Dagur - 18.02.1956, Blaðsíða 8

Dagur - 18.02.1956, Blaðsíða 8
8 Bagujr Laugardaginn 18. febr. 1956 Sefning Búnaðarþingsins Annar eyfirzki fulltrúinn, Garðar Halldórsson, hefur sent blaðinu eftirfarandi: Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar Merkar ályktanir um málefni landbúnaðarins Búnaðarþing var að þessu sinni sett í Góðtemplaraliús- inu í Reykjavík 15. þ. m. — Þingfulltrúar eru 25, og voru tveir þá ókomnir til þings. Formaður Búnaðarfélags Islands, Þorst. Sigurðsson, bóndi á Vatns- leysu, setti þingið og ltauð fulltrúa og gesti veíkomna. Jtenti liann á, að Búnaðarþing mundi, samkvæmt venju, fjalla um ýrnis þýðingarmikii mál fyrir landbúnaðinn. Þótt ekki væru það allt stórmál, gæti það oltið á miklu, livernig fram úr þeim væri ráðið. Að þessu sinni kæmi meðal ann- ars lieyverkunarmálið til meðferðar á þinginu. Væri það sent bæði frá Alþingi og Jiúnaðarsambandi Suð- urlands. Væri sízt að undra, þótt það mál kæmi nú á dagskrá eftir þá reynslu, sem fengizt liefði síðastl. isumar. Kvaðst hann að lokum óska, að þetta þing, eins og undanfarin Búnaðarþing, mætti gera marga góða hluti og leysa farsællega úr margvíslegum vandamálum land- búnaðarins. Ávarp landbúnaðarráðherra. Þá ávarpaði landbúnaðarráð- herra Steingrímur Steinþórsson þingið. Benti hann meðal annars á, að velgengni landbúnaðarins væri ekki einkamál bændanna. Gengi land- búnaðarins og þjóðarinnar allrar hefði ávallt farið saman. Landbún- aðurinn væri svo fast tengdur þjóðarlieildinni allri, að gengi hans hefði áhrif á liag allrar þjóðarinri- ar. — 1 ræðu sinni kom hann einnig að því, að fólksfjölgun í heiminum Svartþrösturinn í Stórutungu Stórutungu. Eins og áður er frá sagt, settust tveir svartþrestir að í Stórutungu í Bárðardal í haust. Voru þeir nokkuð styggir, en héldu sig þó heim við bæ og gerðu sér gott af því sem til féllst. vani nú svo ör, að innan skamms tíma yrði fæðuskortur í lieiminum mesta vandamál mannkynsins. Nú væri framleiðsla okkar að mestu leyti matvælaframleiðsla, og með eðlilegri auknirigti hennar yrði Is- land veitandi matvælabúr. — Það væru því gleðitiðindi, að nú væri á ný hafinn útflutningur á land- búnaðarvörurn, og gæti landbúnað- urinn flutt út framleiðslu sina með sömu gjaldeyrisfríðindum og aðstoð og sjávarútvegurinn, þá væri það mjög glæsilegt fyrir afkomu hans. Að því yrði líka að keppa, að land- búnaðurinn yrði samkeppnisfær við sjávarútveginn um útflutningsfram- leiðslu, og það myndi hin ört vax- andi tækni og vélvæðing gera kleift. Eftir hádegið var haldinn annar fundur, og þá borin fram átta mál, þar á meðal fjárhagsáætlun B. I. fyrir árið 1956 og tillaga til þings- ályktunar um rannsókn nýrra hey- verkunaraðferða. Hinn If>. þ. m. var fundur fyrir hádegi og voru þá lögð fram nokk- ur mál. A þeim fundi flutti Benedikt Gíslason frá Hofteigi crindi um heyverkun, og búnaðarmálastjóri Páll Zoplióníássori flutti skýrslu um stör'f stjórnar. Búnaðarfélagsins á síðastliðnu ári. Hafði stjórnin eftir förigum fylgt eftir þeim málum, er sxðasta Búnaðarþing vísaði til herin- ar. - G. H. Skemmdir í Grímsey Crímsey 17. fetírúar. í ofviðrinu mikla urðu miklar skemmdir á hafnargarðinum nýja. Trillubátur Ola Bjarnasonar út- gerðarmanns sökk á höfninni. Hann er nú væntanlega á leiðinni tjl Akureyrar til viðgerðar. Þegar veður kólnuðu, komst annar þrösturinn á það lagið að fara inn um stromp eins fjárhúss- ins, en hinn lék það ekki eftir og voru þeir því tiðum aðskildir. — Gekk svo um hríð. En einn daginn var sá þrösturinn horfinn, er úti var. Var talið líklegt að fálki hefði grandað honum. Hinn heldur enn háttum sínum og er farinn að gera sig allheima- kominn. Gengur hann út og inn Ókeypis kvikmynd af linoleumfram- leiðslunni Hér í bænum er staddur fulltrúi frá fyrirtæki Arna Siemsen í Rvík, sem hefur umboð fyrir Deutsche Liuoleum-Werkc A.G. I Nýja Bíó verður í dag sýnd kvikmynd frá línóleum-framleiðslunni, lagningu dúkanna og fleira í því sambandi. Er jxetta litkvikmynd og er hin fióðlegasta, bæði fyrir iðnaðarmenn og allan almenning. Auk þessarar myndar verður einnig sýnd önnur mynd af hverum og jarðhitasvæðum íslenzkum, sem Roto í Hamborg hefur gert, og nefnist lnin Ventil | der Erde. Er iillum heimill ókeypis aðgangur. Sýningin hefst kl. 3 e. h. Æskilegt væri, að börnjn væru ckki einu sýningargestirnir, og ættu þau helzt að vera í fylgd með for- eldrum eða öðrum fullorðnum. Nýlega var hér á ferð sérfræðing- ur í meðferð og lagningu gólfdúka, og sýndi hann iðnaðarmönnum í bænum verkfæri og nýjar aðferðir við lagningu dúka. Þótti þetta hið fróðlegasta, og mun margan fýsa að sjá framleiðslu dúkanna sjálfra á laugardaginn í Nýja Bíó. Báturinn fauk Flatey 17. febrúar. Byrjað er að leggja rauðmaga- net og aflast ofurlítið, þótt þetta sé fyrr en venjulega. Gæftir eru litlar. Snjóföl er yfir, en ekki þykkt. Um mánaðamótin gerði ofsarok, eins og víðast annars stdffar á landinu. Þá fuku hey og þök af fjárhúsi og hlöðu hjá Emil Guð- mundssyni. Þá fauk líka lítill trillubátur, sem Stefán Sigurjóns- son átti. Báturinn var upp á landi og fauk hann yfir hálfa eyna og brotnaði í rúst. Rúður brotnuðu í húsum og víða urðu aðrar minni háttar skemmdir. eftir vild og nýtur góðs af matn- um, sem honum er gefinn daglega og auk þess tínir hann úr görðun- um og bregur sér þess á milli út í góða veðrið. Ekki vill hann láta handleika sig, þótt hann sé gæfur orðinn. En mat sinn vill hann hafa og engar refjar. Þetta er mesti þrifa þröstur. Daglega fer hann í bað og kastar ekki til þess höndunum. Þvær hann sér rækilega og gefur sér góðan tíma. Heyskaðar á Látra- strönd og í Höfðahverfi I rokinu mikla um mánaðamót- !n síðustu urðu heyskaðar á Látra- strönd. A Svínárnesi, Jaðri, Hjalla og Arbakka fuku hey meira og minna. í Höfðahverfi fauk líka hey, og mest á Hóli, hjá Jóhannesi Jónssyni bónda. En 9. þ. m. fuku 30 hestar af heyi í Litla-Gerði, en þar hóf Kristján Benediktsson búskap í fyrravor. Byrjað er sums staðar að beita fé í Grýtubakkahreppi, því að snjólaust er orðið. Nokkrir hafa farið á færi, en ekki fengið teljandi afla. Myndarlegt þorrablót var hald- ið að Grenivík um fyrri helgi. Sátu það á annað hundrað manns. Þar var hangiket og laufabrauð, að gömlum og góðum sið og þar var dansað af kappi að borðhaldi loknu. Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar var haldinn að Hótel KEA dagana 8. og 9. þ. m. Fund- inn sátu fulltrúar frá 14 búnaðar- félögum, stjórnarnefndarmenn beggja sambandanna — B. S. E. og S. N. E. — og ráðunautar þeirra. Fundarstjóri var kosinn formað- ur sambandsins, Armann Dal- mannsson, og fundarritarar Jón G. Guðmann og Sigurjón Steinsson. Skýrsla stjórnarinnar. Formaður flutti skýrslu stjórnar- innar og skýrði frá afgreiðslu þeirra samþykkta, sem gerðar voru á síðasta aðalfundi. Sambandið hefur látið gera steypumót fyrir girðingarstólpa við heimreiðarhlið og verða þau lánuð búnaðarfélög- um á sambandssvæðinu. Eru það sívöl stálmót, um 1,4 m. á hæð, og þvermál 30 sm. Ráðunautur sam- bandsins, Ingi G. Sigurðsson, gaf yfirlitsskýrslu um störf sín á árinu og þær ræktunar- og bygginga- framkvæmdir, sem eru styrktar samkvæmt Jarðræktarlögunum. Mældar voru jarðabætur hjá 405 mönnum. Nýræktarsléttur voru 257,1 ha., eða um 30 ha. minni en árið áður. Túnsléttur voru 71,5 ha., matjurtagarðar 0,8 ha. og girð- ingar 27,6 ha. Þurrheyshlöður voru 19,015 teningsm., eða rúm lega helmingi meiri en nokkru sinni áð- ur á einu ári. Súgþurrkunarkerfi voru 2886 m2, votheyshlöður 802 mR og kartöflugeymslur 95?>. Vél- grafnir skurðir mældust 295,730 m3, eða um 66,5 km. Ráðunautur- inn hafði, meðal annars, gert afrit af spjaldskrá Bf. ísl. yfir túnstærð og nýtrækt á hverju býli á sam- bandssvæðinu. Látins bónda minnst. Er skýrslur höfðu verið fluttar, var gefið fundarhlé vegna jarðar- farar Sigfúsar Eiríkssonar bónda að Einarsstöðum, sem lézt nýlega á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. — Fjölmenntu fulltrúar til kirkju. — Fundarstjóri hafði áður minnst hins látna bónda á fundinum og fundarmenn allir með þvi að rísa úr sætum. KynnisferC að Grísabóli. Seinna um daginn fóru fundar- Vélskipið Hólmaborg týnt með 4 manna áhöfn Ekkert hefur enn frétzt af vél- skipinu „Hólmaborg“ frá Eskifirði. Spurðist síðast til þess 2. þ. m., en það var á leiðinni til Skotlands. 4 manna áhöfn var á skipinu. Skip- stjóri Jens Jensen, Eskifirði, Vil- helm, sonur hans, vélstj., Herbert Þórðarson, stýrimaður, frá Nes- kaupstað, og Sigurður Jónasson, matsveinn. menn kynnisferð að Grísabóli í boði S. N. E. og skoðuðu starfsem- ina þar, einkum það, sem tilheyrir hinni væntanlegu búfjárræktarstöð að Lundi, sem gert er ráð fyrir að taki til starfa næsta vor. A Grísa- bóli er nú verið að ala upp tvo hópa af jafnaldra kvígukálfum, sem munu verða fyrstu liðirnir í tilraunum með afkvæmarannsókn- ir nautgripa. Er komið var aftur á fundarstað, var drukkið kaffi í boði stjórnar S. N. E. og hófst svo fundur á ný. Fjárhagsáætlun sambandsins. Lagði stjórnin þá fram fjárhags- áætlun sambandsins fyrir árið 1956. Ennfremur var lagt fram álit nefndar, sem starfaði milli að- alfunda. Verkefni nefndarinnar átti að vera, að leita úrræða til umbóta varðandi verkafólksskort í sveitum landsins og stöðvun á brottflutningi unga fólksins úr sveitunum. Urðu miklar umræður um nefndarálitið og var því svo vísað til nefndar. Öðrum tillögum, er fram komu á fundinum og er- indum deilda, var flestum vísað til kjörinna nefnda. Kvikmyndasýning. Kl. 6 um kvöldið bauð stjórn sambandsins fundarmönnum og gestum þeirra til kvikmyndasýn- ingar. Jóhannes O. Sæmundsson námsstjóri sýndi ameríska land- búnaðarkvikmynd og Olafur Jóns- son, fyrrv. ráðunautur, sýndi skuggamyndir frá Fljótsdalshéraði og flutti stutt erindi um héraðið og búnaðarháttu þar. Að myndasýningum loknum var fundarstörfum haldið áfram til kl. 11 um kvöldið. Næsta dag skiluðu nefndir áliti á fundinum og var þá samþ. fjár- hagsáætlun. Samþ. var 50 þús. kr. fjárveiting til búfjárræktarstöðvar að Lundi. Samþykktar tillögur til úrbóta varðandi jafnvægi í byggð landsins. „Aðalfundur B. S. E. 1956 telur, að það sé hlutverk búnaðarsam- takanna í landinu að vinna að því á allan hátt, að landbúnaður verði eftirsóttur atvinnuvegur, og sé á hverjum tíma rekinn með því sniði, er hagkvæmast þykir fyrir þjóðfélagið. Vill fundurinn benda á eftirfarandi atriði til úrbóta í mesta vandamáli þessa atvinnu- vegar, brottflutningi vinnandi fólks úr sveitum og beina því til Búnað- arþings og Stéttarsambands bænda. 1. Það er frumskilyrði, að allir, sem landbúiiað stunda, búi við sem bezt efnahagslegt öryggi. Til þess að svo megi verða, álítur fundurinn að óhjákvæmilegt sé að krefjast þess, að ríkisstjórn íslands ábyrgist öllum, er landbúnað (Framhald á 7. síðu). S. Þ. hafa eftirlit með þjóðaratkvæðagreiðslu í maí í vor fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla í einu af verndar- svæðum S. Þ., Togolandi í Afríku. Land þetta hefur undan- farið lotið brezkri stjórn, en nú eiga íbúarnir sjálfir að ráða framtíð sinni. — Á mynd þessari sjást þrír æðstu eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna með þjóðaratkvæðagreiðslunni. Ýmis tíðindi úr nágrannabyggðum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.