Dagur - 21.03.1956, Blaðsíða 7

Dagur - 21.03.1956, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 21. marz 1956 DAGUR 7 Til sölu Húsið Hafnarstræti 99 er til sölu og brottflutnings. — Tilboð óskast fyrir 1. apríl. Nánari upplýsingar gefur SKARPHÉÐINN ÁSGEIRSSON. Sími 1560. Stúlku vantar til liúsverka liálfan daginn. Upplýs. í sírna 2295. Lítil íbúð Eitt herbergi og eldhús til leigu frá 14. maí í Oddeyr- argötu 11, Akureyri. Óskað eftir barnlausu og reglu- sömu fólki. Átvinnubílstjórar GÆSADÚNN Hálfdúnn, Lakaléreft, Sœngurveraléref t, Flöjel, rifflað, rautt, brúnt, blátt Höfuðklútar, ullar, hvítir, rauðir, grænir ÁSBYRGI h.f. Viljum selja nokkrar stöðvarbifreiðar. Stöðvarpláss getur fylgt. Verð og greiðsluskilmálar eftir sam- komulagi. Til viðtals út þessa viku kl. 17—19 í Geislagötu 5. Bifreiðastöð Akureyrar h. f. Kr. Kristjánsson. Góð afgreiðslustúlka óskast nú þegar eða seinna í vor. — Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Anna & Freyja Bifvélavérkjar - Geríismiðir Viljum ráða strax eða í vor nokkra bifvélavirkja og gerfismiði, vana starfinu. Reglusemi áskilin. Talið við verkstæðis-formennina. B.S.A. VERKSTÆÐI H.F. (búð óskast 2—3 herbergja ibúð ósliast til leigu, helzt fyrir 1. maí. Tilboð merkt „312“ send• ist afgreiðslu blaðsins. Málningarpensiar og málningarrúllur með bakka Járn og glervörudeild Bifreiðaeigendur! Höfum kaupendur að öllu- um gerðum og árgöngum bifreiða. Tökum bifreiðir í umboðssölu. BIFREIÐASALAN, Njálsg. 40 . Rvík . Sími 1963 HEYBLÁSARI með sambyggðum mótor og rofa fyrir 3ja fasa rafmagn, er til sölu. Semja ber við Magnús Árnason, járnsmið, Akureyri. Tökum upp í dag 6 nýjar gerðir af KVENSKÓM, drapplitir, bláir og svartir. Skódeild Almennur dansleikur haldinn að Melum í Hörgár- dal íaugaraaginn 24. marz n. k. Ilel’st kl. 10 e. h. Góð músik. Veitingar á staðnum. U ngm enn afélagið. Fermingarskór á telpur nýkomnir Skódeild Húsnæði Tvö góð herbergi og eldliús óskast 14. maí í vor eða fyr. Afgr. vísar á. Tökum upp í dag margar gerðir af KARLMANNA- SKÓM Skódeild TIL SÖLU: vönduð smókingföt, sem ný, liæfileg á háan og grann- an mann. Nýjasta tízka. Tækifærisverð. — Fötin eru til sýnis og sölu í Hafnar- stræti 86B (miðhæð). I. □ Rún 59563217 = Frl.: O. O. F. 2 — 1373238i/£ - N. K. Piltarnir, sem komu með pen- ingabréf (áheit) á skrifstofu Dags sl. mánudag, góðfúslega komi þangað til viðtals. Föstumessa í kvöld kl. 8.30. — Sungið úr Passíusálmunum: Nr. 25. 9,—13., nr. 27 8,—15., nr. 29. 10.—17. og að lokum: Son Guðs ertu með sanni. Messað í Akureyrarkirkju á pálmasunnudag kl. 2 e. h. Sálmar verða þessir: Nr. 4, 25, 143, 314, 232. Syngið sálmana! — P. S. Möðruvallakl.prestakall. Messað á pálmasunnudag kl. 2 e. h. á Möðruvöllum (barnaguðsþjón- usta), á skírdag kl. 4 e. h. í Skjald- arvík (altarisganga), á föstudaginn langa kl. 2 e. h. á Bakka, á páska- dag kl. 2 e. h. á Möðruvöllum og kl. 4 e. h. í Glæsibæ, á annan í páskum kl. 2 e. h. að Bægisá. — Sóknarprestur. Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju verður á pálmasunnudag kl. 10.30 f. h. 5 og 6 ára börn í kapellunni, en 7—13 ára börn í kirkjunni,— (Seinasti sunnudagaskólinn á þessum veri. Lokaverðlaun veitt.) Fundur í stúlkna- deild næstk. sunnud. kl. 5 e. h. Sóleyjar- og Akurperlu-sveitir sjá um fundarefni. KFUK lýkur vetrarstarfsemi sinni með almennri samkomu í kristniboðshúsinu Zíon, mánudag- inn 26. þ. m. kl. 8.30 e. h. Fjöl- breytt efnisskrá. M. a. verða seldir nokkrir munir, sem stúlkurnar hafa unnið í vetur til ágóða fyrir skálasjóð félagsins. Allir velkomn- ir. Stjórnin. ' Frá Amtsbókasafninu. Safnið verður lokað frá og með 28. marz til 2. april. Arsþing ÍBA verður sett í íþrótta- húsinu í kvöld (miðvikud. 21. marz) kí. 20.20. Hermann Guð- mundsson, framkvæmdastjóri SÍS, mætir á þinginu. Fulltrúar mæti stundvíslega og hafi kjörbréf sín með. NLFA. Stjórn Náttúrulækninga- félags Akureyrar vill vekja athygli félagsmanan á, að hjá brauðgerð- arhúsi Kristjáns Jónssonar & Co. verða til sölu eftirleiðis hin Ijúf- feengu „Kraftbrauð“, bökuð úr ný- möluðu rúgmjöli, heilhveiti og hveitiklíði. I. O. G. T. Stúkan Brynja nr. 99 heldur skemmtifund í Skjaldborg laugard. 24. þ. m. kl. 8 e. h. — Dagskrá: Kosið í húsráð, lesnir reikningar Skjaldborgarbíós og af- hentir frímiðar á bíósýningu og kaffidrykkja, dans o. fl. Fjölsækið. Æðstitemplar. - Egill Þórláksson (Framhald af 5. síðu). en til engra launa ætlazt annarra en þeirra að sjá mannsefnin verða að mönnum. Hann hefir heldur aldrei orðið auðugur á heimsins vísu. En hann hefir eign- azt þá auðlegð, sem ein skiptir máli, þegar öllu verður á botninn hvolft. Þar ’reiðir Egill þungan sjóð og digran. A sjötugsafmæli Egils Þórláks- sonar langar mig að senda honum og öllum ástvinumhanshjartanleg- ar kveðjur og heillaóskir, svo og þakklæti fyrir allt, sem eg hefi af honum lært, og allt, sem hann hef- if verið mér, frá því er eg var lítill drengur. Sverrir Pálsson Dánardægur. Rannveig Bjarnar- dóttir, fyrrum veitingakona á Ak- ureyri, andaðist 16. þ. m. Rann- veig var kunnur borgari og vinsæl með afbrigðum. Hún rak greiða- sölu og gistingu um tugi ára með myndarbrag og minnast hennar margir frá þeim árum með hlýhug og virðingu. Kristniboðshúsið Zíon. Föstud. 21. marz: Föstusamkoma kl. 8.30 e. h. (Passíusálmar). — Pálma- sunnudag 25. marz (kristniboðs- dagurinn): Sunnudagaskóli kl. 10.30 f. h. — Almenn samkoma kl. 8.30 e. h. Ólafur Ólafsson, kristniboði, talar. Tekið verður á móti gjöfum til kristniboðs. —• Allir hjartanlega velkomnir. - Skagfirzkir förumenn (Framliald af 5. síðu). Eg er gull og gersemi, gimsteinn elskuríkur. Eg er djásn og dýrmæti, Drottni sjálfum líkur. Er eg var 12 ára, kom eg að hausti úr göngum af Hofsafrétt. Reið eg yfir Jökulsá, sem fellur ofan í dalinn milli Hofs og Goð- dala. Er eg kom út yfir ána, mætti eg Sölva. Ætlaði hann að vaða ána á Dalkotsbroti. Hafði eg ekki séð hann fyrr, en þóttist vita hver maðurinn væri vegna baggans, sem eg hafði heyrt um að hann bæri ávallt. Var eg heldur talfár við hann og reið hið snarasta rnína leið. Hann hafði svo ekki þorað að vaða ána og sneri til baka út í Goðdali. Þar var þá prestur Hálf- dán Guðjónsson, er síðar varð pró- fastur Skagfirðinga. Var heimili hans hið mesta myndarheimili. — Fékk hann næturgistingu í Goð- dölum. Hefur hann líklega ætlast til að þar væri tekið virðulega á móti sér, en hann var þá látinn sofa í baðstofunni, þar sem vinnu- fólkið svaf og hjá honum piltur, Páll að nafni, bróðir séra Friðriks Friðrikssonar í Reykjavík. Páll var dálítið ófyrirleitinn, en vel gefinn piltur. Er þeir voru háttaðir, fékk Sölvi ljós, settist upp í rúminu, breiddi úr málverkum sínum og tók til að mála. Þá vildi svo illa til, að Páll fékk hósta, viljandi eða óviljandi, og þurfti að vera að hrækja út úr sér, (en hann var ofan við Sölva). Vildi þá ýrast á málverkið, enda óvíst að varkárnin hafi verið of mikil hjá Páli. Þetta allt varð svo til þess að Sölvi bar heimilinu miður fagra sögu, og prest málaði hann í óviðeigandi stellingum. — Komið mun hann hafa síðar að Goðdölum og líkað þá betur. Eg hef þá brugðið upp nokkr- um skyndimyndum úr lifi þessarar - farandstéttar, sem nú er horfin, og nútímafólk flest kannast ekki við. Eg skal að síðustu geta þess, að nær ómögulegt var að fá þessa menn til að taka nokkurt handtak. Þó sá eg Björn Snorrason draga ull í kamba. Hjálmar Þorláksson, Villingadal.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.