Dagur - 07.11.1956, Blaðsíða 2
2
D A G U R
Miðvikudaginn 7. nóvember 1956
Eftirfarandi grein er þýdd úr tímariti dönsku ung-
mennafélaganna, DANSK UNGDOM, en á meðal
ungmennafélaganna og kennaranna er að finna
beztu vini íslands meðal Dana.
Einn hinna þekktu manna, sem
starfa að norrænum menningar-
málum, er íslenzki rithöfundur-
inn Bjarni M. Gíslason, en hann
er búsettur hér í Danmörku.
Hann er ekki aðeins kunnur sem
rithöfundur heldur einnig sem
fyrirlesari í flestum sveitum
landsins, og hefur hann þannig
aukið verðmæta þekkingu um ís-
land og unnið að gagnkvæmum
skilningi og velvild á milli þióð-
anna. Af tug bóka eða svo, sem
hann hefur skrifað á dönsku,
þekkja margir skáldsöguna
„Hinar gullnu töflur“, en hún
heyrir til þeim bókum, sem
maður gjarnan mælir með, ekki
sízt fyrir unglinga. Bj. Gíslason
hefur auk hennar skrifað nokkr-
ar ljóðabækur, um bókmenntir
íslands eftir söguöld og ýmsar
aðrar bækur, norrænar að efni.
Síðasta bókin, sem hann hefur
ritað, er nú rétt komin út í ann-
arri útgáfu, og hún fjallar um ís-
lenzku handritin. Er þetta eina
„innleggið“, reist á vísindalegum
rökum, sem komið hefur fram í
Danmörku af íslands hálfu. Bók-
in heitir: „íslenzku handritin —
enn á dagskrá“. Hún ei- e. t. v.
ekki neinn skemmtilestur, en hún
er skýr og víðtæk greinargerð
um mál, sem hefur verið til um-
ræðu milli tveggja norrænna
landa, mál, sem hefur slíka þýð-
ingu, að það er skylda vor að
vera þar vel heima.
Islenzku handritin eru nokkur
geymd í Konunglegu bókhlöð-
unni, en langflest eru þau í há-
skólanum, í Árna Magnússonar-
safni. Þetta eru mörg þúsund
bindi af skrifuðum bókum á
pergament eða skinn, hinar svo-
kölluðu skinnbækur. Þar að auki
eru mörg þúsund skjöl, alls kon-
ar, ýmist frumrit eða eftirrit.
Þetta er allt skrifað á fslandi af
íslendingum og fyrir íslendinga,
en nú er þetta allt geymt hér í
Kaupmannahöfn. Hér eru m. a.
frumrit af hinum frægu íslenzku
fornsögum, Eddukvæðunum, þ. e.
a. s. uppsprettum hinnar norr-
ænu goðafræði, handrit að kon-
ungasögum Snorra Sturlusonar
og þar að auki gamlar íslenzkar
jarðabækur, lögbækur, kirkju-
bækur o. s. frv. Aldurinn er frá
því snemma á miðöldum og fram
á hinar síðari aldir.
Þessi handrit eru einstök
menningarverðmæti, geysimikið
bókasafn frá þeim tíma, er prent-
listin var ekki enn fundin upp, og
meiri gersemar er ekki að finna
annars staðar í Vestur-Evrópu.
Safn þetta er nú statt í Kaup-
mannahöfn en ekki Reykjavík,
en það er vegna hins nána þjóð-
réttarsambands sem áður var á
milli Danmerkur og íslands.
Handritin voru á sínum tíma
flutt til Daonmerkur að mestu
leyti af Árna Magnússyni (1663—
1730), en aðrir áttu sinn þátt í,
meðal annarra hinn frægi biskup
Brynjólíur Sveinsson í Skálholti.
Tilgangurinn með flutningi hand
rntanna var sá að geyma þau og
fá þau prentuð og gefin út, svo að
fleiri gætu notið þeirra en eig-
endurnir. Þá var íslandi stjórnað
frá Kaupmannahöfn. Þá var
Kaupmannahöfn sameiginleg
höfuðborg íslands og Danmerk-
ur, ásamt með sameiginlegri
stjórn, konungi og háskóla, og
þessum sameiginlega háskóla
ánafnaði Árni Magnússon hand-
ritasafnið að sér látnum.
Það er auöskilið, að þetta ein-
staka safn hefur ómetanlegt gildi
fyrir allar rannsóknir á sögu og 1
menningu norrænnar fortíðar og
miðalda. En mest gildi hafa
'handritin auðvitað á íslandi, þar
sem þau eru upp runnin, og þar
er hægara að lesa þau, rannsaka
og meta en á nokkrum öðrum
stað.
Eftir að fsland losnaði úr þjóð-
réttartengslum við Danmörk árið
1944, kom eðlilega sú ósk frsm á
íslandi að fá handritin aftur, því
að höfuðborg íslands væri ekki
lengur Kaupmannahöfn, heldur I
Reykiavík, og þess vegna væri I
hvorki stjórn landsins né háskóli
í Kaupmannahöfn heldur í
Reykjavík. Málið var rætt af
landsstjórnum og blöðum beggja
landa, en því var siglt í strand,
og þar er það enn.
Það var skipuð nefnd í Dan-
mörku 1947 til að rannsaka mál-
ið. Nefnd þessi birti álit sitt 1951,
og var það á þá leið ,að aðalhluti
safnsins skyldi vera áfram í
Danmörku, og var það rökstutt
með því, að Danir hefðu eignazt
safnið á löglegan hátt, í Kaup-
mannahöfn væru betri geymslu-
skilyrði, og hér væri því betra að
rannsaka og ávaxta þetta menn-
ingarpund en á íslandi. Nefndin
varð þó ekki sammála í öllum
greinum.
Það var þessi nefnd, sem vísaði
dönskum stjórnarvöldum veginn,
og þann 7. okt. 1952 sagði Erik
Eriksen I hásætisræðu sinni, að
hann mundi leggja fyrir þingið
lagafrumvarp um afhendingu
handrita til íslands. Þetta loforð
var endurtekið af stjórn Hedtofts
1953, sem ætlaði að skipta safn-
inu og gjöra það auk þess að
dansk-íslenzkri sameign. Þessu
boði neituðu íslendingar, þar
sem þeir óskuðu ekki eftir að
þessi íslenzku menningarverð-
mæti yrðu klofin í tvennt, og eft-
ir það lögðu Danir málið til hlið-
ar og kváðu það ekki vera á dag-
skrá lengur.
Þaúnig horfði snálið 1954, er
Bjarni Gíslason gaf út bók sína
um handritin, og með nafni bók-
arinnar lagði hann áherzlu á það,
að málið væri samt á dagskrá.
Bókin er í meginatriðum svar við
nefndarálitinu frá 1051, en ennþá
hefur enginn af dönsku fræði-
mönnunum reynt að hrekja rök
hennar.
í beinni mótsögn við nefndar-
álitið þá sýnir Bj. Gíslason fram
á, að framlag Dana til varðveizlu,
niðurröðunar, prentunar og út-
gáfu á handritunum hefur verið
hverfandi lítið miðað við framlag
íslendinga á þessu sviði. Það er
auðvitað miklu léttara fyrir ís-
lendinga að nota sér handritin.
Þau eru skrifuð af íslendingum á
þeirra eigin máli, og enn getur
hver læs og skrifandi íslendingur
lesið handritin án mikilla erfið-
leika. Það eru líka íslendingar,
sem frá fyrstu tíð hafa unnið við
safnið og þýtt og gefið út bæk-
urnar á dönsku og öðrum mál-
um. Á árunum 1930—1950 komu
40 útgáfur, og af þeim höfðu ís-
lendingar annazt um 35 en Danir
um enga. Þetta gefur góða vís-
bendingu um það, hverjir það
eru, sem mestan áhuga hafa á
handritunum.
í annarri útgáfu í bók Bj.
Gíslasonar er nefnt það, sem
seinna hefur gerzt í málinu, m. a.
tillaga sú, sem íslenzki háskóla-
rektorinn bar fram, að ef íslend-
ingar fengju handritin, þá létu
þeir reisa rannsóknarstofnun í
Kaupmannahöfn, sem hefði inn-
an sinna veggja öll handritin
ljósprentuð og íslending til starfa
við þýðingar á þeim. Þar að auki
yrði stofnað danskt prófessors-
embætti við háskólann í Reykja-
vík.
Slík gagnkvæm menningarleg
samskipti milli tveggja bræðra-
þjóða myndi án efa hafa mikil
áhrif í þá átt að auka skilning og
vináttu þessara tveggja þjóða, og
það yrði til þess að bæta öll
norræn samskipti.
Og svo vil eg að lokum gjöra
orð Bjarna Gíslasonar að mínum,
er hann segir síðast í bók sinni:
„Það er áríðandi, að bæði
Danmörk og ísland vinni sigur í
þessu máli, ísland á þann hátt,
að það fái sinn sögufræga arf
fluttan heim, en Danmörk láti
hann af hendi á þann veg, að það
sé henni ávinningur. Eg á við
með því, að það verði að líta á
málið af norrænum sjónarhóli og
það sé prófsteinn á framkomu
þjóðar við þjóð.“
Málið er geymt en ekki gleymt.
Er það kemur aftur til umræðu
og afgreiðslu, verða báðar þjóð-
irnar að leggja á það mikla
áherzlu, að það verði leyst á rétt-
an og virðulegan hátt.
NORÐLENDINGAR!
Munið! Þegar þér dvelj-
ið í Reykjavík. Dagur fæst
í Sölutuminum við Arnar-
hól.
Svo sem ráð var fyrir gert í síð-
asta tölublaði Dags, kom prófessor
Knut Brcircm hingað til Akureyrar
á sunnudaginn og flutti erindi sitt,
uj7i verkuii volheys og fóðrun með
þvi, í I.andsbankahúsinu þá um
kvöldið, og var erindið bteði mjiig
fróðlegt og prýðilega flutt.
Prófessorinn lióf mál sitt á því,
að á stríðsárunum og upp úr þeim
hefði Norðmönnum verið það mik-
il nauðsyn að hagnýta heimafengið
gróffóður scm mest við fóðrun bú-
penings, og leiddi það til þess, að
liafnar voru víðtækar tilraunir, cr
fjölluðu um það, hvernig þetta
mætti bezt verða. Varð vothcysverk
un eðlilega einn meginþáttur þess-
ara tilraúna, öflitn hráefnis til vot-
heysgerðar, verkunaraðferðir og svo
fóðrun með votheyi.
I>á ræddi prófessorinn meðal ann-
ars um sláttutíma á grasi til vot-
heysgerðar. Rannsóknirnar sýndu,
að fóðurgæði grassins (Foderkoncen-
trasion.en) hélzt nokkuð óbreytt jrar
til grösin byrjuðu að skríða, en tók
úr jiví að falla, og þó einkum eftir
blómstrun, en jrar senr fara varð
meðalveg, þannig að fá sem bczt
og einnig scm mest fóður, taldi
bann hagkvæmasta sláttutíma á
grasi til votheysgerðar, frá því grös
hófu að skríða og frarn yfir blómstr-
Un, eða um tveggja vikna skeið.
Meginþáttur erindisins var um
votheysverkunina sjálfa. Mælikvarði
á gæðum votheysins cða verkuninni
eru eftirfarandi atriði: Sýrumagnið
á helzt að vera undir pFI 4.2, en í
vissum tilfellum getur vothey jró
verið gott, Jiótt sýran sé minni, t. d.
ef grasið er forþurrkað eða íbland-
að maurasýru. Smjörsýra á að vera
mjög lítil í votheyi, helzt engin, eða
undir 0.1% í votheyi, er nota á til
að framleiða mjólk til ostagerðar,
en mjólkursýrumagnið á hins vcgar
að vera mikið. Að lokum á svo
ammoniak að vera lítið i vothey-
inu. Mikið ammoniak ber vott um
rotnun eggjahvítuefna.
í Noregi og víða erlendis er
reynslan sú, að jjótt hægt sé að gera
gott vothey án íblöncfunarefna, fæst
ekki öryggi í verkunina og of mikið
terður af gölluðu votheyi án þeirra.
Af íblöndunarefnum liefur A.I.V.
sýran hvarvetna gefið öruggastan
árangur, en maurasýra hefur einnig
gcfið mjiig góða raun og vinnur á
vegna þess, að minna magn jjarf af
henni heldur en A.I.V., og svo virð-
ist hún engin óhagstæð áhrif hafa á
búfénað, en Jjað getur A.I.V. haft,
ef mjög mikið er notað af votheyi,
sem verkað cr með jjeirri aðferð, án
Jjess að ráðstalanir séu gerðar til að
metta sýruna. Rannsóknir sýndu,
að af votheyi gerðu með íblöndun
A.I.V., lenti nær allt í I. og II. flokk,
þegar votheyinu var skipt I fjóra
flokka, en án íblöndunar koniu að-
eins um 60% af votheyinu í [jessa
flokka.
Þess má geta, að hráefnið í jjess-
um votheysrannsóknum hefur mjög
oft verið grasblanda af vallarföx-
grasi og rauðsmára, en smárann er
einmitt sérstaklega iirðugt að verka
án íblöndunar. Getur Jjetta liorft
nokkuð ööruvísi við hér, Jjar sem
hráefnið er oftast blanda af hrein-
um grastegundum. Ekki taldi pró-
fessorinn nauðsynlegt að nota í-
blöndun við súrsun á fóðurmerg-
káli, kartöflum, en Norðmenn súrsa
nú kartöflur í stórum stíl lil svína-
fóðurs, eða í vothey úr maís. Eigi
vildi hann fullyrða, hvernig jjessu
væri háttað með grænhafra, en vel
mætti vera, að r ið votheysgerð úr
þeim væri ekki íblöndunar þörf.
Forjjurrkun, Jj. e. að taka grasið
ekki með lausu vatni og láta snemm
slegið gras jafnvel aðeins léttast,
áður en það er tekið til votheys-
gerðar, einnig söxun á grasinu, ger-
it votheysgerð án íblöndunar auð-
veldari og gerir þ'áð að verkum, að
hægt er að komast af með mun
minni íblöndun.
Vertdegur hluti af erindi prófess-
ors Breirem fjallaði um fóðrun með
vothcyi, og var sá þáttur eigi minnst
athyglisverður. Hann taldi, að með
fóðrun á túnagróffóðri, jjað er heyi
og rótum, væri að öllum jafnaði eigi
hægt að láta kýr mjólka meira en
10—12% kg á dag. Þetta er miðað
við norskar kýr og innifóðrun. Á
góðri beit er hægt að komast upp í
15—20 kg mjólkur á dag. I-Iann tók
dæmi af kú, sem mjólkar 4200 kg á
ári. Með gróffóðrun einni er hægt
að fá um 2800 kg. Með tiltölulega
lítilli viðbót af hentugu kjarnfóðri,
er hefur einkum jjann tilgang að
bæta efnahlutföll gróffóðursins og
auka notagildi Jjess, má komast upp
í riisklega 3800 kg mjólkur. Þá er
aðeins eftir toppurinn, tæp 400 kg,
sem verður að framleiða með kjarn-
fóðri einu saman. Með notkun vot-
heys, að einhverju leyti, er hægt að
nota meira af gróffóðri til fram-
leiðslunnar heldur en ef einungis er
notað jjurrfóður.
Þá hefur jjað sýnt sig grcinilega í
lóðurtilraunum, jjar sem saman var
borið [jurrhey, vothey og jjurrhey
og vothey eintómt, að mun betri ár-
angur varð af tveimur síðasttíildu
flokkunum heldur cn á Jlurrheys-
flokknum.
Þelta, sem hér hefur verið sagt,
er aðeins lauslegt hrafl úr erindi
próf. Breirems, tekið cftir minni
og er jjví fjölmörgú sleppt, scm á-
stæða hefði verið að geta.
Sannímis erindinu sýndi prófess-
orinn fjölda línurita og töflur á
skuggamyndum.
Á eftir erindinu voru gerðar fyr-
irspurnir til prófessorsins, er hann
svaraði greiðlega.
Um 40 manns mun hafa hlýtt á
erindið. Hefðu mátt vera flciri, en
sjálfsagt hafa margir óttazt, að þeir
gætu ekki fylgzt með norskunni.
Prófessorinn er þó mjög auðskilinn,
talar skýrt og skipulega. Myndirnar
hefðu og getað létt miirgum skiln-
inginn. Þær voru með textum, að
vísu á ensku, en jjað mál skilja nú
margir.
Hcimsókn prófessors Breirems
liingað til Akureyrar var markverð-
ur viðburður fyrir okkur hér norð-
anlands frá búnaðarlegu sjónarmiði
séð, og hafi hann jjiikk fyrir kom-
una. Ó. J.
Loftleiðir bjóða
ódýrar fjölskylduferðir
til Ameríku
Loftleiðir bjóða enn hinar vin-
sælu fjölskylduferðir á tímabil-
inu frá 1. nóvember til 31. marz,
en með þeim stórlækka öll far-
gjöld milli Bandaríkjanna og ís-
lands fyrir þá, sem ferðast vilja
með þessum hætti.
Fargjöldin eru nú rúmar 5
þúsund krónur, sé farmiði keypt-
ur fram og til baka, en á hinu
fyrrgreinda tímabili dragast 2.285
krónur frá samanlögðu fargjaldi
hjóna, og fjögurra manna fjöl-
skylda getur ferðast fram og aft-
ur milli Bandaríkjanna og ís-
lands fyrir rúmar 10 jjúsund kr.
Þessi lágu fargjöld gilda ein-
ungis á flugleiðinni milli Banda-
ríkjanna og íslands, en þess
vegna er sízt dýrara fyrir þá, sem
ætla með fjölskyldu sína til út-
landa í vetur, að bregða sér til
Ameríku, í stað þess að fara til
Bretlands eða meginlands Ev-
| rópu.