Dagur - 07.11.1956, Blaðsíða 11

Dagur - 07.11.1956, Blaðsíða 11
Miðvikudaginn 7. nóvember 1956 D A G U R 11 Filmía mun sýna kvikmyndina „Hin vota gröf“ næstk. laugardag kl. 3 í Nýja-Bíó. „Hin vota gröf“ (In which we serve) er ensk, gerð árið 1942. Leikstjóri: Noel Coward. Coward er einhver kunnasti leikhúsmaður Breta og kunnur um víða veröld fyrir leikrit sín, m. a. má nefna „The Qeen was in the Parlour", „Des- ing for living", „Bitter sweet“, „Private Lives” og „Cavalcade“. Hann er á Bretlandi álitinn snéi — frumlegur og djúpskyggn í senn, sem túlki hið bezta og sér- kennilegasta í fari Bretans — á þann hátt, sem brezkum séntil- manni einum sæmi. Aðrir (og þeir eru furðu margir) álíta Co- ward ófrumlegan tildursvein — skoðanalausan og hugsjónasnauð an broddborgarahöfund. — En hvað um það Coward er einn af- kastamesti og vinsælasti leikrita- höfundur hins enskumælandi heims. Brezk kvikmyndalist var í molum er síðasta heimsstyi-jöld skall á. Bretar áttu þá varla nokkra leikstjóra, engan kvik- myndastíl. Fljótt yarð þeim ljóst, að kvikmyndin var bezta vopnið til að stappa stálinu í hina að- þrengdu, brezku þjóð — sameina hana gegn óvininum. Með mynd- inni „Hin vota gröf“ er Coward talinn hafa skapað nýjan, al- brezkan kvikmyndastíl. — All- mörg leikrit Cowards hafa verið kvikmynduð, en söguna um „Hina votu gröf“ reit Coward eingöngu til kvikmyndunar. — Hann leikur einnig aðalhlutverk- ið, skipherrann á tundurspillin- um „Torrin“ — og fjallar mynd- in um örlög skipsins, allt frá því að kjölurinn er lagður að því, þar til því er sökkt við strendur Krítar. Coward vefur einkalífi Fundur ráðunauta á Norðurlandi Nú um helgina, á sunnudag og mánudag, var að tillilutan Ræktun- arfélags Norðurlands haldinn fund- ur hér á Akureyri, þar sem saman komu héraðsráðunautar úr Norð- lendingafjórðungi og fulltrúar frá samböndum, einn úr hverju sam- bandi. Enn fremur mættu á fund- inum Arni Jónsson, tilraunastjóri, og Arni G. Eylands, stjórnarráðs- fulltrúi, er báðir fluttu erindi á fundinum. Ur stjórn Ræktunarfé- lagsins sátu fundinn Jónas ICrist- jánsson og Ólafur Jónssón. Þessi mál t oru rædd á fundinum: Dreifðar lihaunir. Framsögum. Arni Jónsson, tilraunastjóri. Sauðfjárræht. Framsögum. Sigfús Þorsteinsson, ráðunautur. Vélttekni. Framsögum. Árni G. Eylands, stjórnarráðsfulltrúi. Sámstarf búnaðarsambanda.Fram sögum. Ólafur Jónsson. Miklar umræður urðu unt <>11 þcssi mál. Fundarmenn hlýddu allir á er- indi próf. Breirems á sunnudags- kvöldið, og loks sátu þeir Bænda- klúbbsfund á mánudagskvöldið. skipsmanna inn í sögu skipsins og sýnir það, sem þeim er kærast og minnisstæðast heima, milli þess, sem hann lætur þá berjast fyrir lífi sínu á sökkvandi skipi. Filmía nýtur nú vaxandi vin- sælda hér á landi, sem öðrum löndum, er Filmíu-klúbbar starfa í. Nú eru t. d. starfandi þrír klúbbar hér á landi, í Reykjavík, Akureyr iog Vestmannaeyjum. — Enn er hægt að bæta við nýjum félögum og gefst þeim kostur á að fá skírteini n.k. laugardag í Nýja-Bíó frá kl. 2—3. Frá dansiagakeppninni Hér með fylgir atkvæðaseðill í Danslagakeppni S.K.T. 1956, er nti stendur yfir. Væntanlegir þátttakendur í at- kvæðagreiðslunni eru hvattir til að varðveita blaðið og atkvæðaseðilinn þar til útvarpað verður frá keppn- inni. En það verður væntanlega fljótlega, og þá tilkynnt með fyrir- vara. Til verðlauna er að vinna með þátttöku í keppninni. Þeir, sem mcrkja við þau þrjú lög í hvorum flokki — gömlu og nýju dönsunum — sem flest atkvæði hljóta að lokum, geta fengið að verðlaunum: Gítar, ca. 500 kr. virði, er hljóðfæraverzl. Sigríðar ITelga- d. í Rvík gefur keppninni fhiýju dönsunum, og óperu, á plötum, að eigin vali, er hljóðfæraverzl. Fálk- inn í Rvík gefur keppninni í gömlu dönsunum. Verði fleiri cn einn í livorum flokki með rétt úrslit, verður varp- að hlutkesti. Höfundur þess lags, er fær flest atkvæði -samanlagt. hlýtur að verð- launum flugfar til Kaupmannahafn ar og heim aftur, er Flugfél. Islands gefur sigurvegaranum, — og viku- dvöl í Höfn, er ferðaskrifstofan Or- lof I Rvík gefur. Mun hún og koma laginu og höfundi þess á framfæri á helzta skemmtistað Khafnar. Hvaða lag vilt þú, lesandi góður, senda í þessa för? Þú skalt liafa lag þetta meðal þriggja laga í hvorum flokki, cr þú merkir við með x. Það má hvorki merkja við fleiri né færri en þrjú lög í hvorum flokki annars er atkvæðaseðiílinn ógiidur. Undir eins og þú hefur greitt at- kvæði, skaltu scnda atkvæðaseðilinn í pósti. Fimm dögum síðar verður hann að vera kominn til Rvíkur, því at- kvæðin verða talin og birt viku eftir að útvarpað liefur verið. Utanáskriftin er pósth. 88, Rvik. ATKVÆÐASEÐILL Lögin við gömhi dansana: 1. Nóttin og þú, eftir 15-6. 2. Akranes-skórnir, eftir Þórð skóara. - 3. Heim vil ég, eftir Tvíbein. 4. Greikkum spor, eftir Nóa. 5. Sonarkveðja, eftir Es-dúr. 6. Þú gafst mér allt, eftir Mörlanda. 7. Á gömlu dönsunitin (Hæll og tá), eftir Jóa. Lögin við nýju dansana: 1. Bláu augun, eftir Baldursbrá. 2. Hvítir svanir, eftir Ómar. 3. Kveðja förusveins, eftir Jónas. 4. í maí, cftir E. S. 5. Þú ert vagga mín, haf, e. Háseta. 6. Viltu koma1 eftir Glettinn. 7. Við gluggann, eftir Dönna. Gjörið svo vel að sctja kross (x) framan við nöfn þriggja laga í livorum flokki, þeirra, er yður þykja bezt. Nafn: ............................ Heimilisfang: .................... - Ræða Eysteins Jóns- sonar f jármálaráðh. (Framhald af 7. síðu.) né að koma stjórninni á kné. En mestu skipti nú samheldni alþýðustéttanna til sjávar og sveita um þau erfiðu verkefni, sem fram undan eru. Hvatti hann mjög til góðrar sam- heldni. —o— Að síðustu kvaðst Eysteinn vera Akureyringum og öðrum Norðlendingum þakklátur fyr- ir óvenjulegan stjórnmálaþroska og djúpan skilning á aðsteðjandi vandamálum, er væri forystu- mönnum umbótaflokkanna mikil hvatning og örfaði til meiri átaka. Ræðunni var tekið með dynj- andi lófataki. —o— Eftir framsöguræðuna tóku margir til máls og ráðherrann svaraði fyrirspurnum fundar- manna með stuttum ræðum. Var fundurinn fjölmennur og fór hið bezta fram. Það var athyglisvert hve marg- ir voru langt að komnir er þarna mættu á fundinum. Kristniboðsfélag kvenna á Akureyri minntist þrjátíu ára starfsafmælis síns með fjölmennu samsæti í samkomuhúsinu Zíon hinn 1. nóv. sl. Félagið hefur aldrei fjöl- mennt verið, en það hefur starfað með áhuga, þrautsegju og óvenju legri fórnfýsi, og hefur það orðið mörgum hvatning til að styðja starfsemi þess. Auk þess að leggja drjúga nskerf til stuðnings íslenzku kristniboði, fyrst í Kína og nú í Konsó í Eþiópíu, hefur Kristniboðsfélag kvenna rekið fjölþætt heimatrúboðsstarf. Fé- lagið kom sér snemma upp ágætu samkomuhúsi, eins og almenningi á Akureyri er kunnugt. Þeir eru orðnir margir, er sóaa hafa sunnu dagaskóla og samkomur í Zíon, og mun ljúft að minnast þess. Nokkur fyrstu árin var ráðinn fastur starfsmaður hjá félaginu, Jóhannes Sigurðsson prentari. — Síðan hann fór hafa starfsmenn Sambands ísl. kristniboðsfélaga skipzt á að aðstoða við starfið í Zíon. K. F. U. M. og K. á Akur- eyri eru einnig til húsa í Zíon. Forstöðukona félagsins hefur lengst af verið frú Jóhanna Þór. Eftir að hún flutti til Reykjavík- ur tók við af henni frú Elinborg Jónsdóttir. Vegarskemmdir á Öxnadalsheiði Víða hafa smáskriður fallið á Oxnadalsheiði, vegarskurðir fyllst og aur runnið fram á veg- inn. Umferð hefur þó ekki tafizt, en viðgerðir þurfa að fara fram hið bráðasta, áður en frýs. Allir vegir norðanlands eru snjólausir og þíðir og þola illa endurtekin, stórfelld vatnsveður. □ Rún 5956117 = 2.: Atg.: □ Rún 59561197 = 1.: l. O. O. F. — 1381198V2. Spilakv. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju næstk. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 223 — 348 — 127 — 346 678. — P. S. Fundur í drengja- deild í kapellunni n. k. sunnudag kl. 5 e. h. — Ulfasmárar sjá um fundarefni. Næturlæknar. Miðvikudag Erl. Konráðsson, f sími 2050. — Fimmtudag Bjarni Rafnar, sími 2262. — Föstudág Sig. Ólason, sími 1234. — Laugardag Erl. Konráðsson. — Sunnudag Erl. Konráðsson. — Næturvörður í Stjörnu-Apóteki. — Mánudag Bjarni Rafnar. — Þriðjudag Sig. Ólason. — Næturvörður í Akur- eyrar-Apóteki. Kvenfélagið Framtíðin heldur fund mánud. 12. nóv. að Hótel KEA kl. 8.30 e. h. — Áríðandi að félagskonur mæti. Stjórnin. Hjúskapur. Sl. sunnudag voru gefin saman í hjónaband í Ak- ureyrarkirkju ungfrú Lilja Hall- grímsdóttir, símamær, Gránu- félagsgötu 5, A'kureyri, og Bald- ur Frímannsson, bifreiðastjóri, Skipagötu 2, Ak. Heimili þeirra verður að Gleráreyrum 1, Akur- eyri. Hjónaefni. Laugard. 27. okt. opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ebba Madsen, Slagelse, Dan- mörku, og Gunnar T. Bergþórs- son, vélvirki, Munkaþverárstræti 22, Akureyri. St. Ísafoid-Fjallkonan nr. 1 heldur fund í Skjaldborg fimmtu daginn 8. þ. m. kl. 8.30 e. h. — Fundarefni: Vígsla nýliða, hag- nefnd fræðir og skemmtir. — Fjölsækið! — Æðstitemplar. Bamaverndarfélag Akureyrar flytur bæjarbúum þakkir fyrir aðstoð á fjáröflunardeegi félags- ins fyrsta vetrardag. — Einnig þakkar félagið 100 kr. gjöf frá A. J. S. — Stjórnin. Barnastúkan Samúð nr. 102 heldur fund í Skjaldborg næstk. sunnudag kl. 10 f. h. — Inntaka nýrra félaga. — Spurningaþáttur. — Upplestur. — Kvikmynd. Barnastúkan Saldeysið nr. 3 heldur fund í Skjaldborg næstk. sunnudag kl. 1 e. h. Mætið öll! Kvenfélag Akureyrarkirkju heldur bazar laugardaginn 10. þ. m. kl. 5 í kapellunni. — Margir góðir munir. — Nefndin. Árshátíð stangveiðifél. Strauma verður að Hótel KEA n.k. laug- ardag. Áskriftarlisti á Pósthús- Frá Skákfélagi Akureyrar. — Skákæfingar verða í vetur í Verkalýðshúsinu á þriðjudögum og föstudögum kl. 8,30 e. h. Skógræktarfélag Tjarnargerðis heldur afmælisfund þriðjud. 13. nóv. kl .8.30 að Stefni. Skemmti- atriði, brauð á staðnum, takið kaffi með. — Nefndin. Spilakvöld lijá Skagfirðingafél. í Alþýðuhúsinu kl. 8.30 e. h. á morgun. Á Bændaklúbbsfundinum sl. mánudag var Árni G. Eylands stjómarrásfulltrúi frummælandi og talaði um búvélatækni. Yíir 100 manns sóttu fund þennan og var hann ánægjulegur. Verður hans e. t .v. getið síðar. í nóvember verður skrifstofa bæjarfógeta opin kl. 4—7 á fimmtudögum og föstudögum til afgr. á þinggjöldum, auk venju- legs afgreiðslutíma. Sjötugur. Baldvin Bergsson í Hrísey varð 70 ára 1. nóv. sl. Sjötíu og fimm ára. Jón Mel- stað bóndi að Hallgilsstöðum varð 75 ára 29. okt. sl. Hann er héraðskunnur maður, búmaður mikill og drengur hinn bezti. Sjötugur. Kristján Jónsson bakarameistari er sjötugur í dag, 7. þ. m. Hann er einn af hinum merkari borgurum þessa bæjar- félgas, heill í starfi og nýtur al- menns trausts. UR ULL: Peysur Treyjur Föt Kjólar Samfestingar Skyrtur og buxur úr soðinni ull UR BOMULL OG ÍSGARNI: Sokkabuxur Spælabuxur Samfestingar Kjólar Peysur Treyjur Skyrtur Bleyjubuxur Náttföt Barnateppi Plast bleyjubuxur Barnavasaklútar Johnsons bleyjur Johnsons barna- snyrtivörur. Verzl. Ásbyrgi h.f. Skipag. 2 — Simi 1555 CHHHHKHHHHHHHHHHtttttttttttttttÚ - Nemendur Samvinnu- skólans Framhald af 8. síðu. unga og efnilega menn og konur undir margháttuð verzlunar- og skrifstofustörf og aðra þjónustu á vegum samvinnumanna lands- ins. Skólinn er því grundvallaður á samvinnuhugsjóninni. Að Bifröst eru skemmtileg húsakynni og aðstaða á ýmsan hátt hin ákjósanlegasta. Skóla- starfið hefur gengið með ágætum og skólinn nýtur þess trausts, að nemendur hans eru eftirsóttir til starfa. Vonandi hefur hinum gjörfilega nemendahóp, þótt nokkur ávinn- ingur að heimsón sinni til sam- vinnubæjarins við Eyjafjörð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.