Dagur - 11.07.1956, Blaðsíða 2

Dagur - 11.07.1956, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 11. júlí 1956 VerSí fluilar vesiur um haf? fslenzki hundurinn að verða útdauður - Góðir fjárliundar nauðsynlegir í sauðfjárræktarlandi Þótt íslendingar hafi löngum stundað sauðfjárrækt og geri enn, er ]>ví svo farið á landi hér, að fjárhundar hafa aldvei verið ræktaðir. Mun þetta einsdæmi í sauðfjáræktarlandi. — Enn sýnist hundarækt svo fjarri, að gert er grín að þeim, er benda á þennan sjálfsagða þátt í sauðfjári-æktarbúskap. Afhyglisverð knattspyrnukeppni Bezta knattspyrnulið Luxemborgar keppir við Akureyringa næstkomandi laugardag kl. 4.30 Ólíkt farið að. Á meðan aðrar sauðfjárræktar- þjóðir leggja kapp á að kynbæta og temja góða fjárhunda og telja þá hina nauðsynlegustu, blandast okkar gamla, íslenzka fjárhunda- kyn meira og meira af útlendum hundum margra tegunda, svo að nú er þannig komið, að okkar gamli fjárhundastofn er að verða útdauður. Mun það líka æ alengara áð bændur hafa aldrei kynnzt góðum fjárhundi og þekkja ekki af eigin reynslu hver not eru að slíkum skepnum. Aldrei vitað um föðurinn. Þó er ekki því að leyna, að þrátt fyrir algert sinnuleysi um þessi mál, hafa þó af og til komið fram góðir einstaklingar, sem með þjálfun hefðu getað orðið afburða fjárhundar, og enn munu þeir hundar vera til. En þessum ágsetu einstaklingurn er ekki sýndur meiri sómi en svo, að alger til- viljun ræður timgun, og mun eng- inn hvolpur fæðast svo í landinu, að vitað sé um föðurinn með nokkurri vissu. Rröfur annarra um f járhunda. Til að gefa hugmynd um kröfur þær, sem gerðar eru til fjárhunda í Skotlandi, er eftirfarandi laus- lega og aðeins efnislega þýtt úr „The Shell Magazine". Þar lýsir greinaThöfundurinn, Robinson, keppnum, er fjárhundar eru lótnir heyja á stórum mótum, jafnvel landsmótum. Og auðvitað þurfa þátttakendur að uppfylla ýmis skilyrði til að fá að keppa. Þeir verða meðal annars að vera fjár- hundar, en ekki þjálfaðir keppnis- hundar. Á þessum mótum verða hund- arnir fyrir mörgum meiri háttar truflunum, sem setur suma þeirra út af laginu. Annarleg hljóð og skarkali má engin áhrif hafa og góðir hundar láta þau ekki villa um fyrir sér. Þrautir þær, sem þessum keppendum er ætlað að leysa, eru mjög erfiðar, reyndar svo erfiðar, að maður getur naum- ast trúað, að sé á færi hunda. Hundarnir keppa á héraðsmótum. Robinson segir að á venjuleg- um héraðsmótum séu vanalega notaðar þrjár kindur, sem hafðar eru í 250 metra fjarlægð. Fjár- hundinum er ætlað að sækja þess- ar þrjár kindur og koma með þær til smalans. Er þetta erfitt verk, enda gefin mörg stig fyrir þraut þessa, ef hún er leyst svo vel sem hægt er. Stigin eru gefin í þrennu lagi fyrir þessa íþrótt. Fyrst fyrir það, hvernig hundurinn fer að á leiðinni og þangað til hann er kominn fyrir féð. Ekki má hann hlaupa beint af augum, heldur fara í stórum boga, annað hvort til hægri eða vjnstri, eftir þvj sem húsbóndi hans segir honum fyrir. Næst er gefið fyrir það, hyern- ig hundurinn bregst við þegar kindurnar taka til fótanna vegna styggðarinnar eða hræðslu við hundinn, og hvað honum ferst vel að reka kindurnar til húsbónda síns. Þetta er þó gert nokkuð tor- velt. Girðingar og aðrar hindranir eru á leiðinni og verður hundur- inn sjálfur að átta sig á þeim og haga sér samkvæmt þvi. En þetta er hins vegar mjög til hægðar- auka fyrir dómara og gamans fyrir áhorfendur, sem sjaldan láta sig vanta á slíkum mótum. Hefst þá lokaþátturinn, er hann í því fólginn að reka féð rétt og rækilega gegnum hlið og nýjar hindranir og siðast í rétt. Tíminn, sem gefinn er, er 10 mínútur. Miklar kröfur gerðar. Á landsmótum eru verkefnin miklu erfiðari en á héraðsmótum, enda ekki á allra færi að heyja þar keppni. Þá eru notaðar fleiri kindur og þær hafðar mun lengra frá, eða allt að 400 metrum. Fjár- hundurinn verður að sækja kind- urnar og eru torfærur á leiðinni. Síðan á hann að koma með féð á afmarkaðan hring, sem er 20 metrar í þvermál. Þar bíður hús- bóndi hans eða smalinn hans og hjálpast þeir að þvi að skilja tvær ómerktar kindur frá hinum og má engin kind fara út úr hringnum á meðan. Síðan á hundurinn að reka féð hjálparlaUst að réttinni og þar biður smalinn hans og heldur í endann á 6 feta löngum spotta. En þessi spotti ákvarðar svigrúm smalans við að hjálpa hundinum að rétta féð. Enn á ný verður hundurinn að fara með kindurnar út og reka þær í hringinn, sem áður getur. Þar verður hann að ná merktri kind úr hópnum. Smalinn fer nú pokkurn spöl frá og segir hundin'- um að koma með kindina til sin. Ef dómararnir sjá, að þessari raun er einnig lokið á viðeigandi hátt á 15 mínútum eða skemmri tíma, gefa þeir einkunn sina eftir allri frammistöðu hundsins. • En snúum okkur aftur að ís- lenzka fjárhundinum. G.óður fjúrliundur auiðyeldar fjárgæzlu. Gaman væri að frétta um afrek íslenzkra fjárhunda, sem grafjð hafa fé úr fönn, smalað lönd hús- bónda síns einir síns liðs eða sýnt önnur merki um vit og vilja. Um tryggðina efast enginn. Skyldu þeir vera margir ís- lenzku fjárhundarnir, sem leyst gætu eina eða fleiri þrautir, þær sem skozkum huindum er ætlað, eigi þeir að teljast góðir fjárhund- ar? Það væri vissulega nauðsynlegt og ómetanlegt fyrir bændur þessa lands, að eiga reglulega góða fjár- hunda til að létta erfiða smala- mennsku og fjárgæzlu og fjárgæzl- an yrði mun eftirsóknarverðari en (Framhald á. 5 síðu) Nýkomið frá Bosch: Miþstöðvar Jlal mflgnsþ iirrk u r líásþnni ithejli Rofar í bifreiðar Véla- og bUsáhaldadeild Á föstudaginn kemur hingað til Akureyrar með flugvél frá Flug- félagi Islands, fyrsta erlenda knattspyrnuliðið frá félaginu Spora í Luxemburg, en það er stærsta íþróttafélag þar í landi, og hefur m. a. tekið þátt í Ólympíu- leikum og hlotið meistara. Spora kemur hingað til lands á vegum knattspyrnufélagsins Þróttar í Reykjavík, en það félag var stofn- að 1949 og er því yngsta íþrótta- félag höfuðstaðarins. Þróttur lék sinn fyrsta leikr við gesti sína sl. sunnudagskvöld og hafði styrkt lið sitt með sex lánsmönnum frá öðrum félögum. Endaði leikur sá með jafntefli, 3 mörkum gegn 3. Spora mun leika fimm leiki hér á landi í þessari ferð, þann fyrsta lék liðið þann 8. þ. m. við Þrótt. Annar leikur þeirra verður háður hinn 10. þ. m. og munu þeir þá leika við Akurnesinga. Fimmtu- daginn 12. júlí munu þeir leika við úrvalslið Reykjavíkur, en 14. júlí keppa þeir við Akureyringa. Sið- asti leikur Spora verður hinn 17. júlí við úrvalslið Suð-Vesturlands. Spora hefur á undanförnum ár- um verið bezta. knattspyrnufélagið í Luxemburg -og varð' Tneretari' á' síðasta ári. Með liðinu hingað koma tuttugu menn, þar af 17 leik menn, fimm þeirra hafa leikið í landsliðinu, en nokkrir aðrir hafa leikið í B-landsliðinu. Þekktasti maður liðsins er Austurrikismað- urinn Willy Macho, sem hefur ver- ið þjálfari liðsins síðan 1954, en hefuf jafnframt leikið með því og verið fyrirliði. Macho lék 17 sinn- um með landsliði Austurríkis og sést af því að hér er um mjög snjallan leikmann að ræða. Einn- ig er vinstri útherjinn, Letsch, nokkuð þekktur á meginlandinu, en hann hefur leikið um þriggja ára skeið sem atvinnumaður í Frakklandi, og hefur leikið fjöl- marga leiki með landsliði Luxem- burgar. Þess má geta, að allir leik- menn liðsins eru áhugamenn. Spora hefur náð ágætum ár- angri í ár. Nýlega lék það við VLF, Köln, og varð jafntefli, 2 mörk gegn 2. Einnig lék það við Rancing Club Lens í Frakklandi, Kemur röðin að okkur? í nýjum, dönskum blöðum er sagt frá því, að útvarpið í Sovét- ríkjunum hafi í bréfi til danska út- varpsins óskað eftir skiptum á list- rænu útvarpsefni, einkum hljóm- list. Danska útvarpsráðið ákveður svar sitt á fundi x ágúst, og gert er ráð fyrir því, að það verði já- kvætt. Ekki hefur heyrzt um, að Ríkis- útvarpið hér hafi fengið nein slík tilmæli, en kannske koma þau. Fjölgar þá talsvert áheyrendum að hljómlistarflutningi Islendinga. sem varð annað í fyrstu deild í frönsku keppninni. Frakkarnir sigruðu með 5 mörkum gegn 3, eft ir skemmtilegan leik. Spora leikur meginlandsknattspyrnu, með stutt- um, hröðum samleik. Eins og fyrr segir koma hinir erlendu gestir hingað til Akureyr- ar á föstudaginn og munu dvelja hér fram á mánudag. Fyrir hádegi á laugardag munu þeir skoða bæ- inn, en á sunnudaginn fara þeir um nágrenni bæjarins og austur í Mývatnssveit, og verða helztu staðir á þeirri leið skoðaðir. Há- degisverður verður snæddur í Reynihlíð. Á þessu sést, að ráðist er i mik- ið af litlum efnum, en þeir sem að þessu standa treysta ó sam- hjálp fólksins, sem hefur áhuga fyrir knattspyrnuíþróttinni. Knatt- spyrnumenn okkar hafa æft vel í vetur og vor. Þeir vita, að af þeim er mikils krafizt og munu nú sem áður gera sitt bezta. En óhugsandi og óverjandi er það, að ætlast til þess af þeim, að þeir beri fjárhagsþunga þessarar heimsóknar. Knattspyrnuráð- Akureyrar treystir því á alla, sem eiga þess kost, að mæta á íþróttavellinum næstkomandi láugardag, að fjöl- menna. Knattspyrnuráð Akureyrar vill minna á að íþróttásvæðið er illa girt og því erfitt að selja aðgang að íþróttakappleikum. Sniðgangið ekki þá sem selja miða, heldur gangið til móts við þá og greiðið góðfúslega. íþróttanámskeið að Laugarvatni Dagana 29. ágúst til 6. septem- ber næstk., mun að Laugarvatni fara fram námskeið fyrir íþrótta- kennara á vegum Iþróttakennara- skóla Islands. Á námskeiðinu mun verða kennt: Fimleikar með undirleik og hrynjandi-æfingar (rythmik), körfuknattleikur, stökk, gönguæf- ingar og dansar. Aðalkven-íþróttakennari Iþrótta- háskólans í Köln, mun kenna á námskeiðinu. Þá munu þau Sigríð- ur Þ. Valgeirsdóttir og Árni Guð- mundsson einnig annast kennslu. Erindi flytur dr. Broddi Jóhann- esson og efnt verður til samræðu- funda og funda í íþróttafélagi Is- lands og nemendasambandi Iþróttakennaraskólans á Laugar- vatni. Golftreyja gleymdist í Vaglaskógi 14. i:. m. — Skilist vinsamlega á afgr. Dags. íslen/kur landnemi í Californíu. Hann er ljósgulúr aó lit nieð Jningað skott og vel ujxprétt eyru. Myndin tekin vestra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.