Dagur - 21.03.1956, Page 8

Dagur - 21.03.1956, Page 8
8 0 Bagijr Verkamaðurinn einn á báfi Blaðið Verkamaðurinn á Akur- eyri rær einn á báti. Hefur það um tíma tekið upp þá stefnu í fréttaflutningi, sem orðirt er úrelt í blaðaheiminum, og ekki þykir sæmandi að bera á borð fyrir venjulegt fólk. Ruglar það saman fréttum og ósmekklegum áróðri og segir enga frétt til enda án þess að uppnefna með ógeðslegu orðbragði einhvern eða eirthverja sýnilega eða ósýnilega óvini. Þá hefur blaðið hrópað á hjálp og heimtað að önnur blöð bæjarins skrifi um hirt og þessi tiltekin mál og umfram allt hneykslismál eins og Kópavogsmálið. I sambandi við fréttaflutning blaðsins er til dæmis þessi klausa orðrétt tekin úr 9. tbl. Verka- mannsins, þar sem blaðið flytur fregn af fundi Framsóknarmanna í Landsbankahúsinu, þar sem mættur var skipulagsstjóri flokks- ins, prófessor Olafur Jóhannesson: „Leitaði einn af þessum hernáms- dindlum hingað norður í skaut KEA-íhaldsins og galaði yfir nokkrum hænum uppi undir þaki Landsbankans.“ Um stórhríðarmótið svokallaða á Akureýri farast Verkamannin- um þannig orð í frétt af mótinu: „Stórhríðarmót Akureyrar var háð um sl. helgi. Voru þar sett þessi heimsmet: 21 keppendi, 1 starfsmaður — og enginn áhorf- andi. Veður var ágætt. Stjórnmálaflokkarnir hafa unn- ið kappsamlega að því um margra ára skeið að troða glæpakvik- myndum og glæparitum, vitanlega aðallega amerískum (austan tjalds eru slíkar myndir og slík rit bönn- uð) í börn og unglinga. Til viðbótar hefur svo verið lagt kapp á að gera þá að dellu- sjúkum brids-spilurum og hafa stjórnarflokkarnir einnig þar for- ustuna. „Heimsmetin“ á stórhríðarmót- inu er aðeins einn árangurinn af uppeldisstarfi og menningará- standi stjórnarflokkanna. Allir skólastjórar og íþrótta- kennarar bæjarins virðast annað hvort ekkert sjá né ekkert skilja eða þeir, og ekki er það betra, halda vísvitandi að sér höndum og hanga í rófunni á útfararlest aftur- haldsins.“ Það er vissulega sorglegt að til skuli vera íslenzkt blað, sem telur sér hag að slíkum „fréttaflutn- ingi“. Enn er að minnast á greinar- kom um byggingu hraðfrystihúss- ins í 10. tbl. sama blaðs. Þar er hrúgað saman getsökum og fúk- yrðum um „andstæðingana". Verkamanninufn væri hollt að hugleiða að nýja hraðfrystihúsið er ekki mál einstaklings eða flokks, heldur allra bæjarbúa og Norðlendinga. Ekkert nema úlfúð, tortryggni og blekkingar, Aðallundur Skógræktarfél. Ey- firðinga verður í íþróttahúsi Akur- eyrar — fundarsalnum — sunnud. 25. þ. m. og hefst kl. 2 e. h. getur tafið framgang þess. Á með- an eitthvert bæjarblað hefur ekki annað til málanna að leggja, væri vissulega betra fyrir það að fást við önnur verkefni. Öfug leikfimi í gamni og alvöru Eitt af skemmtiatriðum skóla- barna á Akureyri var öfug leik- fimi og þótti góð skemmtun. Börn- in höfðu grímur á hnakkanum og sneru þeim að áhorfendum á meðan þau léku listir sínar. Raskað var þriggja ára grafarró Stalins sáluga, hins mikla foringja og félaga, ástmögs hinna hrjáðu og fátæku, hins heittelskaða, hug- umstóra leiðtoga þjóðanna og höf- undar nýs lífs á jörðu, svosemlesa mátti í nær hverju blaði kommún- isa, ekki sízt „útvarðanna" á norð- urslóðum. En til þess að vera „á línunni“ byrjuðu íslenzkir komm- únistar að rifa niður veggmyndir af Stalin, jafnskjótt og líkneskj- urnar voru höggnar niður að fyr- irmælum núverandi valdhafa í ausrti. Veggurinn stóð auður, þar sem áður var mænt og beðið og styrkri stoð kippt undan hinum andlega þrótti kommúnista. En út yfir tók þó ræðan sem Krusjeff flutti á flokksþingi í Moskvu og lýsti yfir að á árunum 1936— 1938 hafi Stalin m. a. látið aflífa 5 þúsundir herforingja og fjölda annarra yfirmanna hersins, og að hann hafi verið geðbilaður fjölda- morðingi og haldinn brjálæðis- kenndu ofsóknarærði, sem hvorki gaf konum né börnum grið. Allt er þetta heldur tormelt fyr- ir kommúnistana hér og hafa þeir þó fyrr gleypt stóra bita. Andstreymi hafa kommúnistar mætt á ýmsan veg og t. d. tekið sér íhaldið til fyrirmyndar þegar fast hefur að sorfið, breytt yfir nafn og númer og málað nýtt. Nú hafa kommúnistar enn einu sinni tekið upp þennan sið og ætla að bjóða fram við næstu alþingis- kosningar undir nýju nafni. Minn- ir þetta óneitanlega á skólabörnin á Akureyri, sem skemmtu bæjar- búum um helgina með því að setja á sig grírnur og hafa þær í hrtakk- anum. Munurinn er bara sá, að börnin voru að leika og gerðu það vel, en kommúnistar eru að blekkja. Miðvikudaginn 21. marz 1956 Rétt er að upplýsa, að á umræddum íundi mættu flest 12 menn og nefnd til- laga, sem borin var fram af Jónasi Kristjánssyni kaup- manni, var samþykkt með 3 atkvæðum- Stóru fréttirnar Þjóðviljinn vandar ekki fréttaflutninginn um þessar mundir. — I blaðinu í gær birti hann fréttir af fundi í Borgarnesi og segir, að þar hafi verið samþykkt ein- róma að lýsa stuðningi við þá ákvörðun stjómar Al- þýðusambands íslands, að það sem slíkt bjóði fram við næstu kosningar o. s. frv. Kemur því kunnugum undarlega fyrir sjónir sú feitletraða frétt með hvorki meira eða minna en tvö- faldri þriggja dálka fyrir- sögn á útformi blaðsins, er blaðið vill liugga lesendur sína með. Verður fróðlegt að vita, hvernig Þjóðviljinn mat- reiðir fundahöld Hannibals á Akureyri. Hitt er óhætt að fullyrða nú þegar, að hin nýja blekkingatilraun kommúnista hefur minna fylgi hér en búizt var við. Nemandi úr 5. bekk Menntaskólans á Akureyri, Anna Katrín Emilsdóttir frá Seyðisfirði, hefur dvalið vestan hafs síðan um áramót. — Vann hún verðlaun í ritgerðasamkeppni um ,,Heimurinn, eins og eg vildi að hann væri“. — Hér sést Anna ásamt skólafélögum sínum, lengst til vinstri. Hún mun koma innan skamms og halda áfram námi. ERFIÐUR ROÐUR. I gærkvöldi hélt Hannibal Valdimarsson íund með fulltrúum verkalýðsfélaga um hið nýja kosningabrölt kommúnista. Mætti hann harðri mótspyrnu. Frá Golfklúbbnum Aðalfundur Golfklúbbs Akur- eyrar var haldinn sunnudaginn 26. febrúar að Hótel KEA. I stjóm voru kosnir: Hlaut verðlaun í ritgerðasamkeppni Skorar á stjórn ASÍ ú hverfa frá þessum vanhugsuðu áformum Stefán Árnason, formaður. Sigurbjörn Bjarnason, ritari. Sigtryggur Júlíusson, gjaldkeri. Hafliði Guðmundsson og Hall- dór Helgason, meðstjórnendúr. Rædd voru mörg mál og mikill áhugi ríkir. Stjórn Alþýðusambands Vestfjarða samþykkti í gær harð- orð mótmæli gegn kosningasamstarfi því, sem Alþýðusam- band Islands hyggst efna til og fer samþykktin hér á eftir: „I tilefni af samþykkt sambandsstjórnar Alþýðusambands Islands um „að koma á fót kosningasamtökum allra þeina vinstri manna, sem saman vilja standa á grundvelii stefnuyf- irlýsingar Alþýðusambandsins“, samþykkir stjórn Alþýðu- bands Vestfjarða að mótmæla harðlega slíkum áformum. Sjóm ASV byggir þessi mótmæli sín m. a. á eítirgreindum staðieyndum: 1) Sambandsstjórn Alþýðusambands íslands brestur heim- ild til að gera samþykkt um kosningasamtök og framboð án fyrirfram fenginnar heimildar frá meðlimum samtakanna. 2) Viðræður fulltrúa Alþýðusambands íslands við vinstri flokkana hafa ótvírætt leitt í ljós, að enginnágreiningurerum stefnuyfirlýsingu Alþýðusambandsins er fyrir hendi þeirra á milli. Af framansögðu er augljóst, að væntanleg kosningabanda- lög vinstri flokkanna eða hver þeirra um sig, munu beita sér fyrir því, að ný stjómarstefna, grundvölluð á stefnuyfirlýs- ingu Alþýðusambands íslands, verði upp tekin. 3) Þar sem fyrir liggur, að um víðtæka sameiningu eða kosningabandalag allra vinstri flokkanna er ekki að ræða enn sem komið er, mun þessi ákvörðun sambandsstjómarinnar einungis auka á pólitíska sundmng vinstri aflanna, en verður hins vegar vatn á myllu afturhaldsins og gæti leitt til þess eins að tryggja því áframlialdandi völd og yfirráð í þjóðfélag- inu. 4) Þessi ákvörðun mun óhjákvæmilega, eins og málum er nú háttað, innleiða í heildarsamtökin ágreining og deilur og þar með spilla nauðsynlegu samstarfi þeiiæa aðila, sem einir eru færir um að stjórna Alþýðusambandi íslands til hagsbóta fyrir alþýðu landsins. Af framangreindum ástæðum skorar stjóm Alþýðusam- bands Vestfjarða eindregið á miðstjórn Alþýðusambands ís- lands að hverfa frá þessum vanliugsuðu kosningasamtaka- áformum.“ Burt með sultinn! I nýútkomnum „Verkstjóran- um“, blaði Verkstjórasambands ís- lands, birtist grein eftir Helga Tómasson yfirlækni. Þar segir hann m. a., að það sé „óhyggilegt að láta liða meira en 3 klukku- tíma milli þess, að menn láti eitt- hvað ofan í sig“, vegna þess að svengdartilfinningin trufli tví- mælalaust vinnuafköst. Ættu ekki vinnuveitendur að taka þetta til athugunar? Friðrik og Ilivitski gerðu jafntefli Sjötta umferð á Guðjónsmótinu var tefld í fyrrakvöld. Friðrik ÓI- afsson og Ilivitski sömdu jafntefli eftir 22 leiki, og einnig Jón Þor- steinsson og Sveinn Kristjánsson. — Aðrar skákir fóru í bið. Tai- manov hafði hvitt gegn Gunnari Gunnarssyni og átti peði meira en skákin fór í bið, en Gunnar hafði nokkra jafrtteflismöguleika. Eftir þessa umferð er Friðrik efstur með 5 og hálfan vinning, Ilivitski 5 vinninga og Taimanov 4 og hálfan og eina biðskák. Aðrir keppendur hafa mun færri vinn- inga.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.