Dagur - 20.02.1957, Blaðsíða 2

Dagur - 20.02.1957, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 20. febrúar 1957 íslenzkur landbúnaður frá erlendu sjónarmiði Eftir Sisurd BelL ríkisráðunaut í ágúst sl. sumar héldu ráðu- aautar Norðurlanda í sauðfjár- og geitfjárrækt fund í Reykjavík. Var síðan farið í langferð um þvert landið og heimsóttur bún- aðarskólinn að Hólum í Skaga- firði, en það er um 40 mílur norskar (400 km.). Síðan var far- ið aftur um Borgarfjörð að Reyk- holti og tilraunabúsins að „Hesti‘‘ og þaðan austur til Þingvalla, niður að Selfossi, og síðan aftur til Reykjavíkur. Fyrir 28 árum hafði eg farið nokkurn hluta leiðar þessarar, og var bæði fróðlegt og sérkennilegt að sjá ísland aftur eftir svo lang- an tíma. Yfirleitt þekkti eg mig aftur, eins og eg minntist landsins frá fyrri ferð minni. Hér var hið sama, geysimikla víðsýni, sem eg held að sé einstakt sérkenni Is- lands. Hinar míluvíðlendu gras- mýrar, sem ná fjallanna milli upp frá fjarðarbotnum og meðfram vötnum og ám langar leiðir. Þar er ekkert sem stöðvar víðsýnið né rýfur á nokkurn hátt. Grænar hlíðarnar neðan við brúnleit blá- grýtisbelta-fjöllin virðast grænni en nokkur annar gróður, sem eg hef augum litið heima í Noregi eða í öðrum löndum. Og ofar þessu eirgræna belti rís dökk- fjólublátt háfjallið, nakið og bert, með fannir á tindum hingað og þangað er að lokum hverfa upp i skýjabólstrana yzt úti við sjón- hring. Já, þetta sérkennilega landslag verður manni minnisstætt, er hann eitt sinn hefur það augum litið, og það kannaðist eg vel við. En margt annað, sem fyrir augu bar í þessari ferð, var nýstárlegt og kom mér ókunnuglega fyrir sjónir. Um 1930 voru aðeins 25000 íbúar í Reykjavík. Nú hafði bær- inn þanið sig út yfir þrefalt stærra svæði, og íbúatalan er nú full 60.000, eða yfir þriðjungur landsbúa. Og á nokkrum stöðum á Suður- og Suðvesturlandi hafa sprottið upp nýtízkuleg sveita- þorp, þar sem áður var ef til vill aðeins einmanalegt smábýli. — Vegakerfi landsins hefur aukizt mjög, og vegir stórbatnað, síðan eg var hér á ferð. Á þessu ferðalagi komum við á allmarga sveitabæi. Og þar var breytingin ef til vill mest áber- andi. Gömlu torfbæirnir sér- kennilegu eru nú sjaldséðir. En nokkra þeirra á að vernda og gera að héraðssafni. Hvar sem nú MINNING Jónína Kristín Sveinsdóttir 24. september 1878 — 6. febrúar 1957. Hve mikil var þin móðurást, 18 sú móðurást, sem aldrei brást, er þjáðist, stríddi, þoldi neyð, unz þitt var runnið æviskeið. Þín móðurtryggð var mild og blíð, þótt mæddu, hrjáðu raunastríð. Af vínsins hálfu var þín kvöl. Það veitti sár og skóp þér böl. Hve hljóð þú gekkst, varst bljúg sem barn en braut þín óslétt lá um hjarn. Er hríðar næddu, himins til þú hófst þín augu, fannst þar yl. Og guðleg náð þá gaf þér skjól og gæddi hlýju sál, er kól. Guðs elska var þér eldur sá, sem ávallt gaztu vermt þig hjá. Þér trú á Guð varð lífsins lán. Það líf er tómt, sem Krists er án. Og sú er ekki sálin snauð, er sonur Guðs fær trúarauð. Nú leggst til hvíldar lúið hold, því líður vel í dimmri mold. En sál þin lifir sæl í dýrð. Hjá syni Guðs þú hólpin býrð. • , , , Nú kveðja skal þig, Kristín, her, hjá Kristi aftur heilsa þér, er dimman hverfur, dauðinn flýr, og dagur lífsins rennur nýr. Sæmundur G. Jóhannesson. var komið, voru nýtízku, stein- steypt bæjarhús og úthýsi. Yfir- leitt stór hús og rúmgóð, og óefað geysi-dýr. Við stóðum við á nýbýli einu á Norðvesturlandi. Var þar unnið að byggingu íbúðarhúss og út- hýsa og talið að rækta mætti 1,5 2 hektara lands. Er við spurðum nýbýlinginn, hver byggingar- kostngðurinn myndi verða að öllu loknu, nefndi hann um hálfa milljón íslenzkra króna. En sam- kvæmt dagsgengi samsvarar það um 200.000 nor’skra króna. Nú er að vísu á íslandi — eins og líka í Noregi — veittur allríflegur ný- býlastyrkur og eflaust einnig ódýr lán. En samt verður manni á að spyrja nýbýling og einnig ísl. bónda hvernig þeir hyggi að láta slíkan byggingakostnað bera sig. Og áuk þess er svo allur áhaldakostnaður. Og mér virtist að vélvæðing landbúnaðarins væri jafnvel enn meiri þar heldur en hér hjá okkur. Þótt telja verði gróðurskilyrði á íslandi allgóð í hlutfalli við legu landsins, þá er samt um fremur takmarkað val á ræktun- arháttum og búrekstiú að ræða. Grasrækt og góður bithagi er þar undirstaða sveitabúskaparins. Það er því eðlilegt , að ísl. bændur leggja nú allmikið kapp á fram- leiðslu kjöts —' sérstaklega þó af sauðfé. Og mjólkurframleiðslan hefur einnig stóraukizt á síðari árum. Skilyrði íslands til ræktunar rótarávaxta, ásamt korni og kar- töflum, eru fremur óviss og erfið viðureignar, og er það sennilega alvarlegasta hindrun arðvænlegr- ar hænsna -og svím-æktar. Gömlu, íslenzku túnin eru nú víðast hvar plægð og nýunnin með nýtízku dráttarvélum, og úti á mýrarflákunum sáust víða geysimiklar skurðgröfur að verki og stór svæði voru þegar þurrkuð og ræktuð. Búnaðarráðunautur einn, sem eg átti tal við, sagði mér, að síð- asta aldarfjórðunginn væru 60— 70 af hundraði íslenzkra bænda- býla sama sem nýræktuð, og þar við bætist hin mikla vélvæðing og nýrækt, sem hlýtur að hafa kostað of fjár. Og að öllu saman- lögðu er fjárfestingin í ísl. land- búnaði síðustu 25 árin svo geysi- mikil, að tæplega mun sambæri- leg nokkurs annars staðar. Við vonum því, að hin miklu fjár- framlög íslenzku þjóðarinnar og ríkisins muni reynast arðbær, er til lengdar lætur og að það muni skapa landinu heilbrigðari af- komugrundvöll og öruggari en ísland á nú við að búa. Mér skildist að íslendingar sjáífir teldu að um þessar mundir væri lifað fram úr hófi og um of á er- lendu aðskotafé. Þá er að lokum að minnast of- urlítið á fólkið sjálft. Við komum á mörg heimili, bæði í Reykjavík og út um sveitir, og hvárvetna var okkur tekið sem frændum og vinum. — Þótt verð sé á öllu svimandi hátt á íslandi, var ekki annað að sjá, en að fólk hefði yf- irleitt úr sæmilega miklu að moða. Hvar sem við komum, var (Framhald á 7. síðu.) Dómar vegfai-enda um sveitir landsins eða héruð byggjast oft og tíðum að verulegu leyti á út- liti þess, seni er í námunda við þjóðveginn. Ort vaxandi straum- ar innlendra og erlendra ferða- manna berast nú eftir þjóðvegun- um til allra landshluta og fram hjá næstum öllum byggðum ból- um. Allt það, sem er í grennd við þjóðveginn og vekur athygli hins glögga gestsauga, verður að um- talsefni og ber hróður eða óhróð- ur bæjar, Sveitar eða héraðs til fjarlægra staða. Þegar vegfarandi á leið fram hjá sveitabæ, þar sem húsaskipan fer vel við umhverfið, þar sem er malborinn vegur heim í hlað og þar sem nafnspjald bæj- arins við snoturt heimreiðarhlið tekur ómakið af honum að geta sér til eða spyrjast fyrir um hvar þetta sé, þá ályktar hann’ venju- lega, að þar sé vel setinn sveita- bær. Þeim stöðum fækkar nú óðum, sem hneyksla vandláta vegfar- endur. Flestum er orðið það ljóst, hversu mikið menningaratriði það er að „gera hrein fyrir sínum dyrum“ og að ekki sé forarelgur frá hliði til hlaðs. Undantekningarlítið virðist nú orðið svo viðfeldinn menningar- bragur innan veggja hvers heim- ilis, að flestir telja sér skylt að draga skó af fótum sér, þegar inn er gengið. Á því hefur orðið undraverð bragarbót á síðustu áratugum. Hitt á enn langt í land, að til- svarandi menningarbragur sé al- mennt utan veggja, þó óðum fær- ist til betri vegar. Allvíða er enn umbóta þörf á meðferð þeirra hluta, véla, áhalda og íláta, sem telja verður nauðsynjaþjóna á hverju búi. Hvað sem líður gagn- rýni vegfarenda, þá er slíkt heim ilisnauðsyn. Meðal hinna þörfu þjóna búsins í seinni tíð má nefna mjólkurbrúsana. Þá vantar allt of víða hentugt pallstæði, þar sem þeir bíða flutnings við vegamót. Leið þéirra liggur flesta daga ársins að heiman árla morguns með þá dýrmætustu vöru, sem framleidd er í landinu og heim aftur að kveldi með viðkomu við afleggjarann eða hliðið. — Þar sem þeir liggja á hliðinni í horn- inu við afleggjarann, margdalaðir eftir bylturnar af bílnum, þar gefa þeir ekki æskilega svipmynd af viðkomandi býli, — en þar sem þeir standa á jarðföstum palli, áföstum snotru vöruskýli í nánd við málaða hliðstólpa og grind, sem opnar leið um malborinn veg heim í hlað, þar gefa þeir til kynna að staðið sé á verði um heill og heiður viðkomandi heimilis. Þeir, sem enn eiga óleyst þessi umbótaverkefni á jörðum sínum, hafa að vísu margir þá afsökun, að ekki hefur enn tekizt að fá nægilega hentuga gerð brúsapalla eða heimreiðarhliða með hófleg- um kostnaði og hafa því dregið framkvæmdir þar til fyrir lægju hentugri fyrirmyndir. Þó hefur ýmsum tekizt að gera þetta svo vel úr garði, að vel má taka til eftirbreytni. Samvinna um steypu mót fyrir hliðstólpa og jafnvel brúsapalla myndi geta flýtt fyrir framkvæmdum í þessu þjóð- þrifamáli. KEA og Búnaðarsam- band Eyjafjarðar hafa leitast við að greiða fyrir þessu máli í Eyja- firði og mun verða framhald á því. Meðfylgjandi mynd af heim- reiðarhliði að Austurhlíð sýnir hliðstólpa, sem steyptir voru í stálmótum B. S. E. Þeir eru 30 sm. í þvermál, steyptir á samfast- an grunn og tengdir saman með steypustyrktarjárni, sem liggur lárétt í grunninum undir hliði, en er beygt upp ú'r grunninum lóð- rétt í stólpana. Þrír til fjól’ir járnteinar ættu að nægja til styrktar í slíku hliði, en sterka steypu þarf í stólpana. Járnrör, sem eru 10—15 sm. í þvermál, steypt niður í samfastan grunn geta verið nægilega sterkir stólp- ar og áferðarfallegir. Steypumót B. S. E. hafa verið í umferð í sumar og liggja enn fyrir pantan- ir, sem verða að bíða næsta sum- ars. KEA hefur nú látið steypa hliðstólpa af nýrri gerð sam- kvæmt teikningu, sem hlaut verðlaun í samkeppni, sem félag- ið efndi til fyrir nokkru síðan. Ekki er búið að ganga svo frá þessu hliði, að hægt sé að birta mynd af því eða gefa fullnægj- andi lýsingu á því. Það mun koma í ljós í vetur og næsta sumar, hvort þetta hlið lofar góðu sem fyrirmynd, en augljóst er, að það kostar meira efni og meiri vinnu en það, sem áður var lýst. Þó kann að mega gera á því smávægilegar breytingar, sem dragi úr þeim áhalla, án þess að veruleg útlitsbreyting verði eða dragi úr styrkleika. (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.