Dagur - 11.07.1956, Blaðsíða 5

Dagur - 11.07.1956, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 11. júlí 1956 D A G U R 5 Sundnámskeið hjá Lárusi Rist árið 1907. 1. Jónas Stefánsson, trésmiður. 15. 2. Friðgeir Jónatansson, dáinn. 16. 3. Karl Sturlaugsson, trésmiður. 17. 4. Jón E. Sigurðsson, kaupmaður. 18. 5. Jón Jósepsson, vélstjóri. 19. 6. Þórður Kolbeinsson, dáinn. 20. 7. Júlíus Sigurðsson, prentari. 21. 8. Eggcrt Guðmundsson, trésm,- 22. 9. Þórhallur Björnsson, sundk. 23. 10. Kristj. Þorgilsson, trésm., Kbh. 24. 11. Karl Hansson, trésm., Ameríku. 25. 12. Ólafur Kristjánsson, trésmiður. 26. 13. Guðjón Pálsson, trésmiður. 27. 14. Gísli R. Magnússon, afgrm. 28. Haraldur Jónsson, trésm., Rvík. 29. Jón Pálsson, íþr.m., Ameríku. 30. Sigurður Arnason, trésmiður. 31. Arngrímur Ólafsson, prentari. 32. Sigurður Stefánsson, verzlrn. 33. Jóliannes Arnason, trésmiður. 34. Sigurður Sigurðsson, bóksali, d. 35. Jón Mýrdal, trésm., Ameríku. 36. Jóh. Fr. Kristjánsson, bygg.m. 37. Óskar Bjarnason, trésm., dáinn. 38. Olafur Thorarensen, bankastj. 39. Stefán Thorarensen, úrsmiður. 40. Friðbj,- Aðalsteinsson, loltskm. 41. Stelán Thorarensen, lyfsali. Haraldur Hagan, úrsmiður. Jakob Kristjánsson, prentari. Magnús Arnason, Litladal. Björn O. Björnsson, prestur. Ingólfur Jónsson, liigmaður. Ilelgi Björnsson, prentari. Tómas Björnsson, kaupmaður. Jóhann Ólafsson, stórkaupm. Ólafur Jakobsson, trésmiður. Ásgeir Ásgéirsson í. Þingeyrum. Halldór Jónsson, trésmiður. Páll Friðriksson, múrari. Jón Pálsson, trésiniður. Nöfnin skrásett 1935. Með (yrirhleSslu ú „Þá kvartaði enginn um kulda, og þó var vatnið kalt, og þá kvartaði enginn um að vatnið væri óhreint. Þó var það á litinn eins og rjómakaffi.“ Litið um öxl. Þetta voru orð Lárusar Rist við opnun hinnar nýju sundlaugar á Akureyri á laugardaginn var. Lár- us var heiðursgestur við þessa at- höfn, enda á hann merka sögu í sundmálum þjóðarinnar og þá sér- staklega hér á Akureyri. En í sambandi við þennan síð- asta áfanga, sem hinar nýju bygg- ingar á sundlaugarsvæðinu skapa til sundiðkana hér, er ekki úr vegi að líta um öxl og svipast um þetta sama svæði, eins og það var fyrir nálega 50 árum. Blaðið náði tali af einum æsku- manni þeirra ára, Magnúsi Árna- syni járnsm. á Akureyri, og ræddi við hann um stund um sundmál fyrri daga hér á Akureyri. fjörmaður og engum nemanda var fært að draga ,sig í hlé og fáum mun hafa dottið það i hug í návist Lárusar,“ sagði Magnús. Ekki var það algengt að ungir menn framan úr Eyjafirði færu til Akureyrar til sundnáms, þótti því í nokkuð ráðist að fara til þessa náms. Þó er rétt að geta þess, að fleiri voru það en unglingar, sem áhuga höfðu i þessu efni. Kristinn Jóns- son bóndi á Strjúgsá í Eyjafirði var samtímis Magnúsi við sund- námið á Akureyri. Sundstaðurinn sá sami og nú. Sundstaðurinn var sá sami og nú, og var á einfaldan og frum- stæðan hátt gerður sundpollur, með torfgarði að framan svo að uppistaða myndaðist í gilinu. Þar var þá lækur og var kallaður Torfunefslækur. Á þessu námskeiði voru margir nemendur og kennarinn Lárus Rist. Magnús minnir að farið hafi verið í pollinn 4—5 sinnum á dag, en eitthvað mun það hafa verið misjafnt eftir veðri. „Þá var skolf- ið af fullum krafti,“ sagði Magnús, en ekki bar á því að menn þyldu ekki kuldann og vosbúðina. Ogn bar á þvi að unglingar væru ragir við vatnið í fyrstu skiptin, en ekkert var kvartað um kuldann og heldur ekki við neinn að sakast í því efni. Sundkennarinn stóð oftast á garðinum að norðan og hafði byrjendur i gjörð. En austast við norðurendann var ofurlítil vík óstæð. Þar var vani að synda yfir, þegar menn voru i þann veginn að geta fleytt sér. Mun vegalengdin hafa verið um 4 metrar. Fannst sumum það alllangt sund. Á norðurbakkanum var skýli og var það haft til aö klæðast úr og í. Var ekki vanþörf á afdrepi, þar sem oft var fremur kalt þetta vor. Sundkunnáttan kom sér vel. Þegar sú spurning var lögð fyrir Magnús, hvert gagn hann teldi sig hafa haft af sundnámi sínu, sagði hann frá tveimur atvikum, er fyr- ir hann komu löngu síðar, og sýna glöggt hve oft getur verið nauð- synlegt að geta bjargað sér á sundi.. Sagðist honum svo frá: „Einu sinni ætlaði eg að sund- riða Eyjafjarðará hjá Arnarhóli. Reið eg fullorðnu, altömdu hrossi, sem eg hafði ekki sundriðið áður. Þegar hrossið tók sundið, trylltist það, prjónaði i miklu fáti og frís- aði hátt. Sá eg mér engan annan kost en skilja við hrossið og bjarga mér á sundi til sama lands. Gekk það vel, þrátt fyrir það þótt fötin gerðu sundið erfitt. i Eg var mikið og skjóllega búinn, i þykkri vaðmálstreyju og leðurstígvélum á fótum. Eftir litla stund skilaði hrossið sér einnig til sama lands. Drengir tveir voru á árbakkanum og urðu þeir mjög hræddir og voru nokkuð lengi að ná sér. I annað skipti þurfti eg að sundleggja hesta í sjó. Voru til- drög þau, að tryppi komst í heima hrossin, Var það morandi í lús og smitaði heimahestana. Var þá til ráðs 'tekið að baða hrossin í sjón- um. En það þótti gott læknisráð á þeim timum.Enginn syndur maður var á heimilinu nema eg. Sundreið eg hrossunum hverju af öðru og gekk vel. Þegár kom að brúnum gæðingi tþkst öllu verr til. Þegar hann tók sundið varð hann óðUr og varð ekkert við hann fáðið. Snéti hann áð síðustu beint til hafs og voru ekki tök á áð stýra honum að landi. Sá eg mér þann kostinn vænstan að renna mér af honum og snúa til lands. En sá brúni hélt áfram um stund, en sneri þá við og kom upp í fjöruna. Stóð heimafólkið felmtri slegið á meðan á þessu stóð og hljóðuðu konur. Ekki var eg neinn sérstak- ur sundmaður, því að eg æfði ekki sundið svo mikið. En vegna sund- kunnáttunnar var eg miklu óragari við vatn og gat treyst mér betur en eg ella hefði gert.‘‘ Frásögn Magnúsar var ekki lengri, en á langri æfi koma fyrir. svipuð og jafnvel alvarlegri atvik, þar sem sundkunnáttan skiptir gæfu manna. Magnús getur að síðustu tveggja manna, er hann sá í æsku og heyrði sagt frá. Það voru Leó Halldórsson bónr ð Rútsstöðum í Eyjafirði. Hann synti yfir Eyja- fjarðará, og var það i frásögur fært. Hinn var Karl Hansson smiður á Akureyri. Hann var tal- inn mjög góður sundmaður og synti hann yfir Oddeyrarál um svipað leyti og Lárus Rist. — Það sund hafa nú allmargir þreytt, en er þó ekki á færi nema góðra sundmanna. - íslenzki hundurinn (Framhald af 2. siðu). nú er, ef góður fjárhundur fylgdi smalamanni. Verða síðustu hundarnir fluttir vestur. Talið er að gamli islenzki hundurinn hafi verið fremur gild- vaxinn, lágfættur og með hringað skott og vel upprétt eyru. Slikir hundar eru nú orðnir fremur sjald- gæfir, að því er virðist. Brezkur auðmaður, sem búsett- ur er í Californíu, og hefur ferðast mikið hér á landi, fékk mikinn áhuga á islenzkum hundum og ís- lenzkum hestum. Þekkti hann af eigin raun dugnað og þolgæði hestanna og dáðist að ganghæfni þeirra og hundurinn var tryggur förunautur á löngum ferðum. A síðastliðnu sumri keypti hann islenzka hesta og flutti þá vestur á búgarð sinn, og einnig keypti hann hund og tík, eins íslenzk samkvæmt framanskráðri lýsingu og framast var unnt. En í leit að þessum hundum, kom í ljós, að þeir eru að hverfa. Bretinn, sem flutti þessa nýju borgara vestur á búgarð sinn, mun nú koma hingað til lands í sumar og hefur ákveðið að kaupa nokkra hunda til við- bótar. Mynd sú, er hér fylgir, er af hundinum, sem fluttur var vestur og er hann í miklu dálæti þar vestra og afkomendur þessa ís- lenzka hundapars. Ekkert er lik- legra að innan skamms tima verði enginn íslenzkur hundur til með þessum einkennum og ekki annað sýnna en við yrðum þá að leita vestur um haf, ef áhugi vaknaði fyrir því að rækta upp að nýju okkar gamla og góða stofn. Lánis Rist glæddi sundáhug- ann og kenndi sund. Magnús átti þá heima fram í Litladal í Eyjafirði og var 16 ára, þegar hann fór til Akureyrar til sundnáms í pollinum, sem ofan- greind lýsing er af. Hafði Magnús áður notið tilsagnar Lárusar í litl- um sundpolli að Laugalandi í Öng- ulsstaðahreppi. Var þá vaknaður áhugi yngri manna fyrir sund- íþróttinni og margir dáðust að sundkunnáttu kennarans og hann hafði mjög örfandi áhrif og eggj- aði menn til að læra sund. „Hann hleypti lífinu í þessa fögru og gagnlegu íþrótt. Sjálfur var hann Gamli sundpollurinn á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.