Dagur - 25.04.1956, Side 9
Miðvikudaginn 25. apríl 1956
D A G U R
9
Heima er bezt
ljórnmá!ayfsrlýsingin
(Framhald af 5. síðu.)
bvggingaframkvaémdum þannig, að eigendur íbúðanna
eigi kost á að vinna sem mest sjálfir að byggingunum.
2. Stuðlað verði að fjöldaframleiðslu byggingahluta.
3. Byggingasamvinnufélögum og byggingarfélögum verði
sjáifum veitt innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir bygg-
ingavörum.
4. Ráðstafanir verði gerðar til þess að hindra of háa húsa-
leigu.
Efiing almannatrygginga og atvinmi-
stofnun ríkisins
1. Almannatryggingar verði efldar og sérstaklega bættur
hiutur þeirra, sem erfiðasta hafa aðstöðu.
2. Koma skal á fót atvinnustofnun rfkisins og henni falið að
annast skráningu vinnuaflsins og vinnumiðlun, m. a. til
unglinga og öryrkja, og ennfremur að gera tillcigur um
ráðstöfun Jress fjár sem lagt er fram til atvinnuaukningar.
3. Ríkisstjórnin leggi ríka álierzlu á að beina vinnuaflinu
að sjávarútvegi, landbúnaði og þjóðhagslega hagnýtum
iðnaði í samráði við launþegasámtökin.
Stuðningur við vísindi og listir
1. Vfsindi og listir verði studd með auknurn fjárframlögum.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins verði
efld.
2. Stofnaður verði sjóður ,er styrki íslenzka vísindamenn til
náms og rannsókna innan lands og utan.
3. Komið verði á fót Listaskóla ríkisins, er veiti fræðslu í
tónlist, myndlist og leiklist.
4. Kappkosta skal að efla sérmenntun á sviði vísinda og í
einstökum starfsgreinum.
Aukið verklégt nám og fræðsla um þjóðfélagsmál
1. Auka skal verklega kennslu í skólum.
2. Efla skal fræðslu um efnahagsmál og þjóðfélagsmál.
3. Stofnaður verði verkalýðsskóli, er annist kennslu í þjcrð-
félagsmálum og vérkalýðsmálum.
Efling félagslteimilasjóðs og orlofs- og
bvíldarheimili
1. Félagsheimilasjóður verði efldur.
2. Unnið skal að því að koma upp tómstundaheimilum fyrir
börn og unglinga, svo og orlofs- og hvíldarheimilum.
UTANRÍ&I-SMÁL
Stefnan í utanríkismálum verði við það miðuð, að tryggja
sjálfstæði og öryggi landsins, að höfð sé vinsamleg sambúð
við allar þjóðir, og að Islendingar eigi samstöðu um öryggis-
mál við nágrannaþjóðir sínar, m. a. með samstarfi í Atlants-
hafsbandalaginu.
Með hliðsjón af breyttum viðhorfum, síðan vamarsamn-
ingurinn frá 1951 var gerður, og með tilliti til yfirlýsinga
um, að eigi skuli vera erlendur her á Islandi á friðartímum,
verði þegar hafin endurskoðun á þeirri skipan, sem þá var
tekin upp með það fyrir augum, að íslendingar annist sjálfir
gæzlu og viðhald varnarmannvirkja, þó ekki hernaðarstörf,
og að varnarliðið hverfi úr landi. Fáist ekki samkomulag um
þessa breytingu, verði málinu fylgt eftir með uppsögn sam-
kvæmt 7. gr. samningsins.
Aprílhefti Heima er bezt, er
komið út og er til þess vandað,
eins og fyrri hefta ársins. — Efni
þessa heftis er: Þar sem lifið og
læknarnir búa eftir Árna óasson, j
Blaðað í dómsmálum eftir Hálcon
Guðmundsson, Ferð til Suðurlands
eftir Tómas Siurtryggvason, Veðr-
ið i febrúar eftir Pál Bergþórsson,
Bernskuminningar eftir Helga
Valíýsson, Forj'stufé eftir Pál
Guðmundsson og margt fleira
læsilegt. Forsíðumyndin er af
Guðmundi Karli Péturssyni yfir-
laskni á AJcureyri og mikill fjöldi
annarra mynda eru í heftinu. —
Ritstjóri er Steindór Steindórsson.
Fræðslurit
Nýlega eru komin út þrjú
fræðslurit frá Búnaðarfélagi Is-
lands. Fjalla þau um: Kartöilu-
hnúðormirm, útbreiðslu hans og
útrýmingu eftir Ingólf Davíðsson
og Geir Gigju. — Nýjungar eftir
Gísla Kristjánsson og Július Daní-
elsson, og Vandi er dúk að velja
eftir Elsu E. Guðjónsson.
Eru rit þessi öll myndum prýdd
og hafa margan fróðleik að geyma.
Heyrt og séð erlendis
Bókaforlag Odds Björnssonar á
Akureyri gaf út.
Höfundurinn er Guðmundur
Jónsson. I þessari bók eru frásögu-
þættir frá Danmörku. Létt er yfir
þeim öllum, því að höfundurinn er
málglaður og hefur gaman af að
segja frá og tekst það víða vel,
Frágangur þessafar bókar er all-
ur hinn smekklegasti.
Skinfaxi
Skinufaxi, blað unmenanfélag-
anna, er fyrir nokkru komið út.
Flytur ritið meðal annars merka
ræðu Þórarins Björnssonar skóla-
meistara á Akureyri, er hann flutti
á 9. landsmóti ungmenanfélaganna
á Akureyri í vor sem leið. Nefnist
hún: „ísland heimtar stórt geð.“
Þá eru margar frásagnir af þessu
móti, meðal annars afrekaskrá. Þá
er greinin um söngvarann Paul
Robeson og margt fleira.
Freyr
Marzbiað búnaðarblaðsins Freys
er nýlega komið til kaupenda. Þar
skrifar Olafur Jónsson um ræktun
belgjurta á Islandi, Arnór Sigur-
jónsson um Heiðina og mosann
þáttur úr útvarpserindi), Pálmi
Einarsson skrifar greinina Tilraun-
ir eiga að vísa leio til réttrar
áburðarnotkunár, og gera það, Páll
A. Pálsson skrifar um Landbúnað
og nohkun fúalyfja, Olafur Stef-
ánsson um Meðalársnyt nythæstu
kúa nautgriparæktarfélaganna,
Ragnar Ásgeirsson skrifar um
Kynnisferðir bænda og margt
fleira er í riti þessu auk margra
Vélvæðing á skrifstofustörfum
er nú tekin að ryðja sér til rúms
hér á landi. Fyrst komu samlagn-
inga -og reiknivélar, sem núna eru
í öllum skrifstofum. Næst á eftir
kom notkun bókhaldsvéla, sem
nota laus blöð í staðinn fyrir bæk-
ur og gera það kleift að færa aðal-
bók og dagbók, eða viðskipta-
mannareikninga, viðskiptamanna-
bók og dagbók með samritun. —
Mörg fyrirtæki í landinu hafa tek-
ið upp fullkomnar, sjálfvirkar bók-
haldsvélar. Fyrst í stað riðu stór
fyrirtæki á vaðið, eh nú er hafinn
innflutningur á vélum frá þýzkum
fyrirtækjum, Tayloriv og Zeiss
Ikon, sem henta meðalstórum iðn-
aðar- og verzlunarfyrirtækjum,
jafnt sem stórum. Meðal fyrir-
tækja, sem hafa tekið upp bókhald
með sjálfvirkum, þýzkum vélum,
er Kf. Árnesinga á Selfossi, og
verzl. O. Jóhannessonar og togara-
fyrirtæki á Patreksfirði.
Fyrir páskana kom í heimsókn
hingað til lands, Herbert Kupfer,
einn af skipulagssérfræðingum
Taylorix og Zeiss Ikon fyrirtækj-
mynda. Ritstjóri er Gisli Krist-
jánsson.
Dýraverndariiin
Þetta snotra og þarfa blað flyt-
ur margar skemmtilegar greinar
og frásagnir úr ýmsum áttum. I
hann skrifa meðal annars Finnur
Guðmundsson, Þorsteinn Einars-
son og íleiri kunnir höfundar. Rit-
stjóri er Guðmundur Gíslason
Hagalín.
Aprílhefti Ægis flytur greinar
um Utgerð og aflabrögo eftir rit-
stjórann, Togaraútgerð og togara-
smíði eftir M. E., Grein um fisk-
aflann, Um hraðfrystihús á Islandi
eftir O. B. o. fl. Ritstjóri er Davíð
Olafsson.
anna og leiðbeindi við nýjar að-
ferðir í lausablaðabókhaldi og
notkun alls konar bókhaldsvéla.
Skýrði hann svo frá, að yfir
100.000 fyrirtæki víðs vegar um
heim notuðu nú Taylorix bók-
halds- eða skrifstofutæki, enda
hefði fyrirtækið um 30 ára skeið
unnið að því að finna upp og út-
breiða fullkomnari tæki til skrif-
stofuhalds.
Taylorix og Zeiss Ikon bók-
haldskerfið byggist fyrst og fremst
á því, að fært er á laus blöð, en
ekki í bækur og margar færslur
eru færðar samtímis. Er hægt að
fylgja kerfinu, hvort sem er í
handskrifuðu bókhaldi eða véla-
bókhaldi og fást vélar af ýmsum
gerðum, allt frá einföldustu vélum
fyrir minni fyrirtækin til hinna
flóknustu og fullkomnustu. Zeiss
Ikon vél t. d., er alveg sjálfvirk en
samt ódýr. Hagnaður sá, sem er af
notkun hinna nýju bókhaldstækja,
er bæði vinnusparnaður, aukið
öryggi og fullkomnari not af bók-
haldinu, þar sem auðveldara reyn-
ist að fá hvenær sem er nauðsyn-
legar upplýsingar um viðkomandi
rekstur.
Skipulagning fyrirtækja, fjár-
hagsáætlun, sérstaklega í iðnaði,
sem verður brátt nauðsynleg á Is-
landi, er ekki fyrir hendi án full-
kominna upplýsinga um rekstur-
inn.
Með því að taka upp það bók-
haldskerfi, þau tæki eða þá vél,
sem er sérstaklega hæf fyrir
ákveðið fyrirtæki, er hægt að fá
allar tölulegar. upplýsingar á rétt-
um tíma. í viðbót dregur vélabók-
haldið úr reksturskostnaði við
skrifstofur þeirra á margan hátt.
Hefur reynsla þeirra fyrirtækja,
sem hafa tekið upp lausablaðabók-
hald, sérstaklega með reiknandi
vélum, verið mjög góð, enda fer
þeim stöðugt fjölgandi, sem afla
sér slíkra véla.
Samband íslenzkra samvinnu-
félaga annast sölu á Laylorix og
Zeiss Ikon bókhaldsvélum hér á
landi og veitir leiðbeiningar um
bókhaldsskipulagningu.
- BAGT EIGA ÞEIR NU!
(Framhald af 5. síðu).
Afneitar kjökrandi.
Hinn 14. marz sl. er Kristinn E.
Andrésson orðinn svo beygður, að
hann segir með kjökurhljóði í
Þjóðviljanum:
„Eg get vissulega tekið
undir með þeim mönnum,
sem telja það ámælisvert að
vera að sækja línuna til
Moskvu, eins og þeir kom-
ast að orði, eða láta sér
detta í hug að apa eftir
Rússum. í sjálfu sér kemur
okkur Rússland ekkert
framar við en önnur lönd.“
Vilja leyna fortíðinni.
Það er vissulega engin furða
þótt íslenzkir kommúnistar vilji
gleyma fortíð sinni og fari í felur,
eins og sá sem ekki vill láta
þekkja sig. Þeir hafa skipt um
nafn og kalla sig nú Alþýðubanda-
lagið. Þeir hafa líka kastað yfir sig
sauðargæru. Gæran er Hannibal.
Hætt er þó við að sú lélega flík
hylji ekki nektina nema að mjög
litlu leyti.
FRAMFÖR?
Er umferðalnaðann eg horfi á
í huga mér kemur æ,
hve örstuttur tími er nú frá
þeim árum, er bara var að sjá
einn gangfæran bíl hér í bæ.
En véltæknin hefur venjum breytt,
menn verða að flýta sér.
Því aka flestir, og aka greitt,
það urgar í gírum, horn er þeytt,
— gangleri, gáðu að þér.
Með tímanum ýmislegt öfugt fer,
og ef til vill skipast svo kann
þá fartæknin nógu fullkomin er,
að finna ei megi í bænum hér
meira en einn — gangíæran mann.
DVERGUR.