeir, sem treystu Þórarni bezt og væntu mest af starfi hans í þessu veg- lega, vandasama og erfiða hlut- verki, hafa ekki orðið fyrir von- brigðum, heldur hefur hann vaxið og stækkað með aukinni ábyrgð og rækt í hvívetna leiðtogahlut- .verk sitt með þeim ágætum, að á betra verður naumast kosið. Heim- ili hans er og mjög til fyrirmyndar, en þar hefur hann einnig notið konu sinnar. En Þórarinn er kvæntur Margréti Eiríksdóttur, píanóleikara frá Reykjavík, mikil- hæfri konu, er veitt hefur manni sínum traust og brautargengi í öllu hans starfi. '—i ÞÓRARINN skólameistari hef- ur vissulega helgað skóla sínum og málefnum hans starfskrafta sína því nær óskipta, síðan hann tók við forustu stofnunarinnar. Hann hefur lítt haft sig í frammi á vett- vangi annarra opinberra mála, enda mun því fara víðsfjarri, að þjóðmálanna utan skólaveggjanna: — Hann „gár ikke med at flytte pá brikker,“ fremur en Ibsen gamli forðum. — Hann hefur þó ekki komizt hjá því með öllu að sinna öðrum opinberum störfum, t. d. á hann nú sæti í skólaráði Akureyr- ar og var um eitt skeið formaður þess. Þá héfur hann og unnið mik- ið og gott starf fyrir Rotary-félags- skapinn og fleiri félög og stofnan- ir, svo að eitthvað sé nefnt af slíku tagi. SKÓLAMEISTARI ER mál- snjall maður og spakvitur. Málfar hans er mjög í ætt við aðra hætti hans og framkomu alla: hógvært og tilgerðarlaust, en ljúflátlegt, stílhreint og fagurt. Ekki getur hann talizt sérlega afkastamikill rithöfundur, enda hefur hann vissulega verið til annarrar kirkju kallaður en að sinna bókmennta- iðju. Það, sem eftir hann liggur á því sviði, ber þó órækt vitni hæfi- leika hans í þá átt, og er þar skemmst að minnast þýðingar hans á hinu mikla og víðfræga skáldriti Romains Rollands: Jean Christophe. FRÓDIR MENN og fjölvísir þykjast kunna á því góð skil, að mannsævin lengist nú óðfluga að jafnaði, og mun þá senn að því draga, að þeir, sem lifað hafa hálfa ö!d aðeins, geti enn talizt á ung- lingsaldri. Samkvæmt þessum fræðum — og einnig eftir öðrum sólarmerkjum að dæma — benda allar líkur til þess, að Þórarinn skólameistari eigi enn þá langan og merkan starfsdag fyrir höndum. Um slíkt fær þó enginn vitað neitt með fullri vissu, nú fremur en áð- m ur. En sú er spá mín, að hvort sem honum endist aldur lengur eða skemur í þessum heimi, muni þess þó geysilangt að bíða, að hann fái losnað með öllu undan kvöðum og skyldum skólastjórnar- og uppeldisstarfsins, þvi að ekkert er líklegra en að hann verði naumast fyrr sloppinn úr líkamsviðjunum — og gæfan gefi þó, að þess verði sem Iengst að bíða, og að hann megi njóta góðrar heilsu og fullra starfskrafta um langan aldur — en að honum verði falinn einhvers konar skóli eða uppeldisstofnun til forsjár og umönnunar í öðrum og betra heimi, því að til slíks hlutskiptis virðist hann sannarlega vera kallaður og útvalinn, bæði hér og þar. VIÐ ÞÓRARINN BJÖRNSSON vorum að vísu ekki lengi saman í skóla, en skólabræður erum við þó. Og síðan hef eg jafnan haft af honum góð og ágæt kynni og enda nokkurt samstarf og vaxandi nú á seinni árum. Eg þykist því með nokkrum rétti geta tekið undir í þeim fjölmenna kór vina hans og velunnara, er árnar honum og fjöl- skyldu hans nú — í tilefni hinna merku tímamóta á ævi hans — gæfu og gengis um langa framtíð. Jáhann Frímann. Góð bók Meal nýrra barna- og unglinga- bóka er sagan Hörður á Grund eftir Skúla Þorsteinsson skóla- stjóra á Eskifirði. Þessi litla bók er full af skemmtilegum og gagnlegum fróð- leik fyrir börn og unglinga um lífshætti og lífsbaráttu bændafólks á árunum kringum aldamótin síð- ustu. Aðalpersóna sögunnar er 12 ára drengur, Hörður á Grund, mikið mannsefni og gott, einbeitt- ur og ötull með trausta skapgerð og heila. Hann er vinur húsdýr- anna — allra dýra — og skilur undravel eðli þeirra og háttu. Höfundur sögunnar er snjall að gera litríkar og heillandi myndir af hversdagslegum atburðum í lífi drengsins og af samskiptum hans við dýrin. — Sérhver þáttur sög- unnar er meitluð sérstæð mynd og sagan þó ein órofa heild. Minnis- stæður verður lesandanum aldni sægarpurinn, er gefur drengnum kjörgrip sinn og þar með trúnað eftir stundar kynni. Heiðríkja og birta er yfir allri frásögn höfundarins. Með karl- mannlegri ró og festu, en þó mýkt og varúð tekur hann hvarvettna á viðfangsefnum sínum. Ást hans á öllu, sem lifi er gætt, og virðing hans fyrir því bregður ljóma á sög- una. — Málið á bókinni er yfir- leitt þróttugt, blæbrigðaríkt og lát- laust. Eg þakka Skúla fyrir bókina. Hún er góð gjöf þeim, er hana lesa vel. — E. Þ. Ein býflugnafjölskylda safnaði í sumar 141 kg. af hunangi handa eiganda sínum. Þetta var í Dan- mörk og er víst met þar í landi. En hvernig er það annars, stundar enginn býflugnarækt hér á landi? Það líður nú senn að jólum og jólahugleiðingarnar fara að sækja að. Og þann 10. dag jólamánaðar- ins birti vikublaðið „Dagur“ hug- vekju um góðgirni og drengskap, eftir Gunnar Hafdal skáld og bónda að Sörlatungu í Hörgárdal. Grundvöllur hugvekju þessarar er samskipti hans við Sjúkrasamlag Skriðuhrepps, og mig. Þar sem skáldandinn nær fullsterkum tök- um á Gunnari í frásögn hans, tel eg.rétt að rekja viðskipti okkar Gunnars, án þess að þau séu færð í nokkurn skáldbúning. Fúk- yrði hans og annað skraut tini eg ekki upp hér, það getá þeir gert, sem hafa gaman af slíku. Það má segja að árið 1952 hafi ekki verið með öllu tíðindalaust, 3ví að þá flutti sig þúferlum hing- að í Skriðuhrepp, maður að nafni Gunnar S. Hafdal, og það ár voru síðustu sjúkrasamlögin í sveitum landsins stofnuð, enda voru þá gengin í gildi lög, um almenna skyldu sjúkrasamlaga. Þá hafði starfað hér sjúkrasamlag í 8 ár, án þess að til nokkurra árekstra kæmi. Það hefur verið venja að gjald- keri samlagsins komi í þinghús hreþpsihs í byrjun jan. og júli ár hvert, til að taka á mófi greiðslu iðgjalda. Þetta er gert til þæginda fyrir þá, sem fjarst búa frá gjald- kera. í jan. 1953 hafði mér ekki borizt flutningsvottorð frá bóndan- um í Sörlatungu, en hann fluttist hingað- ur Glæsibæjarhreppi, og var mér kunnugt um, að þar var starfandi sjúkrasamlag. Þótti mér þetta skrítið, en hugði að hér væri um afsakanlegt hirðuleysi að ræða. í því trausti gerði eg honum boð, og óskaði eftir að hann innti gjöld sín af hendi til samlagsins, og var honum þá einnig tilkynnt, sem og öðrum hreppsbúum, hvaða dag mig yrði að hitta í þinghús- inu. En þann dag lét Gunnar Haf- dal ekki sjá sig þar. Hins vegar fékk eg frá honum þau boð, að hann ’teldi sig standa utan við þennan félagsskap, og að liann væri sér óviðkomandi. Síðar átti eg tvívegis tal við hann, um þessi mál, en allt kom fyrir ekki. Þegar málum var svo komið, taldi eg með öllu þýðingarlaust að ræða þetta frekar við hann, þar sem hann neitaði jafnvel að taka stað- reyndir gildar. Sagði eg honum að lokum, að eg myndi neyðast til að biðjast lögtaks hjá honum, þar sem hann lokaði öllum öðrum leiðum í þessu máli. Sú varð líka raunin á. En hvers vegna hrepp- stjórinn framkvæmdi ekki lögtak- ið þá strax, er mér ókunnugt um, og er ekki við mig að sakast um það. Árið 1954 endurtók eg lögtaks- beiðni mína, og einnig sl. haust, er loks var látið til skarar skríða. En sem betur fer, þurfti aldrei til þess að koma að Gunnar Hafdal þyrfti þess vegna að sjá af sinni „stóru vildisjörð“, því að „fljótgert reynd- ist“ að kvitta skuldina við sam- lagið. Þannig og ekki öðruvísi gekk þetta til, eins og þeir geta borið um, sem til þekkja. Gunnar er skáld gott og getur verið gaman að honum stundum, en hitt verður bæði hann og aðrir að gera sér ljóst, að stundum er sitthvað skáldskapur eða veruleiki. I niðurlagi greinar sinnar segir Gunnar að framkoma mín sé „harðlega vítt“ af sveitungum mín- um o. s. frv. Þessi ummæli hans þykja mér heldur ótrúleg og í litlu samræmi við það, sem við mig hefur verið sagt, þessu máli við- komandi, því að sannast sagt hafði eg orðið fyrir ámæli fyrir linlega framgöngu við innköllun sjúkra- samlagsiðgjaldanna hjá honum. Og er þetta því eins og annað í grein hans, marklaust skáldskaparrugl. Læt eg svo útrætt um þetta mál að sinni, en vona að menn geti ýmislegt lært af þessari prúð- mannlegu jólakveðju G. Hafdals. Dagverðartungu 15. des. 1955. Páll Ólaísson. Níræðisafmæli átti 6. des. sl. ekkjan Snjólaug Hallgrímsdóttir að Ytri-Reistará í Arnarnesshreppi. Snjólaug er fædd á Skipalóni og voru foreldrar hennar Anna Jóns- dóttir og Hallgrímur á Kotá, Þor- steinsson á Hvassafelli, Hallgríms- sonar, en Þorsteinn var bróðir Jónasar skálds, og er Snjólaug því einn nákomnasti ættingi hans, nú- lifandi. Snjólaug fór ung til fósturs að Sökku í Svarfaðardal og ólst þar upp. Hún giftist laust fyrir alda- mót Sæmundi Oddssyni, ættuðum úr Ólafsfirði, og stóð brúðkaup þeirra á Selárbakka á Árskógs- strönd, en bú reistu þau á Hrafna- gili í Þorvaldsdal. Bjuggu þau síð- ar á tveim öðrum jörðum þar í dalnum, Grund og Kleif, og sátu allar þessar jarðir með prýði, enda bæði þróttmikil og dugandi. Þau hjón slepptu búi við Ást- ríði dóttur sína, og mann hennar, Jóhann Sigvaldason, en með þeim fluttu þau seinna inn að Skriðu- landi, og þar lézt Sæmundur vorið 1934. Snjólaug hefur síðan átt heimili hjá þeim hjónum, en hin börn þeirra Sæmundar eru Guð- rún, á Akureyri, og Þóroddur, smiður á Bergsstöðum í Glerár- þorpi. Snjólaug missti sjónina fyrir all- mörgum árum, en er að öðru leyti vel ern og sívinnandi. Hún er fróð og minnug og fylgist vel með öllu, hýr og glaðleg, svo sem hún hefur verið alla tíð. Óska þess nú allir vinir Snjó- laugar, að komandi dagar verði henni friðsælir og mildiríkir, og að henni auðnist að halda gleði sinni og sálarró að hinztu lokum, sér og öðrum til blessunar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.