Dagur - 07.11.1956, Blaðsíða 8

Dagur - 07.11.1956, Blaðsíða 8
8 D A G U K Miðvikudaginn 7. nóvember 1956 (Niðurlag.) Öíafur læíur fii sín heyra Olafur Thors hélt eina af sínum löngu ræðum á Varðarfundi um daginn, eftir nokkra hvíld. Var henni mjög hælt í Mogganum, en síðan átti að stinga henni undir stól. Ræður Olafs eru nú enn meira en áður kryddaðar slag- orðum af ýmsu tagi og njóta sín síður við lestur en á útifundum. Gjallarhorn eru að vísu óþörf, en ræðumannstilburðir og sköruleg- ur flutningur er sterkasta hliðin á ræðumennsku Olafs Thors. r * Hvað meiníi Olafur? Oalfur Thors segir um varnar- málin, að vilji þjóðarinnar sé: „Varið land og vinátta og sam- starf við vestrænar þjóðir." — í næstu málsgrein segir svo: „Helzt ekkert varnarlið í landinu.“ Það er erfitt að verða að þjóna í senn eigin hagsmunum og flokks- bræðra sinna í Sjálfstæðisflokkn- um og heimta varanlega hersetu og þurfa líka að minnast marg- endurtekinna yfirlýsinga um, að her sé ekki hér á friðartímum. „Okkur fóksf að drapa upp járnfjaldið” Ólafur segir það áhyggjuefni hve utanríkisviðskipti íslendinga færist mikið í austurátt. í stjórn- artíð hans sjálfs og Ingólfs á Hellu var þó fast knúið á dyr Rússa um viðskipti. Hann minn- ist þessa líka í sömu andránni og getur ekki á sér setið að grobba ofurlítið er hann segir: „Okkur tókst að draga upp járntjaldið og selja Rússum.“ Hér gefur hann sjálfur skýlausa yfirlýsingu um þetta mál og er furðulegt að sjá Morgunblaðið þrástagast á því, að nú muni illa fara, þegar vinstri stjórnin fari að selja Rússum ís- lenzkar afurðir! Ekki fjarri raupsaldrinum „Sem kunnugt er stendur út- vegurinn höllum fæti,“ segir Ól- afur í ræðu sinni. Ekki kennir hann þó sjálfum sér um þetta og minnist ekki á, hver var sjávar- útvegsmálaráðherra í fyrrverandi stjórn. Þvær hann hendur sínar og kennir samráðherrum sínum. Hins vegar hælist hann yfir ýms- um þeim málum, er ekki heyrðu undir hans „ráðherradóm". Þegar hann sveigir lítils háttar að lánsfjárþörf landsmanna kemst Ólafur í hápunkt ræðu- mennskunnar, sem margir Sjálf- stæðismenn eru svo hrifnir af, og segir: „Það var eg sem útvegaði lán til raforkuframkvæmda. Það var eg sem mestan þáttinn átti í því cð útvega lán til smá- íbúða. Það var mér, sem tókst að tryggja lánið sem Framkvæmda- bankinn tók til sementsverk- smðijunnar.“ i sliórnaran Og svo bætir Ólafur við, því að hann getur varla látið staðar numið, að enginn vafi væri á því, að hann hefði getað útvegað svo sem 400 milljónir, ef hann hefði verið í ráðherrastólnum, og það til langs tíma með hagstæðum vaxtakjörum. Þessi kafli ræðunnar sýnir bet- ur en flest annað, að gamli mað- urinn er nú ekki fjarri raups- aldrinum. Fullyrðingar hans um afrek sín um útvegun lánsfjár eru hlægilegar. Hins vegar hefur hann ekki komist hjá að undir- rita samninga fyrir ríkisins hönd vegna stöðu sinnar. Og síðasta fjöðrin, sem Ólafur setur í hatt sinn ,er hann talar um 400 mill- jónirnar, er regluleg hanafjöður. Heimfar að lög landsins þjóni aðeins sínum Enn segir Ólafur, að núverandi ríkisstjórn hafi rutt sér braut með stjórnarskrárbroti. Hann gleymir að geta þess þegar flokk- ur hans hafði kosningabandalag við Bændaflokinn. Þá var kosið eftir sömu lögum og nú og ekki talið stjórnarskrárbrot. Jón Ás- björnsson hæstaréttardómari og flokksbróðir Ólafs Thors úr- skurðaði um þetta mál á sínum tíma. Sá dómur var úrskurður á lögum landsins og stjórnarskrá. Stendur hann óhaggaður enn, þrátt fyrir frumhlaup Sjálfstæð isflokksins og ofbeldistilraun til að fá kosningu fjögurra þing- manna dæmda ógilda. Málið hans Ólafs Á einum stað í ræðunni segir svo: „Kommúnistar mældu kok- vídd sína. Hún stóðst málið. Kaupin voru gerð. Ný ríkisstjórn var mynduð á íslandi.“ Ólafi mun ekki alveg ókunnugt um kokvídd kommúnista, og hefur líklega metið hana að verð- leikum, þegar hann sjálfur sat í stjórn með þeim á „nýsköpunar- árunum“ og hafði 2 þeirra að samverkamönnum. Hvenær á að skjófa? „Og sannarlega munum við Sjálfstæðismenn ekki láta á okk- ur standa, ef verðbólguóvættur- inn verður í skotfæri,“ segir Ól- afur Thórs. Gott er nú að heyra það. Flestir munu þó álíta að óvættur sá hafi um alllangt skeið verið í sæmilegu færi. Um hitt hafa menn efast að Sjálfstæðis- menn hafi nokkurn tíma viljað skjóta, nema púðurskotum. — Verðbólguóvætturinn þjónar nefnilega dyggilega mörgum tryggum fylgismanni íhaldsins, þeim sem hafa hvers konar kaupmang að atvinnu í skjóli hins sjúka efnahagslífs. Sjálfstæðisflokknum finnst a. m. k. ekki ástæða til að ráðast á óvættina enn sem komið er, sam- anber fjandskap hans við bráða- birgðaráðstafanir þær, sem nýja ríkisstjórnin hefur þegar gert. Og ræðumaður fer mörgum orðum um verðbólgu-bölið og að ráðast verði gegn því! En á sama tíma og þetta er sagt ráðast stjórnar- andstæðingarnir látlaust á hinar fyrstu aðgerðir nýju stjórnarinn- ar, sem binda kaupgjald, verðlag og alla þjónustu til ársloka, og stöðva þannig fullkomlega allar verðhækkanir í landinu umrædd- an tíma. Þessi tvísöngur er lærdómsrík- ur og sýnir óheilindi hinnar seinheppnu stjórnarandstöðu. Svo kom óvænl játning Rétt þykir að enda þessar línur um stjórnarandstöðuna á eftir- tektarverðum orðum Ingólfs á Hellu, fyrrv. viðskiptamálaráð- herra í stjórnartíð Ólafs Thors. Þanu lýsa sennilega betui' hug- arfari Sjálístæðismanna en lang- ar, óljósar og ósamhljóða ræður þeirra á Alþingi og utan þings. Ingólfur sagði orðrétt í um- ræðum á Alþingi um vei'ðfest- ingarfrumvarpið: „Það verður að finna önnur ráð til þess að koma hæstvirtri rikisstjórn frá völdum, en þau EIN að hún fái hvergi lán.“ Skyli nokkur efast um vilja til skemmdarverka, eftir þessa ský- lausu yfirlýsingu. Eiga rógskrif og falskur fréttaflutningur til út- landa hafa það EINA markmið að spilla fyrir lántökum íslend- inga erlendis? Ingólfur hefur þegar gefið svarið, þótt einhverj- um íhaldsmanni þyki kannski heldur laust á honum tekið. Spilakvöld Léttis Næsta spilakvöld Hestamanna félagsins Léttis verður í A1 þýðuhúsinu n. k. sunnudagí kvöld, 11. nóv., kl. 8.30 e. h Gúð verðlaun. Mœtið stundvislega. Skemmtinefndin. DANSLEÍKUR verður að Sólgarði laugardag- inn 10. þ. nr. kl. 10 e. h. Hljómsveit. — Veitingar. NEFNDIN. Peiiiiigar fundnir Afgr. visar d. Eldri dansa klúbburinn heldur dansleik laugardaginn 10. þ. m. á sama stað kl. 9 e. h STJÓRNIN. Bifreið til sölu Fjögra manna bíll í góðu lagi til sölu. Afgr. visar á. KVENKÁPUR (Þar á meðal úrval af stórum númerum) POPLINKÁPUR (Verð frá 5ÖÖ krónum) KVENKJÓLAR (Jerseykjólar, prjóna- kjólar, síðdegiskjólar, ballkjólar) PILS (Þar á meðal filt pils, plisseruð pils og tveed pils) PEYSUR (sléttar og útsaumaðar) SPORTBUXUR (einlitar og köflóttar) HATTAR - TREFLAR - REGNHETTUR og fleira. í HÚSEIGNINA MUNKAÞVERÁRSTRÆTI 31, sem er einbýlishús á bezta stað í bænum. Húsið er 5 her- bergi og eldhús og bað, með næturhitun, ásanrt þvotta- húsi og geymslu í 'kjallara. Einnig fylgir steinsteyptur bílskúr með hitalögn. Lóð afgirt og trjásett. Tilboð sendist undirrituðum fyrir 20. nóv. n. k., og gefur hann allar nánari upplýsingar. Akureyri, 5. nóvember 1956. JÓN SIGURÐSSON, Munkaþverárstræti 31. Akureyri. Jarðir fil sölu Jarðirnar SKJALDARSTAÐIR og hálfur HRAUNS- HOFÐI í Öxnadalshreppi eru til sölu, og lausar til ábúð- ar í næstkomandi fardögum. Skjaldarstoðum, 30. október 1956. JÓN JÓNSSON. . TILKYNNING Eins og auglýst héfur verið, þá hefur Litla-Bílastöðin verið lögð niður, en ég undirritaður annast áfram sölu á benzíni, svo sem verið hefur, auk þess senr ég verzla með tóbak og sælgæti. Opið til kl. 11.30 á kvöldin. VILHELM HINRIKSSON. I í Hrafnagilshreppi er til sölu og laus til ábúðar á næsta vori. — Upplýsingar gefur JÓNAS G. RAFNAR hdl., Hafnarstræti 101. Símar 1578 og 1618.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.