Dagur - 21.03.1956, Blaðsíða 5

Dagur - 21.03.1956, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 21. marz 1956 D A G U R 5 Hjáimar Þorláksson í Yillingadal: af Skaqfirzkum förumönnum Egill Þórláksson sjötugur, 6. marz 1956 Aí því að Dagur hefur verið svo góður að birta ritsrrúðar eft- ir mié, þá dettur mér í hug að strákast upp í að senda meira, ekki er það nú til uppbyggingar, heldur til gamans. STEFÁN GUÐMUNDSSON í FLATATUNGU. í Flatatungu og eitthvað ó Eg- ilsá bjó langafi minn, Stefán Guð- mundsson. Hann var góður bóndi og efnamaður, og hlífði litt sjálf- um sér við vinnu, og þá líklega öðrum ekki heldur. Frekar var hann talinn fljótfaer í sumum at- hclfnum sínum, |og stundum, ef segja mætti sem svo, „úti á þekju“. Það var á hausti einu síðla, eða eftir sláturtíð að hann vantar 6 ser. Leitar hann að þeim sjálfur daglega í viku. Undrast allir þetta mjög, því að ærnar voru allar hag- vanar. Kveld eitt, er hann kemur heim, sest hann að mat sínum, sem voru svið. Er nú umræða um ærhvarfið með hvílíkum ólíkind- um þetta megi vera. Loks segir einn heimamanna: „Þú manst nú, Stefán minn, eftir ónum sem þú ert búinn að slátra?“ Vaknaði hann þá sem af svefni og var ein- mitt að borða af þeim sviðin! Stefán þessi var meðhjálpari í Silfrastaðakirkju. Eitt sinn að vetri til varð hann nokkuð seinn í heimanbúnáði vegna skepnuhirðingar, og er hann kom til kirkju, var prestur kominn inn að altari er Stefán kom og beið þar Stefáns. Stefán æðir í kirkju og inn til prests, hefir nú sennilega heilsað, en prestur segir: „Nú hefurðu flýtt þér í morgun, Stefán minn.“ Líklega hefir hann tekið eftir hvert prestur beindi at- hyglinni, því að hann þreif upp á höfuð sér, tók ofan höfuðfatið, lítur á það og segir: „Það er and- sk. hettan!“ Hann var þá með tóttarhettuna á höfðinu. Meðal barna Seftáns þessa voru Gísli er bjó stórbúi í Flatatungu, Sveinn, er bjó á Silfrastöðum, og var einn af þeim er deildi á Bólu- Hjálmar, og Guðrún, amma mín, í Bakkakoti. Meira er svo ekki um þetta. Um skagfirzha flakkara. STEFÁN HELGASON. Stefán Helgason, Húnvetningur að uppiuna. Flæktist nokkrum sinnum um Skagafjörð. Var mesti óþverri. Ulorður, illgjarn og alls staðar illa liðinn fyrir óþokkaskap. Þótist hver feginn, sem gat losað sig við hann sem fyrst. Um hann hefur verið skrifað eða prentað og vísast hér til þess. Hann sá eg ekki. JÓHANN BERI yar víst líka Húnvetningur. Hann var algerð andstæða við Stefán nema flakkið. Hann gerði engum mein og ráðvandur til orða og verka, en eirðarleysi hans var svo mikið, að þótt menn vildu lofa honum að vera lengur en 1—2—3 nætur, afþakkaði hann og fór. — Hann var kurteis og fátalaður, en alla tima í rifnum fötum, þótt hon- um væri gefin heil flík, (sem hon- um var þó lítið um), var hún óð- ar orðin rifin. Fólk hafði það eftir honum, að hann þyrfti að fljúgast á við einhverjar verur, þar til flík- in var komin í tætlur. Hefur kom- ið þar fram ímyndunarveiki hans. Ætíð svaf hann í útihúsum, eða skepnuhúsum, og ef hann neyddist til að sofa nálægt fólki, varð að hafa hann í dimmu skoti. Mann þennan sá eg aldrei, og lifði hann Hjálmar Þorláksson. þó fram á mína daga, en við marga talaði eg, sem höfðu hýst hann, og þekktu hann vel. Mér er grunur á að Elinborg Lárusdóttir hafi haft hann að fyr- irmynd í Förumenn, sem bjargara og bjargvætt. BJÖRN LÓRA. Þá er næst Björn, sem kallaður var Lóra. Hann lifði fyrir mitt minni. Þó ekki lengra en það, að fólk sem eg þekki, mundi hann vel. Hann var víst meinleysingur og einfeldning- ur. Eg heyrði af honum eftirfarandi sögu: Hann. var eitt sinn staddur á Sveinsstöðum í Skagafirði um hvítasunnu. Fór þá allt fólkið til Goðdalakirkju, því að annað þótti ekki hæfa í þá daga, ekki sizt á hátíðum. Björn var einn heima, og sýnir það, að höndum hans hefur ekki verið vantreyst Honum var vísað til matar í búri. Meðal annars var það Drangeyjarfugl (svartfugl) í trogum, bæði soðinn og ósoðinn, en plokkaður. Er fólk kom heim frá kirkjunni, sást að hann hafði etið hráan fugl- inn. Var hann þá spurður hvernig honum hefði geðjast að fuglinum. Svaraði hann því til að hann hefði verið hálf lumbrulegur. Aðrir segja lórulegur, og hann hafi feng- ið viðurnefnið af því. GUÐMUNDUR SIGHVATSSON. Næst er þá um Guðmund Sig- hvatsson. (Hvort Guðm. Sighvats- son og Guðm. pinkill voru einn og sami maður, veit eg ekki.) Um Guðm. Sighyatsson var sérstak- lega tekið til hve latur hann var, eins og auðvitað allir umrenning- ar. Var um hann sagt t. d. að ef hann klæddi sig í sokk á þann hátt að tærnar komu í hælinn, eins og stundum vill til, þá hafi hann ekki nent úr honum aftur til að laga þetta, heldur brotið framleistinn undir ilina, og verið þannig í hon- um þann daginn. BJÖRN SNORRASON. Þá er næstur Björn Snorrason. Hann var víst Svarfdælingur. Hann sá eg oft. Hann fór títt í Skagafjarðardali. Ula var hann liðinn vegna óþverra, sem á honum var, og þjófgefinn þótti hann, sérstaklega á bækur, því að maðurinn greind- ur og mjög bókhneigður. Kven- fólki var lítið um hann, og sumt var hrætt við hann. Flestir reyndu að losa sig við hann sem fyrst. Var það helzt á þann hátt að handleika byssu, eða að minnsta kosti tala um byssu. Man eg samt eftir honum 2 nætur í einu á heimiil móður minnar. Eitt sinn að vetri til, er hann kom í Hof, var fólkið að spila púkk fram á nótt. Björn hátt- aði í mið-baðstofu, fékk að hafa hjá sér ljós, og Hannes móðuiv bróðir minn, sem var bókamaður allmikill á þeirra txma vísu, lánaði honum bækur að lesa, sem karl var hugfanginn af. Þegar svo slökkt var hjá Birni, voru bækurn- ar teknar og látnar á hillu yfir öðru rúmi á móti baðstofudyrum. Nokkru síðar var svo hætt að spila, og allir fóru fram í búr að fá sér kaffi. Dimmt var í baðstof- unni. Er fólkið hafði verið um stund frammi, kom því til hugarað vitja um Björn, og hljóp unglings- stúlka inn í baðstofudyrnar, og verður þá vör við að Björn er eitt- hvað á kreiki. Ekki þorði hún að tala til hans, en fór og sagði frá. Hannes greip þá ljósið og fór inn. Er hann kom, er Björn allsber (hann svaf svo jafnan) í rúminu, þar sem bækurnar voru á hillunni. Hannes spurði þá nokkuð hvass- yrtur, hvað hann væri að gera þarna. Þá svaraði Björn því, sem lengi var haft að orðtæki síðan: „Eg var að leita að blöndu." SÖLVI HELGASON. Hann var svo sérstæður við hina, að hann var alger andstæða, nema flakkið. Um hann hefur ver- ið skrifað svo mikið, að hann er í rauninni vel þekktur. Hann taldi sig í höfðingjatölu, og vildi láta taka á móti sér sem slíkum. Hann gisti eitt sinn í Teigakoti, hjá gömlum systkinum, sem bjuggu þar (heiðursmanneskjum). Færði hann það svo í frásögur, ásamt fleiri litilsvirðingum, að hann teldi, að maturinn hefði sér verið færður á Adamshlóðirnar! (hnén). Eftir honum er höfð þessi vísa, sem hann sagðist hafa gert um sjálfan sig: (Frawhald á 7. síðu). Eg var víst hvorki Stór né knár, þegar móðir mín kenndi mér að lesa, veikburða og vanheilum kranga. Þó tókst henni að gera mig læsan á skömmum tíma. Það var líka vel búið í hendurnar á henni: Á borðið fyrir framan mig lagði hún fyrstu bókina, sem eg eignaðist. Sú bók var barnshugan- um undraheimur, full mynda og skrýtilegra orða, sem gaman var að raða saman og ríma saman, en hún var þó einkum sá lykill, sem opna skyldi hlið og gáttir til enn víðari og dýrlegri ur.draheima. — Síðan hefir í huga mér leikið ljómi um nafn höfundarins, Egils Þórlákssonar. Síðan hefi ég talið mér það til gildis að vera í hópi þeirra þúsunda, sem hann hefir leitt við hönd sér á grýttri götu byrjandans á beinan og óbeinan hátt. Því meir sem mérhefiraukizt aldur og þroski, hefi eg æ betur lært að meta þennan einstæða mann. Líf hans og líferni er það stafrófskver, sem kennt getur hverjum er honum kynnist, að kveða að nýjum og nýjum at- kvæðum og orðum hugarhrein- leiks og sálargöfgi. Egill Þórláksson fæddist hinn 6. marz 1886 að Þóroddsstað í Kinn. Foreldrar hans voru hjónin Ný- björg Jónsdóttir og Þórlákur Stef- ánsson, er bæði voru Eyfirðingar að ætt. Ungur missti Egill föður sinn, en ólst upp eftir það hjá Páli H. Jónssyni, bónda í Stafni í Reykjadal, og konu hans, Guð- rúnu Tómasdóttir. Árið 1915 kvæntist Egill Aðalbjörgu Páls- dóttur frá Stóruvöllum í Bárðar- dal, hinni mestu myndar- og gæðakonu. Uppeldisdóttir þeirra er Sigríður Kristjánsdóttir, sem nú er kennari við Húsmæðrakenn- araskóla Islands. Jafnan er gott að koma á heim- ili Egils og Aðalbjargar að Grænu- mýri 5. Þar ríkir alúð og glað- værð. Kunningi minn sagði eitt sinn við mig, er talið barst að þessu heimili: „Það er ekki að undra, þótt þar sé hlýtt og bjart. Þar eru aldrei hugsaðar nema fall- egar hugsanir." Egill er kennari af köllun, og hann er kennari af Guðs náð. Margt ber til þess. Þá ástæðu tel eg þó ríkasta,aðhonumerhjartgró- in ást á nemendum sínum.Hann er þeim í senn faðir og bróðir. Nem- endum hlýtur að verða hlýtt til slíks kennara,þeir koma í kennslu- stundir með tilhlökkun í huga, án andúðar eða tregðu. Þeim verður námið leikur og gleði og náms- efnið hugljúft. Árangur skóla- starfsins verður margfaldur. Egill er einmitt hinn mikli höfuðsnill- ingur að laða fram undraverðan árangur, þar sem gáfur og geta er í knappara lagi hjá nemendum. Hann á ríkan skilning á högum nemenda, veit jafnan, hvað þeim líður, og kemur til hjálpar, þegar hann finnur, að þeim er steinn fyr- ir hjóli. Því aka fleiri heim heil- um vagni en ella myndi. Honum tekst jafnan að gæða kennslu sína heillandi lifsanda, svo að engum þarf að leiðast í tímum hans. Allt- af býr Egill yfir einhverju, sem hýrgar hugann og skerpir athygl- ina. Honum er lagið að gera ein- földustu og hversdagslegustu hluti nýstárlega og sögulega í augum nemandans. Því vakir áhugi á við- fangsefnum og gleði í störfum í kennslustundum Egils. Hann glæðir metnað og hóflegt sjálfs- traust með nemendum með því að skammta þeim viðfangsefni við hvers eins hæfi oggætirþessvand- lega, að engan flæði uppi á þang- skeri vanmáttar, örvæntingar og uppgjafar. Hann er hinn trúi hirð- ir, sem vill vita hjörð sinni borgið og engum sauð týna, þeim er hon- um hefir verið trúað fyrir. Hann veit, að sjálfsvirðingin er hverjum nemanda og hverjum manni nauð- synleg kjalfesta á siglingu Hfsins. Ósigrar í viðureign við erfiðar námsþrautir, ofætlun við hvers konar valdboðin skylduverk, svipta margan þeirra kjalfestu. Egill Þórláksson miðar í kennslu- og uppeldisstörfum sínum að því að gefa nemendum sínum trú á eigin krafta, heill að hverju vigi og sigur í sverðseggjar. Egil Þórláksson veit eg manna heilastan, hreinastan, vammlaus- astan og vítalausastan. Eg veit, að mikið er sagt með þessum orðum, en hitt veit eg líka, að allir, er Eg- il hafa þekkt og reynt, munu votta, að þau eru ekki ofmælt. Það er sjaldgæft að hitta fyrir mann, sem er jafn-ósnortinn af allri veraldarhyggju. Ohugsandi er, að hann eigi nokkurn óvildar- mann. Sú mannást og einlægni, er geislar frá þessum góða dreng, hvar sem hann fer, hlýtur að end- urspeglast í hjörtum þeirra, er honum samneyta, en um leið mannbæta þá og göfga. Köllun ævistarfsins er runnin honum í merg og blóð, orðin honum eigin- leg og eðlislæg. Meginþáttur þeirrar köllunar er glæðing guðs- neistans í sálum sambræðranna. Að þeirri glæðingu blæs Egill Þór- láksson með öllu sínu hátterni og dagfari, orðum og athöfnum. Hverjum manni er þroskavænlegt og andlega heilnæmt að kynnast Agli. Af honum má margt nema, sem stendur sunnan og ofan við allt, sem nefnt er lærdómur. Snyrtimennsku Egils og vöndug- leik til orðs og æðis er við brugð- ið. Ljósasti vottur þessa eiginleika er rithönd hans. Hvergi sjást ójafnir stafir, hvergi ófagur penna- dráttur, allt er hreint, traust og fagurt eins og sjálfur hann. Hann er í hópi beztu listaskrifara þessa lands, sem nú eru uppi, enda hef- ir hann auðsælega lagt rækt við rithönd sína, vandað hana, tamið og þjálfað alla ævi. Ef menn gera sér far um að vanda verk sín í einu efni, taka þeir ósjálfrátt og áreynslulaust að vanda þau á öðr- um sviðum einnig. Vandvirknin verður rótfastur ávani, lögmál, sem þeir brjóta ógjarna,annað eðli þeirra. Ljósasti vottur þessa, sem eg þekki, er Egill Þórláksson. Sóðaháttur er honum andstyggð, enda óþekktur í fari hans. Egill er öllum mönnum skyldu- vandari. Sjálfur telur hann skyldu sína margfalda á við það, sem honum verður ætlað með sann- girni. Hann hefir jafnan unnið ómældan vinnudag, þegar- heill æskunnar hefir krafizt orku hans, (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.