Dagur - 07.11.1956, Blaðsíða 9

Dagur - 07.11.1956, Blaðsíða 9
Miðvikudaginn 7. nóvember 1956 D A G U R 9 A'ð morgni hins 24. sept. sl. var himininn yfir Reykjavíkurflug- velli þungbúinn og grár, og þa'ð rigndi dálítið á hóp af fólki, sem beið eftir „Eddu“, millilanda- flugvél Loftleiða, sem var að koma frá New York á leið til Hamborgar. En biðin verður ekki löng, því að áður en varir kemur ,,Edda“ utan ur þokunni, lendir fallega úti á vellinum og ekur síðan upp að skýlinu. Mér finnst næstum að það gæti nokkurs þótta í svip og framgöngu þessa tígulega farar- tækis, sem leggur leiðir sínar ýf- ir óravegu úthafanna og gerir fjarlæg lönd svo nálæg, að undr- um sætir. En hér er ekki tími til heimspekilegra hugleiðinga. Eftir nokkur hröð handtök við farang- ur og skilríki, stígur fólkið inn flugvélina og það er haldið af stað. Fólkið, sem eg er að tala hér um ,er dálítill hópur af konum og körlum víðs vegar að af íslanai, sem nú ætlar að heimsækja ná- grannana á Norðurlöndum, til þess einkum að sjá hinar miklu garðyrkjusýningar, sem nú verða haldnar í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. > Þessi hópur er kannske dálítið sundurleitur, skoðana- og ahuga mál ef til vill nokkuð ólík, en þó er eitt sameiginlegt: Þátttakend- ur eru allir ákveðnir í því að láta þessa ferð verða eins konar sum- arauka, sem hafi í för með sér ánægju og fróðleik. „Edda“ flýgur lágt gegnum regnskýin yfir Reykjanesi og tekur stefnu á haf út. Eftir stut.ta stund lyftir hún sér upp úr þoku kafinu og nú skín sólin yfir endalausar víðáttur hvítra skýja. Vestmannaeyjar sjást óglöggt. sem snöggvast, én síðan aðeins hin hvíta auðn, sem tekur á sig óteljandi myndir í sólskininu. Nú er löngu búið að leysa or yggisbeltin. Það er gengið um litið út um glugga á bæði borð spjallað og gert að gamni sínu. — Flugfreyjurnar eru önnum kafn ar við að uppfylla óskir farþeg anna. Einn biður um súkkulaði. annar vill fá vindil, þriðji koní- aksstaup, og sá fjórði blað til að lesa o. s. frv. — og alltaf er af- greiðslan jafn alúðleg. Svo fer þokubreiðan, sem við höfum horft yfir, að greiðast sundur og niður um eina glufuna sjáum við yfir Færeyjar. 'Ekki kemur mönnum saman um hvar Klakksvík sé, en það er sem kunnugt er frægur staður, síðan heimamenn þar fóru í stríð við Dani. Nokkru síðar hverfur þok- an með öllu og í stað hennar kemur óendanlegt, blátt haf, sem glampar í sólskini, og innan skamms rís Noregsströnd úr sæ með skerjagarði sínum og fjöll- um. „Edda“ lækkar flugið og rennir sér niður á Flesland, sem er örstutt frá Bergen. Þar er stigið út, þegnar veitingar og gengið um nokkra stund. Síðan er haldið af stað á ný, og nú er stefnt suður með Noregsströnd, og gefur sýn yfir ótéljandi eyjar og sker, fjöll og firði í skyni lækkandi sólar .Svo hverfur sól- in við hafsbrún og það byrjar að rökkva og bráðlega liggur Jót- land fyrir neðan okkur, ein- kennilega áþekkt útbreiddu landabréfi. Ljósin í bæjunum smáskýrast eftir því sem rökkur- móðan dökknar, en línur lands- lagsins þurrkast út hægt og hægt, unz „Edda“ svífur inn ýfir Ijós- liaf Kaupmannahafnar og lendir á Kastrupflugvelli. Þar er stigið í bíl ,ekið gegnum borgina og farið um borð í ferjuna, sem flytur okkui' yfir Eyrarsund til Málmeyjar. í Málmey göngum við svo á land ,síðla kvölds, að liðnum degi, sem á vissan hátt hefur lýkzt ævintýri úr Þúsund og einni nótt, því að við höfum ATLI á Hveravöllum: SUMARAUKI svifið á töfraklæði yfir láð og lög, komið við í fjórum þjóðlöndum og séð yfir hið fimmta, allt á ein- um 12 klukkustundum. Garðyrkjusýningin í Málmey. Garðyrkjusýning Svía í Málm- ey, „Flora och Pomona", er í miklum sýningarslsálum í Folkets Park, og það er Svei'riges hand- elstradgárdsmastareforbund, sem sér um sýninguna. Umhverfið er dásamlega fag- urt. Trjálundir og blómaskrúð, gosbrunnar og listaverk. Sýning- in er í mörgum deildum, og a ei’ samankomið allt það bezta, sem Svíar framleiða af blómum, ávöxtum og grænmeti. Auk þess eru sýnd öll hugsanleg tæki og vélar, sem notuð eru við garðyrkju, ásamt gróðui'húsum og útbúnaði þeirra. Að lýsa jessu öllu yrði langt mál og enda ókleýft, en óhætt er að full yrða, að mjög er til sýningarinn- ar vandað á öllum sviðum. Mest áherzla virðist þó lögð á blómin, enda er blómadeildin stórkostlegt listaverk. „Sag det med blommor" eru einkunnarorð þessarar sýningar, og vissulega hefur Svíum tekizt að segja hér það, 'sem þéir vildu sagt hafa með blómum sínum. Næsta dag er ekið um Skán sólskini og logni og heimsóttar margar garðyrkjustöðvar. Landið er slétt og mishæðalaust, vegirn- ir víðast bryddir trjám og býlin hálfhulin trjálundum. Hver blettur er þrautræktaður og egg- sléttir akrar teygja sig svo langt sem augað eygir. Hér eru mestu blóma- og græn metisræktárhéruð Svíþjóðar. Það er eftirtektarvert, að þrátt fyri það að öll útiræktun hefur hér hin beztu skilyrði og stendur á mjög háu stigi, eru gróðurhús næstum hvert sem litið er. — Stærsta stöðin, sem við heim- sækjum hefur 18 „tunnu land“ = 18 þús. m2 undir gleri. Það er heil borg með götum og borgum, allt hitað frá olíukynntri mið- stöð, sem líkist mest vélasal í millilandaskipi. Hér vinna um 90 rnanns, og er þó öll tækni og skipulag á háu stigi. Mest er ræktað af blómum og eru rósir og nellikur þar í meirihluta ,en auk þess ótal aðr- ar tegundir. Mjög mikið er líka ræktað af tomat og gúrkum. Stærsta garðyrkjustöðin í þessum landshluta, og raunar í allri Svíþjóð er 90 þús. m2, og er það stærð, sem ísl. garðyrkju- menn eiga dálítið erfitt með að gera sér grein fyrir. Öll um- gengni, skipulag og vínnubörgð virðast vera til fyrirmyndar hjá Svíunum. Eftir þriggja daga dvöl í Málmey er svo haldið yfir sundið aftur til Kaupmannahafn- ar. Danska sýningin opnuð. Kl. 2 föstud. 28. sept. er danska sýningin opnuð með miklum há tíðarbrag í Forum. Viðstödd er Ingrid drottning, sem er vernd ari sýningarinnar. Fremstu menn Dana á sviði garðyrkju stíga stólinn, drottningin veifar til mannfjöldans, hljómsveitir leika og Danirnir syngja Kong Christ- ian og Det er et yndigt land og hi'ópa húrra. Það er hátt til lofts og vítt til veggja í Forum og öll er sýning in þar stærri og viðameiri en hin sænska. En sagan frá Málmey endurtekur- sig hér, að því leyti, að það er svo margt að sjá, áhrif- in eru svo margvísleg og sterk, að ógerningur ei' að lýsa því í stuttri frásögn. En ýmislegt fest- ist þó í minni. Einn af helztu garðyrkjumönnum Dana, Asger Klougart hefur t. d. útbúið sér- staka deild, sem sýnir væntan- legt útlit garðyrkjustöðva eftir 25 ár, en þá telur hann að atomork- an verði gengin í þjónustu garð- yrkjunnar í mjög stórum stíl. Ræktun öll, bæði úti og inni, verður þá að mestu óháð veðrum og árstíðum og norðlæg lönd rannig flutt um margar breidd- argráður suður á bóginn. Atom- öldin mun leggja til hita og ljós, jarðvegurinn, sem að vísu er ekki lengur nauðsynlegt skilyrði fyrir ræktun, en þó það bezta sem við höfum, verður nákvæmlega blandaður nauðsynlegum efnum og gróðurhúsin verða algei'lega sjálfvirk um allt er snertir hita- stig og raka. í stað einnar upp- skeru nú verða þá margar og jurtir, sem nú vaxa aðeins í suð- lægum löndum, verða þá algeng- ar hér. Tæknin kemur í stað stritsins, þannig, að garðyrkju- stöð, sem nu krefst 100 verka- manna, kemst þá af með 30. Það er gaman að vera garð- yrkjumaður og eiga alla þessa möguleika, og ótal marga aðra, framundan, og kannske verður alveg sérstaklega gaman að vera gai’ðyrkjumaður á íslandi. Þar eigum við svo mikið af ónumdu landi og svo marga ónotaða möguleika, — þegar breiddar- gi’áðurnar hætta að skipta veru- legu máli. Ef til vill hristir mað- ur höfuðið og efast, en þó er það staðreynd að margir nýstárlegir híutir eru þegar komnir í nötkun og aðrir eru að koma. Við höfum t. d. séð geysistór gróðurhús, þar sem sólin opnar gluggana og lok- ar þeim og sér um að hitastigið sé hæfilegt, og önnur þar sem raka lofts og jarðvegs er stjórnað með algerlega sjálfvirkum tækj- um. Við höfum séð glerþök, sem hvíla á grönnum stálgrindum og þekja 11000 m2 flöt. Og í Forum höfum við, auk alls annars, séð hvernig danskir garðyrkjumenn hugsa sér „Atomernes dans mell- em blomstrende stjerner", en það Og svo verður að minnast á allt það hugarstríð, sem leiðir af upp- ljómuðum búðargluggum í Höfn, annars vegar, og óþægilega tak- mörkuðum gjaldeyri hins vegar. Það er þyngri raun en orð fá lýst, einkum fyrir konurnar í hópn- um, að verða af öllurn þeim kjarakaupum, sem hér eru boðin, vegna þess að ókleyft reynist að fá danska krónu, hve margai' ís- lenzkar, sem eru í boði. Til Osló. Frá Kaupmannahöín er svo flogið til Oslóar og komið við í Gautaborg. Sýning Norðmanna er opnuð í Frederikstad, um 130 km. frá Osló, hinn 5. okt. Þangað förum við með járnbrautarlest. Okkur er boðið að vera við há- tíðahöldin, sem fara virðulega fram undir vernd Astrid prins- essu. Ekki er hægt að segja, að þar sé margt nýtt að sjá umfram það, sem bar fyrir augu í Málni- ey og Kaupmannahöfn. Sýning- arsvæðið er minna en þar, skreytingar ef til vill ekki eins íburðarmiklar, en áherzla eink- um lögð á að sýna framfarir síð- ustu ára, og' það sem áunnist hef- ur eftir hörmungar síðustu styrj- aldar, sem Norðmenn hafa enn ekki gleymt. Og víst er að hér má sjá marga fágætlega góða hluti, Segja má að mismunur sýning- anna þriggja komi nokkuð glöggt fram í einkunnarorðum hvers lands fyrir sig. Svíarnir leggja höfuðáherzlu á fegurð og fjöl- breytni þeirra hluta, sem fyrþ' hendi eru í dag, og segja þá sögu með blómum. Danir horfa meira fram til atomaldar og dreymir stórfenglega drauma. Norðmenn- irnir ei'u kannske raunhæfastir, því að þeii' halda sig við vísinda- lega og verklega þróun .síðustu ára og komast réttilega að þeirri niðurstöðu ,sem felst í einkunn- arorðum sýningariimar i Fred- rikstad „Vi viser vekst“. Nú má ef til vill spyrja hvert erindi íslenzkir garðyrkjumenn eigi á slíkar sýningar sem þessar. Eg hygg úð erindið sé fyrst og fremst það, að sjá með eigin aug- eru einkunnarorð sýningarinnar Um viðhorf °§ athafnir frænd- dönsku og framtíðardraumur danskra garðyrkjumanna. Slíka sjón er mikilsvert að sjá, en erf- iðara að skýra hana fyrir öðrum. Merkir staðir skoðaðir. Sex til sjö dagar eru ekki lengi að líða í Höfn. Auk ferðalaga um Sjáland þarf að skoða ýmsa m<?rka staði og söfn, sem hér yrði of langt að telja. Svo þarf að líta inn á skemmtistaðina allt frá Ný- höfn, þar sem botnfall stórborg- arinnar safnast saman, til Valen- cia og National Scala, þar sem fólk dansar og drekkur í dýrð- legum sölum. Á þessum stöðum ber fyrir augu margvíslegar myndir, sem eru harla nýstárlegar og ólíkar því sem gerist úti á íslandi. Eft- irtektarverðast virðist mér hve andstæðurnar eru hér óhugnan- lega skarpar. 1 Nýhöfninni birt- ist fátæktin í gerfi subbulegrar götustúlku, sem reynir að lokka vegfarendur inn í hálfdimmar knæpur. Á Valencia er kastljós um beint að fáklæddum dans- meyjum, sem leika hinar ótrúleg' ustu listir við dynjandi lófatak áhorfenda. Þar er glysið og skrautið úr hófi fram. En sameiginlegt með öllum þessum stöðum virðist mér það, að hér eru allir hlutir falir fyrir peninga. þjóðanna, að kynnast hugsjónum þeirra og framtíðaráætlunum, að sjá hvernig þær mæta erfiðleik- um og andstreymi, því að þó að náttúruskilyr'ði séu ólík um margt, er ýmislegt líkt um þá erfiðleika, sem þarf að yfirstíga. Árangurinn af ferðinni er svo annað mál, og veltur að mestu á því, hve mikið þátttakendurnir tileinka sér af því, sem þeir sjá, og hversu þeim tekst að sam ræma það íslenzkum staðháttum „Það sem er erfitt gerum við strax, en það sem er ómögulegt tekur dálítið lengri tíma,“ stend- ur þar. íslenzkir garðyrkjumenn hafa þegar framkvæmt ýmislegt sem er erfitt, og margt af því, sem í dag er ómögulegt, verður ef til vill unnt að gera á morgun, — eða næstu daga. Dvölin í Osló er um flest lík því, sem var í Kaupmannahöfn, og verður ekki lýst hér, en við fórum nokkrar ógleymanlegar ferðir um nágrenni borgarinnar. T .d. heimsækjum við íslenzka konu sem er gift norskum manni, einum þeirra, sem áttu sinn þátt í því að Norðmenn sigruðu að lokum í baráttunni við nazista. Þau búa skammt frá Osló í kyrrð og skjóli grenitrjáa. Næstum hver hlutur á heimili þeirra minnir á baráttuna fyrir frelsi föðurlandsins, sem í þá daga var háð um endilangan Noreg. Þar er okkur tekið sem gömlum vinum. Við komum að búnaðarháskólan- um í Ási, og heimsækjum land- búnaðarkennaraháskóla á Sem í Asker. Við sjáum búgarð Olavs konungsefnis Norðmanna. Við fáum að virða fyrir okkur hið norska landslag, sem heillar sér- hvern fslending, og þytur greni- skóganna vekur óskir um að vera þess umkomin að klæða holtin og ásana heima skógi. í Nittedal býr íslenzkur mað- ur, sem kom frá íslandi fyrir 43 árum, ungur og fátækur, — átti já 200 kr. í vasanum. Nú býr hann stórbúi á reisu- legum búgarði, me'ð fjölskyldu sinni, við góð kjör og hefur á- unnið sér traust og virðingu Norðmanna með dugnaði sínum, drengskap og heiðarleik. Slíka landkynningu ber íslendingum að þakka og meta að verðleikum. Þessi maður bauð okkur heim til sín og þar njótum við íslenzkrar gestrisni einn sólríkan dag. — Gamli maðurinn gerir að gamni sínu og er hrókur alls fagnaðar, en þegar hann minnist Islands, bregður fyrir trega í augunum. í Osló fer hópurinn að dreifast og flestir halda heimleiðis. Þar höldum við skilnaðarhóf, tökum tappa úr kampavínsflöskum og skálum fyrir okkar ágæta farar- stjóra, sem hefur reynzt okkur hvort tveggja í senn hinn bezti leiðbeinandi og góður ferðafélagi. Næsta morgun árla fljúgum við svo nokkur saman þvert yfir Noreg til Sóla á Jaðri. Þar dvelj- um við tvo daga, komum til Stavanger, ökum um fagrar sveitir og fáum hinar beztu við- tökur. Um hádegi hinn 13. okt. erum við svo aftur mætt á Sóla- flugvelli, en nú hefur skipazt veður í lofti og það er vestanrok og rigning á Jaðri. Eigi að síður kemur millilanda flugvél Loftléiða, að vísu ofur- lítið á eftir áætlun. Við göngum um borð og svo er haldið af stað, e’kki beint til Reykjavíkur eins og við höfðum gert ráð fyrir, þ^ldur til Oslóar, því að þar bíð- ur fjöldi farþega eftir vélinni. Fyrst er flogið gegnum storm og regn, en einhvers staðar yfir hálendi Noregs léttir til og við sjáum yfir Dofrafjöll. í Osló er staðið við stutta stund, svo er enn lagt af stað og nú er farið yfir Noreg allmiklu norðar en áður. Aftur mætum við illviðrinu og fljúgum gegnum það á ný, og þegar léttir í lofti erum við komin út yfir reginhaf. Þar skín tunglið yfir hvítar skýjaslæður, en á milli þeirra sézt blámi hafs- ins eins og ævinnar vakir á gljá- andi ís. Þannig klýfur flugvéhn hinn bláa geim undir stjörnun- um og stefnir í áttina til íslands, sem ætíð er hið fyrirheitna land allra íslendinga. Orðsending frá Kenn- aratali á íslandi Annað hefti Kennaratalsins er að fara í prentun. í því verða æviágrip þeirra kennara, sem eiga g, h, i og j að upphafsstöfum. Nú eru því allra síðustu for- vöð fyrir þessa kennara að koma viðbótum, leiðréttingum og at- hugasemdum sínum á framfæri við ritstjóra eða nefndarmenn. Allmargir kennarar hafa eigi enn sent myndir af sér til nefndar- innar, og eru þeir beðnir um að gera það nú þegar, því að annars má búast við að æviágrip verði prentuð myndalaus. — Sími rit- stjóra er 9092. Kennaratal á fslandi, póst- liólí 2, Hafnarfirði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.