Dagur - 18.02.1956, Blaðsíða 1

Dagur - 18.02.1956, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. — Kaupið Dag. Sími 1166. Daguk DAGUR kemur næst út mið- vikudaginn 22. febr. XXXIX. árg. Akureyri, laugardaginn 18. febrúar 1956 9. tbl. Eyðimerkur ræktaðar Samvinnutryggingar endurgreiða 2.8 Hér er starfsmaður Alþjóðasamvinnustofnunarinnar að skýra út fyrir ungnm Pakistanbúum gerð og notkun dieselvéla, en nú á að reyna að flytja mold á eyðimerkursvæði með stórvirk- um vélum og gera að ræktuðu landi. Ákureyringar þuria strætisvagna Nýtt hlutafélag Strætisvagnar h.f. Síðan tilraunin með strætis- vagna á Akureyri var gerð í haust, hafa æ fleiri komist að þeirri niðurstöðu, að full nauðsyn sé á þeim í bænum. Margt af því fólki er brosti van- trúað að þessari nýjung 1. nóvem- ber í haust, finnst óhugsandi nú að vera án vagnanna. Eins og kunungt er, voru stræt- isvagnarnir og eru enn, reknir með 7500,00 króna mánaðarstyrk frá bænum. En fargjöldin hafa verið lág. Því miður hefur nokkur truflun orðið í rekstri vagnanna í vetur, vegna bilana á þeim. Þeir eru ekki nýir og ekki eins heppilegir og vera þyrfti. Hefur það sætt nokk- urri gagnrýni, en eins og á stóð í haust var ekki um annað að velja. Vagnamir voru fengnir að láni hjá Norðurleið h.f. En Jón Egilsson hefur séð um reksturinn. Breyting 1. maí. Fyrsta maí þarf að skila þessum bifreiðum og frá sama tíma hættir bæjarsjóður að styrkja rekstur strætisvagna í þessu formi. Nýtt hlutafélag, Strætisvagnar h.f., mun hins vegar taka við stjórn strætisvagnanna á Akureyri. Hefur það pantað 2 sænska vagna af fullkominni gerð og fengið lof- orð bæjarstjórnarirnnar um 300 þús. kr. lán til kaupanna. Munu al- menningi verða boðin hlutabréf til kaups. Akureyringar hafa lært að nota og umgangast strætisvagna í vetur. Með hentugri og betri vögnum, munu þau not enn aukast. Þess er fastlega vænst að ekki standi á nauðsynlegum leyfum til kaupa á nýju vögnunum, þar sem vitað er um töluverðan innflutning stórra vagna til Reykjavíkur og einnig til margra sérleyfishafa víðs vegar. B B 5 b Brezkur landhelgis- brjótur tekinn í fyrradag gerðist sá merk- isatburður, að íslenzkar flugvélar tóku togara í land- helgi og stefndu honum til hafnar, án aðstoðar varð- skipa. Flugvél landhelgis- gæzlunnar fann brezkan togara 3,9 sjómílur innan við landhelgislínuna, suður af Ingólfshöfða. Náði vélin samband við togarann með morsmerkjum og gaf hon- um fyrirmæli um að lialda til hafnar. Sveif vélin svo yf- ir honum, þar til Douglas vél frá Reykjavík kom aust- ur og leysti hina af hólmi. En flugvél landhelgisgæzl- unnar brá sér til Egilsstaða og bætti við benzínforðann. Kom liún svo aftur á vett van og fylgdist með skipinu til hafnar á Norðfirði. Tiniimi í nýjum búningi Tíminn hefur nú verið stækkaður úm þriðjung og ýmsar breytingar á honum gerðar. Vekur hann umtal og athygli um land allt. — Askriftarsími Tímans á Ak- ureyri er 1166. Á aðalfundi Akureyrardeildar KEA, sem hald- inn var sl. fimmtudag, var frá því skýrt að deildin hefði, samkvæmt eldri samþykkt, gefið Byggðasafni Eyjafjarðar 10 þús. kr. og kr. 2 þús. til Skógræktarfél. Akureyr- inga í Minningarsjóð Þorsteins Þorsteinssonar. Sýning á listaverkum Asgríms Jónssonar í tilefni af afmæli Ásgríms Jónssonar, sem er áttræður 4. marz næstk., hefur ríkisstjórnin beitt sér fyrir því að kynna verk listamannsins. Verður yfirlitssýn- ing eldri og yngri verka, olíu- myndir, vatnslitamyndir og teikn- ingar, til sýnis í Listasafni ríkisins. Enginn ágóði af bifreiðatryggingum, vegna mikils tjóns og árekstra Samvinnutryggingar hafa ákveðið að endurgreiða til hinna tryggðu í sjódeild og brunadeild fyrirtækisins 2.818.000 króna fyrir árið 1955. Ennfremur hefur félagið ákveðið, að brunatryggingar hjá félaginu skuli eftirleiðis gilda fyrir snjó- flóðatryggingar líka, án þess að iðgjöld hækki. Frá Skákþingi Norðlendinga Friðrik hefur unnið allar skákir sínar Samvinnutryggingar eiga 10 ára afmæli síðar á árinu, en síðan fé- lagið tók að greiða tryggjendum tekjuafgang sinn, 1948, hefur það greitt samtals 9,6 milljónir króna til þeirra, að meðtöldum þeim 2,8 milljónum sem greiddar voru fyrir 1955. Nokkuð í stofnsjóð. Tekjuafgangur fyrir 1955 verð- ur að nokkru leyti greiddur út og að nokkru lagður í stofnsjóð við- skiptamanna félagsins. Fá þeir, sem hafa brunatryggt hjá félaginu, endurgreidd 15% af iðgjöldum, þannig, að 10% verða dregin frá endurnýjunargjöldum, en 5% verða lögð í stofnsjóð. I sjóðdeild verða endurgreidd 25% af iðgjöld- um fyrir vörur tryggðar i flutningi, 10% greidd út, en 15% lögð í stofnsjóð. Fyrir skipatryggingar verða endurgreidd 10%, 5% greidd út og önnur 5% lögð í stofnsjóð og fyrir ferðatryggingar 20%, þar af 10% útborguð og 10% lögð í stofnsjóð. Enginn tekjuafgangur af bifreiðatryggingum. Enginn tekjuafgangur varð á árinu af bifreiðatryggingunum og stafar það af hinni miklu aukn- í framhaldi af því, er áður var sagt frá mótinu, hefur skákstjórinn, Jón Hinriksson, gefið blaðinu eftir- farandi upplýsingar: Þriðjudaginn 14. þ. m. I meistaraflokki fóru leikar þannig, að Friðrik vann Kristinn, Jón vann Randver, Július vann Margeir, Guðmundur og Þráinn eiga biðskák. Miðvikudaginn 15. þ. m. Friðrik vann Guðmund, Júlíus vann Harald, Margeir vann Jón og Kristinn vann Unnstein, Randver og Þráinn gerðu jafntefli. Fimmtudaginn 16. þ. m. Friðrik vann Þráinn, Guðmund- ur og Unnsteinn gerðu jafntefli, Margeir og Randver eiga biðskák og Haraldur og Jón eiga biðskák. Eftir 5 umferðir er staðan þannig: Friðrik 5 vinninga. Júlíus 2Vz vinning og 1 biðskák. Unnsteinn 2Vz vinning og 1 bið- skák. Þráinn 2 vinninga og 1 biðskák. I fyrsta flokki: Hörður Einars- son hefur 3V2 vinning. Tryggvi Kristjánsson 3 vinninga. I öðrum flokki: Snorri Sigfússon hefur 4 vinninga og 1 biðskák. Friðfinnur Friðfinnsson hefur 3V2 vinning. I drengjaflokki- er Magnús Ing- ólfsson hæstur með 5 vinninga og Þóroddur Hjaltalín hefur 4. Vcg: irnir opnir Vegurinn frá Akureyri til Húsa- vikur er nú góður, sem á sumar- dagi. Áætlunarferðir hófust á mið- vikudaginn var. Hafði það dregist of lengi að hreinsa Vaðlaheiði, því að snjór var mjög lítill orðinn. Þá eru hafnar áætlunarferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar, og er vegurinn sæmilegur. Innanhéraðs eru allir vegir í góðu lagi og snjó- lausir, en sums staðar ósléttir. Framsóknarvistin í sýslunni Fyrstu umferð í Framsóknar- vistinni í Eyjafjarðarsýslu er nú lokið i Svarfaðardal og Dalvík. — Þátttaka var ágæt. Á miðvikudag- inn var fyrsta spilakvöldið í Saur- bæjarhreppi. Var það haldið að fé- lagsheimilinu Sólgarði, með þátt- töku úr hreppunum tveimur, Saur- bæjar- og Hrafnagilshreppum. Þar spiluðu 116 manns og vistinni stjórnaði Þorleifur Þorleifsson af sinni alkunnu röggsemi. Þar verður önnur umferð spiluð næstkomandi miðvikudag á sama tíma. Á Svalbarðsströnd verður fyrsta vistin spiluð á morgun. Á öðrum stöðum eru spilakvöldin í undir- búningi. ingu bifreiðaslysa og árekstra, auk þess sem viðgerðir og efni til bif- reiðaviðgerða hafa hækkað veru- lega. Varð afkoma bifreiðadeildar þannig, að iðgjöld og tjón stóðust því sem næst á, en allur kostnaður við deildina varð tap félagsins. Framkvæmdastjórn félagsins tek- ur fram, að afkoma kaskotrygginga hefði verið sérlega slæm. Snjóflóðatryggingar. Félagið hefur ákveðið, að fram- vegis skuli öll hús á landinu, sem eru brunatryggð hjá félaginu, vera jafnframt tryggð fyrir snjóðflóð- um, sem oft hafa valdið miklu tjóni hér á landi. Jafnframt hefur verið ákveðið, að iðgjöld skuli vera óbreytt frá þvi sem er og far- ið verður eftir sömu reglum og um brunatjón um bætur fyrir snjó- flóðatjón. Iðgjöld yfir 30 milljónir. Árið 1955 var langmesta veltuár Samvinnutrygginga frá stofnun þeirra og jukust iðgjöld um 8,5 milljónir á árinu eða um 38%. — Samkvæmt bráðabirgðayfirliti námu heildariðgjöld rösklega 30 milljónum kr. Framkvæmdastjóri Samvinnu- trygginga er Jón Olafsson, en auk hans eru í framkvæmdastjórn fé- ! lagsins þeir Björn Vilmundarson og Jón Rafn Guðmundsson. — í stjórn félagsins eru nú: Erlendur Einarsson, formaður, Jakob Frí- mannsson, Karvel Ogmundsson, Kjartan Ólafsson og ísleifur Högnason. Áflog í franska þinginu Áflog urðu í franska þinginu sl. fimmtudag, og kvað svo rammt að, að forseti sá sig tilneyddan til að slíta fundi. Málið, sem fyrir lá, var kjörbréf nokkurra Poujadista, enda hófust óeirðirnar vegna pústra í þeirra hópi, en þær breiddust óðfluga út um salinn og börðust að lokum um 100 manns, ekki síður þingsveinar en þingmenn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.