Dagur - 11.07.1956, Blaðsíða 4

Dagur - 11.07.1956, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 11. júlí 1956 $SSS$»4$S$Í!W«S$3SÍ«!«ÍSÍ$W$Í$S3S$$««SÍS$«4Í Í DAGUR | j Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON. j 2 Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: 22 2 Þorkell Björnsson. | Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. Árgangurinn kostar kr. 75.00. 22 IBlaðið kemur út á miðvikudögum. Gjalddagi er 1. júlí. 22 PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. | Miklar vonir eru bundnar við síldveiðarnar Á ANNAN ÁRATUG hefur síldveiðin fyrir Norðurlandi brugðizt að mestu. Áður fyrr var síld- veiðin góð og það svo, að uppgripaafli var ár. eftir ár. Var aflinn þá ýmist nýttur í bræðslu eða salt eftir því hvernig á stóð. Nú hefur um nokkur ár sama og engin síld farið í bræðslu, miðað við það sem áður var. Öll síld sem veiddist var söltuð, enda verðmeiri þannig verkuð. í vor fóru skipin að búa sig til veiða á venjuleg- um tíma, en sjómennirnir ,munu þó ekki hafa verið mjög bjartsýnir um verulegan árangur, og er það ekki óeðlilegt þegar reynsla síðustu ára er höfð í huga. En um það leyti, sem fyrstu skipin komu á miðin, fór að fréttast um síld frá rannsóknarskip- inu Ægi, og strax þar á eftir fór síldin að veiðast. Var það á hinu gamla veiðisvæði vestur á Skaga- grunni og kringum Grímsey, en á vesturvæðinu hef- ur sama og engin síldveiði verið um margra ára skeið. Varð þetta strax til þess, að menn fóru að verða bjartsýnir um áframhaldandi síldveiði, og at- hafnalífiti á verstöðvunum norðanlands glæddist á samri stundu. EINS OG ALKUNNUGT ER, er. það eitt af þjóðfélagsvandamálum okkar ,að halda jafnvægi í byggð landsins. Ekkert hefur verið eins hættulegt jafnvæginu og hið tímabundna atvinnuleysi í ver- stöðvunum út um landið. Er ekki að undra þó að fólk leiti á aðra staði, þar sem atvinnulífið er blóm- legra og lífsafkoman vænlegri. Þannig hefur þróun- ini verið undanfarin ár. Síldarleysið á ekki lítinn þátt í því, jafnhliða hinum miklu uppgripum, sem fólk hafði af hernaðarvinnu á Suðurnesjum. Hinar björtu vonir, sem menn byggja nú á áframhaldandi síldveiði í sumar, eru því gleðitíðindi fyrir alla þá, sem óttazt hafa afleiðingarnar af fólksflóttanum úr dreifbýlinu. Um síðustu helgi bárust þær fréttir að uppgripa- afli væri á síldarmiðunum, og að öll skip hefðu fengið einhvern afla. Jafnframt bárust þær fréttir úr verstöðvunum, að nú þegar væri orðinn skortur á vinnuafli til þess að hægt væri að nýta aflann í salt, en þannig gefur hann beztan arð bæði fyrir. sjómennina, útgerðina og ve'rkafólkið í landi, enda skapar mikil síldarsöltun aukna vinnu, ekki aðeins yfir háveiðitímann, heldur langt fram eftir hausti vð áframhaldandi verkun og varðveizlu síldarinnar. Ekki má heldur gleyma því, að saltsíld er dýr vara til útflutnings og gefur þjóðarbúinu drjúgar gjald- eyristekjur. EKKI SKAL UM ÞAÐ SPÁÐ, hvert verði áfram- hald á þessari góðu byrjun, en óskandi er að þær glæstu vonir, sem við sildina eru bundnar, verði ekki falsvonir að þessu sinni. Væri ekki vanþörf á að uppgripaafli, og þar af leiðandi góð afkoma þjóðarbúsins, kæmi einmtit nú þegar fjöldi íslend- inga virðist vera að gefa trúna á landið og auðæfi þess upp á bátinn, en vilja flýja á náðir erlends herliðs um vinnu til þess að framfleyta lífinu. Fólkseklan á verstöðvunum norðanlands og útlend- ingarnir sem vinna í sveitinni og á togurunum, sýna að Iandið hefur vinnu að bjóða öllum þeim sem vilja vinna, þó að tekjurnar yrðu kannske ekki eins geysilegar á hvern einstakling eins og af umboðs-. launum og alls konar braski, sem margir vilja lifa af eingöngu. Vonandi eiga síldarbátarnir eft- ir að koma oft að landi, hlaðnir af hinum verðmæta og langþráða fiski, sem virðist hafa yfir að ráða seiðandi töframætti fyrir alla þá, sem honum hafa kynnzt. jón skrifar um útvarssöguna. VAL ÚTVARPSINS á þýddum framhaldssögum virðist tæplega vera gert í því augnamiði að geðjast hlustendum eða hví eru þá valdar gamlar sögur, sem til eru á íslenzku og mikill hluti hlustenda heíur þegar lesið? Þeir, sem hafa lesið þessar sög- ur, nenna ekki að hlusta, en hinir, sem ekki hafa lesið og ef til vill fá áhuga á sögum þessum, ná sér bara í bækurnar og ljúka þeim á einni kvöldstund, og þá er þeirri skemmtun lokið. Þær þýddu útvarpssögur, sem vinsælastar hafa orðið, Bör Bör- son og Ástir piparsveinsins, höfðu ekki áður verið gefnar út hér á landi, þær voru fólki ókunnar áð- ur, þær voru ferskar og vöktu for- vitni um leið og skemmtun, annars hefðu þær aldrei náð þeim vin- sældum, sem raun bar vitni. Fólk vill fá sögur, sem það hef- ur ekki lesið, og helzt einhverjar, sem það getur ekki náð í til að lesa. — Munið það næst, útvarps- menn! Söngur í Bárðardal. KIRKJUKÓR Lögmannshliðar- sóknar hélt söngskemmtun að Sandvík í Bárðardal laugardags- kvöldið 16. júní og mátti til tíð- inda telja, að æfður blandaður kór sækti svo langt frá ströndinni inn til landsins til að syngja fyrir fólk- ið. Þetta er ekki stór söngflokkur, aðeins rúmlega tuttugu sungu þarna og mátti það með ólíkind- um heita, hvað söngfólkið fyllti samkomuhúsið með unaðslegum söng. Og naumast hefði maður trúað 'því, ef ekki hefði blasað við, áð SVö fámennur samkór léti svo að - sér .kveða, og mun hvort tveggja koma til, frábær söng- stjórn Áskels Jónssonar söngstjóra og að valinn maður er í hverju rúmi. Einsöngur frú Helgu Sigvalda- dóttur vakti hrifningu allra, eink- um í laginu Sjá þann hinn mikla flokk sem fjöll, sem hún söng ljómandi vel. Mörg Iögin voru erf- ið í flutningi fyrir ekki stærri kór, t. d. Kvöldbæn eftir Björgvin Guðmundsson, sem þó var með miklum ágætum flutt. Óll þessi söngskemmtun bar svip hreysti og gleði, sem allir viðstaddir þakka og munu lengi minnast. Sýnum göfugum gesti þakklætisvott Guðrún Brunborg sýnir kvik- myndina „A valdi eiturlyfja“ í Nýja-Bíó á Akureyri í dag, mið- vikudag, kl. 9 e. h. Þótt öllum sé kunnugt hið mikilvæga og árang- ursrika starf frú Guðrúnar, í þágu íslenzkra námsmanna í Noregi, er þó rétt og skylt að vekja enn einu sinni athygli á því. Hefur frúin þegar unnið þrek- virki og stöndum við í mikilli þakkarskuld við hana og hennar óeigingjarna og djarfa starf. Get- um við sýnt þann Iitla þakklætis- vott að sækja sýninguna í kvöld. Með því leggjum við líka okkar skerf til að létta íslenzkum náms- mönnum dvöl við háskólanám í Noregi. Vel hefði farið á, að samkomu- gestir hefðu allir mætt áður en söngurinn hófst, en ekki beðið þess að dansinn hæfist, sem á eftir kom, en um það tjáir ekki að tala, þar ræður hið frjálsa val fólksins. Vafalaust má telja, að svo góðir gestir sem Krikjukór Lögmanns- hlíðarsóknar var x Bárðardal með söngstjóra sinn, sem svo vel talaði til gömlu sveitunga í Bárðardaln- um áður en söngurinn hófst —- vafalaust má telja að slík gest- koma sé fullt svo áhrifamikil til „jöfnunar í byggð Iandsins“ og all- ur orðaflaumurinn sem þó vin- gjarnlegir ræðumenn láta frá sér fara nú um sinn, og mætti veita ýmsum bending, um hvers sveit- irnar þurfa með öðrum þræði. J- Zóphónías Zophóníasson bílst jóri á Blönduósi fimmtugur Föstudaginn 6. júlí lögðum við hjónin leið okkar til Blönduóss að heimsækja vini okkar þar, Zópho- nías Zóphoníasson og fjölskyldu, en þann dag átti hann fimmtugsaf- mæli. Það var margt um manninn þar, sem við var að búast, þar sem persónulegar vinsældir hans og þeirra hjóna eru með afbrigðum góðar og Zóphonías einn af elztu og traustustu bifreiðastjórum í Húnavatnssýslu, svo.' að ekki sé lengra farið. Þegar Zóphonías hóf bifreiðaakstur sinn ungur að aldri (raunar ungur enn) voru vegir ekki eins góðir yfirferðar og nú er, en þótt erfitt væri að komast áfram, bæði hvað vegi og veður snerti, heppnaðist honum leiðin, stýrði bíl sínum öruggri hendi, svo vel, að mér sem þessar línur skrifa er ebki kunnugt um, að á allri hans keyrslu, hafi hann hent nein óhöpp og þegar hann nú eftir öll þessi ár, horfir til baka, má hann sannarlega vel við una. Hann keyrði um langt skeið mikið fyrir Vatnsdælinga og aðra, enda sýndu þeir og aðrir, það, sem hafa notið hjálpar Zóhoníasar og trausts, með því að fjölmenna til hans 6. júlí, heiðra hann á margvíslegan hátt, með hlýjum handtökum, árnaðar- óskum og góðum gjöfum. Um eitt hundrað manns heimsóttu þau hjón þenna dag. Kona, Zóphonías- ar, Guðrún Einarsdóttir, átti líka sinn stóra þátt í því að gera þenn- an dag sem ánægjulegastan fyrir mann sinn og gesti, með sínum al- kunna myndarskap, hún og þau hjón bæði, þekkt fyrir gestrisni sína og alúð. Þar þekkjast heldur ekki nein pólitísk veðrabrigði. Að síðustu hjartans þakkir okk- ar hjóna til Guðrúnar og Zóphoní- asar, fyrir tryggð þeirra og órofa vináttu. Guð blessi þau og fjölskyldu þeirra um alla framtíð. Helga Jónsdóttir frá Öxl. r Ut á hlaupabrautina Hvort sem það nú mundi stöðva eðlilega framþró- un á ýmsum sviðum eða ekki, ef allir væru ánægðir með sitt, er hitt þó víst, að margir leita langt yfir skammt að gæðum lífsins og sætta sig ekki við það sem lífið hefur lagt í lófa þeirra. Kapphlaupið að einhverju vissu takmarki, er stundum svo þrotlaust og sjúkt að nálgast geðveiki. Og það er svei mér eng- inn smásprettur að hlaupa mestan hluta æfinnar, og stundum alla æfina, að ímynduðu, endanlegu loka- takmarki, sem á að vera uppfylling allra vona og óska, en gefa sér ekki tíma til að njóta gæða íilver- unnar, vanrækja konu og börn, blanda ekki geði við beztu vini sína og gefa sér ekki einu sinni tíma til að njóta hamingju einverustunda, lesa ekki góðar bækur, já, taka ekki eftir fegurð jarðarinnar í sum- arskrúði eða dýrð himinsins við fyrsta skin morg- unsólar. Flestir munu þekkja ung hjón, sem eftir stuttan tíma finna til tómleikans og setja þá alla von á fyrsta barnið. Bara að þau gætu eignast erfingja, þá yrði dásamlegt að lifa. Oftast uppfyllist þessi ósk, en hvar er hamingjan? Móðirin þreytt og nýtur ekki svefns og værðar. Maðurinn leiður. Áhyggjurnar hafa haldið innreið sína á litla heimilið. Barnið færði þeim ekki hina þráðu hamingju. Þvert á móti hafði það fært hjónin hvert frá öðru. Stundum geta lækn- ar, sé þeirra leitað, kennt hinum ungu hjónum að leggja meiri rækt við hjónaband sitt, með góðum V- «* árangri. Fjöldi manna og kvenna vaða í svipaðri villu, Þetta fólk álítur, að ef það nái ejphv^rjþ yjssu tak- marki, eignist til dæmis betri íbúð, fwllkomin hús- gögn, bíl eða eitthvað af hinum ytri þægindum, verði Iífið eins og fegursti draumur. Réynslan sýnir að þetta er sjaldan rétt, þótt hver verði að setja ein- hverjar lágmarkskröfur. hr, .... ■ ■■ > I nýútkomnu Readers Digest er útdrátt’ur úr bók — The Grass is Never Greener, kem 'íjállar!úm.hjón, sem voru stöðugt að leita að stað, þar sem veðráttan og allt annað væri sem ákjósanlegast. Þau varu upp- alin’í Toronto, en fannst þar svo kalt á veturna, að þau fluttu til Florida. Þar var of heitf á sumrin. Það- an til New Mexiso, en þar var margt að, svo að þau fóru heim aftur til Toronto; skömmu síðar flúðu þau borgarlífið út á land, en þar var of fámennt. Enn einu sinni lögðu þau land undir fót og fóru nú til Cali- forníu og fundu stað, þar sem veðráttan var dásam- leg, en samt voru þau ekki ánægð, þau söknuðu vina sinna í Toronto. Að síðustu komst eiginmaðurinn, sem skrifar bókina, að þessari niðurstöðu: „Nú veit eg, að það eina, sem hægt er að gera, er að sætta sig við — snjóinn, frostið, þokuna, eða hvað sem það er. Þetta er í raun og veru gamla sagan — eini vegurinn til að öðlast gæði lífsns, er að njóta sem bezt þess góða, sem forsjónin hefur látið manni í té.“ Og nú eru þau komin til Toronto á ný. En fæstir hafa efni á svo dýrkeyptri reynslu. En allir hafa efni á að njóta lífsins, ef þeir aðeins kunna það. Það verður þó aldrei gert á harða hlaupum, eft- ir ímynduðum og fjarlægum hlutum og heldur ekki eftir uppskriftum fræðimanna. Þvi miður virðist borgarlífið leiða æ fleiri á þá hlaupabraut. Látið unglingana annast garðplöntur „Látið barnið, strax og það er fært til þess, fá dá- lítið horn í garðinum fyrir fáeinar plöntur, ungling- inn síðar heilt beð eða garðholu, sem hann svo stundar með tilsögn hinna eldri, eftir megni. Oft mun lieyrast, að þetta sé óþrifavcrk fyrir barnið og föt þess, það eigi ekki íyrir því að liggja að vinna moldarverk. — A þá barnið heldur að ganga í iðjuleysi? Hvað liggur svo fyrir barninu? Vegni því eigi sem gullfiski, þá kemur oftast matjurtagarðurinn að gx'xðu gagni, livort heldur við velmegun eða fátækt er að búa...." Árni Thorsteinsson, landfógeti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.