Dagur - 30.05.1956, Side 2
9
D A G U R
Miðvikudaginn 30. maí 1956
Þórarinsi Kr. Eldjárn sjötugur
Þórarinn Kr. Eldjárn, hrepp-
stjóri á Tjörn, varð sjötugur síð-
astliðinn laugardag.
Mig langar til að mega leggja
lítið lauf í þann kranz, sem vinir
og vandamenn hafa fléttað honum
og blómskrýtt í tilefni þessa við-
burðar, bæði í ræðum og riti.
Við Þórarinn Kristjánsson vor-
um saman i Gagnfræðaskólanum
á Akureyri veturinn 1904—1905.
Þau voru okkar fyrstu kynni. Allt-
af síðan höfum við gengið á götu
hvor annars við og við, og oft orð-
ið samferða. Mér hefur því veitzt
tækifæri til að kynnast honum all-
náið, skapgerð hans og viðbrögð-
um til manna og málefna.
Þórarinn Kr. Eldjárn er ekki
stórbrotinn maður í opinberu lífi,
eins og merking þess hugtaks hef-
ur manna á meðal. Hann er ekki
harðvítugur baráttumaður fvrir
skoðunum sínum og sannfæringu.
Hann er ógjarn til að löðrungá
andstæðinga sína með hárbeittum
gagnrökum í vörn og sókn, með
það fyrir augum að afklæða þá
flikum hleypidóma og fáfræði, og
leitast við að láta þá standa sem
allra fáklæddasta írammi fyrir
áhorfendum. Þessi freisting hins
harðvítuga baráttumanns er ekki
til í fari Þórarins. Ekki fyrir það
að hann eigi ekki nægilega fasta
og ákveðna skoðun á hverju máli,
sem við er fengizt, og heita sann-
færingu fyrir því. Þar kemur til
greina sá þátturinn í eðli hans,
sem sterkastur er og augljósastur
hverjum manni, sem kynnist hon-
um náið, en það er prúðmennskan,
sáttfýsin, fyrirgefningarhneigðin
og umfram allt ylhýr og umfaðm-
andi bróðurkærleikur. Þráin til að
geta strokið mildri hendi yfir mis-
fellur og misklíð í mannlegu lífi er
máttugur og áberandi þáttur í eðli
hans. Hann aðhyllist aldrei aðrar
stefnur og skoðanir en þær, sem
hann trúir á að séu góðar og sann-
ar og mannbætandi. Og fyrir þeim
fær hann heita sannfæringu, sem
hann elur sér við hjarta. Hann
kennir því meira til og nokkuð
öðru vísi en margir aðrir, þegar
honum finnst að gengið sé á sann-
færingu hans óhreinum fótum. En
þessa andstæðinga skoðana hans,
ekki sízt þá, sem hæst láta, reynir
hann, á vissan hátt, að skoða sem
börn, — að vísu nokkuð van-
þroska börn. En Þórarinn er svo
mikill uppalandi og hefur svo
glöggan skilning á eðli barna og
svo mikla ást á þeim og meðlíðan,
að hann kýs heldur að taka þau í
faðm sinn en hirta þau, því að
hann veit að hvers konar húðstrýk-
ing gerir aðeins illt verra. Þess
vegna er það hans háttur að taka
mildri föðurhendi, sáttfúsri og
fyrirgefandi á misklíð manna og
málefna. Hann trúir því að sú að-
ferð leiði frekar til mannbóta og
möguleika til að gera mannlífið
fegurra, betra og umfram allt
bjartara, heldur en hefnd og harð-
neskja. Hann trúir því að ef þess-
ari aðferð væri beitt sem víðast og
af sem flestum í misklíð daglegs
lífs, ekki sízt x styrjarhyr stjórn-
mála, þá stæði mannkynið allt
miklum mun nær því að ná þeim
þroska og þeirri fullkomnun, sem
því er ætlað að ná, samkvæmt
uppruna þess og hins guðlega
neista, sem hverjum manni er í
brjóst borinn. Að vísu er þessi
hugsjón harla framandi allt of
mcrgum þjóðarleiðtogum enn sem
komið er. Og þó að þeir máske
viðurkenni hana í orði, þá eru
gengnar allt aðrar götur, á borði.
Mér virðist að Þórarinn Eldjárn
hafi einlægan vilja að breyta sam-
kvæmt sínum hugsjónum í við-
skiptum við menn og málefni, og
það er hans aðalsmerki.
Þessi fáu orð er engin saga æfi
ára og athafna Þórarins, og ekki
heldur nein tæmandi mannlýsing.
En svona hafa eiginleikar hans
komið mér fyrir sjónir. Hér er að-
eins framrétt vinarhönd með hlýju
þakklæti fyrir hálfrar aldar snurðu
lausa kynningu og einlæg ósk um
ánægjuleg, ólifuð æfiái-, þér til
handa, vinur, konu þinni og öðrunv
ástvinum þínum.
Hólmgeir Þorsteinsson.
Buick-útvarpstæki
TIL SÖLU.
Afgr. vísar á.
ATVINNA!
Óska a<5 ráða kaupakonu
nú |)cgar eða í júlíbyrjun.
Mætti vera fullorðin kona,
sem aðallega ynni við heim-
ilisstörf. Rafmagn á staðn-
um.
BALDUR JÓNSSON,
Grýtubakka.
Sími um Grenivík.
DANSLEIKUR
til ágóða fyrir björgunarskútu
Norðurlands verður haldinn
ið Hráfnagili laugardaginn 2.
júní n. k. — Hefst kl. 10 e. h
Góð músík! Veitingar.
NEFNDIN.
Til sölu
Barnarúm og barnakerra.
Uppl. í sima 1168.
Til sölu
Farmall cub dráttarvél með
vökvalyftu, ásamt sláttuvél
SÍMI 1641.
Tilræði Sjálfstæðis-
flokksins mistókst
(Framhald af 1. síðu).
bandalagið" sé skelfingu lostið við
fylgishrun um land allt, greip til
örþrifaráða, sem tæplega getur
betur á annan hátt sýnt tryllings-
legan ótta við kosningabandalag
Framsóknarflokksins og Alþýðu-
flokksins. í þessu sambandi má
minna á orð Olafs Thors forsætis-
ráðherra á fundi á Akureyri fyrir
skömmu, þar sem hann talaði um,
að það væri afar hæpið að banda-
lagið væri löglegt og að minnsta
kosti væri það „óprúttið". Þegar
rau orð voru töluð, var tilræðið
ægar vel undirbúið, en bomban
mátti þó ekki springa fyrr en
framboðsfresturinn væri útrunn-
ti.
Dómurinn er nú fallinn. Land-
kjörstjörin vísaði kæru Sjálfstæð-
ismanna frá, og framboð og land-
listar Framsóknarflokksins og Al-
jýðuflokksins dæmt löglegt í öll-
um atriðum. Úrskurðurjnn kom
eins og þruma úr heiðskiru lofti
yfir Sjálfstæðismenn. Þetta átti
allt að vera fyrirfram tryggt. En
einnig meðal Sjálfstæðisflokksins
eru til menn, sem ekki leggja emb-
ættisheiður sinn að veði í sliku
óþverramáli.
Dómur landkjörstjórnar er fall-
inn, en dómur þjóðarinnar er ekki
fallinn, og hann mun ekki verða
vægari. Kjósendur munu minnast
þess 24. júní, hvert óhæfuverk
Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að
vinna.
Kæra-’Sjálfstæðisflokksins niun
loða við hann eins og blettaað
mannorð og kommúnistar og Þjóð-
varnarmenn munu ekki siður sjá
eftir frumhlaupi sínu og fylgispekt
við óheiðarlegan málstað.
Sextugur:
Sigfússon á Eyrarlandi
Það er ótrúlegt en satt, að Sig-
urgeir bóndi á Eyrarlandi varð
sextugur 26. þessa mánaðar og
gekk mikið á. Hitinn fór upp í 25
gráður og ár og lækir ógnuðu
veizlugestum og flugvélakostur-
inn, bæði mikill og góður, hélt:
kyrru fyrir. Allt var nú þetta samt
afmælisbarninu í hag, því að ekki
hefðu fleiri komizt fyrir á heimili
þeirra Eyrarlandshjóna en þangað
komust með góðu móti, og þar er
ekki siður að láta menn standa
utandyra.
Bifreiðaskattar í Dan-
mörku hæstir í heimi
Alþjóðasamband ökumanna, sem
aðsetur hefur í Genf, hefur gefið
út skýrslu um ýmislegt viðvíkjandi
bifreiðum. Er hér að líta upplýs-
ingar m. a. um fé það, sem ríkis-
valdið sópar til sín frá hverjum
bifreiðareiganda í líki tolla og
skatta. Kemur þá í ljós, að danska
ríkisvaldið er frekast til fjárins,
skv. upplýsingum frá dönsku
blaði, en því miður getur blaðið
ekki þess, hvar Island er þarna í
röðinni — ef það er þá talið með
á skýrslu þessari. En bifreiðaeig-
endur íslenzkir geta borið tölur
þær, sem hér fara á eftir, saman
við sín fjárútlát, og er þá ekki
vonlaust, að við komumst í úrslita-
keppni, þó að við stórar þjóðir sé
að eiga.
Við kaup á nýjum smábíl verð-
ur Daninn að greiða rikinu 6293
kr., en við kaup á stórum bíl
19665 kr.
Samsvarandi tölur í Finnlandi
eru 3508 kr. og 19077 kr., í Nor-
eegi 3162 kr. og 8604 kr., x Eng-
landi 3145 kr. og 8910 kr., í Sví-
þjóð 733 kr. og 2031 kr., í Banda-
rikjunum 733 kr. og 1805 kr. og í
Þýzkalandi 261 kr. og 2407 kr.
Sigurgeir Sigfússon er Þingey-
ingur að ætt, en réðist í kaupa-
vinnu til Einars heitins Árnasonar
alþingismanns á Eyrarlandi 1918
í forföllum annars kaupamanns,
sem búið var að ráða. Og dvölin á
Eyrarlandi varð Lengri en ákveðin
var í fyrstú. Sigurgeir kvæntist
Sigríði dóttur Einars, og nú hafa
þau hjóriin búið þar síðan 1922.
Eiga þau 4 börn, og eru tveir syn-
ir enn í föðurgarði.
Þingeyingurinn var harðdugleg-
ur og hófst þegar handa um mikl-
ar jarðabætur og réðist starfsglað-
ur á óræktina, grjótið og gróður-
leysið, og eru þó ræktunarskilyrði
Rengi og spik á borðum
Á dönskum berklahælum dvelur
allmargt grænlenzkra sjúklinga, og
hafa þeir auðvitað orðið að nær-
ast á hinu venjulega sjúkrahús-
fæði, en því eru þeir óvanir.
Um daginn voru grænlenzku
sjúklingunum á einu hælinu færð-
ar góðar gjafir, selur og tveir höfr-
ungar. Var strax tekinn í notkun
stærsti pottur sjúkrahússins og tek
ið að matreiða. Danska blaðið,
sem greinir frá þessu, segir, að
gleðin og tilhlökkunin hafi verið
geysimikil.
á Eyrarlandi erfiðari en á nokkurri
jörð annarri í hreppnum. Hálf-
lenda jarðarinnar, sem Sigurgeir
býr á, ber nú gott bú og nytsamt,
en þar liggur meira starf að baki
en í fljótu bragði sýnist.
Vélar og ný verkfæri voru
snemma tekinn í þjónustu búsins,
svo að nú eru bústörfin leikur einn
hjá því sem áður var.
Sigurgeir á Eyrarlandi er manna
glaðastur í vinahópi og höfðingi
heim að sækja. Hann er skjótur í
svörum og fljótur til starfs, ákveð-
inn í skoðunum, vinfastur og trygg
lyndur. Búmaður er hann af lífi og
sál og hefur átt margar yndis-
stundir eftir unna sigra í ræktun
landsins.
Eyfirðingar mega gleðjast af
því að kaupamaðurinn, sem réði
sig að Eyrarlandi fyrir 38 árum,
brást, og leiðir Sigurgeirs lágu í
héraðið. Hann hefur hlotið traust
og vinsældir í ríkum mæli og set-
ið jörð sína með sóma ásamt hinni
gáfuðu og mikilhæfu konu sinni,
Sigríði Einarsdóttur.
Dagur sendir afmælisbarninu og
heimili hans beztu árnaðaróskir og
vonar að því megi lengi haldast
þrek og starfsgleði, svo sem verið
hefur til þessa.
Frá skrifstófu Fram-:
sóknarflokksins
Framsóknarfólk úr bæ
og sýslu er hvatt til að hafa
náið samband við skrif-
stofu flokksins og gefa
henni upplýsingar um
suðningsmenn og fjarver-
andi kjósendur. Fylgist
með að nöfn ykkar standi á
kjörskrá, en hún liggur nú
frammi á skrfstofu flokks-
ins. — Skrifstofan er í Hó-
tel Goðafossi, sími 1443.
Lítið votitð og vel með farin
SKELLINAÐRA
TIL SÖLU.
Afgr. vísar á.
Með smábíl er hér átt við bil,
sem vegur um 600 kg., en með
stórum bíl er átt við þann, sem
vegur um 1500 kg. Krónurnar eru
danskar.
Nú geta þeir, sem keypt hafa
sér bila á þessu ári, farið að
reikna, og færi svo, að við Islend-
ingar reyndumst vel samkeppnis-
færir, væri blaðinu ljúft að birta
tölur þar um.
Gæsadúnn
Hálfdúnn
Dúnhelt léreft
Fiðurhelt léreft
Gluggatjaldaefni
með pífu.
ÁSBYRGI H.F.
Sími 1555.
20 feta trillubátur
til sölu með tækifærisverði.
Uppl. í sivta 1365, eftir
kl. 11, daglega.