Dagur - 11.07.1956, Blaðsíða 1

Dagur - 11.07.1956, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagu DAGUR kemur næst út mið- vikudaginn 18. júlí. XXXIX. árg. Akureyri, miðvikudaginn 11. júlí 1956 39. tbl. Opnun nýju sundlaugarinnar markar óf í sundmálum bæjarins Þarsteihn M. Jónsson, forseti bæjarstjórnar, í ræðustól við opnun sundlaugarinnar á Akureyri 7. júlí síðastl. Mikil sild á vestursvæðinu Bræla er nú á austurmiðunum Sigtufirði í £ær. Samkvæmt viðtali við bæj- arstjórann á Siglufirði, Jón Ivjartansson, fréttist að nokk- ur skip hefðu fengið afla 24 sjómílur norðvestur af Siglu- firði í gærkveldi. Fóru skipin út hvert af öðru og fengu 30 skip síld í nótt og í morgun. Samtals um 10 þús. tunn- ur. — Voru það þessi skip: Fanney 500 tunnur, Fróði 100, Grundfirðingur 200, Keilir 350, Hilmir 250, Sigurður 600, Þor- steinn frá Sigluf. 500, Pétur Jóns- son 300, Bjarmi 400, Víðir S. U. 400, Faxaborg 450, Súlan 450, Særún 600, Erlingur III. 100, Baldur 200, Hrönn 450, Páll Páls- son 450, Bergur 250, Helgi Fló- ventsson 450, Helga 250, Böðvar 100, Hringur 450, Gunnólfur 500, Mummi 150, Arnfirðingur 100, Einar Hálfdánarson 650, Tjaldur 150. Saltað var á flestum söltunar- Fegurðarsamkeppnin á Langasandi A föstudaginn fer frani fegurðar iamkeppni kvenna á Langasandi í CJaliforníu. Fegurðárdrottningin ís- len/.ka, er valin var í sumar, frk. Guðiaug .Guðmundsdóttir, er farin yestur til þátttiiku í þessari alþjóða fcgurðarsamkeppni, og óskum við hcnni fararheilla. Óvíst um myndun nýrrar ríkisstjórnar Foringjar stjórnmálaflokkanna og aðrir tilkvaddir menn kanna möguleika til myndunar rikis- stjórnar þessa dagana. Ekkert hef- ur verið látið uppi um árangurinn enn sem komið er. Landkjörstjórn hefur lokið störfum og er búizt við að Alþingi komi saman um eða úr miðjum júlí. stöðvum á Siglufirði í nótt. En alls eru söltunarstöðvarnar 21 á staðnum. Hingað munu vera komnar til söltunar ca. 35 þús. tunnur, en lít- ið hefur verið brætt enn sem kom- ið er. Á austursvæðinu fengu 10—11 skip litla veiði, enda bræla á mið- unum þegar austar dró. Þrjátíu þúsund mál í bræðslu á Raufarhöfn. Raufarhöfn í gær. Nokkur skip komu hingað með sild til söltunar í morgun, en nú er norðanstormur hér eystra og lítil veiði. 17 þúsund tunnur er búið að salta og vantaði fólk þegar mest barst að af síldinni til að salta og var þá ekki hægt að taka nema takmarkað magn af hverju skipi, en hitt látið í bræðslu,30 þús. mál. Yfir 1000 aðkomufólk er nú komið til Raufarhafnar og at- vinnulífið fjörugt það sem af er síldarvertíðinni. Loftleiðir opna nýja skrifstofu Mánudaginn 2. þ. m. opnuðu Loftleiðir nýja skrifstofu í Frank- furt am Main í Þýzkalandi, en sú borg er mikil miðstöð fiugsam- gangna og er nú í miklum vexti. Skrifstofan er við eina af aðal- götum borgarinnar, Rathenauplatz, og er á fyrstu hæð byggingarinnar nr. 2—8. Þetta er fyrsta skrifstofan, utan Hamborgar, sem Loftleiðir opna í Þýzkalandi, en vinsældir félagsins þar í landi eru nú vaxandi og standa vonir til þess að hin nýja skrifstofa muni verða til þess að auka tölu viðskiptamanna Loft- leiða í Þýzkalandi. Loftleiðir halda nú uppi fjór- um áætlunarferðum í viku til og frá Hamborg. Síðasta sjóferð þriggja gamalla skipa Hollenzki dráttarbáturinn Tyne er nýlega lagður af stað héðan með 3 skip í togi, sem seld eru sem brotajárn til Hollands og fermd brotajárni. Skipin eru: Sverrir, Bjarki og Jökull frá Rvík. Vonandi tekst þessi síðasta sjó- ferð skipanna að óskum. Kostar um 3 milljónir króna, en fullnægir ströngustu kröfum um slíkar byggingar Sundlaugin nýja á Akureyri var opnuð með viðhöfn á*laug- ardaginn var. Þessa atburðar mun liafa verið beðið með óþreyju um margra ára skeið, eða allt frá árinu 1948, þegar hafin var framkvatmd þeirra viðbótarmannvirkja, sem nú eru fullbúin og tekin til notkunar á sundlaugarsvæðinu. Sundfrömuðirnir Lárus Rist og Ólafur Magnússon. Vandaður sundstaður í hjarta bæjarins. En hinn langi aðdragandi og seinagangur á framkvæmdum gleymast í einni svipan og for- ráðamönnum framkvæmda, sem eru orðnir fjölmargir, fyrirgefast margar vanrækslusyndir, þegar hið nýja hús, með kennslusund- laug á neðstu hæð, er endanlega fullbúið og býður bæjarbúum og öðrum er þess eiga kost, hina ákjósanlegustu aðstöðu til sund- iðkana, hreinlætis og þeirrar holl- ustu, sem vandaður sundstaður í hjarta bæjarins getur veitt. Vönduð bygging. Aðalbyggingin er 2730 m". Á neðstu hæð er mjög vönduð kennslusundlaug og hitunartæki (næturhitun) og vélasalur. Á mið- hæð er karladeildin með 58 bún- ingsklefum og að auki 5 einmenn- ingsklefum, þar sem hver baðgest- ur fær lykil að. Klefar þessir eru smíðaðir á Valbjörk h.f. og eru vandaðir að efni og frágangi. Hljóðeinangrun og loftræsting. Hljóðeinangrun er í loftinu, gerð af gosullarmottum og götuð- um asbestplötum. Ljósin eru vætu varin og hljóðeinangrunin líka, þ. e. gosullin. Loftræstingin á að vera fullkomin og er loftið hitað á neðstu hæðinni. J....É.&.Í Kennslusundlaugin nýja er mjög fullkomin og skemmtileg Sjálfvirk blöndun. I karladeildinni eru 5 steypi- böð. Blöndunin er að mestu sjálf- virk og er sá útbúnaður einnig í vélasal niðri. Eru þessi blöndun- artæki nauðsynleg vegna þess að slys gæti hlotist af sjóðandi vatni og í öðru lagi er hætt við að óþarflega mikil hitaorka færi til einskis að öðrum kosti. Þ,ó er á einum stað við böðin sjóðandi vatn. Handklæðahillur eru þarna og að sjálfsögðu klósett. Á gólfi eru gólfflisar, sem lítt munu þekktar hér á landi, nema á Flugvallarhótelinu í Keflavík. Þær eru snyrtilegar og sagðar sterkar. Kvennadeildin. Á efstu hæðinni er kvenna- deildin. Er þar mjög svipuð til- högun og stærð. Þó er hárþurrk- , sem þarna er fyrirhuguð, hvergi sjáanleg í karladeild. Klef- ar eru jafnmargir, en litir aðrir á þessari hæð. Böð. I norðurenda eru þurrböð, en eldri gufubaðstofa lögð niður. — Einnig er hvíldarherbergi fyrir baðgestina. í baðstofunni á að geta verið mjög heitt eða allt að 100 stig. Loft, veggir og gólf er einangrað með 10 cm. þykku korklagi. Hreinlæti. Oll tæki sundlaugarinnar taka um 600 kilovattastraum, þar með talin upphitun beggja sundlaug- anna. Sérstök tæki hreinsa vatnið og eyða bakteríum, og klór er einnig notað til að eyða gróðri og gerlum. Kennslulaugin.^ Kennslulaugin er mjög falleg og einkar þægileg til afnota. Þar er ágæt birta og gott loft, enda all- bátt til lofts og hljóðeinangrun góð, eins og annars staðar í hús- inu. Sjálft er vatnið lýst upp með 7 ljóskerum, sem eru undir yfirborði vatnsins og setja skrautlegan svip á laugina. Laugin sjálf er 12,5 metrar á lengd en tæpir 6 metrar á breidd, Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.