Dagur - 30.05.1956, Side 7
Miðvikudaginn 30. maí 1956
D A G U R
rjpr„-,TW-. ,
7
FÓLKSBIFREIÐ
4 manna, smíðaár 1946, til
sölu, enn fremur rakstrar-
vél. Hvort tveggja til sýnis
hjá Jónasi Hallgrímssyni í
Bílaverkstæði Dalvíkur. —
Tilboð sendist undirrituð-
um fyrir 10. n. m.
Sýshnnaður Eyjafjarðarsýslu.
JÖRÐ TIL SÖLU
Sauðanes ,í Dalvíkurhreppi
er til sölu. Upplýsingar hjá
undirrituðum.
Sýshmiaður Eyjafjarðarsýslu.
4TVINNA ÓSKAST!
15 ára drengur, vanur í
sveit, óskar eftir vinnu á
góðu sveitaheimili.
Afgr. vísar á.
Páfagaukar
2 litlir páfagaukar, ásamt
búri, til sölu.
Afgr. vísar á.
Agúrkur
Lækkað verð!
KJÖTBÚÐ K.E.A.
og útihúin.
' NÝ
meddisterpylsa
í dag.
KJÖTBÚÐ K.E.A.
Daglega nýtt.
Saltkjötshakk
KJÖTBÚÐ K.E.A.
Nýkomið:
FINNSKAR
karlmannaskóhlífar
FINNSK
kvengúmmístígvél
lág.
FINNSK
barnagúmmístígvél
lág.
TÉKKNESKIR
kvenstrigaskór
nýtt úrval.
Hvannbergsbræður
Lóðalireinsun
Eigendur og umráðamenn lóða og landa í Akureyrar-
kaupstað eru hér með áminntir um, að hafa lokið hreins-
un á lóðum sínurn og lendum fyrir 10. júní n. k. Láti
menn þetta undir höfuð leggjast mun heilbrigðismála-
nefnd láta framkvænta hreinsunina á kostnað eigenda.
Heilbrigðisnefnd Akureyrarkaupstaðar.
Rafgirðingar
Rafgirðingarafhlöður
fyrirliggjandi.
Véla- og búsáhaldadeild.
Náttkjólar, verð frá kr. 58.00
Mittispils, verð frá kr. 26-50
Nylonundirkjólar, verð frá kr. 71.00
Buxur, verð frá kr. 15.50
Brjóstahöld, verð frá kr. 55-00
Nylonsokkar, verð frá kr. 26.50
Sportsokkar, verð frá kr. 8.50
Telpupeysur, m. stutttim ermum kr- 22.00
Sumarkjólar, litlar stærðir frá kr. 171.50
Ennfremur ullargarn í fleiri litum
kr. 10.00 hnotan.
ANNA & FREYJA.
KAPPREIÐAR
Hinar áður auglýstu kapp-
reiðar og góðhestasýning
Hestamannafélagsins Léttis,
sent féllu niður sl. sunnudag
vegna flóða í Eyjafjarðará,
verða haldnar n. k. laugardag
2. júní kl. 15,30 e. h.
Hestamannafélagið Léttir.
Kvenreiðhjól, til sölu
Uppl. í Munkaþverárstr.
4, sími 1321.
SIBERIU-LERKI
til sölu 5 og 6 ára plöntur.
Uppl. í síma 1408 og
eftir kl. 7 í 2325.
Kvísrur til sölu
2 sumarbærar.
Afgr. vísar á.
Ný kvenkápa
TIL SÖLU. Stórt númer.
SÍMI 2051.
Herbergi til leigu
fyrir einhleypa konu á góð-
um stað í bænum.
Uppl. í síma 1408 og
2325.
9-10 ára telpa
óskast í sveit til að gæta 2ja
ára barns.
Uppl. í síma 2162.
Kaupakonu
eða ungling vantar mig nú
þegar.
Baldur Kristjánsson,
Ytri-Tjörnum.
Herbergi til leigu
í miðbænum.
SÍMI 1423.
V erzlunarhúsnæði
til leigu í miðbænum.
Uppl. í sima 1615, eftir
kl. 8 á kvöldin.
Munið bitieiðaskoðunina. Mið-
vikudag 30. maí A—901—950. —
Fimmtud. 31. maí A—951—1000.
— Föstudag 1. júní A—1001—
1050.
Ekkjan á Einarsstöðum. S. G.
50.00. — Þ. 100.00. — Austfirð-
ingafélagið á Akureyri 500.00.
Söngmót kirkjukórasambandsins
í Suður-Þingeyjarsýslu verður að
Skjólbrekku sunnudaginn 10. júní
næstk. Sjö kirkjukórar syngja og
200 manna blandaður kór. — Sjá
auglýsingu í blaðinu í dag.
Gagnfræðadeild Laugaskóla held-
ur skemmtisamkomu á laugardag-
inn, en fer að því búnu í skemmti-
ferð til Suðurlands á sunnudaginn.
Hjálpræðisherinn. Föstudag kl.
20.30: Söngur og hljóðfærasláttur.
Kapteinn Tellefsen og frú stjórna
og tala. Einsöngur, tvísöngur og
einleikur á kornett o. fl. —
Sunnudagur kl. 16.00: Útisam-
koma og kl. 20.30: Almenn sam-
koma. Verið hjartanlega velkomin.
Karlakór Akureyrar syngur í
Sólgarði laugardagskvöldið 2. júní
kl. 9.30 — Dans á*eftir.
Hjónaefni. Nýlega opinberuðu
trúlofun sína ungfrú Hugrún
Steinþórsdóttir og Helgi Armann
Alfreðsson, Akureyri.
fbúð óskast
Óska að fá leigða 2ja her-
bergja íbúð. — Fyrirfram-
greiðsla eftir samkomulagi.
Afgr. vísar á.
Jón er að verða
fróðleiksfús
„Verkamaðurinn“, blað kommún-
ista á Akureyri, flytur enn mynd-
skreytta grein eftir Jón Ingimars-
son. Dagur hafði verið honum ör-
lítið hjálplegur um upplýsingar í
nokkrum atriðum stjórnmálanna
og gefið honum holl ráð.
Er gott til þess að vita að nú er
Jón orðinn fróðleiksfúsari en áður
og ber fram langan spurningalista
um mál og málaflokka, sem Al-
þingi hefur samþykkt, og ennfrem-
ur hvort Framsóknarflokkurinn
hafi verið með eða móti. Þar sem
augljóst er að Jón vill vita allan
sannleika í þessum málum, er tæp-
lega hægt að gefa honum meira
heilræði en að benda honum á Al-
þingistíðindin frá þessum tíma. —
Ennfremur er fróðlegt að lesa öll
stjórnmálablöð landsins, til þess
að kynnast enn ýtarlegar rökræð-
um um málin. Munu þau öll vera
til á Amtsbókasafninu og er safn-
vörður manna fúsastur að leið-
beina fólki, ekki síður í þessu efni
en öðrum er safnið varðar.
Og til þess nú að verða Jóni að
enn meira liði á hinum hála og
hættusama leikvangi stjórnmál-
anna, er honum í allri vinsemd
bent á, að ef hann hefði verið
„glúrinn karl“, mundi hann ekki
hafa spurt hvaða stjórnmálaflokk-
ar eða Alþingismenn samþykktu
þetta eða hitt, heldur hvers vegna
þeir gerðu það. Þá var skapaður
tilvalinn umræðugrundvöllur.
Messað í Akureyrarkirkju n.k.
sunnudag kl. 1.30 e. h. Sjómanna-
dagurinn. Sálmar: Nr. 68, 364,
124, 660 og 58. Athugið breyttan
messutíma. — K. R.
Hjónaefni. Á hvítasunnudag op-
inberuðu trúlofun sína ungfrú As-
dís Ásgeirsdóttir, Hofsstöðum,
Mývatnssveit, og Friðrik Jón Le-
ósson, Höfn, Svalbarðsströnd.
Dánadæéur. Sl. laugardag and-
aðist í Fjórðungssjúkrahúsinu
Ingibjörg Tryggvadóttir frá Krist-
nesi, 84 ára að aldri, gáfuð kona,
víðlesin og vel að sér. <
Tónlistarskóía Akureyrar verð
Tónlistarskóla Akureyrar verð-
ur slitið kl. 6 næstk. fimmtudag í
Lóni.
Frá Golfklúbbnum. Keppni um
Gunnarsbikarinn hefst laugardag-
inn 2. júní kl. 2 e. h. .
- Kæra Sjálfstæðisfl.
(Framhald af 5. síðu).
víxl, og þótti þá ekki tiltökumál.
í Eyjafjarðarsýslu, sem er tvímenn-
ingskjördæmi, var þessi samvinna
með þeim liætti, að þessir flokkar
buðu fram hvor sinn mann, með
það fyrir augum, að þeir yrðu
kosnir saman.
Krafa Sjálfstæðisflokksins um að
Alþýðuflokkurinn og Framsóknar-
flokkurinn hafi sameiginlegan land-
lista, eða að þeim verði sameigin-
lega úthlutað uppbótarþingsætum,
er löglaus með öllu. — Úrskurður
landkjörstjórnar, sem væntanlegur
er á morgun (þriðjud. 29. maí) um
þetta atriði, mun vafalaust staðfesta
það.
28. maí 1956.
- Boðskapur Ólafs
Thors
(Framhald af 5. síðu).
málaflutningur forsætisráðherrans.
Annars mun Dagur í tilefni af hin-
um ósæmilegu árásum á dr. Krist-
in Guðmundsson, birta litla grein-
argerð hans sjálfs. Geta menn svo
dregið sínar ályktanir af umsögn
forsætisráðherra og greinargerð
utanríkisráðherrans.
Engínn þarf á Ólafi að halda.
Olafur Thors talaði um það með
auðheyrðri eftirsjá, að hafa ekki
safnað þúsundum bréfa frá fyrri
árum, þar sem Kveldúlfur eða
hann sjálfur, var beðinn um smá-
lán, t. d. fimmtíu króna Ián eða
annan smágreiða. Nú væri þetta
úr sögunni og enginn þyrfti að
biðja um svona lítilræði eða á sér
að halda!
Eftir „hina skemmtilegu" ræðu
forsætisráðherra geta menn hug-
leitt þær leiðir, sem hann benti á
út úr efnahagslegu öngþveiti yfir-
standandi tíma.
Ef einhverjum gengur illa að finna
þær, og svo mun flestum fara, skal
á það bent að bænir hans um lið-
veizlu í næstu kosningum, eru
byggðar á þeim framförum, sem
gerðar hafa verið að undanförnu,
og eingöngu undir stjórn ráðherra
Framsóknarflokksins. Um þetta
vitnaði ræða Olafs Thors fyrst og
fremst. Það var boðskapur for-
manns Sjálfstæðisflokksins. \
j