Dagur


Dagur - 25.04.1956, Qupperneq 4

Dagur - 25.04.1956, Qupperneq 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 25. apríl 1956 Með aukinni stórvirkjun fall- vatna í Noregi, þar sem jafnvel fleiri fylki fá rafvæðing sína frá sameiginlegu orkuveri, hefir reynst nauðsynlegt að stytta hinar löngu leiðir inn fyrir fjarðarbotna hinna löngu og djúpu fjarða Vestur- landsins með því að strengja orku- taugarnar þvert yfir firði og svo hátt uppi, að skipgengt sé undir hverjum þeim farkosti, sem leggur leið sína um þá. En um suma þess- ara fjarða fara oft hin miklu er- lendu ferðamannaskip. Á síoastliðnu sumri voru t. d. strengdar þrennar raforkutaugar yfir þveran Sygnafjörð (Sogne- fjorden) undan Belaströnd, en þar mun fjörðurinn vera um 4 km. breiður. Alls er fjörðurinn 180 km. iangur og geysidjúpur, allt að 1250 :m. þar sem hann er dýpstur. Skömmu fyrir jól voru strengdar þrennar orkutaugar yfir Hjörund- Heímsókn frá Noregi Leiðtogi Hjálpræðishersins í Noregi, Islandi og Færeyjum, kommandör Em. Sundin og frú hans, heimsækja Island og dvelja hér á Akureyri dagana 2. og 3. maí. Kommandör Sundin er af sænsk- um ættum, en hefur starfað sem Hjálpræðishersforingi í mörgum löndum á starfsferli sínum. Hann tók við stöðu sinni sem leiðtogi Hjálpræðishersins í Nor- egi, Islandi og Færeyjum fyrir hálfu öðru ári síðan og kom þá frá Danmörku, en þar hafði hann haft stjórn Hersins á hendi um margra ára skeið. Á hinum langa starfsferli sínum sem Hjálpræðishersforingi hefur kommandör Sundin kynnt sig sem góðan fulltrúa þeirra, sem skópu Hjálpræðisherinn. Um enga málamiðlun er að ræða hjá honum, þegar um sannindi fagnaðarerindisins er að ræða og hann hefur heldur aldrei verið hræddur við það að fara nýjar leiðir, þegar um boðun fagnaðar- erindisins er að ræða. Við nefnum aðeins trúboð hans é hinnum stærstu danssölum Kaupmannahafnar og Oslóar. Hann er einnig kunnur fyrir hinn einlæga áhuga sinn á félags- og líknarmálum. Þeir, sem fá tækifæri til þess að hlusta á kommandörinn, þegar hann heimsækir ísland, munu komast að raun um það, að hann er yfirlætislaus, kristinn sæmdar- maður, sem lítur björtum augum á lífið. Frú kommandör Sundin er einn- ig af sænskum ættum. Með einlægni sinni og ljúf- mennsku veitist henni létt að kynnast fólki og hefur hún áunn- ið sér miklar vinsældir, hvar sem hún hefur komið. Frúin er um þessar mundir for- seti Heimilasambands Hjálpræð- 'íshersins í fyrrnefndum löndum. (Frá Hjálpræðishernum.) fjörð á Sunnmæri, skammt fyrir innan Álasund. Er fjörður þessi, næst Geirangursfirði, annar hrika- fegursti fjörður Sunnmæra, 34 km. langur og mjög djúpur, og 2700 m. breiður, þar sem orkutaugarnar eru strengdar yfirum. Hafa allhá og ramger „möstur“ verið reist með 20 m. millibili á klettasyllum báð- um megin fjarðarins, um 350 m. yfir sjávarborð. Er þarna mjög brattlent og erfið aðstaða á marga vegu. Varð m. a. að höggva rásir í skóginn fyrir orkutaugunum, báðum megin fjarðar. Áfengissala fyrsta ársfjórðung 1956 (1. janúar til 31. marz). Selt í og frá Reykjavík kr. 20.444.760.00. Selt í og frá Siglufirði kr. 1.019.972.00. Selt í og frá Seyðisfirði kr. 319.024.00. Samtals kr. 21.783.756.00. Arið 1955 nam salan á sama tíma: í og frá Reykjavík kr. 16.049.421.00. í og frá Siglufirði kr. 1.035.387.00. í og frá Seyðisfirði kr. 261.613.00. Samtals kr. 17.346.421.00. Áfengi til veitingahúsa selt frá aðalskrifstofu 1. janúar til 31. marz 1956 kr. 1.091.122.00. Allveruleg hækkun varð á áfengi í maí 1955. (Heimild: Áfengisverzlun ríkis- ins.) Afengisráðunauturirm. Reykjavik, 12. apríl 1956. Brynfeiíur Tobiasson. Nýtt félag Á sunnudaginn var, var stofnað nýtt félag á Akureyri. Heitir það Menningar- og friðarsamtök ís- lenzkra kvenna — Akureyrardeild. Markmið félagsins er að sameina allar konur, án tillits til stjórn- málaskoðana, til baráttu: a) Fyrir alheimsfirði. b) Fyrir öryggi og framtíð barn- anna. c) Fyrir vináttu og samvinnu kvenna í öllum löndum. d) Fyrir hernaðarlegu hlutleysi íslands. e) Gegn hvers konar hernámi og þeim hættulegu áhrifum, sem seta erlends herliðs hefur á æskulýð landsins og menningu þjóðarinnar. Stjórn félagsins skipa: Formað- ur Sigríður Þorsteinsdóttir, vara- formaður Theódóra Þórðardóttir, ritari Þórný Þórarinsdóttir, féhirð- ir Jóhanna Tryggvadóttir og með- stjórnandi Guðbjörg Bjarman. Rafljósatauga hafa reynst vel sem útvarps-loftnet. I Sygnafirði norðanverðum voru hlustunarskilyrði útvarpsnotenda allerfið um langt skeið, en hafa nú batnað allmjög, síðan gerð var sú tilraun að útvarpa um ljósa- leiðslur sveitanna. Virðist þetta ætla að efa góða raun. I fyrstu kom að visu i ljós, að sendistöðin þoldi ekki spennubreytingarnar fyllilega, og olli það nokkrum vandræðum. En síðan var straum- beryti skotið inn í kerfið, svo að sendistöðin fékk jafna spennu. Á Belaströnd deyfa orkutaugarnar yfir fjörðinn útvarpssendinguna að nokkru leyti ,en þó ekki að veru- legu ráði. ’ > 't'ii ! 7 ■ g: s Forsetakjör og friðartal. Síðan Eisenhower gaf kost á sér til endurkjörs nú fyrir skömmu, hefur friðarsóknin hafizt á ný hjá rússneskum ráðamönnum. Þeir töluðu ósköpin öll um frið á Genf- arfundinum, en hættu því fljótt á eftir. Nú er talið, að friðaráróður- inn að austan verði meiri en nokkru sinni áður. Það leikur ekki vafi á því, að Eisenhower er þeim Bulganin og Khrushchev að skapi. Þeir álíta hann vera friðarins mann, ólíkan öðrum vestrænum stjórnmálafor- ingjum, og þeir geti treyst því, að hann muni aldrei ráðast gegn þeim með vopnum. Þeir ræða um heimsókn hans til Moskvu í stríðslokin og vináttu hans og Zhukovs. Þeir kynntust honum sjálfir á Genfarfundinum og virðast hafa fengið traust á honum. Þegar Eisenhower veiktist af hjartasjúkdómnum, töldu Rúgsar — og reyndar margir aðrir — að útilokað væri, að hann yrði í kjöri aftur. Þeir óttuðust, að Knowland öldungadeildarmaður, sem þeir telja fjandsamlegan í garð Sovétríkjanna, yrði ef til vill eftirmaður Eisenhowers. En hvað um það, þá kom a. m. k. annað hljóð í strokkinn, og blíðubrosin frá Genf sáust ekki lengur. Khrushcheev og Bulganin fóru í heimsókn til Indlands og Burma og notuðu þar hvert tæki- íjeri til þess að svívirða Vestur- veldin. Þeir tóku að senda Égypt- um vopn og reyndu að blása að glóðum sundrungar og haturs í löndunum við Miðjarðarhaf. Þeir gortuðu af hernaðarmætti Sovét- þjóðanna og kváðu hann meiri en Vesturveldanna. En er Eisenhower tók að batna og líkur orðnar fyrir því, að hann sæti að völdum í 5 ár enn, ventu Bulganin og Khrushcchev Ikvæði sínu í kross og tóku að kyrja Genfarsönginn, og nú, þegar Eis- enhower hefur tilkynnt framboð sitt, hefur friðaráróðurinn magnast um allan helming. —o— Og svo var það Færeyingurinn, sem kom inn á matstofu í Kaup- mannahöfn og sagði við þjóninn: „Jeg vil have meget at æde, for jeg er meget svanger.“ S. Þ. hjálpa íötliiðum Sameinuðu þjóðiraar hafa komið á fót stofnun í Bombay í Indlandi, sem á að liafa það lilutverk tneð höndum að kenna fötluðu fólki. Hér sést stúlka vera að kenna fötluðum manni. er komið aftur. ÞIRRKLÐ RLÁBER í pökkum FJALLAGRÖS stór og góð S0YABAUNÍR KALDIR BÚÐINGAR, margar tegundir HRÍSGRJÓNASÚFA með síipukrafti kr. 1.65 pakkinn. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlcnduvörudcild og útibúin.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.