Dagur - 18.02.1956, Blaðsíða 2
2
D A G U R
Laugardaginn 18. febr. 1956
Heimshöfin eru ótæmandi
nægtahrunnur og aflgjafi
Jarðabæfur í Búnaðarsambandi
Suður-Þingeyinga árið 1955
Mannkyninu fjölgar stöðugt og
þar með eykst þörfin á mat-
vælum og afli til framleiðslunnar.
I því sambandi benda vísindamenn
á, að heimshöfin séu nær ótæm-
andi nægtabrunnur og aflgjafi.
Nýlega gekkst UNESCO, sér-
stofnun Sameinuðu þjóðanna á
sviði fræðslu-, vísinda- og menn-
ingarmála , fyrir alþjóðaþingi vís-
indamanna í Tokíó, þar sem menn
báru saman ráð sín um vinnslu
verðmæta úr sjónum. Heimshöfin
hylja 21/z sinnum meira af yfir-
borði jarðar en löndin. Á þinginu
kom fram, að í heimshöfunum
mundi vera um 8 billjón smálestir
gulls, 2 milljónir smálesta af uran-
íum og óreiknandi magn af járni,
kopar, tini, blýi og öðrum málm-
um. Menn hafa nú fundið aðferðir
til þess að vinna þessi verðmæti
og nýta þau. Nýlega hefur verið
sett á stofn verksmiðja í Banda-
ríkjunum, sem vinnur málma úr
smádýrum sjávarins.
Itarlegar rannsáknir fyrirhugaðar.
Á Tokíó-ráðstefnunni og síðar á
fundi vísindamanna, sem haldinn
var í París á vegum frönsku ríkis-
stjórnarinnar, var ákveðið að hefja
ítarlegar rannsóknir á verðmætum
Bindindismálasýningin, sem gerð
hefur verið að tilhlutun áfengis-
varnaráðs og Stórstúku Islands,
var sýnd hér síðastliðna viku. Var
þar margt athyglisvert, enda var
aðsókn góð. Sýningin stóð til
sunnudagskvölds og sóttu hana
2825 gestir.
Verðlaun hlaut 1000. gesturinn
og var það frú Elín Olafsdóttir,
Brekkugötu 25. Verðlaunin voru
bók Þorsteins M. Jónssonar: Skráð
og flutt. 2000. gesturinn hlaut
einnig sams konar bók og var það
Jóhann Valdimarsson starfsmaður
á Gefjuni. En 2500. gesturinn var
Ingibjörg Stefánsdótir, Gránufé-
lagsgötu 53, og hlaut hún 10 að-
göngumiða að Borgarbíó.
Skólarnir skoðuðu sýninguna á
morgnana frá 9—12. Flutti Þor-
steinn M. Jónsson þá erindi alla
dagana fyrir hvern nemendahóp.
Var góður rómur gerður að ágæt-
um skýringum Þorsteins á sýning-
unni. Klukkan 2—10 var sýningin
opin fyrir almenning og voru
kvikmyndir sýndar klukkan 9 á
kvöldin á kvöldi hverju.
Sigurður Eyþórsson úr Reykja-
vík kom hingað með sýninguna og
fór með hana héðan til Isafjarðar.
En hvað var þá markvert á
þesari sýningu? Það var svo marg-
víslegt, sem lesa mátti út úr mynd-
um og töflum sýningarinnar, að
erfitt er að benda á eitt öðru frem-
ur. Hún sýndi greinilega, að því
meiri hömlur, sem eru á sölu
áfengis, því minni er áfengisnautn-
in. Þá sýndi hún einnig ljóslega
hvernig afbrot aukast með aukinni
áfengisnautn. Dæmi voru þar um
hafsins og hvernig megi nýta þau
til hagsbóta fyrir mannkynið.
Enn er mikill hluti heimshaf-
anna t. d. ókortlagður. Þá er rætt
um, að rannsaka þurfi strauma
hafanna, en þessir straumar flytja
með sér mikið af efnum. Hafa vís-
indamenn t. d. reiknað út, að þess-
ir straumar hafi flutt með sér efni,
sem að magni til nemur þrisvar
sinnum landjörð allrar Evrópu.
Þá er gert ráð fyrir, að undir
hafsbotni séu málmnámur miklar.
í Finnlandi er verið að rannsaka,
hvort ekki muni vera hægt að
vinna járnmálm í Kyrjálabotni. —
Oliulindir hafa fundizt víða á hafs-
botni, t. d. undan ströndum Norð-
ur-Ameríku, í Persaflóa og undari
ströndum Venezuela.
Verðmæti átunnar o£ skeídýra.
Löngum hefur' mönnum verið
ljóst, að það eru mikil verðmæti í
átu, skeldýrum og smáverum er
lifa í sjónum. í skeljum eru verð-
mæt efni, svo sem silfur.
Ur bréfum Jóns Sigurðssonar.
„Á 30 árum nú höfúm við feng-
ið meira með jaginu en um 300 ár
að undanförnu með þögninni.“ —
(1874.)
hræðileg slys af völdum áfengis.
Með samanburði á áfengisnautn
norrænu þjóðanna, sézt, að Islend-
ingar. eru þar lægstir. Orsök þess
er betri áfengislöggjöf, færri út-
sölustaðir og að við erum lausir
við áfenga ölið, sem víða skapar
mikil vandræði. Árið 1954 var
áfengisneyzla norrænu þjóðanna í
lítrum af 100% áfengi á hvern
íbúa: Danmörk 3,46, Finnland
1,88, ísland 1,56, Noregur 2,14 og
Svíþjóð 3,72.
Á síðastliðnu ári hefur áfengis-
nautnin aðeins minnkað hér. Árið
1954 nam hún 240,067 lítrum, en
1955 228,721 litra. Hefur því
meðaltalið á hvern íbúa á árinu
lækkaði úr 1,56 lítra í 1,449 lítra.
Væri óskandi að sú þróun héldi
áfram.
En í samanburði við Norður-
löndin er lærdómsríkt að athuga
Frakkland, þar sem fullkomið
frelsi ríkir í áfengismálum, og hef-
ur af sumum verið talið mjög til
fyrirmyndar í þessu efni. Þar var
áfengisneyzla 1953 fullorðinna
manna 21 lítri á mann af hreinum
vínanda af 100% áfengi. Og afleið-
ingar þessarar miklu áfengisnautn-
ar eru meðal annars, að af hverj-
um 1000 íbúum eru 22 áfengis-
sjúklingar. Það svarar til þess að
vera ættu 176 áfengissjúklingar á
Akureyri. Það væri slæmt ástand
ef svo væri. Enda virðast Frakkar
vera að farast í áfengisflóði og af-
leiðingar þess gegnsýra allt þjóð-
lifið.
Þetta verður að nægja um bind-
indismálasýninguna að sinni.
E. S.
Aimæliséjafir Adenauers.
Á áttræðisafmæli sínu nýskeð
fékk Adenauer forsætisráðherra
Vestur-Þýzkalands fjölda afmælis-
gjafa, eins og við mátti búast. M.
a. var lifandi sauðkind, og geysi-
mikill áll, 80 flöskur af góðu víni
o. m. fl. Afmæliskakan (,,tertan“)
var 130 cm há. Til þess að dreifa
áreynslunni átti afmælishátíðin að
standa í 5 daga.
Ný meSöf.
í New York ríki eru nú 27 geð-
veikraspítalar. Undanfarið hefur
sjúklingafjöldi aukizt um þrjú þús-
und á ári. Nú hefur yfirstjórn
sjúkrahúsanna tilkynnt, að 19%
fleiri en áður sé „sleppt út sem
heilbrigðum. Ástæðan til þessa er
sú, að nú er tekið að nota ný með-
öl við sjúklingana. Heita þau
chlorpromazine og reserpine. Eru
meðöl þessi notuð utan spítalanna,
svo að búizt er við, að færri verði
sendir þangað framvegis en áður.
Orrustuskip úr sögunni?
í brezka flotanum eru nú 5 orr-
ustuskip, og er nú rætt um það í
brezkum blöðum, hvað gera eigi
við þau. Telja ýmis herfræðingar,
að notagildi þeirra sé úr sögunni
nema þá helzt til þess að verja
kaupskip gegn stórum ofansjávar-
herskipum. Líklegast er talið, að
þeim verði annað hvort breytt í
flugvélamóðurskip fyrir þyril-
vængjur eða þá rifin og seld sem
brotajárn.
TiIIitleysi.
Aswanstíflan mikla, sem Egypt-
ar hafa nýlega fengið lán til hjá
Alþjóðabankanum, er ekki sérlega
vinsæl hjá nágrönnunum, Súdan-
búum, en það skal engan undra.
Ef stíflan verður gerð samkvæmt
áætlun, þá verður stórt landssvæði
í Súdan að stöðuvatni. Eru þess
víst engin eða fá dæmi í sögunni,
að þjóð hafi upp á sitt eindæmi
haft uppi ráðagerðir um að breyta
í stöuvatn stóru landssvæði ann-
arrar þjóðar.
Lestrarkunnátta.
Af hverjum 10 börnum í heim-
inum ganga 4 börn í barnaskóla,
og eitt heldur áfram í öðrum skól-
um, en 5 — eða helmingurinn —
ganga aldrei í skóla.
Helmingur af öllu fólki í heim-
inum er ólæs. Þeir ólæsu eru hlut-
fallslega langflestir í Afríku en
fæstir í Svíþjóð og Grænlandi —
eða svo til engir.
Upplýsingar þessar er að finna í
skýrslum stofnana Sameinuðu
þjóðanna, og satt að segja kemur
undarlega fyrir sjónir, að betri
lestrarkunnátta sé í Grænlandi en
t. d. Danmörku eða Islandi. Hér á
landi læra allir þeir að lesa, sem
getu hafa til þess, svo að tæplega
er hægt að komast miklu lengra.
Sama mun að segja um hin Norð-
urlöndin. Minnst er lestrarkunn-
áttan hjá þeim þjóðum, sem ekki
ráða sjélfar málum sínum, og hún
er áberandi meiri hjá Lútherstrú-
armönnum en kaþólskum, af
hverju sem það nú stafar.
Meiri jarðabótaframkvæmdir í
heild urðu á árinu, en þær hafa áð-
ur verið á einu ári. Mest varð
aukningin frá 1954 í byggingum á
þurrheyshlöðum, um 7735 m-0".
Súgþurrkunarkerfi var sett í hlöð-
ur, er voru að flatarmáli 2484 m2.
Jarðabæturnar hafa svo til stöð-
ugt vaxið síðustu sjö árin, miðað
við stofnkostnað og sama verðlag
öll árin. Misjafnt er hvaða liðir
vaxa mest frá ári til árs og sumir
liðir eru minni en árið áður, þó að
jarðabæturnar vaxi í heild. Jarða-
bæturnar 1954 eru settar í sviga
aftan við viðkomandi tölu fyrir sl.
ár.
Nýræktin.
Sáð var í 132,7 ha. (131,7 ha.),
það gerir 0,4 ha. pr. bónda ó bún-
aðarsambandssvæðinu. Að tiltölu
var nýræktin mest í Búnaðarfélagi
Aðaldæla, 0,5 ha. pr. bónda.
Stærstu nýræktina, 5 ha., átti
Hjörtur Tryggvason, Laugabóli,
Reykjadal.
Nýræktin er yfirleitt vel slétt,
minnsta kosti miðað við þær hey-
vinnsluvélar, sem enn eru aðallega
notaðar. Vélarnar eru að stækka,
sem notaðar eru við heyskapinn.
En stærri (breiðari) vélar þurfa
að öðru jöfnu sléttari tún. Vona eg
að mönnum sé ljóst, þegar þeir
ganga frá nýræktinni, að framtíð-
in mun gera meiri kröfur en gerð-
ar eru í dag, til þess að túnin séu
vel slétt.
Túnasléttur og túnastærð.
Túnasléttur voru 38,2 ha. (48,8
ha.). Mikið he,fur verið sléttað af
túnþýfi undanfarin ár, og er það
nú að mestu búið. Eftir eru þó á
stöku stað túnhlutar, sem ekki
geta talizt véltækir. Aðallega er
það hólatún með þunnu moldar-
lagi ofan á möl eða hrauni.
Meðal túnstærð pr. bónda er
7,4 ha. Stærstu túnin eru í Búnað-
arfélagi Hálshrepps, 10,3 ha. pr.
bónda. Á meðan túnin eru svona
lítil, er mjög nauðsynlegt að þau
séu vel hirt, svo að þau gefi sem
mesta og bezta uppskeru. Einnig
er nauðsynlegt að ræktunin haldi
áfram eins hratt og á er kostur,
svo að taðan geti aukizt og jafn-
framt sé hægt að nota túnin að
einhverju leyti til beitar.
Girðingar.
Um land, sem á að rækta, voru
lagðar girðingar, að lengd 13,3 km.
(17,0 km.). Stofnkostnaður girð-
inga er hár. En viðhaldskostnaður
þeirra getur orðið tiltölulega hærri
ef þær eru í byrjun illa upp settar.
Eg álít að jarðýtur ætti að nota
meira en yfirleitt er gert, til lag-
færingar á girðingarstæðunum,
með því að ýta í garða undir girð-
ingarnar í lægðum og þar sem
dýpstan snjó setur. Er oft hægt að
koma í veg fyrir það að snjó-
þyngsli slíti vírana við hvern staur.
Uttektarhæfar girðingar eiga að
hafa jarðfasta staura með mest 5
m. millibili og minnst 5 strengi af
gaddavir (hvort tveggja nýtt) eða
jafngildi þeirra að vörzlu og end-
ingu.
Framræsla.
Handgrafin voru 500 m. (307 m.)
lokræsi. Allmikið var lagt af kýl-
ræsum. Þau njóta ekki framlags
og mældi eg þau ekki. Handgrafnir
voru skurðir að rúmtaki 1447 m::
(301 m"). Handgröftur á skurðum
nýtur nú tvenns konar framlaga.
Það lægra er króna + vísitala á
rúmmetra, en hitt er 3.00 kr. +
visitala (eða ca. 14 til 17 kr. pr.
m.). Hærra framlagið er miðað við
það, að hægt sé að hafa tímakaup
við skurðgröftinn. Það er því að-
eins greitt að Búnaðarfélag Islands
hafi samþykkt fyrirfram að greiða
það. En samþykkt Bún.fél. ísl. fyr-
ir því miðast við það, að á við-
komandi bæ sé ekki hægt að koma
skurðgröfu. Eða verði svo dýrt,
miðað við fyrirhugað verk, að það
sé alls ekki gerlegt.
Vélgrafnir voru 14,9 km. skurðir
(18,8 km.), er voru 87547 rúm-
metrar (100750 m3). Lokið er nú
svo til fyrstu umferð með skurð-
gröfu um héraðið. Byrjað er nokk-
uð á annarri umferð, enda liggur
mikill gröftur fyrir í sumum hrepp-
unum.
Heyhlöður.
Byggt var með langmesta móti
af þurrheyshlöðum. Rúmmál
þeirra var 17598 m" (9863
m3). Byggðar voru 810 m3 (986
m:í) votheyshlöður. Þetta eru lang
minnstu votheysgeymslur sem
byggðar hafa verið síðustu 6 árin.
Óþurrkasumur og árin eftir þau
virðast bændurnir finna það bezt
hvað það er geysi þýðingarmikið
fyrir þá að eiga stærri votheys-
geymslur en þeir nota á allra beztu
þurrkasumrum.
Súgþurrkunarkerfi var sett í
2484 mu hlöður. Þessi liður hlaut
framlag úr ríkissjóði í fyrsta sinni
síðast liðið ár. Súgþurrkunarkerfi
hafa því ekki áður verið mæld.
AburSaréeymslur.
Byggðar voru 506 m" (623 m3)
áburðarhús 242 m:! (205 m3)
safnþrær og 698 m" kjallarar í
fjárhúsum.
Fjárhús eru nú tæpast byggð
án kjallara. Eða séu grindur ekki
settar strax í þau, er þannig geng-
ið frá veggjum og görðum að síðar
er hægt að setja grindur í húsin.
Nokkur ár eru síðan fyrst var
byrjað á þessu hér upp í sveitum.
En yfirleitt voru grindur ekki sett-
ar í ný fjárhús fyrr en síðustu tvö
til þrjú árin. Þetta er eðlileg þróun
samfara því hvað vex, að gefa sauð
(Framhald á 7. síðu).
Bindindismálasýniiigin á Akureyri