Dagur - 30.05.1956, Side 4

Dagur - 30.05.1956, Side 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 30. maí 1956 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAYÍÐSSON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Þorkell Björnsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. Árgangurinn kostar kr. 75.00. Blaðið kemur út á miðvikudögum. Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Vantar eina milljón á dag ÞEGAR ÍHALD og kommúnistar káluðu 1200 milljónum króna í þarfa og óþarfa hluti á „nýsköp unarárunum" af blóðpeningum síðustu heimsstyrj aldar, er hingað rak á fjörur, komust Islendingar í fyrsta skipti í sögunni í kynni við framfaramögu- leika, er engar hliðstæður áttu í sögu þjóðarinnar. í peningaflóðinu og peningavimunni varð ger breyting á högum landsmanna. Framleiðsla til lands og sjávar gaf svimandi upphæðir á erlendum mark- aði og kjör manna yfirleitt urðu betri en dæmi voru til. En þegar efnahagslif viðskiptaþjóðanna og okk ar sjálfra komst í eðlilegan farveg og framleiðsla okkar sjálfra varð að lúta samkeppni og eðlilegu verðlagi í viðskiptalöndunum, fór gamanið að grána. Eftirstríðsárin urðu okkur þó ekki tilfinnan- leg, því að við hrepptum hvern vinninginn af öðr- um í happdrætti viðskiptanna, þar á meðal gjafa- peninga þá, sem kenndir eru við Marshall. Fæstir munu þó hafa fundið óbragð að gjafakorninu, enda fylgdu því engar kvaðir. En mörg síðustu árin hefur þó sigið á ógæfuhlið í efnahagsmálum okkar. — Ástandið er þannig nú, að eina milljón króna vantar á dag til að jafnvægi náist í inn -og útflutningi landsins. Frá þess ari upphæð dragast svo gjaldeyristekjur af Keflavíkurflugvelli, en mismunurinn sem er ískyggilega mikill, safnast sem hraðvaxandi gjaldeyrisskuldir. Þannig var gjaldeyrisstaðan eftir fyrstu þrjá mánuði þessa árs orðin óhagstæð uml40 milljónir krónja. Þrátt fyrir aðvaranir bankastjórna og ábyrgra stjórnmála manna, var þarfur og óþarfur innflutn ingur leyfður hömlulaust, þar til nú að gjaldeyrisskorturinn er farinn að segja alvarlega til sín. Þetta er það, sem kallað liefur verið fölsk velmegun og getur ekki varað lengi. Tekjur og gjöld verða að standast á. Framsóknarmenn hafa ætíð barizt fyrir ábyrgu fjármála- og viðskiptalífi.Fjármál ríkisins hafaheyrt undir ráðuneyti Eysteins Jónssonar og eru þau til fyrirmyndar. Viðskiptamálin undir Ingólf Jónsson frá Hellu. Þau eru með þeim endemum orðin, að fyrirsjáanleg er alger stöðvun allra atvinnuvega landsins, ef róttækri stefnubreytingu verður ekki komið á. Samanber ráðstafanirnar í vetur, sem þó voru aðeins til bráðabirgða. Vegna algers öngþveit- is á öllum sviðum efnahagsmálanna, freista tveir stjórnmálaflokkar landsins þess í sameiningu, að grípa í taumana, áður en meira sígur á ógæfuhlið en orðið er. Þeir hafa gefið út og birt málefnasamn- ing og stefnuskrá og gefa þjóðinni kost á að velja eða hafna 24. júní næstkomandi. Gróðafíknin á sér ekkert föðurland. Málefnafátækt forsætisráðherrans á Akureyrar- fundinum á fimmtudaginn var, var jafnáberandi og hræðsla hans við að minnast á mestu vandamál þjóðarinnar, efnahagsmálin. Hann afgreiddi þau nánast með einni setningu: „Ofurlitlir erfiðleikar bráðina." Hann var heldur ekkert að hafa fyrir því að glíma við þá gátu, hversu með skyldi fara. Svo virtist að baráttumál íhaldsins væri aðeins eitt: hersetan. Það er í sannleika sagt uggvænlegt, að stærsti þing- flokkur landsins, sem þó kennir sig við helgasta mál þjóðarinnar, sjálfstæðismál- ið, skuli opinberlega og blygðunarlaust lýsa því yfir að það sé ekki Islendinga sjálfra að ákveða um dvöl erlends varnarliðs hér á landi, heldur erlendra liers- höfðingja, og að það séu brot á milliríkjasamningum að spyrja þá ekki fyrst ráða, og þá væntanlega til þess að liafa þau að einhverju. Flokkurinn, sem hefur skreytt sig fallegu nafni og gumað af því í tíma og ótíma að hafa jafnan stað- ið fremstur í sjálfstæðisbaráttu landsins, bæði fyrr og síðar, ver daglega stórum hluta af aðalblaði sínu til að reka áróður fyrir þeirri nýju stefnu, að íslendingar geti ekki hjálparlaust lifað í landi sínu og að hér muni skapazt eymd og volæði, þegar herinn verði látinn fara. Skyldi nokkra af þeim forfeðr- um ókkar, sem bezt unnu í frelsis- baráttu landsins, hafa grunað, að árið 1956 myndi stærsti þingflokk- ur landsins hafa að aðalkosninga- máli að Island gengi efnahagslega erlendu ríki á vald? Það er ömur- legt hlutskipti Sjálfstæðisflokksins að berjast fyrir því að fólkið missi trúna á landið og þó enn ömur- legra þegar þess er gætt að slík stefna þjónar aðeins peningalegri velgengni nokkurra forsprakka flokksins og áhangenda þeirra. Þjóðin er þegar orðin of háð hernðarvinnu og margs konar tekjum af varnarliðs- framkvæmdum og fjöl- mennur braskaralýður hef- ur sogið sig fastan við far- vegi gullstraumsins. En með áframhaldandi dvöl liins erlenda varnarliðs yrð- um við því enn háðari en nú er. Óþarfir milliliðir og braskarar myndu bráðlega ekkert kannast við sitt þjóð- erni, því að gróðafíknin á sér ekkert föðurland og Is- land yrði leppríki stórveld- is. Ósvífin árás Sjálfstæðis- flokksins. Ef flett er blöðum íhalds, kommúnista og Þjóðvarnarmanna, er fljótt hægt að sjá hvernig mönnum er innanbrjósts í innsta hringnum. Öll þessi blöð ausa svívirðirtg- um yfir bandalag Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins af slíku ofstæki að fá dæmi eru til. Ástæðan er sú og sú ein, að við þetta bandalag eru allir hinir flokkarnir hræddir. Hræðslan skín af síðum Morgunblaðsins, Þjóðviljans og Frjálsrar þjóðar og Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú síðast slegið öll sín fyrri met í ósvífni með því að krefjast þess að Framsóknarflokkurinn og A1 þýðuflokkurinn verði talinn einn flokkur við úthlutun uppbótar- þingsæta. Á þar með að hnekkja möguleikum Alþýðuflokksins um nokkur uppbótarþingsæti og koma þannig í veg fyrir að bandalags- flokkarnir nái hreinum þingmeiri- hluta í kosningunum. Samkvæmt þessari nýju kenningu Sjálfstæðismanna og með tilliti til kosninga- bandalags íhalds- og Bænda flokksins sáluga, sem kallað var „Breiðfylking allra Is- lendinga" og enginn hafði neitt við að athuga frá laga- legu sjónarmiði, hefur Stef- án heitinn Stefánsson al- þingismaður frá Fagra- skógi, sem var uppbótar- þingmaður Bændaflokks ins verið ólöglega á þing kosinn. Og störf háns og at kvæði á löggjafarþingi þjóð arinnar verið með öllu ólögleg í 5 ár. Þessi bola- brögð Sjálfstæðisflokksins munu vissulega í minnum höfð. KÆRI DAGUR! Eg vildi hér með biðja þig fyrir örfáar línur. Um daginn vantaði mig einn bíl af möl, eg þurfti að steypa stétt við hús mitt. — Mér fannst nokkuð dýrt að fara að kaupa mulning og sand og fór þess vegna að svipast um eftir ódýrari möl, en það var nú hægara sagt en gert. Niður í fjöru má ekki fara, en upp hjá Glerá hefur bærinn sandnám. Eg fór svo að athuga um það, og þá kom í ljós, að vegurinn þangað var ekki fær vegna þess að eitt ræsi var brotið niður. Eg fór nú að hugsa um, hvernig þetta mætti ske, hvort ekki væri hægt að hafa betra lag á þessu. Eg vil nú leyfa mér að spyrja bæjar- stjórann, hvort það sé nú ekki rétt að gera við þetta ræsi og laga síð- an til þarna efra og auglýsa síðan, að þar geti menn fengið möl gegn vægu gjaldi. Að lokum skora eg á bæjar- stjóra að athuga þetta og segja okkur síðan frá niðurstöðum. Mér finnst það skylda þeirra manna, sem ráða í þessum bæ ,að hjálpa þeim sem hér vilja vera til að bjarga sér eftir því sem hægt er. J. H. ,Sjá þann hinn mikla flokk. SVO HEITIR bókin um núver- andi alþingismenn og eru eftir óþekktan höfund, er nefnir sig Lupus. Þessir palladómar eru frá bærlega vel skrifaðir og höfundur inn vel kunnugur mönnum og mál efnum. Halldór Pétursson hefur gert myndirnar og eru þær vel gerðar á sinn hátt. Flestir palladómarnir, eða allir að 4 frádregnum, hafa birzt „Suðurlandi" og hlotið mikla at- hygli. Nú eru þingskörungarnir okkar mjög umdeildir og mun flestum þykja fróðlegt að lesa dóma Lup usar um þá. Áskriftarsími TÍMANS á Akureyri er 1166 Bæjarkeppni í knattspyrnu Akureyri-Keflavik Bæjakeppni í knattspyrnu milli Akureyringa og Keflvíkinga fór fram á íþróttasvæðinu sl. laugardag. Er þetta í fyrsta skipti að þessi bæjarkeppni er háð og vonandi ekki hið síðasta, því þetta lífgar mjög upp á knattspyrnuáhugann hér hjá okkur og gerir vonandi liið sama í Keflavík. Eftir fyrri hálfleik höfðu Akureyringar 2:1. Hálfleikur, og nú ryðjast allir áhugamenn inn á völlinn, sjálfsagt til að gefa leikmönnum góð ráð (ljót- ur siður). Siðari hálfleikur. Kcflvíkingar hefja strax snarpa sókn, en Einar bjargar. Akureyringar svara í sömu mynt, og Björn á gott markskot. 3. mín. IÝeflavík í upphlaupi, miðherji fær góða sendingu og er í ca. 11 m færi, og í mark, óverjandi, : 2. 5. mín. Mjög góður samleikur. Jakob, Hreinn, Ragn- ar, sem kominn er inn á vítateig og spyrnir, mark, 3 : fyrir Akureyri. Nú rekur livert upphlaupið annað hjá Akureyringum. Jakob fær góða sendingu frá Her- rnanni og spyrnir viðstöðulaust á lofti, en markmaður bjargar, og Hreinn fylgir fast og vel eftir, en tekst ekki ið skora. 10. mín. Stuttur og góður samleikur liægra megin. Hreinn fær góða sendingu og spyrnir í netið, en bíðið ið ofurlítið. Það er dæmd rangstaða. Upphlaup ganga á víxl um stund, og oft eru dæmd- ar rangstöður á Akurevringa og þá oftast á Hrein, enda fylgir hann fastast upp að markinu. 20. mín. Góður samleikur að marki ICeflvíkinga. Ragnar og Hreinn hlaupa upp og Hreinn inn úr. Gott tækifæri glatað, rangstaða. Enn er sótt, og mark- maður bjargar í horn. Hermann tekur mjög gott horn, en markmaður fær að grípa knöttinn liindrunarlaust. Enn er sókn. Haukur þvælir og missir. 25. mín. Keflavík sækir nú fast og fær tvö tækifæri cr. glatar báðuni. Og enn sækir Keflavík á. Einar kastar.sér og bjarg- ar. Guðmundur hreinsar frá, og skotin dynja á marki Akureyringa. Leikurinn dofnar nú um tíma, en á 35. mín færist fjör í hann að nýju og skemmtileg upphlaup ganga á víxl. Hreinn er á fullri ferð að marki en spyrnir fram hjá. Keflavík sækir á. Einar kominn frarn að vítatcig. Knötturinn veltur fram lijá honum en utan lijá. Bakvörður Keflvíkinga bjargar á marklínu. Langt skot frá Guðmundi rétt yfir þverslá. Spyrnur verða nú Iengri og ónákvæmari, og leikurinn endar .3. : 2 lyrir Akureyri. — Um leikmennina er fátt að segja. Hafsteihn stjórnar Keflvíkingum með röggsemi og þenur sig oft um of áð mér finnst. Hann beitir sjáll'urti sér ekki mikið en rekur hina því fastara áfram. Miðherji Keflvíkinga er góður leikmaður, en hann er oft einn frammi og liefur þá engan til að leika við. Vinstri útherji er nokk- uð fljótur, en framverðirnir og innherjarnir eiga erfitt með að brúa miðjuna. Akureyrarliðið er nokkuð heilsteypt. Þó vantaði Tryggva Georgs tilfinnanlega, og hefði liðið efalaust skorað 2—3 mörk til viðbótar, ef lians hefði notið við. Hermann passar illa sína stöðu og hættir oft til að hætta og fara að horfa á leikinn, en hann er fljótur, þegar hann fer af stað. Hreinn er sá maður liðsins, er fastast sækir að marki en treystir ekki nóg á sjálfan sig. Þegar upp að markinu er komið, er það ástæðu- laust. Haukur lék nú mun betur en við „Þrótt“ á dög- unum og sýndi fáar tilraunir til sólóleiks. Aftasta vörnin var ágæt og Einar i „stuði“. Mark- spyrnur hans eru ekki nógu góðar, en aftur á móti ef hann fær að varpa knettinum með hendi, er það mjög veLgýrt hjá honum. Nýliðinn Jakob cr gott efni, en er stundum of seinn og skortir sýnilcga keppnisvana. — Væri ekki gott að lofa fleirum að spila alvöruleik með A-liðinu, svo sem Þór Þorvaldssyni? — Ragnar var á- gætur að vanda, hjóllipur eins og köttur, en þó róleg- ur. — Björn er góður, en of lítið spilað á liann, því að svo mátti heita, að allur fyrri liálfleikurinn færi lram á vesturhelmingi vallarins. Dómari var Árni Ingimundarson, og var hann tæp- lega nógu röggsamur og hafði því ekki eins gott vald á leiknum sem skyldi. — Hafsteinn notaði sér það og reyndi að hafa álirif á dómarann, hvað honum tókst þó ekki. Á sunnudaginn lék styrkt B-lið við Keflvfkinga, er voru þá með breytt lið. Unnu Akureyringar þann lcik einnig með 2:1. Þá léku 3. flokkar beggja aðila á laugardag og sunnudag, og unnu Akureyringar á laugardagiun með 2 : 0, en Keflvikingar á sunnudaginn með 3 : 0. Hafi Keflvíkingar þökk fyrir hingaðkomuna og drengilegan og góðan leik. Essbé.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.