Dagur - 18.02.1956, Blaðsíða 7

Dagur - 18.02.1956, Blaðsíða 7
Laugardaginn 18. febr. 1956 D A G U R 7 VEÐRIÐ r Tímarit handa alþýðu - Utgefandi: Félag íslenzkra veðurfræðinga Aðalfundur Búna< Nýtt tímarit „Veðrið" hóE göngu sína með nýbyrjuðu ári. Er rit þétta fróðlegt ntjög um veðurfar. Fáir eru háðari veðrinu en þeir, sem ísland byggja, og veðrið er al- gengasta umræðuefni meðal þorra fólks. Alþýðlegt rit um veðrið er því kærkomið lesefni og spillir það ekki fyrir að útvarpsþættir Páls Rcrgþórssonar veðurfræðings liafa náð almennum vinsældum og koll- varpar það þeirri furðulegu kenn- ingu sumra kaupstaðabúa, að veðr- ið sé eiginlega alls ekki umræðu- liæft. Hér fer á eftir kalli úr greiu Páls Bergþórssonar, er birtist í 1. hefti hins nýja rits. Langviðrasumarið 1955. Fyrir hvcrn þann, scm þekkir til heyskaparvinnu, verður erfitt að ímynda sér, hvernig unnt var að þurrka hey í veðurlagi því, sem var sunnan lands. Frá 18 júní til 13. september koma aldrei tveir al- þurrir si'ilarhringar hver á eftir öðr- um. Þann 12. júlí kemur þurrka- glæta, en morguninn áður hefur verið vatn í mælinum, og þar á undan 50 mm. rigning á þrem sólarhringum. Eftir það linnir ekki fyrr en í ágústbyrjun. Þá eru aðeins smágerðar rigningar í nokkra daga, og frá morgni þess 5. fram á morg- un hins 7. kom „langi þurrkurinn", sem sr. Jóliann kallar svo. Má hugsa sér, að með harðfylgi hafi þá náðst nokkur hey í garð. Loksins styttir upp. Óþurrkunum er víðast hvar lokið. Þeir hafa staðið frá 18. júlí fram til 3. september, — í rúmlega áttatíu daga og áttatíu nætur. Það var tvöfalt syndaflóff, og er mál að linni — komið .fram undir göngur. Leitum og réttum er frestað til þess að engu verði slcppt af þeim stutta bjargræðis- tíma, senr nú loksins kom, þrátt fyrir allt. En göngum er ekki frestað á Norð austurlandi. Fyrir löngu er heyskap lokið þar um slóðir, hcy afburða vel verkuð, en fremur lítil að vöxtum. Þurrkarni) háðu grassprettu. Svona geiur skipt í tvö horn. Veðrátlan i júli. Aberandi er það, að miðdegishit- inn er meiri í innsveitum en við sjóinn, og er það raunar gamal- kunn staðreynd. Svöl hafgolan leik- ur um útnes og strendur, en í inn- sveitum fær sólin ráðrúm til að ylja landið og loftið, jafnvel þótt nokk- uð sé skýjað. En það, sem einkum greinir þennan júlímánuð frá venjulegu íslenzku sumri, er liinn mikli hitamunur sveitanna norðan og sunnan íjalla. Sextán og jafnvel átján stiga hiti var í sérstökum skilningi hversdagsviðburður frá Skagafirði austur um Fljótsdals- hérað, en í venjulegum skilningi má þó segja, að slíkt sé enginn hvers dagsviðburður. Tólf til fjórtán stiga miðdegishiti, eins og tíðkaðist á Suður- og Vesturlandi, sýnir hins vcgar svalan júlímánuð miðað við venjulegt árferði. Tíu millimetrar í Skriðuklaustri og 357 mm í Vík gætu virzt ótrú- lcgar tölur, en þó er engin ástæða til að rengja þær. Tvö liundruð millimetra úrkoma samsvarar því vatnsmagni, sem felst í mannhæðar djúpu, jafnföllnu nýsnævi, og get- ur hver ímyndað sér vatnsgagninn, cf slík fönn væri skyndilega brædd, jafnvel þótt jörðin væri þurr og þíð undir. A stórum svæðum á Suð- urlandi var rigningin meiri en þctta og mun því engum ofsögum sagt af vatnsaga túnanna hjá bændtun í Arnessýslu í sumar. A Norðaustur- landi var samtímis vatnsskortur fyr- ir gróður, og má af því ráða, að ekki dugi minna en 25 mm regn á sumarmánuði hverjum til jiess að jörðin fái svalað þorsta sínum. Úr veðurbökum. Tölur þær, sem hér hafa verið þuldar, eru vissufega mælikvarði, sem notast má við til þess að lýsa veðráttunni. En til hvers erum við að lýsa henni? Er það ekki fyrst og fremst til þess að vita, hvernig veðrið býr að mönnum og skepnum, hvort allt leikur í lyndi eða móti blæs? Ef svo er, má segja, að við sækjum vatn yfir lækinn, ef við einblínum á tölur, en heyrum ekki umsagnir þeirra, sem eiga sitt allt undir sól og regni. Við skulum ekki vanmeta gildi talnanna, en þó er full ástæða til að birta hér nokkra kafla úr ís- lenzkum veðurbókum sumarið 1955. Engar heildarmyndir fáum við, að- eins nokkrar svipmyndir, dæmi um hugblæ og viðbrigði starfandi fólks, jiegar líísbjörgin eyðilagðist fyrir augum Jiess. I júnílok skrifar Ólafur Sveinsson á Lambavatni á Rauðasandi; „Það hafur verið stillt og gott veð- urur yfir mánuðinn. Fullmiklir jiurrkar framan af, svo grasvöxtur varð síðbúnari en ella. Síðan væta kom, hefur grasvöxtur mikið auk- izt, og er nú víðast orðið sæmilega sprottið." Ekki lcynir sér ánægja bóndans og bjartsýni á iindverðum túna- slætti. Hann getur þess að vísu, að sláttur sé almennt ekki byrjaður: „Hefir Jiað líka dregið úr mönn- um að slá til muna, að nú undanfar- ið hafa verið rigningar og Jmrrk- leysur. En nú verður almennt farið að slá um mánaðamótin." Ekki skal óþurrkakafli í síðari hluta júnímánaðar draga kjark úr mönnum til lengdar. Og á Arnar- stajia á Snæfellsnesi skrifar Krist- bjiirn Guðlaugsson umsvifalaust: „Það hefur verið ágætt tíðafar yfir mánuðinn." Ingibjiirg Guðmundsdóttir í Síðu- múla getur einnig um Jiurrkana í byrjun júní og hve vel hafi þó rætzt úr með vætuna, „og þá þaut grasið upp. Túnið hér er orðið dável sprottið, og fer sláttur að byrja." Svo líður júlímánuður. Skýrslur berást á ný frá stöðvunum. Ólafur á Lambavatni skrifar, og gætir nú nokkurrar áhyggju: „Það hafa verið sífelldar rigning- ar yfir mánuðinn. Smágerð rigning fvrri hlutann, en mjög stórgerð ar rigningar seinni hlutann. Annan júlí var þurrkur, siðan aldrei Jnirr dagur að heitið gæti, fyrr en í gær 31., Jiá var góður þurrkur frá há- degi. Heyskapur hefur gengið mjög illa, hvergi Jmrr tugga komin í hús, nema ef einhver liefur getað Jmrrk- að í gær. Það sem hefir verið tekið af heyum er í vothey, en það er ekki nema lítið af heyjunum hjá mörgum. Flestir liafa farið hægt við að slá. Grasspretta er orðin alls staðar góð, og gras víða farið að spretta úr sér.“ Ingibjörg í Síðumúla gefur lif- andi lýsingu á ástandínu: „Sláttur er lítið byrjaður. Ekkert strá komið inn neina vothey. Það, sem slegið hefur vcrið í þurrhev, er orðið brúnt að lit. Það er í föngum, görðum og flötum flekkjum. Er skýr litamunur, Jiar sem föng og garðar standa saman á hvanngrænum há- arsprotnum velli." Sýnilegt er, að ekki dugar annað en skjótur bati, ef ekki á illa að fara. Agúst líðtir. Um ltann segir Ólafur á Lambavatni: „Slæmt var í júlí, en ágúst hefur hér verið enn verri, Jiví Jjað liefir (Framhald af 8. síðu). stunda, fullt verð landbúnaðar- afurða samkvæmt verðlagsgrund- velli landbúnaðarins, eins og hann verður á hverjum tíma. 2. Búnaðarsamtök bænda í sveitum og stjórnir búnaðarsam- banda hvetja eigendur sparifjár til að efla sparisjóði sveitarfélaga með fjárframlögum, sem sjóðirnir ýmist láni bændum sem rekstrar- lán til skamms tíma, eða stofnlán til nýbygginga arðbærra fyrirtækja í sveitum. 3. Lánsfjárþörf landbúnaðarins verði fullnægt með stórauknum fjárframlögum til Búnaðarbanka og Ræktunarsjóðs, og öllum er landbúnað vilja stunda, en skortir fé til framkvæmda, verði veitt fjárhagsaðstoð: t) Þeir, sem byggja og rækta nýbýli, eigi kost á svo ríflegu fjár- framlagi, ýmist sem hagstæð lán til lengri tíma eða óafturkræf framlög, að telja megi, að arðbær aldrei komið eðlilegur þurrkdagur yfir mánuðinn. Þ. 18. gerði hér stór- viðri með rigningu, og varð ]>á að setja hey saman í hrúgur, og evði- lagðist Jiað, þegar það rigndi í hrúg- unum. Nú 30. gerði liér aftaka norð- anhviðu með rigningu, svo hey hef- ir fokið hér á sandinum í báðum þessum rokum . . .“ Sama sagan er á Arnarstapa: „ . . . stöðugar úrkomur yfir allan mánuðinn, og hefur ekki náðzt neitt þurrt hey í hlöðu.“ Frá Síðumúla er skrifað: „Ágústmánuður ódæma votviðra- samur, þó betri en júlí. Það komu þó nokkrir Jmrrkdagar, sent bjiirg- uðu miklu heyi upp í sæti.“ Sumri hallar og september líður. Sums staðar rætist nokktið úr, ann- ars staðar lítið. 1 veðurbók Síðu- múla stendur: „í september var óslitin vætutíð til Ji. 13. í mánuðinum. Þá létti í lofti og þurrkurinn langþráði kom. Gátu ])á allir Jiurrkað og hirt töður sínar." A Lambavatni gekk ekki eins ve!: „Þegar þurrkdagar koniti, 14. og Jiar á eftir, kom Jiurrkurimi hér á Sandinum ekki nema að hálfum notum vegna hvassviðris. Hey eru stiins staðar úti enn og sums staðar töluvert." Og sumarið dregur fleiri dilka á eftir sér: „Vöxtur í görðum er alls staðar lélegur og sums staðar nær enginn vegna bleytu og sólarleysis. Fé er mjög rýrt, og hér á Sandinum hafa drepizt lömb óvenjumikið úr bráða- pest.“ Orsök langviðranna. Um orsakir liins óvenjulega veð- urlags í sumar er fátt liægt að scgja. Svo mikið má ]>ó fullyrða, að Jietta veður var í fullu samræmi við ]iá eindregnu suiinan og suðvestanátt, sem var ríkjandi allt sumarið mcð hafátt sunnan lands og vestan, en landátt, sem var ríkjandi allt sum- arið með hafátt sunnan lands og vestan, en landátt á Norður- og Austurlandi. F.n sú „skýring" kallar á aðra: Hvers vegna var áttin svona þrálát? Þeirri spurningu verðum við að láta ósvarað. Þess rná Jió geta, að stimarið var langviðrasamt víðar en á Islandi. Á sunnanverðum Norður- löndum voru eindæma liitar og þurrkar, en fágæt votviðri í norð- anverðmn Noregi. Orsakanna mun því ekki að leita á takmörkuðu svæði, heldtir í heildarsérkenmun loftstraumanna á norðurhveli jarð- ar, cf ekki á allri jörðinni. búrekstur verði tryggður á býlun- um. b) Þeir, sem kaupa jarðir eða starfandi bú, eigi kost á hagkvæm- um lánum með svo hagstæðum kjörum, að búrekstur þeirra sé fjárhagslega tryggur." Vinnuskipti. „Aðalfundur B. S. E. 1956 legg- ur til, að stjórnir búnaðarsamband- anna gangist fyrir því, að skipu- lögð verði skipti á ungu, vinnandi fólki milli héraða og landsfjórð- unga í því skyni að auka þekkingu þess á mismunandi starfsaðferð- um og tækni í atvinnuveginum." Nauðsyn aukinnar fræðslu. „Aðalfundur B. S. E. 1956 beinir því til Búnaðarfélags Islands, að það gangist fyrir því, að efld verði fræðsla fyrir ungt fólk um nytsemi landbúnaarins fyrir þjóðarheild- ina og það menningarhlutverk, sem hann vinnur og hefur unnið íslenzku þjóðfélagi á liðnum öld- um. Aðrar tillögur. „Aðalfundur B. S. E. skorar ein- dregið á Rafmagnsveitur ríkisins að fella niður fastagjald af rafmó- torum til súgþurrkunar, og felur stjórn sambandsins að koma þess- ari ályktun til réttra aðila og fylgja þessu máli eftir.“ „Aðalfundur B. S. E. 1956 felur fulltrúum sínum- á Búnaðarþingi- að vinna að því, að styrkur á vot- heysgryfjur verði hækkaður veru- lega frá því, sem nú er, þar sem það myndi örva bændur til meiri votheysgerðar.“ „Aðalfundur B. S. E. 1956 felur Búnaðarþingsfulltrúum sínum að beita áhrifum sínum á Búnaðar- þingi til framdráttar því, að Al- þingi gangi sem fyrst frá löggjöf til eflingar kornræktinni í land- inu.“ Einnig var samþ. tillaga til KEA varðandi innflutning á girðingar- efni og önnur til Samvinnubygg- ingarfél. Eyjafjarðar varðandi uppsláttarfleka til afnota við bygg- ingar. Kosið í stjórn B. S. E. Halldór Guðlaugsson, bóndi, Hvhmmi, átti að ganga úr stjórn samb., en var endurkosinn til næstu þriggja ára. Aðrir í stjórn- inni eru Ármann Dalmannsson og Björn Jóhannsson bóndi á Syðra- Laugalandi. • Dagskrármál landbúnaðarins (Framhald af 2. síðu). fé töðu allan gjafatíman og kjarn- fóður yfir fengitímann og vorið. Enn fremur fjölgar þeim bændum sem gefa alveg inni frá því það er tekið á haustinn og þar til farið er að venja það við útivistina áður en því er sleppt á vorin. Garði, 2. jan. 1956. Skafti Benediktsson. UR BÆ 06 BYGGB Sextugsafmæli. Sl. fimmtudag, 17. þ. m. varð Páll Sigurgeirsson kaupmaður á Akureyri sextugur. Leiðrétting. í siðasta tölublaði Dags féll niður hluti úr síðustu málsgrein í yfirlitsræðu Jakobs Frímannssonar á Félagsráðsfundi. Þar átti að standa: Framundan virðist því hækkandi verðlag á all- flestum innfluttum vörum, en hins vegar mjög lítil von um hækkandi verð á útfluttum vörum o. s. frv. Leiörétting. í erfiljóði um Frið- geir H. Berg, sem birtist í síðasta tölublaði Dags er meinleg prent- villa í fyrsta erindi. Rétt er erindið svona: Dag hvern flytur dauðinn dóm til jarðarbarna. Yfir banabylgju blikar lífsins stjarna, varpar glöðum geisla gegnum dökka húmið, lýsir mild og máttug myrka grafarrúmið. Og næst síðasta lína fjórða er- indis var svona í blaðinu: Ólíkur varstu öðrum. Á að vera:. Ólíkur varst öðrum. Góð barnaskemmtun Góða barnaskemmtun héldu barnastúkurnar í Samkomuhúsinu um síðastliðna helgi í sambandi við hátíðisdag Unglingareglunnar. Skemmtu börnin með sjónleikjum, upplestrum og þjóðdönsum. Auk þess var söngur og kvikmyndir. — Var barnastúkunni „Leiðarstjörriu" á Dalvík boðið á skemmtunina og komu 45 börn ásamt tveimur kennurum sínum. Var þeim sýnd á eftir bindindismálasýningin í Borg- arbíó og Æskulýðsheimili templ- ara. Er það hollt viðfangsefni fyrir börn og unglinga að undirbúa skemmtun eins og þessa. Og eru slíkar barnaskemmtanir of sjaldan í bænum. - DULLES (Framhald af 5. síðu). ekki til þess að koma í veg fyrir árásir. Hann bætti því við, að áhrif Sameinuðu þjóðanna, sem geta veitt margs konar vernd, og sú stefnuyfirlýsing, sem Frakkland, Bretland og Bandaríkin lýstu yfir árið 1950, væri áhrifameiri vörn gegn hugsanlegum árásum, heldur en það magn af vopnum, sem þjóð- irnar gætu orðið sér úti um. ••itiiiiMiitiiiiiiiiitiiiiiiMiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiti* 7ll MIMMMIIIIMMMIIIIMIIIIMIIIMIIIMMMIMIIMIIIIIIIIIMIIl}

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.