Dagur - 18.02.1956, Blaðsíða 5

Dagur - 18.02.1956, Blaðsíða 5
Laugardaginn 18. febr. 1956 DAGUR 5 Skákaldan rís hærra en nokkru sinni fyrr. Teflt um þverf og endilðngf landið Rabbað um skák eftir stutt samtal við Friðrik Ólafsson skákmeistara, sem nú er staddur á Akureyri og teflir sem gestur á Skákþingi Norðlendinga. Þeir sem áhugann vekja. Aiburðamenn lijá fámennri þjóð vekja þjóðarstolt og hafa víðtæk áhrif sérstaklega ef verk þeirra eru viðurkennd á opinberum vettvangi einhverrar keppni eða hljóta á ann- an hátt opinbera athygli. Allir muna um afrek Huseby og Clausen- bræðra í frjálsíþróttum. Þriggja ára strákar vörpuðu steinum fyrir kúlu og léku íslendinginn. Ef til vill var Huseby þeirra fyrsta fræðsla um fjarlægt land í norðrinu og innan- lands var kúluvarpið, drengjanna stærsti draumur. Hiiðstæður áhugi vaknaði fyrir íþróttum annarra af- reksmanna. Táflmennirnir týndir. Fyrir skömmu var endurvakinn úhugi fyrir fornri og göfugri íþrótt, skákíþróttinni. Skákin átti nokkuð erfitt uppdráttar því að af henni stafaði ekki sá dýrðarljómi, sem ungir menn sækjast mest eftir, en varð fremur dægradvöl manna í strjálbýli. Þannig stunduðu Gríms- eyingar skák af miklum áhuga og eyddu löngum vetrarkvöldum \ið liana og fámennir hópar nágranna víðsvegar um land, settu upp tafl, þegar þeir liittust. En á síðari árum ruddu spilin ser til rúms í æ ríkari mæli, og það svo að sums staðar cr sannkallað spilaæði. Taflmennirn- ir týndust og þeir síðustu voru að hverfa með gömlu leikföngum ó- málga barna og taflborðin voru notuð, ef.rúða brotnaði í húsi. En um það bil að taflíþróttin var að leggjast í öskustóna á landi hér, með nokkrpm undantekningum þó, varð skyndilegá breyting á. ' Ný hrcyfing-, sem Fridrik vekur. Ný skákalda reis, svo að nú vilja allir tefla. Árabirgðir af manntöfl- um í verzlunum höfuðborgarinnar gengu til þurrðar á örskömmum tíma. Þessa hreyfingu má rekja til II ára drengs í Reykjavík, Friðriks Ólafssonar, þegar hann á skákmóti varð einna skæðastur keppinautur Baldurs Möllers, liins kunna skák- manns. Þá þegar var honum spáð frama á skákbrautinni. Var það með ólíkindum, því að á þeim ár- um hafði Friðrik ekki mikinn áhuga á þeirri mennt. Hann lærði snemma mannganginn, tefldi við félaga sína og vann stundum og tapaði stund- um, eins og gengur. Þeir nánustu sögðu, að hann liefði víst ekki hlot- ið skákáhugann úr ættum sínum, auminginnl Það var nefnilega vitað, að marg- ir ágætir skákmenn voru í báðum ættum Friðriks, þótt frá sé talinn frændi hans, sá hinn frægi Magnús Smith, sein Gils Guðmundsson al- þingismaður sagði frá á skcmmti- legan ljátt í útvarpinu og síðar reyndist vera frændi Friðriks. Fremsli skáltmaður Islands. En ekki leið á löngu, þar til skákmaðurinn í Friðrik gerði betur vart við sig. Hann tók að lesa um skák og hyggja að leikjum skák- manna, og hann komst fljótt að raun um, að fljótlega var hægt að auka þekkingu sína og máta jafn- aldrana auðveldlegar en áður. Nú varð Friðrik brátt þekktur skák- maður innanlands og kom hvað eftir annað með sigur af hólmi á mótum í Reykjavík. Áliugi Friðriks og snilligáfa lians í skáklistinni liafa lyft honum yfir samtíðarmenn hans hér á landi. Og á erlendum vettvangi á hann að baki stóra og eftirtektarverða sigra. Ég segi skák! Ég var að siitra kaffisopa á Hótel KEA í þeirri von að sjá einhvern fréttafróðan kunningja, þegar Frið- rik Ólafsson skákmeistari birtist allt í einu í dyrunum. Var ekki vandi að þekkja hann af öllum myndun- um, sem af honutn hafa birzt að undanförnu, þótt ekki hefði fund- um okkar borið saman fyrr. „Góðan daginn, Friðrik," sagði ég og var við öllu búinn. Það eru nefnilega ekki allir, sem taka svona ávörpum ókunnugra með mikilli vinsemd. En Fríðrik var alúðin sjálf, og við tókum tal saman. Að vísu brá fyrir skugga á hinu bjarta andliti hans, er hann vissi, að ég var blaða- maður. Það var eins og honum liefði verið skákað að óvörum. En þessi óþægindi hurfu von bráðar, og ég sagði honum það í allri hreinskilni, að ég ætlaði að skrifa um hann fá- ein orð í tilcfni af heimsókn hans til Akureyrar. Þegar Friðrik og Ingi voru settir i steininn. Talið barst að skákmótinu í Has- tings. Ekki vakti koma íslending- anna þangað neina hrifningu eða sérstaka eftirtekt. Móttökunefndin hafði gleymt okkar mönnum, hin- um eina keppanda frá íslandi og aðstoðarmanni hans. Friðrik og Ingi komu til Hastings á annan dag jóla. Svo sem venja er, flykkjast menn úr borgum og bæjtim þá dagana, og hálfgerð ring- ulreið skapast á ýmsum sviðum. í þetta skipti bættist það við, að hót- elþjónarnir áttu frí og fóru „í löng- um bunum" burt úr bænum. Þegar íslendingar „gerðu vart við sig“, eins og það var fyrrum kallað, og stóðu með ferðatiiskur sínar frammi fyrir þeirn lieiðursmanni, er mcstu áhyggjurnar út af mót- tiiku gestanna, hvíldu á, kom held- ur en ekki babb í bátinn. Það hafði gleymzt að útvega þeim dvalarstað. Þegar öll sund lokast um fyrir- greiðslu vegna ferðamannaliópa, er vanalegt að leita til opinberra stofnana. — En aldrei hefur það spurzt á landi hér, að þátttakandi í opinberu móti, sem tilkynnt lief- ur komu sína með nægilegum fyrir- vara, væri sendur beint í steininn, og lögreglan beðin að gæta hans. En þetta gerðist á Hastingsmótinu. I fletum óbótamanna! í vandræðunum við að korna hinum fyrirferðarmikla hópi Islend- inganna niður, var síðast leitað til þeirra húsakynna, sem hafa járn- grindur í gluggum og rammgerðar liurðir. Og þeir félagar liigðust til svefns í íletum þjófa og morðingja, en voru í bezta skapi! Blöðin komust á snoðir um þetta og töluðu um í glaðlegum tón og sögðu, að Friðrik hefði bara sofið vel! Má segja, að sinn er siður í landi liverju! Annars var aðbúð góð á mótinu, og Friðrik mætti íullri kurteisi. Sú spurning lilýtur að vakna, hvernig farið helði, ef keppanda frá einhverri stórþjóðinni hefði verið boðið húsnæði hjá lögregl- unni! Óvíst er, að sú nefnd hefði kembt hærurnar, sem hefði t. d. gleymt að ætla Rússunum herberg- iskytru að sofa í! Þá hefðu prúð- búnir ambassadorar sjálfsagt fengið það verkefni að biðjast afsökunar, með fögrum orðum um það, að slíkt gæti í raun og veru ekki komið fyrir hjá Englendingum, og útilok- að að kæmi fyrir aftur. íslendings að litlu getið. Stórblöðin fylgdust vel með mót inu í Hastings og flutlu spár um skákina. Friðriks var að sjálfsögðu minnzt, en lieldur var hann neðar- lega á blaði og-vinningsmöguleikar hans taldir litlir. Var það raunar óþarfi, eftir frammistöðu hans þar, árið 1953. Svo hófst skákkcppnin með tauga spenningi, svo sem vera bar á mótl sem svo mikla atliygli vakti. Fall er fararheill. Fall er fararheill, segir máltækið og það var ekki úr háum söðli að detta fyrir Friðrik, þótt illa tækist til fyrir lionum. — Það kom því nokkuð flatt uppá umheiminn þeg- ar Friðrik vann hverja skákina af annarri. Yngsti keppandi mótsins, maðurinn frá íslandi kom á óvart, það var ekki lengur hægt að ganga fram lijá lionum. Og Friðrik varð sigurvegari ásamt hinum rússneska skákmeistara Korclinoi. Blöðin kepptust um að birta fréttir og við- töl við Friðrik og skákir hans, sem birtust í blöðunum, þóttu sumar afburða snjallar. Góður aðstoðamaður. Aðstoðamaður Friðriks á Hast- ingsmótinu var Ingi R. Jóhannsson og var honum stoð og stytta. Ingi er snjall skákmaður og var því mik ils virði að eiga samræður við hann um biðskákir o. 11. viðkomandi mót inu. Hitt var þó meira um vert lyrir Friðrik að hafa einhvern til að tala við á móðurmálinu og einhvern velviljaðan mann á staðnum, til að deila með sorg og gleði, jafnvel þótt sá maður kynni ekki manngang inn í skák. Ingi R. Jóhannsson hafðl nóg að gera á mótinu. Heima biðu þúsund- ir fréttaþystra manna, er gleyptu í sig hvert fréttaskeyti frá Hastings með áfergju. Blöð og útvarp kontu fréttunum á framfæri við lands- fólkið. Ut á yztu annesjum biðu börn og fullorðnir frétta í útvarp- inu, í líkingu og eftir lestri fram- haldssögunnar um Gregory í sumar. Skákirnar voru settar upp og tefld- ar um þvert og endilangt ísland. Aldrei annar eins áhugi. Aldrei hefur annar eins skákáhugi gripið um sig meðal þorra manna og þessar síðustu vikur. Megum við Dulles segir, að Bandaríkin muni ekki taka þátf í vígbúnaðarkapp- hlaupi landanna við botn Miðjarðarhafs Washington, 7. febrúar. — John Foster Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lét nýlega svo um- maelt, að Bandaríkin mundu ekki selja ísraelsmönnum vopn, fyrr en allar aðrar leiðir til þess að tryggja frið í löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafs hefðu verið reyndar. Engu að síður komst Dulles svo að orði í bréfi til þingmanna, sem mælt höfðu með því að leyfa slíka vopnasölu: „Við útilokum ekki möguleik- ana á slíkri vopnasölu til ísraels. Skoðun okkar er sú, að öryggi landanna við botn Miðjarðarhafs vera Friðrik þakklát fyrir að hafa vakið hina fornu íþrótt til lífsins á ný, mcð glæsilegri frammistöðu bæði ufanlands og innan. Tvirceð umsögn. Þegar skákmótið í Hastings var háð, var gefið út sérstakt blað með fréttum af skákiiini og einu og öðru frá mótinu. Þar var frá því sagt að keppandinn frá íslandi hefði teflt mjög djarllega, .og væfi ' þSð illa farið ef hann hefði' beðið lægróhlut! í • þessum ummælum er látið liggja að því’ á mjög kurteisan hátt, en þó greinilegan, að um skáksnilld hafi ekki vcrið að ræða. Erfiðar skákir fyrir höndum. Érlðrili' ÓláfssQn á fyrir1 höndum margár skákir við miklá skákmenn. Rússar munu koma til Reykjavíkur í máfzmánuði og tefla við okkar færustu skákmenn. í Uppsöluin vérðúr skákmót í Apríl og er búist við að IsTendingar sæki mótið. Ehn- frernur má geta þess að í september næsta haust verður Olympíuskák- mótið haldið i Rússlandi og þar liáð landakeppni í fjögurra manna sveitum. Auk þessa er líklegt að Friðrik verði boðið til skákmóta er- lendis og það fyrr en varir. Nörðlendingar einangraðir. Um margra ára bil hafa Norð- lendingar einangTazt í skák. Hér eru að vísu rnargir allgóðir tafl, menn, en þeir eru sennilega ekki í framför. Má ætla að hver þekki annan út og inn í skákinni og und- anfarin ár liafa Akureyringar og Ey- firðingar setið heima þótt skákmót liafi verið haldin í Reykjavík. Er þetta auðvitað afleitt og erfitt um úrbætur. Skákin gel'ur lítinn arð. Skákmót eru yfirleitt illa sótt, þeg- ar frá ér dregið einvígi þeirra Bent Larsen og Friðriks Ölafssonar Reykjavik, lyrir skemnistu. Nú mætti ætla að eitthvað hefði rætzt úr með íjárhaginn og Skáksamband- ið gæti beitt sér fyrir almennri þátttöku utan af landi. Væri þess íull þörf og ætti að vera kærkomið tækifæri nú, þegar skákaldan rís hærra en nokkru sinni'fyrr. Víða um land ern vafalaust mörg skákmannsefni. Að þeim þarf að hlynna, jafnhliða almennri skák. Þó er sjálfsagt að gera sér ljóst að menn ná ekki mjög langt í íþrótt- inni, þótt áhuginn blossi upp í bili og ef til vill aðeins vcgna þess að aðrir tefla skák. Allir bestu skák- mcnn landsins, hafa fundið hvöt hjá sér til að lœra skák. E. D byggist ekki á herstyrk heldur miklu fremur á alþjóðalögum og að komið verði á vináttuböndum milli þessara nágrannaþjóða. Við vinnum sleitulaust að því að koma á slíkum vináttuböndum." Dulles lýsti því yfir, að sam- kvæmt stefnu sinni í utanríkismál- um létu Bandaríkin sér annt um viðgang Israelsríkis. Bandaríkin halda einnig fast við þá megin- reglu, að rjúfa ekki vináttuna við Israel og Arabaríkin. Hann vakti athygli á því, „að at- burðir síðustu daga“ gætu skapað mismun á herjum ísraels og Ar- abaríkjanna, en sökum þess að Ar- abar eru mikið fjölmennari en ísraelsmenn, þá „væri betra að koma á friði og tryggja öryggi landanna á annan hátt en með víg- búnaðarkapphlaupi.“ Dulles sagði einnig, að þótt ísra- elsmönnum yrðu fengin í hendur jafngóð eða betri vopn en Araba- ríkin hafa yfir að ráða, nægði það Framhald á 7. síðu). Frá Skákþinginu Hvítt: Margeir- Steingrímsson. Svart: Friðrik ólafsson. Sikileyjarvörn. 1. e2—e4 c7—c5 2. Rgl—f3 d7—d6 3. d2-d4 c5xd4 4. Rf3xd4 Rg8-f6 5. Rbl—c3 Rb8—c6 6. Rcl—g5 e7—e6 7. Rd4xcG b7xc6 8. e4—e5 Dd8-a5 9. Bg5xf6 g7xf6 10. e5xd6 Da5—e5f 11. Bfl—e2 Bf8xd6 12. Ddl—d3 Ha8-b8 13. 0-0-0 Ke8-e7 14. g2—g3 Hh8-d8 15. Dd3-e4(?) De5xc3 16. Gefið. !f 16. bxc3, þá B—a3 mát). Hvílt: Friðrik ólafsson. Svarl: Guðmundur Eiðsson. Ensk byrjun. 1. c2—c4 c7-e5 2. Rbl—c3 Rg8-f6 3. g2—g3 d7—d5 4. c4xd5 Rf6xd5 5. Bfl—g2 c7—c6 6. Rgl-13 Rd5xc3 7. b2xc3 Bf8-d6 8. 0-0 0-0 9. d2—d4 Rb8-d7 10. Rf3-d2 e5xd4 11. c3xd4 Rd7—bG 12. Ddl—c2 Hf8—c8 13. e2—e4 Bdö—f8 14. Bcl—b2 Bc8-e6 15. Hfl-dl Dd8—c8 16. Bg2—fl g^-gö 17. Bfl—d3 BÍ8—g7 18. a2—a4 a7—a5 19. Hal-bl RbG—d7 20. Rd2—c4 Be6xc4 21. Bd3xc4 b7—b5 22. Bc4—fl b5—b4 23. Hbl-cl Ha8—a7 24. Bfl—c4 Ha7—c7 25. e4—e5 Rd7-b6 26. Bc4-b3 Dc8-b7 27. Dc2—e4 Hc8-e7 28. Hcl—c5 Db7-a7 29. Hc5xc6 Hc7xc6 30. De4xc6 Hc7—c7 31. Dc6—e8f Bg7-f8 32. e5—e6 Gefið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.