Dagur - 30.05.1956, Side 8
8
Bagijk
Miðvikudaginn 30. maí 1956
Ýmis tíðindi úr nágrannabyggðum
lf':* • • • ; « r'v.'
Úr Svarfaðardal
28. maí 1956.
’Aflabrögð og útgerð.
Frá Dalvík eru gerðir út 3 stór-
ir bátar: Bjarmi, Hannes Hafstein
og Baldvin Þorvaldsson, — auk
margra trillubáta, stærri og
smserri. Nokkur afli hefur verið að
undanförnu, þegar á sjó hefur gef-
ið. Stærstu bátarnir hafa fengið
5—7000 pund í róðri og trillubát-
arnir svipaða veiði að tiltölu. —
Fiskinn af smærri bátunum kaupir
frystihúsið, en stærstu bátarnir
munu veiða í salt.
Veðurfar og skepnuhöld.
Ekki verður annað sagt en að
vorið hafi kalt verið hingað til, þó
að ekki hafi um stórvonzku verið
að tala. Gróðri fer hægt fram.
Mun enn ekki svo gróið í afrétt-
inni, að fært þyki að reka lamb-
féð þangað. Sauðburðurinn mun
víðast hvar eða alls staðar hafa
gengið vel og affallalítið. Blóðsótt
ar í lömbum hefur eitthvað orðið
vart, en ekki í stórum stíl. Hins
vegar hafa kýr kennt doða og ým-
islegs krankleika.
Vatnavextir og stórviðri.
Siðastliðinn laugardag (26. maí)
var hlýtt í veðri. Hófust þá miklar
leysingar, sem ollu miklum vexti í
ám og lækjum. Dalsáin gjörðist þá
svo mikil, að hún flóði yfir bakka
og upp á engjar.Hólmar fóru á kaf
og flaut yfir þjóðveginn í mýrinni
fyrir neðan Hrísa. Mun vatnið
hafa verið metradjúpt á honum, en
bílfær mun hann nú aftur orðinn.
í læki hljóp, t. d. Grundarlækinn.
Eyðilagði hann ræsi í þjóðvegin-
um og tpk af brúna yfir það. —
Sömuleiðis hljóp í læk sunnan við
Tjörn, og hlutust einhverjar tún-
skemmdir af hlaupinu. Má vera,
að viðar hafi hlaupið, þó ekki hafi
frétzt enn sem komið er.
Á trinitatis sunnudag (27. maí)
var kuldaveður eða rigning fyrst,
en svo gjörðist eitt hið versta stór-
viðri, sem hér kemur á þessum
árstíma. Hélzt þessi veðurofsi
fram á aðfaranótt mánudagsins og
er enn hvasst, þegar þetta er skrif-
að. Einhverjar smáskemmdir
urðu, en af þeim hafa ekki glöggar
fréttir borizt.
Þórarinn Kr. Eldjárn
hreppstj. að Tjörn átti sjötugsaf-
mæli laugardaginn 26. maí sl. —
Heimsótti hann fjöldi manna í því
tilefni þá um daginn, bæði úr
byggðarlaginu og víðar. Meðal
gestanna má nefna sýslumann Ey-
firðinga og sýslunefndarmenn og
stjórn KEA. Þágu allir gestirnir
rausnarlegar veitingar þeirra
hjóna. — Þórarinn er landskunnur
maður og mjög vinsæll. —
Sérstök oij óvenjuleg kirkjuathöfn
fór fram á VoHum í gær (á trini-
tatissunnudag). Var þá jarðsett
aska þéirra'hjónánna-Þorsteins Þ.
Þorsteinssonar, fræðimanns ■ frá
Syðra-Hvarfi, og síðari. konu hans,
Goðmundu Haraldsdóttur frá
Sauðárkróki, að viðstöddum
mörgum ættingjúm hans og vin-
um, úr byggðárlaginu og víðar
að, og það alla leið sunnan úr
Reykjavík, —: og hefðu þó langt-
um fleiri komið, ef veður hefði
betra verið. — Söng önnuðust
sveitarmenn undir stjórn Guð-
mundar organléikara Þorsteinsson-
ar frá Hálsi, en ræðu flutti sókn-
arpresturinn, séra Stefán Snævarr,
er jarðsetti duft þeirra hjónanna í
leiði fóstru Þorsteins, frú Dag-
bjartar Gunnlaugsdóttur frá Syðra-
Hvarfi, móður hins ágæta manns,
Gísla Jónssonar á Hofi. — Athöfn
þessi fór hið bezta fram.
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson fædd-
ist 11. nóv. 1879, en dó 23. des. sl.
Lík hans var brennt vestan hafs,
en aska hans og konu hans, er dáin
er fyrir nokkrum árum, var send
hingað til lands með ósk um, að
hún yrði jarðsett að Völlum, en
þar var sóknarkirkja hans í
bernsku. .
Skjálfandafljót í vexti
Fosshóli 29. maí.
Skjálfandafljót brauzt niður veg-
inn austan við nýju brúna í Bárð-
íþróttabandalag Akureyrar kall-
aði blaða- og fréttamenn á fund
sinn í íþróttahúsinu á mánudags-
kvöldið. Formaður ÍBA, Ármann
Dalmannsson, bauð gesti vel-
komna og kynnti formenn og full-
trúa félaga og sérráða, er mættir
voru.
íþróttabandalag Akureyrar er
stofnað 20. des. 1944. Það var eins
konar arftaki Ungmennafélags Ak-
ureyrar. Til Iþróttahússins runnu
eignir ungmennafélagsins að mestu
en þar hefur ÍBA nú félagsheimili
sitt, og er nánasti arftaki þess.
I stuttri ræðu benti formaður
IBA á nauðsyn þess að gott sam-
starf væri æ með félögum menn-
ingarlegs eðlis og blöðum bæjar-
ins. Nú hefði orðið nær 12 ára hlé
á viðræðum IBA og blaðamanna
og væri fullkomlega tímabært að
brjóta blað hvað þetta snerti.
Ármann drap á þrjú athyglis-
ardal í þriðja sinn. Vöxtur var
mikill í fljótinu og í lækjum og
þverám í dalnum. Brúin á Eyja-
dalsá bilaði og ýmsar minni háttar
skemmdir urðu af skriðum og
vatnagangi.
I Ljósavatnsskarði runnu aur-
skriður yfir veginn við Ljósavatn,
en jarðýta kom fljótt á vettvang
og ruddi skriðurnar og dró bíla
yfir.
Látlaust vestan- og suðvestanrok
hefur nú staðið 3 sólarhringa.
Sauðburður hefur gengið með
bezta móti og er víðast að verða
lokið.
Miklir vatnavextir í
Norðurárdal
Á laugardaginn urðu miklir
vatnavextir í Norðurárdal. Sam-
kvæmt viðtali við Gunnar bónda í
Kotum, uxu ár og lækir ótrúlega
ört þegar á daginn leið, enda sterk-
ur hiti og sums staðar úrkoma til
fjalla. Valagilsá bar fram ógrynni
af grjóti og leir, en hún braut sér
ekki nýja leið fram hjá brúnni og
varð ekki farartálmi.
Kotá varð aðsúgsmeiri og braut
sundur veginn vestan við brúna,
og bar grjót í árfarveginn, en
fyllti þó ekki undir brúna. Umferð
stöðvaðist algerlega, en bráðlega
komu ýtur á vettvang og vinna
þær enn við veginn og í ánni.
verð mál er íþróttamenn væru
sammála um að vekja þyrfti sér-
staka athygli á.
Hið fyrsta er nauðsyn þess að
hlífa íþróttavellinum við átroðn-
ingi og sjá til þess að hann sé ekki
notaður leyfislaust.
Annað er þörf ábending, sem
hér með er komið á framfæri við
Akureyringa, um að gæta vel allr-
ar hegðunar á kappleikjum,sérstak
lega þegar aðkomumenn eru kepp-
endur. Það væri ekki nóg að
íþróttamennirnir kæmu vel fram,
áhorfendurnir yrðu einnig að gera
það, svo að þeir og Akureyrarkaup
stað væri sómi að. Þáttur áhorf-
enda hefði ekki verið nægilega
góður í þessu efni að undanförnu.
Áberandi væri það einnig hve
margir kappkostuðu að sleppa inn
á opinbera leiki og íþróttakeppnir,
án þess að greiða tilskilið gjald.
Er slíkt að sjálfsögðu hinn mesti
ósómi og likist því að standa á
gægjum eða liggja á hleri og þykir
Réftmæfar ábendingar ÍBA
Akureyringar „tollera" fyrirliða sinn, Ragnar Sigtryggsson,
í leikslok. — (Ljósmynd: Hermann Ingimarsson.)
Akureyringar sigruðu Keflvíkinga
i bæjakeppni í knaffspyrnu
Akureyringar þátttakendur í íslandsmótinu
í sumar - Mótið hefst 10. júní
Bæjarkeppni milli Keflavíkur og
Akureyrar fór fram á íþróttaa-
svæðinu á Akureyri á laugardag-
inn var. Áhorfendur voru óvenju-
margir, enda veður gott. Um eða
yfir 20 gráðu hiti. Leikurinn var á
köflum mjög fjörugur og margir
leikmenn sýndu góðan leik, sér-
staklega í fyrri hálfleik. Liðin
sýndust þó ofurlítið ósamstæð,
sérstaklega Akureyrarliðið. Dóm-
ari var Ámi Ingimundarson. Akur-
eyringar sigruðu með 3 : 2.
Keppt var um fagran bikar, sem
Aðalstöðin h.f. í Keflavík gaf.
Akureyringar hafa nú fullan hug
á að duga vel í knattspyrnu í sum-
ar. Þeir náðu miklum árangri í
fyrra og unnu þá Islandsmót ann-
arrar deildar og þar með verð-
launaskjöld þann hinn fagra, er
Björgvin Schram gaf til þessar-
ar keppni.
Akureyringar taka nú þátt í Is-
landsmótinu í sumar, og þurfa þá
að keppa við 5 knattspyrnulið.
Leikirnir munu allir verða háðir í
Reykjavík og verða suðurfarir æði
kostnaðarsamar fyrir okkar menn,
þótt meira sé um hitt vert að þeim
takist að verða batnandi íþrótta-
menn.
Knattspyrna hefur allmikið
verið fee'fð innanhúss í vetur, undir
leiðsögn Hermanns Sigtryggssonar
íþróttakennara, og Karl Guð-
mundsson heldur nú hér 10 daga
námskeið.
Islandsmótið hefst í Reykjavík
10. júní.
Keypti sjóm arpstæki
- hækkaði í skatti
Nú í vor fékk skattgreiðandi
nokkur í Kaupmannahöfn þá til-
kynningu frá skattayfirvöldunum,
að þau hefðu hækkað tekjur hans
á framtalseyðublaðinu um 2 þús.
krónur, af því að hann hefði ekki
gert grein fyrir þvi, hvernig hann,
af ekki hærri tekjum hefði haft
efni á því að kaupa sér sjónvarps-
tæki í maí í fyrra. Voru svo skatt-
ar mannsins af þessu tilefni hækk-
aðir um þúsund krónur.
Þvílíka grimmd skattayfirvalda
þekkjum við ekki hér á landi, sem
betur fer, munu sumir líklega
segja.
Hvernig mundi sumum verða
við, ef skattayfirvöldin tækju að
ávarpa almennilega menn eitthvað
á þessa leið:
Elskulegi vinurinn, þú hefur
lágar tekjur, en hvernig ferðu þá
að því að eiga bíl og lifa alls kon-
ar lúxuslífi? Þú hlýtur að hafa
miklu hærri tekjur en þú skrifar
á blaðið þitt. Ertu nokkuð mótfall-
iinn því, að við hækkum tekju-
Tónlisfarmenn úr Bosten-sinfoniu-
hljómsveitinni leika á Ak. 4. júní
Um næstu helgi koma hingað til
bæjarins 11 tónlistarmenn úr
Boston sinfóníuhljómsveitinni.sem
er talin önnur af tveimur beztu í
Bandarikjunum. Það eru strengja-
kvartett ásamt píanóleikara og
blásturskvintett ásamt klarinett-
leikara. Munu þeir halda hér tón-
leika næstk. mánudag, 4. júní, í
Nýja-Bíó fyrir styrktarmeðlimi
Tónlistarfélags Akureyrar og gesti
þeirra. Þessir listamenn hafa mik-
inn áhuga fyrir íslandi og ætla að
verja hálfs mánaðar fríi sínu til að
ferðast tíl Islands og kynnast
landi og þjóð. I ráði er að hópur-
inn fari héðan til Húsavíkur,
Siglufjarðar og siðan til Hafnar-
fjarðar og haldi tónleika á þessum
stöðum. Viðfangsefni þeirra verða
eftir Mozart, Brahms, Sanders og
Andriessen. — Munu Akureyring-
ar fagna þessum listamönnum.
hvorugt sæmandi fullorðnu fólki.
I þriðja lagi sagði formaðurinn
frá því að innan skamms yrði
bygging hafin á húsi við íþrótta-
svæðið. Er slíkt hin mesta nauð-
syn og gleðiefni öllum þeim, sem
íþróttum unna.
Skúrinn fauk
Halldór bóndi í Garði í Mý-
vatnssveit fann maríuerluhreiður,
er hann ætlaði að loka hurðum að
vélgeymsluskúr í síðasta vestan-
roki, og hætti þá við það. — En
litlu síðar fauk skúrinn og hlaut
Halldór mikinn skaða vegna tillits-
seminnar við sumargestinn.
Framboðsfundir
í Eyjafjarðarsýslu verða sem
segir:
I Ólafsfirði föstiulag 8.
júní kl. 8.30 e. h.
í Hrísey laugardag 9. júní
kl. 9 e. h
í Dalvík mánudag 11. júní
kl. 8.30 e. h.
1 þinghúsi Arskógshrepps
þriðjudag 12. júní kl. 2 e. h.
í þinghúsi Skriðuhreps
miðvikudag 5. júní kl. 2 e. h.
í þinghúsi Saurbæjarhrepps
fimmtudag 14. júní kl. 2 e. h.
Frambjóðendur.
áætlun þina um svo sem 10 þús.
krónur?
Líklega gætu skattayfirvöldin
okkar ávarpað einhverja á þessa
leið —— og það án þess að blygðast
sín — en við erum of miklir
mannúðarmenn, íslendingar, til
þess að slík óskammfeilni geti
þrifizt á landi hér.
Sex trillur sukku
Sex trillubátar sukku í vestan-
rokinu um helgina við Hrísey. Af-
takaveður var á og gekk særok
langt á land.
Búið var í gær að ná öllum bát-
unum á land með hjálp kranabíls.
Munu þeir ekki teljandi brotnir.