Dagur - 21.12.1955, Blaðsíða 1

Dagur - 21.12.1955, Blaðsíða 1
12 SÍÐUR Fylgizt með því, sem gerist hér í kringum okkur. — Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 11. janúar 1956.— XXXVID. árg. Akureyri, miðvikudaginn 21. desember 1955 60. tbl. Dr. Kristinn Guðmundsson, utanríkisráðherra, í forsæti á nýloknum fundi ráðherranefndar Atlantshafsbandalagsins, en hann er formaður ráðsins þetta ár. ísland hefar óinefanlegt gildi fyrir varnarkerfi Atlanfshsfsbandal. — segir Wright, flotaforingi Atlantshafsflotans Uppreisii á v> í fyrrakvöld kom togarinn Norðlendingur inn á Poll- inn og varpaði akkerum. — Togarinn kom fyrir nokkru úr söluferð til Þýzkalands og hafði farið þangað beint af veiðum. Hafði hann ekki viðkomu á heimleiðinni og hélt beint á veiðar. Er veið- ar voru að liefjast, lögðu flestir skipsmenn niður vinnu og töldu samninga brotna á sér vegna dráttar á- kaupgreiðslu. Sigldi Norð- lendingur þá þegar til Ak- ureyrar og lagðist hann að bryggju um kl. 14 í gær. — Hófust sjópróf þá þegar og stóðu enn yfir, þegar blaðið hafði síðast spumir af. Sprengja veldur íkveikju? Um klukkan 4 í fyrrinótt varð vart við reyk, er lagði úr suðvest- Bandaríkpmciin liaía gert stónnerka uppíinnifigo om notkun átvarpsbylgna París 15. desember. Hinn árlegi ráðherrafundur A.- bandlagsins hófst hér í París í dag. Fundinn sitja allir utanríkisráð- herrar bandalagsríkjanna og flestir landvarnar- og fjármálaráðherrar. Dr. Kristinn Guðmundsson stjórn- aði þessum fundi, eins og ráð- herrafundinum fyrr á þessu ári. — Auk ráðherranna sátu af Islands hálfu fundinn: H. C. Andersen, fastafulltrúi Islands í bandalaginu, Pétur Benediktsson, sendiherra, og Hörður Helgason og Haraldur Kröyer, fulltrúar Islands í sendi- ráðinu hér. Fundurinn sjálfur, sem fjallaði að vanda um hin mikil- vægustu landvarnarmál þátttöku- ríkja bandalagsins, var lokaður. Blaðamenn og ljósmyndarar fengu aðeins að vera viðstaddiv komu ráðherranna í Chaillot-höll- ina, síðan var fundarsalnum lokað báða dagana. SKÝRSLA ISMAY LÁVARÐAR. samræma nú fremur en áður fyrr loftvarnir og veita NATO-her- stjórninni aukið vald í París á því sviði, og var tillaga um það efni samþykkt í ráðinu. NÝJUNG í ÚTVARPS- BYLGJUNOTKUN. Þá skýrði Gruenther blaðamönn- um frá því, að ásamt með radar- viðvörunarkerfinu í Evrópu, yrði nú tekið í notkun nýtt kerfi út- varpsbylgna, til þess að koma áleiðis, skjó.tt og án truflana, við- vörunarsendingum radarkerfisins. Er þetta ný amerísk uppfinning, svconefnd Scattersystem, sem er 97% öruggt og verður ekki truflað af mannavöldum. Þótti þetta hin merkasta nýjung og heyrðust radd- ir um að hún mundi hafa mikið framtíðargildi fyrir útvarp og sjón- varp. Er nú líklegt að sjónvarps- tækni sigrist á fjarlægðinni áður en langt líður. París 14. desember. íslenzkir blaðamenn, er hafa dvalið hér í nokkra daga, í boði A.-bandalagsins, áttu í dag viðtal við Wright flotaforingja, yfir- manns flotadeildar Atlanshafs- bandalagsins. Flotaforinginn hefur aðalbækiðstöðvar í Norfolk í Bandaríkjunum, en dvelur í París í tilefni fundarins. Wright skýrði blaðamönnum frá heimsókn dr. Kristins Guðmundssonar utanríkis- ráðherra í Norfolk í vetur, er ráð- herrann var þar vestra á aðal- stöðvum allsherjarþings S. Þ. Kvaðst hann hafa skýrt ráðherran- um frá áætlunum um varnarráð- stafanir og varnarmál Islands sér- staklega, ef á þetta svæði eða önn- ur aðildarríki yrði ráðist. I spjalli sínum við blaðamenn, lagði flotaforinginn áherzlu á mik- ilvægi Norður-Atlantshafsins. Is- land hefði lagt fram stóran skerf til öryggis hinum frjálsa heimi, með leyfum um bækistöðvar. Hið sama hefðu Danir gert á Græn- landi og Portúgalar á Azoreyjum. Vegna legu Islands á norðursvæði í Atlantshafi, væri hlutverk þess sérlega mikilvægt. Flotaforinginn svaraði spurn- ingu um, hvort í ráði væri að koma upp flotabækisíöð á Islandi og kvaðst hann ekki vita til þess að neinar slíkar ráðagerðir væru á prjónunum. Hins vegar væri það von yfirherstjórnarinnar, að samn- ingar um uppsklpunarhöfn í Njarðvík mætti takast. Þyrfti að gera nokkrar endurbætur á höfn- inni, en þær myndu losa Reykja- víkurhc^fn við uppskipun birgða þar, en alkunnugt væri að þar væru mikil þrengsli. Flotaforinginn skýrði einnig frá því, að þess myndi óskað, að floti hans fengi að hafa legufæri í Hvalfirði og fengi að setja kaf- bátanet fyrir fjarðarmynnið. Ekki myndu nein herskip hafa þar bækistöð, heldur væri hér um að ræða öryggisráðstöfun, ef til þyrfti að grípa. Um radarstöðvar sagði hann, að þær væru mikilvægar fyrir allt vamarkerfið, en taldi að ekki væri ráðgert að aðhafast meira í því efni en þegar hefur verið byggt eða byrjað á. Að lokum fór flota- foringinn lofsamlegum orðum um framlag Isleendinga til varnar- kerfis hins frjálsa heims. ÐAGUR kemur rtæsr úí miðvikudaginn inn 11. janúar 1956. urhorni hússins Hafnarstræti 99, sem er mannlaust geymsluhús. — Slökkviliðið var þegar kallað út og slökkti það eldinn. Hafði kviknað í stoppi, utan fré. Er talið líkleg- ast að neisti úr sprengju hafi vald- ið íkveikjunni, því að á þessum slóðum voru unglingar með sprengjur kvöldið áður. — Er full nauðsyn á ströngu eftirliti með sprengjum. Hvílir sú skylda ekki síður á foreldrum en lögreglu að forða eftir megni ógætilegri með- ferð slíkra leikfanga. Fjárlög ekki afgreidd I fyrsta skipti í mörg ár náðist ekki samkomulag um afgreiðslu fjárlaga fyrir jól. Þingi var frestað frá 17. des. til 5. jan. 1956. Bönsku konungshjónin koma til Islands 10. apríl Ákveðið hefur verið að dönskti konungshjónin komi í opinbera heimsókn til íslands dagana 10.—12. apríl 1956, til þess að end- urgjalda heimsókn forseta Islands til Danmerkur vor- ið 1954. Áður en fundur hófst, hafði Ismay lávarður blaðamannafund og rakti þar í stórum dráttum þau mál sem á dagskrá væru. Hann gat þess í upphafi, að nú tæki ítalskur hershöfðingi við af grísk- um, sem formaður hernaðarmála- nefndarinnar, með því að Island, sem hefði með réttu lagi átt að taka við formennskunni í nefnd- inni, hefði ekki herlið og því held- ur ekki hershöfðingja til að gegna störfum. Ráðherrafundurinn fjallaði fyrst og fremst um skýrslu Ismay lá- varðar um starfsemi bandalagsins. Eitt helzta atriði hennar var, að nú er ákveðið að bandalagsríkin reisi stórhýsi á góðum stað í Par- ís. En bráðabirgðahúsnæði það, sem notast hefur verið við, rétt hjá Chaillot-höll sjálfri, verður rifið. En húsnæði þetta hefur þótt spilla fegurð hallarinnar og hefur verið þyrnir í augum Parísarbúa. Ætlað er að hið nýja hús verði fullbúið árið 1957. Þá skýrði fram- kvæmdastjóri frá þróun sameigin- legra landvarnarmála. Nýjir flug- vellir hafa verið byggðir fyrir sam- eiginleegt fé og önnur varnar- mannvirki treyst og aukin. Veru- legur hluti skýrslunnar fjallaði um þörfina á að auka mjög upplýs- ingastarfsemi um eðli og takmark A.-bandalagsins og nauðsyn þess að aukin áherzla verði lögð á að framkvæma 2. grein samningsins, sem fjallar um samstarf í efna- hags- cg menmngarmálum. Gruenther yfirhershöfðingi NATO, skýrði blaðamönnum frá ýmsum þáttum skýrslu sinnar um horfur og aðgerðir í varnarmálum ríkjanna. Lagði hann áherzlu á að Vinabæir skiptast á gjöfum Nú er það alltítt orðið að vina- bæir skiptist á gjöfum. Þannig sendi Oslóborg, Reykjavíkurbæ, fagurt jólatré. Var það reist upp á Austurvelli með viðhöfn. Sendi- herra Norðmanna og borgarstjór- inn í Reykjavík fluttu ávörp og kórar sungu. Var athöfnin stutt en virðuleg. Randers sendi Akureyrarkaup- stað jólatré að gjöf, nú fyrir skemmstu, og hefur því verið val- inn staður á Ráðhústorgi. Ekki hefur bæjarstjórn Akureyrar ekki séð ástæðu til að gera veð- ur út af slíku í þetta sinn, og er það sorgleg afturför og tæplega viðeigandi. Má þó vera að bæjar- stjórn bíði eftir öðru jólatré frá Álasundi og ætli þá að „slá tvær flugur í einu höggi“ með einni við- höfn. Sæmdur gullmerki ÍSÍ Þorgeir Sveinbjarnarson hefur verið sæmdur gullmerki ÍSÍ fyrir störf sín í þágu íþróttahreyfingar- innar í landlnu. Nú hefur Þorgeir hvatt sér hljóðs á skáldaþingi, með útgáfu ljóðabókarinnar: Visur Bergþóru, sem hlotið hefur óvenjugóða dóma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.