Dagur - 11.07.1956, Blaðsíða 7

Dagur - 11.07.1956, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn H. júlí 1956 D A G U R 7 _ Opnun nýju sundlaugarinnar á Ákureyri (Framhald af 1. síðu). dýpt 90 cm. við annan endann, en 1,30 við hinn. Dýpst er laugin 1,65 m. Stranglega verður bannað að hrækja í vatnið, en hrákadallar eru á bakkanum. Er þessi háttur nýr hér á landi. Viðast eru hráka- rennur við laugarnar. Sérlega þægilegt er fyrir gamalt fólk, svo og fatlað eða vanburða á einhvern hátt, að nota hina nýju inniiaug. Er mikilsvert að hugsað var fyrir þessu við bygginguna. Hið vandaða ekki of gott. Segja má að þessi bygging öll sé framúrskarandi vönduð og falleg. Einhverjum mun þykja of mikið í borið. Hér mun þó sannast, eins og víða annars staðar, að hið vandaðasta er ekki dýrast, þegar til lengdar lætur. Væri líka vart afsakanlegt fyrir forráðamenn bæjarins og trúnaðarmenn þeirra, ef hinn endurbætti sundstaður Akureyringa væri ekki vandaður að allri gerð, svo sem menn hafa nú vit á að gera, án tildurs eða óhófs, og það hefur verið gert. Sundlaugin opnuð almenn- ingi með viðhöfn. Sundlaugin var opnuð með nokkurri viðhöfn á laugardaginn, eins og áður er fré sagt. Veður var hið fegursta • og var margt manna samankomið á sundlaugar- svæðinu, en boðsgestir voru við austurenda útilaugarinnar. Hermann Stefánsson lýsti dag- Skránni, bauð gesti velkomna. — Meðal þeirra, og sem sérstakur heiðursgestur, var Lárus Rist sundfrömuður. Lúðrasveit Akur- eyrar lék undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Jón G. Sólnes, formaður bygg- inganefndar, afhenti bæjarstjórn hið nýja mannvirki með ræou. — Drap. hann í stuttu máli á helztu atriði sundmála á Akureyri, allt frá fyrsta torfgarðinum, sem hlað- inn var á þessum sama stað og gerður sundpollur og til þessa dags, er merkum áfanga væri náð. Hann gerði einnig að umtalsefni hinn eldiega áhuga Lárusar Rist og eftirmanns hans Ólafs Magnús- sonar fyrir sundíþróttinni. Sagði að gifta hefði fylgt starfi þeirra beggja. Ennfremur gat hann um merkan þátt ungmennafélaga, sem af litlum efnum en miklum vilja hefðu fórnað góðu málefni krafta sina fyrir sundiþróttina, svo sem leiðslan frá hinum volgu lindum í Glerárgili bera með sér. Hann gat þess einnig að sund- laugin kostaði nú um 3 milljónir króna og síðan afhenti hann bygg- inguna bæjarstjórn og árnaði Ak- ureyri heilla með þennan áfanga í sundmálum bæjarins. Þorsteinn M. Jónsson, forseti bæjarstjórnar, þakkaði fyrir hönd bæjarstjórnar með stuttri en snjallri ræðu, og lagði út af orðum Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi er hann lagði í munn Helgu jarlsdóttur, konu Harðar Hólm- verjakappa. „Henti ég mér af háum kletti í hafið — upp á líf og dauða. .. .“ o. s. frv. Hún bjargaði lífi sona sinna, sem frægt er. Þorsteinn minnti á, að á Cullöld íslendinga hefði sund verið mikið iðkað og einnig af konum, og sagði að enginn hefði verið talinn dugandi karlmaður, sem ekki var syndur. • í ræðulok lýsti hann sundlaug- ina opna almenningi til afnota. Þá tók Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, til máls og skil- greindi nokkuð hin nýju kapítula- skipti í sögu sunds og baða á Ak- ureyri, sem nú yrðu. Hann drap einnig á þróunina frá fyrirhleðslu- garði til sundhallar, er hann kvað á ýmsan hátt eina hina fullkomn- ustu á landi hér. Hann sagði að verk þetta væri vel unnið, svo að áberandi gætti vandvirkni í hugsun og fram- kvæmd. Hann þakkaði sérstaklega hinum ágætu iðnaðarmönnum, sem ávallt hefðu tekið með skiln- ingi og velvilja öllum ábendingum, en þó með hógværri gagnrýni. Þá minntist hann Lárusar Rist og Ólafs Magnússonar. Lárus hefði verið upphafsmaður að byggingu súndlaugarinnar og sundkennari í 15 ár, en Ólafi hefði tekizt að starfa í anda fyrirrennara síns og barizt með þrautseigju gegn for og fúa um langt árabil. þakkaði hann síðan. samstarfið og árnaði sundíþróttinni góðs gengis við hin ágætu skilyrði sem nú væru fyrir hendi. Þá flutti Lárus Rist hressilegt erindi og fagnaði því af alhug að vera viðstaddur svo hátíðlega og lengi þráða athöfn. Hann sagði að nú væru 50 ár síðan hann var að reika hér um holtin í leit að sund- stæði. Hann langaði til að hafa not af sjónum, en þessi staður var þó alltaf í bakgrunni hugmynda hans um framtíðarsundstaðinn. Og hann varð fyrir valinu. „Þá var þetta í sveit, og kýr bauluðu, kind- ur jörmuðu hér allt í kring og mó- fuglar áttu sér griðland allt i kring,“ sagði hann. Lárus sagði frá fyrstu árunum og gerði samanburð á verkum frumherjanna og þeirra er nú væru hér risin í varanlegu efni. En áhuginn hefði verið mikill, meðal æskurhanna fyrir 50 árum, og hefði eflzt við skófluna og sjálfboðavinnuna. Ekki hefðu nein ir sundkóngar þá verið til og ekki einu sinni fegurðardrottningar. Það hefði því ekki verið sund- kónganafnið er eldinn kveikti, en að sjálfsögðu hefðu verið þá eins og nú margar sólir við Eyjafjörð, þótt ekki hefðu verið nefndar feg- urðardrottningar og þær hefðu þá, eins og fyrr og síðar, verið aflvaki æskumannanna. Að síðustu þakkaði hann boð bæjarins til þessa fagnaðar og lýsti því yfir, að hann mundi taka þátt í sundsýningu, er haldin yrði að ræðum loknum, og þá kjósa sér að vera hópi þeirra yngstu, sem óvallt hefðu verið sér hugþekkast- ir og væru enn. Hermann Stefánsson flutti því næst ræðu og lýsti tilhögun hinnar nýju sundlaugar og rekstursáætl- un. Hann gat þess og að nú væri nokkurt próf lagtfyrir Akureyringa hvað umgengnismenningu snerti. Væri það hliðstætt þvi að þegar girðingar voru fjarlægðar af opin- berum svæðum og þau prýdd blómskrauti. Þá hefðu margir spáð illa, en hrakspárnar hefðu allar orðið sér til minnskunar og vonaðist hann til að enn mætti treysta fólkinu til svo háttvísrar umgengni, að verulega mætti spara í daglegu eftirliti. Að síðustu talaði Olafur Magn- ússon sundkennari og hvatti til sundiðkana og baða, og lýsti síðan í fáum orðum sundsýningum er hófust að ræðu hans lokinni og hann stjórnaði. Síðan fór fram sundsýning, og tók hinn aldni sundgarpur, Lárus Rist, þátt í henni, og voru engin ellimörk á honum að sjá. Síðan var kennslulaugin opnuð og bæj- arbúum sýnd húsakynni öll. Vert er að geta þeirrar ný- breytni, sem hvergi mun annars staðar þekkjast hér á landi við sundstað, að sundgestur fær afnot af læstri skúffu í afgreiðslu laug- arinnar, þar sem hann getur geymt peninga, úr eða annað verðmæti, er hann kann að óska. Fjórir merkir áfangar. Segja má að með opnun sund- laugardainn á Akureyri sé fjórða áfanga náð. Sá fyrsti var fyrir- hleðslan í gilinu, þar sem sundið var fyrst kennt, annar áfanginn var leiðsla volgs uppsprettuvatns úr Glerárgili, þriðji áfanginn var steypta útilaugin og sá fjórði hin- ar nýju framkvæmdir, sem vissu- lega eru mestar og glæsilegastar. Þótt orkað geti tvímælis hver þessara fjögurra áfanga sé merk- astur, mun óhætt að fullyrða, að nú séu Akureyringum búin góð sundskilyrði, svo góð, að vænta má skjótra og mikilla framfara í íþrótt íþróttanna á næstu árum. Hermann Stefánsson verður framkvæmdastjóri sundlaugarinn- ar fyrst um sinn. Margir lögðu hönd að verki. T eikningar Byggingarteikning gerð á skrifstofu húsameistara rík- isins af Bárði ísleifssyni. Teikn- ing af miðstöð, hreinsunartækjum, skólplögn og loftræstingarkerfi gerð hjá Hamar h.f., af Geir Zoega verkfr. Raflagnateikn- ing eftir Ólaf Gíslason raffræðing. Teikningu af búningsklefum og af- greiðslu gerð af Gunnari Theó- dórssyni og Bárði ísleifssyni. — Járnlögn teiknuð á skrifstofu bæj- arverkfræðings Akureyrar. Framkvæmdastjórn. Bæjarráð fór með yfirstjórn til sumarsins 1954, en þá var sérstök bygginga- nefnd kosin. í nefndinni eiga sæti þessir menn: Jón Sólnes, banka- fulltrúi, formaður, Guðmundur Guðlaugsson, forstjóri, Hermann Stefánsson, íþróttakennari. — Frambkvæmdastjóri frá upphafi Kvennadeild Slysavamafélags Akureyrar hefur bori^t 500 kr.’ áheit frá N. N. og 50 kr. áheit frá N. N. — Beztu þakkir. Sesselja Eldjárn. Strandarkirkju. M. S. kr. 200. — N. N. kr. 50. — H. Á- kr. 30. — Þ. S. kr. 40. — G J kr. 10. — Ónefndur kr. 25. — Gamalt áheit, Á. Ó. kr. 25. — Sigr. Kristinsd. kr. 100. — G. P. kr. 100. — K. P. kr. 100. — Eyfirzk kona 100. — M. H. kr. 100. — N. N. kr. 100. — Ónafngr. kr. 10. — C. R. kr. 20. —- G. J. kr. 100. — S. A., E. A., K. A. kr. 150. — G. G. kr. 50. — N. N. kr. 50. — Á, Svarfaðardal, kr. 200. — G. F. kr. 10. Eldur í lyngmóum, mosa og kjarrlendi, deyðir dýr, og veldur eyðingu gróðurs. — Förum varlega með eld á víðavangi í þurrkatíð. — Minnumst brunans á Hvammsheiði. — Dýra- verndunarfélag Islands. hefur verið bæjarverkfræðingur Akureyrar, Ásgeir Markússon. Aðalumsjón á vinnustað hefur Bjarni Rósantsson haft á hendi frá byrjun. Hr. íþróttafulltrúi, Þorsteinn Einarsson, hefur haft umsjón með byggingu af hálfu íþróttasjóðs og veitt margháttaðar leiðbeiningar um fyrirkomulag og frágang ásamt mikilli aðstoð við útvegun efnis til byggingarinnar. Af hálfu bygginganefndar hefur Hermann Stefánsson fylgzt með byggingaframkvæmdum og að- stoðað við efnisútvegun. Byggingameistarar: Bjarni Rós- antsson, múrarameistari, og Oddur Kristjánsson, trésmíðameistari. Einstök verk framkvæmd af eftirtöldum aðilum: Hreinsunar- tæki smíðuð af Hamri h.f. og Atla h.f. — Hitunartæki og lampar frá Rafha h.f. — Loftræstingartæki frá Hamri h.f. og Marz h.f. — Búningsklefar smíðaðir af Val- björk h.f. — Innréttingu í af- greiðslu og veggþiljur í forstofu smíðað af Eini h.f. — Útihurðir smíðaðar á Skipasmíðastöð KEA. — Handrið frá Vélsmiðju Stein- dórs h.f. Hreinsunartæki, miðstöð og hreinlætistæki sett upp af mið- stöðvardeild KEA. Hreinsunar- tæki undir stjórn Ólafs Magnús- sonar rörlagningameistara og mið- stöð og hreinlætistæki undir stjórn Lárusar Haraldssonar rör- lagningameistara. Raflögn ÖIl unnin af Hrólfi Sturlaugssyni raflagningameistara. Málningu hefur Jón A. Jónsson málningameistari annast um. Flísalögn framkvæmd að mestu leyti af múrarameisturunum Jak- obi Snorrasyni og Jakobi Bene- diktssyni. Múrhúðun hefur Bjarni Rós- antsson að mestu annazt. Trésmiður, sem mest hefur unn- ið við byggingu er Hermann Ingi- mundarson. Verkamenn, er lengst hafa starf- að við byggingu, eru þeir: Torfi Vilhjálmsson, Benedikts Valde- marsson og Jón Þorvaldsson. Sjötugsafmæli. Frú Laufey Jóns- dóttir, Spítalaveg 17, Akureyri, varð sjöfug 30. júní f. m. — Húp flutti til Akureyrar 1907 og giftist Jóni Kristjánssyni, nú starfsmanni hjá KEA, 10 árum síðar. Eiga þau hjónin 8 uppkomin börn og 20 barnabörn. — Eru afkomendurnir hinir mannvænlegustu. Kvartað um kirkjuklukkuna. — Fólk hefur kvartað um að klukkan í kirkjuturninum sýndi ekki alltaf réttan tíma, nú að undanförnu, og væri mikill bagi að. Er þessu hér með komið á framfæri til þeirra aðila, sem um eiga að sjá. Látum brunann á Hvamms- heiði verða til varnaðar því að ógætileg meðferð elds orsaki íkveikjur á víðavangi í þurrkatíð. — Slíkir eldar eyða gróðri og deyða dýr. — Dýraverndun- arfélag íslands. Þeir sem ætla að taka á móti dönsku KFUM-drengjunum, mæti í Zíon hálfri annarri stundu eftir komu flugvélarinnar, er væntanleg er um hádegi á mánudaginn. — Aðgöngumiðasala er í Bókabúð Rikku. Ekkjan, Einarsstöðum. Aheit kr. 50. frá H. K. B jörgunarskútusjóður Norðurí. M. A. kr. 50.00. Fimmtug. Jóhannes Óli Sæ- mundsson námsstjóri varð fimmt- ugur x gær. — I dag eiga fimmtugs afmæli frú Sigríður Ólafsdóttir, Brekku, Glerárþorpi, og frú Hildur Pálsdóttir, Brautarholti, Glerár- þorpi. Kristniboðshúsið Zíon. — Sam- koma i kvöld (miðvikudag) kl. 8.30. Bjarni Eyjólfsson segir nýj- ustu fréttir frá kristniboðinu í Konsó og hefur hugleiðingu. — Allir eru hjartanlega velkomnir. Áttræð. Marzelina Jónasdóttir á Rifkelsstöðum í Eyjafirði varð áttræð 9. júlí sl. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju kl. 10.30 f. h. á sunnudag- inn kemur. Séra Valdimar J. Ey- lands forseti hins ev. lút. kirkju- félags Islendinga í Vesturheimi predikar. — K. R. Messað í Lögmannshlíðarkirkju kl. 2 e. h. á sunnudaginn kemur. Séra Valdimar J. Eylands forseti hins ev. lút. kirkjuféalgs íslend- inga í Vesturheimi preeikar. P. S. Messað í Glæsibæ sunnud. 15. júlí kl. 2 e. h. Passið kettina. Nú eru margir þrestir búnir að unga út. — Blaðið vill beina þeim tilmælum til hátt- virtra kattaeigenda, að þeir hafi auga með skepnum sínum og láti þær ekki éta ungana jafnóðum. — Ætli væri ekki gott að moka fisk- meti í kisu og hafa hana pakk- sadda fyrst um sinn? Dömupeysur með stuttum ermum, rnargar gerðir og litir Dömugolftreyjur í mjög fjölbr. úrvali, verð frá kr. 162.00 Verzluniit DRÍFA Sími 1521.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.