Dagur - 07.11.1956, Blaðsíða 7

Dagur - 07.11.1956, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 7. nóvember 1956 D A G U R 7 Eysteinn jóiisson, fjármálaráðherra, var máls- liefjandi á fimdi Framsóknarmanna á Ákureyri Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra flutti framsöguræðu á stjórn- málafundi Framsóknarfélaganna á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu, sem haldinn var að Hótel KEA á Akureyri síðastl. sunnudag að við- stöddu fjöhnenni úr bæ og sýslu. — Formaður Framsóknarfélags Akureyrar, Ásgrímur Stefánssoní, setti fundinn og bauð gesti vel- komna, sérstaklega frummælandann, Eystein Jónsson. Fundarstjóri var Guðmundur Guðlaugsson forseti bæjarstjórnar og fundarritari Jóhann'Frímann skólastjóri. Ræða fjármálaráðherra í lauslegri endursögn. Eysteinn Jónsson hóf mál sitt á því að margir viðstaddir mundu senn vænta sér mikilla frétta af stjórnmálasviðinu, því að það lægi í loftinu, að nýjar ráðstafanir yrðu gerðar af nú- verandi stjórnarflokkum og ný stefna upp tekin í stjórn landsins gegn aðsteðjandi vandamálhm. En ráðherrann sagðist vera kominn hingað til að ræða þau viðfangsefni, sem við væri að glíma, og gera mönnurn þau Ijós- ari, ef verða mætti til frekari umhugsunar, bæði nú og einnig síðar, þegar kæmi til frarn- kvæmda, hvaða leiðir sem farnar yrðu. Þakkaði hann einnig í inn- gangsorðum, Framsóknarmönn- um fyrir sigursæla baráttu í síð- ustu kosningum og einhuga stuðninng við bandalag umbóta- flokkanna og stefnu þeirra. — Kosningin á Akureyri væri mik- ill sigur fyrir hina nýju stefnu og þær vonir og við hana eru tengdar. Oflug tilraun til viðreisnar. Ráðherrann rakti síðan í glöggum og stórum dráttum, að- draganda að stjórnarslitum á síð- astliðnu vori og myndun hinnar nýju ríkisstjórnar. Hann sagði, að í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn hefði að feng inni reynslu, ekki orðið ráðið við efnahagsmálin og framleiðslu- málin og sífellt sigið á ógæfuhlið. Framsóknarflokkurinn hefði ekki hikað við að taka upp sam- vinnu við Alþýðuflokkinn, þegar því varð við komið, til að gera öfluga tilraun til viðreisnar í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. Hann sagði ennfremur, að þrátt fyrir góðan árangur í ýmsum einstökum málurn í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn, væru sérhagsmunaöfl hans svo sterk þar á bæ, að hvergi yrði um þok- að, ef við þeim ætti að hrófla eða gera ráðstafanir er að einhverju leyti setti þeim skorður. Minnt á nokkra málaflokka. Ræðumaður minnti á merka málaflokka, sem Framsóknar- flokkurinn hefði getað þokað áleiðis í fyrrverandi ríkisstjórn, svo sem raforkumál, landbúnað- armál, fjármál ríkisins og hús- næðismál. Hann minnti réttilega á, að til skamms tíma hefði ekki verið unnt fyrir bæjafólk og kauptúna, að fá lán til íbúðar- húsabygginga nema fáa eina úr byggingasjóði verkamanna og benti á, að landbúnaðurinn var ofsóttur og vanræktur þegar Sjálfstæðismehn fóru með þau mál 1944—1946. Þeir höfðu með- al annars í hendi sér verðlagsmál landbúnaðarins og settu til þess hið illræmda Búnaðarráð. Síðan valdi Sjálfstæðisflokks- ins í landbúnaðarmálum lauk, hefur Framsóknarmönnum tekizt að koma því til vegar, að á annað hundrað milljónum hefur verið varið til landbúnaðarins. Einnig minnti ráðherrann á uppbyggingu fiskiðjuvera og út- gerðar víðs vegar við strendur landsins og dreifingu togaranna fyrir beina tilstuðlun Framsókn- armanna. „Þeirri stefnu verður fylgt framvegis,“ sagði ráðherr- ann. Ráðherrann sagði, að þrátt fyr- ir framangreindar staðreyndir er að framan greinir og aðrar hlið- stæðar, hefði þó verið fyllsta þörf að breyta til vegna öng- þveitis í efnahags- og fram- leiðslumálum og taka höndum saman við Alþýðuflokkinn um algerða stefnubreytingu í stjórn- arháttum landsins. Fullt skref stigið. Ræðumaður sagði, að þess hefði verið vænst fyrir kosningar, að hreinn meirihluti fengist í kosningunum. Urslitin hefðu sýnt, að slíkt var ekki fjarri lagi. Eftir kosningar hefði verið um það að velja, að mynda minni- hlu.tastjórn með lilutleysi Alþýðu bandalagsins eða stíga skrefið fullt og rnynda þriggja flokka stjórn. Sú leið hefði verið valin með einróma samþjdiki og stuðningi Framsóknarmanna, enda hefði ekki verið um mögu- leika að ræða fyrir hlutleysi Al- þýðubandalagsins. Vissa væri líka fyrir því ,að þúsundir kjós- enda um land allí, sem stutt hefðu Alþýðubandalagið, væi ekki kommúnistar, en vildu vinnt að lausn vandamálanna á lýðræðislegan hátt með öðrum umbótaflokkum. Stór sigui’ unninn. Eysteinn Jónsson gerði síðan viðfangsefni hinnar nýju stjórnar að umtalsefni og gat jafnframt um þann stóra sigur, er þegar væri unninn með stöðvun víxl- skrúfu kaupgjalds og verðlags til bráðabirgða. Þetta væri að vísu aðeins einn áfangi af mörgum er vonandi næðust innan skamms tíma. Ráðherrann sagði, að tæplega mundi nokkur þjóð vera jafn fjarri því að vera sjálfri sér nóg. Framleiðsla til útflutnings á er- lendan markað væri því höfuð- nauðsyn hér. í sambandi við þetta benti hann á það ástand, sem nú ríkir í togaraútgerð landsmanna. Þar sem ekki nægðu þær uppbætur, sem þó svöruðu til þess fjárhagns, sem greitt er í! kaup á öllum togaraflotanum. — Togaraútgerðin ætti því mjög erfitt uppdráttar og þyldi ekki langa bið eftir raunhæfum að- gerðum. Hins vegar hefði ekki enn þótt fært að gera hennar vegna sérstakar ráðstafanir aðrar •en þær, að ver'öbæta fisk sem upp er lagður hér á landi. Þær uppbætur nema 15 au. á kg. Ráðherrann lýsti því sem sinni skoðun, að hörmungarafkoma togaranna stafaði af því að und- anfarið hefði þeim, eftir uppbót- arleiðunum, verið ætlað að sitja við annað borð en aðrar útflutn- ingsatvinnugreinar — að búa við annað og lakara gengi í raun í’éttri. Reynslan sýndi, að þetta fengi ekki staðist. Togaraútgerðin yrði að sitja við sama borð og aðrar höfuðgrcinar útflutningsins. vörum sömu tegundar, er notaðir væru til að greiða með uppbæt- ur á framleiðsluna. Aðrar iðn- greinar væru á heljarþröm. Nauðsynlegar iðnvörur og land- búnaðarvörur ættu rnjög erfitt í samkeppni við innfluttar vörur, sem ekki bæru sinn hluta af upp- bótarbirgðinni, en slíkar vörur væru í raun réttri „borgaðar nið- ur“ stórkostlega, mcð því að af þeim væri ekki lagt til fé í upp- bætur til íslenzkrar útflutnings- framleiðslu. Leiðin enn ekki valin. Ráðherrann ræddi síðan mis- munandi leiðir, sem til greina kæmu og upplýsti að enn væri ekki búið að velja veginn. Hann sagði ennfremur og lagði á lierzlu á, að hver leiðin sem farin yrði, hlyti að byggjast á velvild og* skilningi alþýðusamtakanna og bændasamtakanna í landinu og stuðningi þeirra. — Ennfremur benti hann á, að hvaða leið sem farin yrði í þessum málum væri augljóst að margar ráðstafanir yrði að gera samtímis og allt sem unnt væri ,til að koma í veg íyrir kjaraskerðingu hinna vinnandi stétta. Ráðherrann lagði ennfremur á það mikla áherzlu að til hinna pólitísku samtaka, sem leitt hefðu til núverandi stjórnarmynd unar, hefði verið stofnað með þeirri vissu, að mögulegt væri að byggja lausn vandamálanna á samkomulagi hinna fjölmennu og öflugu samtaka vinnandi fólks. Fyrir Framsóknarflokkinn væri það höfuðmál að leysa þjóðfé- lagsvandamálin sem mest ú sam- vinnugrundvelli. Vöxtur landbúnaðarfram- leiðshuinar. Um landbúnaðinn sagði ráð- herrann, að þar ykist framleiðsl- an hröðum skrefum og skapaði nýtt vandamál og vaxandi. Fyrir afurðirnar fengist ekki nema stuðnin« tveir fimmtu hlutar framleiðslu- kostnaðar. Átökin um lánsféð. Samvinnuhreyfingin ætti vax- andi fylgi að fagna meðal þjóð- arinnar, en Sjálfstæðisflokkurinn liti á hana sem erkióvin sinn. — Milli þessara afla væri stöðug átök og þar væri baráttan um lánsféð mikill þáttur. Tveir aðal- bankar landsins væru nú undir meirihlutavaldi Sjálfstæðisflokks ins og samvinnustarfsemin hefði alls ekki eðlilegan hluta lánsfjár ins og þyrfti á þessu gagngera lagfæringu. Það væru raunverulega sam- vinnufélögin ein, sem héldu uppi samkeppni í þjónustunni við landsfólkið. Þau þyrftu réttlátan hluta lánsfjárins, svo að þau gætu leyst hin mörgu aðkallandi vandamál hinna dreifðu byggða, almenningi í hag. Bankakerfið yrði að endurskoða án tafar og breyta hlutföllunum í höfuð- bönkunum. Þá vék ráðherrann enn að landbúnaðarmálum og' benti a, að leggja bæri sérstaka áherzlu á að greiða fyrir stækkun minni búanna og lækka framleiðslu- kostnaðinn. Einnig þyrfti að auka til þeirra er nýbýli byggja og stuðning við frumbýl- inga yfirleitt. íðnaðarmál. Um iðnaðarmálin sagði ráð- herrann, að væri svo ástatt, að sumar tegundir iðnaðar þrifust ágætlega ,en þar af sumar vegna hárra tolla á erlendum iðnaðar- Varnarmfelin. Ráðherrann ræddi þessu næst nokkuð um varnarmálin og utan- ríkismálin. Rifjaði upp þá stefnu stjórnarílokkanna að vera NATO, en á grundvelli yfirlýs ingar frá 1949 um að her ætti ekki að vera hér til frambúðar og ekki á friðartímum. Ráðherr- ann minntist hinnar glæsilegu frelsisbai'áttu Ungverja og kvað atburðina í Austur-Evrópu nú sýna, að ekki væri hægt að kúga frjálshuga menn til leng'dar, jafn- vel ekki þótt Rússum kynni að takast enn um sinn að bei’ja frelsisbaráttuna niður með her- valdi, þá væri sýnt af atburðum síðustu vikna og mánaða, að slík kúgun stæðist ekki til lengdar og veikti kúgarana þegar til lengdar léti. i Áfall fyrir kommúnista. Atburðirniar í Austur-Evrópu sýndu að Rússum hefði mistekist að gera nágrannaþjóðirnar sér vinveittar og að gera þær að samherjum sínum í því að kúga aðra. í stað þess risu þær upp gegn þeim. Aðdáunarverður væri sá kjarkur, sem lýsti sér í hetju- legri baráttu manna á þessum stöðum fyrir frelsi sínu. Ræðumaður rakti líka atburð- ina við austanvert Miðjarðarhaf. Felldi hann þungan áfellisdóm yf ir árás Breta og Frakka áEgypta. Kvað hann árás Breta og Frakka pungt áfall öllum frelsisunnandi mönnum, sem hefðu gert sér vonir um afdráttarlaust fylgi pessara þjóða við málstað Sam- einuðu þjóðanna og friðarins. — Oiiagaríkir atburðir væi-u nú að gerast í heiminum og væri mikil prófraun á það, hvort tak- ast mætti að koma í veg fyrir enn stórkostlegri atburði. Sú mundi skoðun flestra og von, að slíkt heppnaðist. Of snemmt væri enn að spá hvaða afleiðingar þessir atburðir hefðu á stjórnmálasvið- inu í heiminum í næstu framtíð. Þó væri þegar ljóst, að Rússar hefðu beðið mikinn álitshnekk og kommúnistar slíkt áfall, að þeir mundu ekki bíða þess bætur. Stjórnarandstaðan. Ekki óskaði ráðheri'ann að tala mikið um stjórnarandstöðuna að henni fjarverandi, en benti þó á nokkur atriði, m. a. fréttaflutn- ing starfsmanna Morgunblaðsins og Vísis í Reykjavík ,er snerust fyrst og fremst um að ófrægja land og þjóð út á við í því skyni að gera ríkisstjórninni erfiðara fyrir. Hann minntist líka á bær margendurteknu staðhæfingar, tjórnarandstöðunnar, að ísland færðist viðskiptalega hratt í austurátt. Hann sýndi fram á hvaða fásinna það væri að ráðast á stjórnina fyrir þetta, þar sem Bretar hefðu með löndunarbann- inu neytt íslendinga til meiri viðskipta við Austur-Evrópu í tíð fyrrverandi stjórnar. Það væri varhugavert að treysta um of á viðskipti við eitt land eða fá lönd. En íslendingar yrðu þó að sæta beztu fáanlegum kjörum í sölu á íslenzkum afurðum, er flytja þarf úr landi. Eysteinn Jónsson sagði, að þótt stjórnarandstaðan gerði það sem hún megnaði til að ófrægja hina nýju ríkisstjórn út á við og inn á við, væri það ekki á hennar valdi að koma íslenzku þjóðinni í sjálf- heldu í skiptum við aðrar þjóðir, (Framhald á 11. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.