Dagur - 25.04.1956, Qupperneq 7
Miðvikudaginn 25. apríl 1956
D A G U R
7
Mikill vandi steðjar nú að íslenzku þjóðinni.
Höfuðatvinnuvegum landsmanna er lialdið
uppi með beinum styrkjum aí opinberu i'é og
gífurlegu álagi á neyzluvörur almennings.
Þjóðin býr við rönrmustu gjaldeyrishöft, þótt
frelsi sé í orði.
Skortur á gjaldeyri tiþkaupa á brýnustu nauð-
synjum.
Innflutningi hefur að verulegti leyti verið
lialdið uppi með gjaldeyrislántökum.
Þrátt fyrir vaxandi framleiðsiu, greiða siilu
útflutningsafurða og miklar gjaldeyristekjur
vegna vamarliðsframkvæmda, safnar þjóðin nú
hraðvaxandi skuldum erlendis. Sparnaður fer
þverrandi, en lánsfjárskortur vex óðum og stefn-
ir í bráða hættu nauðsynlegustu framkvæmdum.
Enn býr fjöldi fólks við óhæft húsnæði og ok-
urleigu, en gróðabrall með húsnæði, þ. á. m. ný-
byggingar fer sívaxandi.
Kauphækkanir launastétta verða að litiu eða
engu vegna verðltækkana. En milliliðir og margs
konar braskarar safna of Ijár í skjóli hins sjúka
fjárhagskerfis.
Við þetta allt sarnan bætist, að framundan eru
verðhækkanir innanlands, sem auka ínunu lram-
færslu- og framleiðslukostnað, svo að enn stefnir
aðbeinni stöðvun framleiðslunnar.
Meginorsök þess ,að þannig er komið, er, að
ekki hefur verið liægt að stjórna landinu án þátt-
töku annað livort íhaldsafla eða kommúnista.
Þótt lýðræðissinnaðir umbótamenn hafi haft
kjörfylgi til þess að mynda samhentan meirihluta
á Alþingi, hefur sundrung þeirra \áð framboð
tryggt öfgaflokkum úrslitaáhrif á stjórnarfarið.
Nú verður að brjóta blað i íslenzkum stjórn-
málum. Ef ekki verður gripið fast í taumana,
mun skapast algjört öngþveiti í efnahags- og fjár-
málalífi þjóðarinnar. Afþví hlytist stöðvun fram-
kvæmda, atvinnuleysi og upplausn, sem reynast
mundi gróðamönnum og einræðissinnum hinn
bezti jarðvegur lyrir stefnu sína.
Þess vegna ber nú brýna nauðsyn til þcs.s, að
tekin sé upp ný stefna í efnahagsmálum þjóðar-
innar. Unr hana eiga allir frjálslyndir umbóta-
menn að sameinast.
Allar vinnustéttir, hvort sem þær starfa á landi
eða við sjó, í bæ eða sveit ,eiga sameiginlegra
hasrsmuna að gæta. Þær eru mikil! meirihkiti
þjóðarinnar. Ef þær sameinast, er það tryggt. að
þjóðínálunum verður stýrt í þágu þeirra.
Kjarni þeirrar viðreisnarstefnu, sem nú "er
nauðsynleg, hlýtur að vera þessi:
Brjóta verður á bak aftur vald milliliða og
gróðastétta.
Tryggja verður öllu vjnnandi fólki fullan af-
rakstur þess, sem það skapar með vinnu sinni.
Fá verður framleiðslustéttunum örugga að-
stöðu til þess að ganga úr skugga um. að þær fái
sannvirði þess, sem þær afla.
M ALEFN AS AMNIN GUR
Með híiðsjón af þessum staðreyndum hafa Al-
þýðuflokkurinn, og Framsóknarflokkurinn kom-
ið sérsaman um.eftirfarandi málefnasamning, og
ákveðið að efna til algers kosningabandalags í
öllum Kjörátémum' til þess að tryggja meirihluta
á Alþingi fyrir framkvæmd hans.
G R lí N D V ÁLLARATRÍÐI
1. Sámstarfi verði komið á milli ríkisstjómar og
samtaka verkalýðs og launþega, bænda og
annarra framleiðenda um meginatriði kaup-
gjalds- og verðlagsmála. Markmið þessa sam-
starfs skal vera að efla alvinnuvegi lands-
manna, tryggja stöðuga atvinnu og heilbrigt
fjármálakerfi.
2. Taka skal upp eftirlit með öllu verðlagi í
landinu. Stefna skal að því, að ekki þurfi að
beita innflutningshöftum. Haft skal eftirlit
með fjárfestingu til að stuðla að jafnvægi
milli landshluta og jafnvægi í efnahagsmál-
um.
3. Tryggja skal hallalausan ríkisbúskap.
4. Bankakerfið skal endurskoðað, m. a. með það
fyrir augum að koma í veg fyrir pólitíska mis-
notkun bankanna. Seðlabankinn skal settur
undir sérstaka stjórn, og marki hann heildar-
stefnu bankanna, og beini fjármagninu að
framleiðsluatvinnuvegunum og öðrurn þjóð-
nýtum framkvæmdum.
5. Starfræksla þeirra fyrirtækja, er vinna úr
sjávarafla landsmanna, skal endurskipulögð
með löggjöf í því skyni, að sjómönnum og út-
vegsmönnum verði tryggt sannvirði aflans.
Fulltrúar ríkisvaldsins ákveði í samráði við
fulltrúa sjómanna, útvegsmanna og fisk-
vinnslustöðva, lágmarksverð á fiski, sem öll-
um fiskvinnsslustöðvum sé skylt að greiða.
Stefnt sé að því, að fiskvinnslustöðvar séu
reknar í sem nánustum tengslunt við útgerð-
ina og í þjónustu hennar.
6. Ú tílutningsverzlun með sjávarafurðir skal
endurskipulögð með löggjöf í því skyni, að
markaðsskilyrði nýtist sem bezt og sjómönn- 2.
um og útvegsmönnum verði tryggt rétt verð.
I yfirstjórn útflutningsverzlunarinnar eigi
sæti fulltrúar frá ríkisstjórn, sjómönnum, út- 3.
vegsmönnunt og fiskvinnslustöðvum. Þeir að-
ilar einir, sem ríkisstjórnin löggildir, sktilú
annast útflutning sjávarafurða. Stjórnin skal
geta sett það skilvrði fyrir löggildingu, að í
yfirstjórn útflutningsfyrirtækis eigi sæti full-
trúar frá ríkisstjóm, sjómönnum, útvegs-
mönnum og fiskvinnslustöðvum.
7. Þjóðhagsáætlun skal samin árlega.
FRAMFAB4ÁÆTLLN
í. trausti þess, að takast megi að ráða bót á
vandamálum efnahagslífsins eftir framangreind-
um leiðum og mynda þannig grundvöll að far-
sælli umbótastefnu hafa flokkarnir orðið ásáttir
um eftirfarandi framfaraáætlun.
Bætt tækni. og jaínvægi í
byggð landsins
1. Gert verði markvisst átak til J)ess að bæta
skipulagshætti og auka tækni í framleiðslu og
yörudreifingu.
2. Afla skal nýrra framleiðslutækja, einkum til
þeirra staða, þar sem þau nú skortir.
3. Komið verði á fót nýjum lánasjóði, er veiti
lán til að vinna að jafnvægi í byggð landsins.
Aukin rafvæðing
1. Hraða skal framkvæmd áætlunarinnar um
rafvæðingu dreifbýlisins.
2. Hafizt skal handa um framhaldsvirkjun
Sogsins.
Efling landbiinaðar og aukið
lánsfé til framkvæmda
1. Áherzla skal lögð á að efla stofnlánadeildir
Búnaðarbankans og gera Jreim kleift að auka
lán til ræktunar, bygginga og fyrirtækja í
þágu landbúnaðarins.
Koma skal upp við Búnaðarbankann sér-
stakri lánadeild ,er veiti frumbýlingum hag-
stæð lán. Hafin sé veiting bústofnslána.
Framleiðendum sauðfjárafurða verði veittur
kostur á rekstrarlánum út á afurðir sínar eft-
ir hliðstæðum reglum og lánað er út á sjávar-
afurðir.
4. Hraða skal ræktun og öðrum nauðsynlegum
fiamkvæmdum á þéim býlum, sem skennust
eru á veg komin.
5. Bæta skal og útbreiða þær heyverkunarað-
fei'ðir, er gera landbrmaðinn sem óháðastan
ve.ðurfari.
6. Tilraunastarfsemi í þágu landbúnaðar verði
efld og markvisst unnið að því að taka nýja
Jrekkingu og tækni í þjónustu hans.
Áukniiig útgerðar og bættur
aðbímaður sjómanna
1. Staðið verði fast á rétti íslendinga í landhelg-
ismálinu og unnið að stækkun friðunarsvæð-
isins við strendur landsins.
2. Fjölga skal togurum og vélbátum og áherzla
lögð á að efla Fiskveiðasjóð og útvega sem
hagkvæmust stofnlán til skipakaupa, bygging-
ar hráðfrystLhúsa, saltfiskverkunarstöðva,
herzlustöðvá og annarrar fiskvinnslu.
3. Koma skal á fót ríkisútgerð togara til at-
vínnújÖfnunar og útgerð bæjarfélaga og fé-
lagssamtaka efld.
4. fisk\ innsluaðstaða vélbátaflotans verði bætt
og aukin og skilyrði sköpuð sem víðast á Vest-
fjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum til
móttöku á togaraafla.
5. Útvegsmönnum verði veitt aðstaða til þess að
káupa rekstursvörur sínar milliliðalaust.
6. Aðbúnaður sjómanna í verstöðvum verði
bættur.
7. Leitað verði að nýjurn fiskimiðum og unnið
jað því að teknar verði upp nýjar veiði- og
verkunaráðferðir. Möguleikar til úthafssíld-
veiða verði kannaðir til hlítar, bæði nreð
auknum síkiarrannsóknum og veiðitilraun-
um.
8. Efla skal aðstöðu til smíði fiskiskipa innan-
lands.
Efling stóriðju og iðnaðar
1. Hraða skal byggingu sementsverksmiðju.
2. Rannsökuð verði nú þegar skilyrði til ýrniss
konar stóriðju, m. a. saltvinnslu og annarrar
efnavinnslu, og hafizt handa um framkvæmd-
ir, ef þær eru álitnar arðvænlegar.
3. Annar þjóðhagslega hagnýtur iðnaður verði
studdur og efldur svo sem kostur er.
Rættar samgöngu í dreifbýli
Bæta skal samgöngur í landinu, sérstaklega í
þeim héruðum, sem nú eru mest einangruð, m.
á. aukningu vegakerfisins, hafnarbótum og fjölg-
un flugvalla.
Hagstæð verzlun
Áherzla skal á það lögð, að gera verzlunina sem
hágstæðasta neytendum ag framleiðendum. í
þessu skyni skal samvinnuhreyfingunni tryggð
nauðsynlég aðstaða til Jress að geta notið sín.
F ramleiðslusamvimia
Setja skal löggjöf um framleiðslusamvinnufé-
lög, og stuðlað að stofnun þeirra og viðgangi.
Aukin bygging verkamamiabústaða
og samvinnuíbúða
I. Gera skal skipulegt átak í húsnæðismálum
kaupstaða og kauptúna, m. a. með byggingu
verkamannabústaða og bæjar- og samvinnu-
íbúða, og með Jrví að beina því fé sem til
bygginga er ætlað, til íbúðabygginga við al-
menningshæfi. Áherzla skal lögð á að haga
(Framhald á 7. síðu.) .