Dagur - 18.02.1956, Blaðsíða 4

Dagur - 18.02.1956, Blaðsíða 4
4 D A G U R Laugardaginn 18. febr. 1956 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Þorkell Björnsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. —• Sími 1166. Árgangurinn kostar kr. 75.00. Blaðið kemur út á miðvikudögum. Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK OÐDS BJÖRNSSONAR H.F. einhvern tíma komi hrunið. Það er afar þægilegur hæfileiki fyrir þá menn, sem eru talsmenn allra stétta að vera fljótir að skipta um skoðun og raunar ekki á annarra færi. ÁÐ HÉR hefur verið bent á af- stöðu Sjálfstæðisflokksins til dýr- tiðarmálanna fyrir 15 árum, stafar af því, að nákvæmlega sama sagan er að endurtaka sig enn í dag. — Ihaldið er með framkomu sinni í dýrtíðarmálunum að stofna efna- hagslegu sjálfstæði landsins í voða. Af taumlausri, blindri þjónkun við gróðaöflin í flokknum hikar forust- an ekki við að stuðla að efnahags- upplausn og á í því ekki hags- munasamleið með öðrum en kommúnistum, sem eru svarnir óvinir rikjandi þjóskipulags. ÞETTA DÆMI leiðir hugann að því í hvert óefni er komið. Öfga- flokkarnir báðir hafa alltof lengi fengið að leika sér með dýrmæta eign þjóðarinnar, hið fjárhagslega jafnvægi. Efnahagslegt sjálfstæði landsins er ekkert leikfang, en mun þó halda áfram að vera það ef öfgaflokkunum tekst að halda fylgi sínu og nota það til þess að grafa undan heilbrigðu efnahagslífi í landinu. Dýrtíðin fyrr og nú ÞAÐ ERU NÚ liðin nokkuð mörg ár síðan dýr- tiðarskriðan, sem helsýkt hefur efnahagslífið, rann af stað, þó að hún hafi ekki alltaf farið jafn geyst og nú undanfarið. Endalaust er deilt um það hvar hún hafi átt upptök sxn og ýmsu er spáð um það hvar hún muni enda eða hvert leiða okkur að lok- um. Enginn vill nú bera ábyrgð á þvi, hvernig kom- ið er, og menn eru óþreytandi við að afneita sínum eigin gerðum. Lengst ganga kommúnistar og íhald- ið í stráksskap sínum og háværum fullyrðingum um að ekki sé þetta þeim að kenna, þeir beri hreint enga ábyrgð á því hvernig komið sé. Háttsemi þeirra minnir ekki lítið á götustráka, sem átt hafa í illdeilum og hrópa svo hver upp í annan „þú byrj- aðir“. NÚ FULLYRÐIR Morgunblaðið, að það séu bara skröksögur illgjarnra Framsóknarmanna, að gróðaöfl Sjálfstæðisflokksins hafi nokkurn hagnað af ríkjandi verðbólgu, þvert á móti hafi þeir alltaf vilja sporna við dýrtíðinni, en það séu bara verka- mennirnir, sem hafi fengið alltof mikið kaup, þeir lifi of miklu lúxuslífi, þeir græði á tá og fingri og raki saman fé. Af lýsingum blaðsins gæti maður helzt haldið, að verkamenn byggðu hverja lúxus- villuna af annarri og lifðu svo í svalli og ferðalög- um út um allar jarðir. Þarna sjáum við svo sann- girnina hjá flokki allra stétta. En þetta er alls ekki ný bóla hjá Sjálfstæðisflokknum, að eiga upptökin, en kenna svo öðrum um afleiðingarnar. í því sam- bandi er fróðlegt, til glöggvunar, áð sjá hvernig flokkurinn snerist við dýrtíðarvandamálunum á ár- unum 1940 og 1941. Á þeim árum gerðu gróðaöflin í flokknum harða hríð að því marki að hrinda verð- bólgunni af stað. Margir minnast þess, að fram til ársloka 1940 var kaupgjaldið bundið. Þegar líða tók að áramótum varð að taka ákvörðun um það hvern- ig með skyldi fara eftir áramótin. Má segja að við lausn þeirra mála hafi teningnum verið kastað. —• Morgunblaðið hvatti þá eindregið til þess að kaup- gjaldið fylgdi dýrtíðinni fast eftir og sagði að úr því sem komið væri, væri ekki til neins að sporna gegn því. Það hvatti til þess að kauplagsnefnd reiknaði út dýrtíðina, og að láta svo kaupgjaldið fylgja fast á eftir. Þess má geta að verkalýðsfélögin voru þá ekki farin að bera fram kaupkröfur, en á þeim stóð þó að sjálfsögðu ekki þegar sýnt var að jafnvel Morgunblaðið hvatti til slíks. Næstu mánuðina hélt blaðið svo áfram stöðugum hvatningum í sömu átt. í ársbyrjun 1941 segir blaðið frá því, að mörg verkalýðsfélög hafi gert samninga við atvinnurek- endur um að kaupið skuli framvegis miðast við fulla dýrtíðaruppbót, og að því hafi verið haldið fram af blaðinu að sú lausn sé eðlileg. En blað allra stétta þarf ekki nema eina viku til þess að breyta gjörsamlega um skoðun og setja upp vandlætinga- svip yfir því að farið skyldi að þeirra ráðum og það segir: „í mörgum kaupgjaldssamningum er skýrt fram tekið, að dýrtíðin skuli reiknuð út mán- aðarlega og bætt upp í topp, eftir hvern mánuð. Má því segja, að nú sé kapphlaupið milli kauplags og verðlags komið á það stig, að meiri hraða geti þar ekki verið að vænta. — En afleiðingarnar, hverjar verða þær svo? Er nú ekki svo komið að jafnvel þeir blindu sjá afleiðingarnar?" Litlu síðar segir að H. J. hefur sent blaðinu eftir- farandi grein. Bii-tist hér nokkur hluti hennar. „Alvörumálið mesta. ÝMSUM hugsandi mönnum á landi hér þykir nú sem óvænlega horfi, sökum þverrandi virðingar fyrir kristindómi. Rétt er það, að tal manna um kristindóm ber nú mjög á sér ann- an blæ en tíðkaðist fyrir nokkrum áratugum. Og á það ekki aðeins við um hina yngri kynslóð, heldur einnig um roskið fólk og ráðsett, sem svo er kallað. Að vísu leikur ekki vafi á því, að. hjá . mörgum hér fyrrum var kristindómurinn notaður sem sauð- argæra til að hylja úlfinn. Það lá ekki ætíð kristilegt hugarfar að baki, þótt svo liti út á yfirborðinu, að menn væru elskir að kenningu meistarans frá Nazaret. Þeir sóttu kirkjur, lásu húslestra, sýndu klerkum lotningu — en þeir drápu búfé sitt úr hor, misþyrmdu böm- um, sveltu sveitarómaga og arð- rændu verkafólk sitt. Þetta var m. ö. o. hræsni í sinni viðbjóðslegustu mynd. En það er einnig fjarri lagi að halda því fram, að svo hafi verið um alla landsmenn. Margir elsk- uðu kristindóminn af einlægu hjarta og sýndu það í verki. Og var ekki einu sinni sagt: Trúin er dauð án verkanna? Þá má minna á það, að Kristi eru eignuð þessi orð: „Ekki munu allir þeir, sem hrópa: Herra, herra, koma í himnaríki, heldur þeir, sem gera vilja míns himneska föður.“ Hann hefur litið svo á, að kær- leiksrík verk og fögur breytni væru meira virða en kristilegt orðagjálfur. En er þá nokkuð að því að finna, þótt menn tali óvirðulega og jafnvel svívirðilega um kristin- dóminn, ef breytni þeirra er að öðru leyti sæmileg? Að minnsta kosti er það áberandi skortur á háttvísi, svo að ekki sé meira sagt, fyrst menn á annað borð játa kristna trú og telja hana í aðra röndina mikilsvert mál. Því að nú er það svo einkennilegt um ýmsa þessa menn, að þeir fordæma með hávaða og bægslagangi, ef þeir þykjast vita um flokka eða ein- staklinga, sem andvígir eru kristin- dómi. Virðist erfitt að samræma þetta tvennt: að látast bera kristindóm fyrir brjósti, en sýna honum þó lítilsvirðingu, hvenær sem færi gefst. Er mjög vafasamt, að fylgjendur annarra trúarbragða sýni þeim þvílíka vansæmd sem hér tíðkast gagnvart kristinni trú. Ef eitthvað á að vera mönnum heilagt, þá á það vitanlega alltaf að vera svo. Það má ekki vera eins og skrautfjöður, sem menn hengja á sig við hátiðleg tækifæri. En það er kannski eitt af þvi allra hörmu- legasta í fari okkar Islendinga, að okkur er ekkert heilagt og við ber- um ekki sanna virðingu fyrir neinu, sízt því sem háleitt er og mikils vert. Lýsir sér í því sem mörgu öðru nú á dögum kæruleys- ið og tómlætið. Hvað er nú til marks um þessa miklu svívirðingu, sem kristindómi er sýnd? kann einhver að spyrja. Hér skal sagt frá litlu atviki. Fyrir tveim árum eða svo var fermingardrengur að koma út úr kirkju sinni frá fermingarathöfn. Gengur hann þá til fullorðins manns, er hann þekkti og segir: „Eg er feginn, að þetta helv. er bú- ið.“ Drengur þessi var sæmilega greindur og efnilegur á ýmsan hátt. Sagan barst allvíða, og þóttí sumu fólki strák hafa sagzt vel og taldi hið mesta manndómsbragð að ummælum hans, en aðrir hristu höfuðið með vandlætingu og álitu drenginn ótvírætt efni í glæpa- mann. Ekki þarf svo að vera. En í orðum þessum lýsir sér svo átak- anleg ósmekkvísi, að vart mun Iengra komizt. Er vafasamt að svona atvik hefði gerzt hjá nokk- urri þjóð, sem kristin kallast, ann- arri en Islendingum. Þá er nú á dögum tíðlega talað um presta sem væru þeir einhverj- ar illvættir — skrímsli í manns- mynd. Þótt á öllum öldum hafi meðal íslenzkra presta verið mis- indismenn, alls óhæfir í starfi sínu, þá nær ekki nokkurri átt að draga klerkastétt landsins sem heild í þann dilk. Með þjóðinni hafa lifað og starfað svo margir prestar, sem verið hafa mestu ágætismenn, þeir hafa litið á starf sitt í fullri alvöru, auk þess sem þeir hafa lagt drjúgan skerf til íslenzkrar menningar á ýmsum öðrum svið- um eins og oft hefur verið bent á af dómbærum mönnum. Þá er mjög heimskulegt, þótt oft sé það gert, að rugla saman stefn- um og mönnum. Því er það fjarri Iagi að láta kristindóminn sem um- bótastefnu gjalda þess, þótt nokkr- ir boðendur hans hafi reynzt illa í starfi.“ Myndarammar 9x14, 10x15, 12x16, 13x18, 15x20, 16x22, 18x24 20x25, 21x28, 24x30. Járn og glervörudeild GRETE JANUS: Sést ekki nema um máltíðir Fyrir nokkru heimsótti eg æskuvinkonu mína, sem eg hafði ekki séð í mörg ár. „Hver fægir allt silfrið og koparinn fyrir þig?“ spurði eg ósjálfrátt, er eg leit í kringum mig í vist- legu stofunum hennar. „Það geri eg sjálf,“ svaraði Ellenor, eins og við nefnum hana hér. „Eg geri öll húsverkin ein, það borgar sig langbezt.“ Skömmu seinna kom Sveinn, maður hennar, inn, og svo var kallað á Jörgen, sem var 10 ára gamall, og við settumst til borðs og borðuðum indælan mat. Allt fór hið bezta fram, þangað til Sveini varð það á að hella niður á dúkinn. Þessi smávægilega óheppni varð til þess, að Ellen gleymdi alveg, að gestur var viðstaddur og hellti yfir mann sinn skömmunum fyr- ir klaufaskapinn. Dúkurinn hefði verið tárhreinn, en nú færi hann beint í þvottinn. „Eg þvæ nefnilega all- an minn þvott sjálf, því að þvottahúsin skemma tau- ið,“ bætti hún við í afsökunartón, þegar mesta reiðin var runnin. Jörgen hvarf um leið og staðið var upp frá borð- um. „Hvert fór hann?“ spurði eg, til þess að segja eitthvað. „Æ, hann fór út, hann er aldrei annars staðar,“ sagði Ellenor gremjulega. „Við sjáum hann aðeins við máltíðir. Ef vont veður er úti, og hann neyðist til þess að vera hérna inni, þá veit hann ekk- ert, hvað hann á af sér að gera. Eg veit ekkert, hvernig á að fara með hann.“ „Þú mátt ekki dæma Ellenor hart,“ sagði Sveinn við mig, er kona hans var komin fram á eldhús til að laga kaffi. „Hún hefur svo óskaplega mikið að gera, og þess vegna er hún svona á taugunum. Það er vegna annríkisins, að hún þolir illa, að við gerum henni erfiðara fyrir. Eg vildi bara, að hún vildi fá stúlka til að hjálpa sér nokkrum. sinnum í viku, því að við höfum vel efni á því, en hún vill ekki heyra það nefnt. Eg get nú, sem betur fer, sökkt mér niður í bækurnar mínar, því að ekki óhreinka eg eða ólaga neitt á meðan.“ Nú brosti hann ofurlítið. „En það er annað með drenginn,“ bætti hann við. „Ellenor finn- ur ekki, að það er hún, sem rekur hann út úr húsinu. í hvert sinn og hann ætlar að leika sér hér inni, þá fær hann ávítur fyrir að óhreinka og ólaga, og nú er hann hættur að leika sér hér. Eg safnaði einu sinni frímerkjum, en eg er löngu hættur því. Eg fann, að henni gramdist, þegar eg var að breiða allt draslið hérna á borðið.“ Það eru margar konur eins og Ellenor. Við þekkj- um öll duglegu og metnaðarfullu húsmóðurina, sem alltaf er á kafi í annríki, af því að hún vill að allt sé skínandi fínt og fágað, rétt eins og enginn ætti heima í íbúðinni. Hún lagar til, þvær og fægir og ryksýgur, ber gólfteppi bakdyramegin og hristir mottur á tröpp- unum. Hún er alltaf að laga til. Það er alls ekki hægt að finna neitt að þessum konum sem húsmæðrum, en þær gleyma allt of oft, að þær eru líka mæður og einginkonur, og því hlut- verki gera þær ekki svipað því eins góð skil. Manni og börnum leiðist heldur hjá þessum metn- aðarfullu húsmæðrum. Þær vilja helzt ekki, að börn- in leiki sér inni á þann hátt, sem börnum er eðlilegt. Þær vilja helzt, að krakkarnir leiki sér annars staðar en heima, og þær fjarlægja óðara úr íbúðinni allt dót og drasl, sem krakkar hafa gaman af að koma heim með. | Húsmæður þessar ættu að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd, að hvorki manni né börnum líður reglulega vel í stofum, sem læðast verður um á sokk- unum, og glöð fjölskylda er miklu meira virði ea fægð gójf, glansandi málmar og gluggar, sem þvegnif eru helmingi oftar en hjá grannanum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.