Dagur - 20.02.1957, Blaðsíða 4

Dagur - 20.02.1957, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 20. febrúar 1957 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Þorkell Björnsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sífni 1166. Argangurinn kostar kr. 75.00. Blaðið keniur út á miðvikudögum. Galddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Hvatt til verkfalla Ef einliver, sem ekki er trúaður og harðsoðinn íhaldssiuni, skyldi hafa efazt uni lúð rétta innræti Sjálfstæðisflokksins, getur hann mcð hægu móti kom- izt að réttri niðurstöðu nú um þessar mundir með því að lesa og fylgjast með máigágni flokksins í Reykjavík og bera skrifin saman við nokkurra ára gömul blöð, ýmist Þjóðviljann eða Morgunblaðið. Vorið 1955 stóð eitt harðsóttasta og almennasta verkfall í sögu íslenzkra verkalýðsmála. Ýmsir álitu þá og liéldu því fram, að því væri að einhverju leyti beint gegn stjórnarvöldum landsins, það væri póli- tískt, en ætti ekki rót sína að rekja til raunverulegrar hagsmunabaráttu verkalýðsins. Verkalýðsstéttirnar liefðu þannig verið notaðar tii pólitískra ódæðisverka gegn stjórnarvöldunum. Sjálfstæðismenn héldu þessu fram þá. Þá voru þeir í stjórn. Þeir báru það.á komm- únista, að þeir stæðu fyrir og hvettu til verkfalla. Og það var rétt. Þjóðviljinn livatti óspart til verk- l'alla. En livað gerist svo um það bil tveimúr árum síðar. Þá hafa ýmsar breytingar orðið á hinum póli- tíska himni. íhaldið er ekki lengur í stjórn. Og þess vegna getur það Ieyft sér að hvetja til skémmdar- verka gegn rikisvaldinu, hvetja óspart til verkfalla. Það leyndi sér ekki gleðihreimurinn í Morgunblað- inu, þegar ]>að boðaði flugmannaverkfallið.'Og. þegar blaðið skýrði frá málalokunum eftir það verkfall, var frásögnin í tveggja ára gömlum Þjóðviljastíl: Stór- felldar kjarabætur náðust el'tir viku verkfall. Með öðrum orðum vildi blaðið segja við launþega og önnur liagsmunasamtök: Gerið þið bara verkfall, þið munuð fá liærra kaup. Svona framkoma heitir að tala tveim tungum — leika tveim skjöldum. Hún er raunar þess eðlis, að hún dæmir sig sjálf. En hvort er Sjálfstæðisflokkur- inn með atvinnurekendum og á móti verkalýðnum, eins og han-n var 1955, eða með verkalýðsstéttunum cn á móti atvinnurekendum. Hvernig myndi Bjarni Benediktsson svara þeirri spurningu? En varla þurfa launþegar að velta lienni lengi fyrir sér, áður en þeir geti svarað. Svo mikið hafa þeir lært af margra ára reynslu. Það er því hreinasti óþarfi fyrir íhalds- menn að þykjast bera hag launþega svo mjög fyrir brjósti. íhaldið er samt við sig og stendur enn sem fyrr með auðmönnunum og bröskurunum og mun gera það svo lengi sem áhrifa þess nýtur í ís- lenzkum stjórnmálum. En hitt er svo allt annað mál, að Ólafur og Bjarni vilja þessa ríkisstjórn feiga og ætla sér að láta einskis ófreistað í þeirri viðleitni. Auðinn og völdin telja ]>eir aldrei of dýru verði keypt. Þess vegna á nú að Iáta sverfa til stáls, þó að það jafnvel kosti það, að fólkið sjái í gegnum vinnu- aðferðir þeirra og ylirgefi flokkinn. Hugsanagangur þeirra mun vera eiitthvað á þá leið, að það sé betra að falla með særnd lyrir hugsjón braskaranna, en að lifa við smán, valdalaus óg með engu betri mögu- leika til auðsöfnunar en sauðsvartur almúginn. Hvenær fær „íslendingiir“ málið? Morgunblaðið hellur áfram hræsnisfúllum vand- lætingarskrifum yfir því, að enginn lýðræðissinni megi nokkru sinni láta það henda sig að styðja kommúnista til valda í trúnaðarstöðu og sízt af öllu innan verkalýðshreyfingarinnar. Slík skrif eru gerð til þess að blekkja lýðræðissinnað fólk, sem í raun og sannleika vill ekkert saman við kommúnista ciga að sælda, og til þess að reyna að telja fólki trú um, að Sjálfstæðismenn séu manna h'k- legastir til að vera útverðir sanns lýðræðis. Þannig lítur baráttan gegn kommúnismanum út á pappírnum. Hér á Akureyri birtist hún ]>ó öðruvísi í framkvæmdinni og ér það vægast sagt hryggileg sjón að sjá íramámenn Sjálfstæðisflokksins í bænum í áköfum faðmlögum við munu vera til í bænum, stórhrifnir al' frammistöðu sinna manna í bæj- arstjórninni, enda var fulltrúi þeirra þar kúgaður til þess að sitja heima, þegar endanlega var gert út um þessi mál. Síðan átti hann að friða umbjóðendur sína mcð því að scgja að liann hefði ckki komið nærri þessari ráðsmennsku! svo stór- kommúnista, semjandi um launuð störf lianda skjólstæðingum sinum á víxl. Þannig afhentu bæjarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins einum kommúnista einræðisvald í málum atvinnulausra verkamanna í bæn- um, og má draga það mjög í efa, að verkamenn í bænum kunni þeini miklar þakkir fyrir. Sízt af öllu eru Sjállstæðisvcrkamenn, — cn þeir mannleg sem slík framkomá er. En meðal annarra orða: Hvenær ætlar „Islendingur," blað llialds- manna hér í bæ, að birta þessi tið- itidi frá bæjarstjórn. Um þetfa sam- starf Sjálfstæðismanna og kommún- ista liafa orðið talsverð blaðaskrif, en íslendingur heíur alltaf þagað. Lesendur þess blaðs liljóta að gera einhverjar lágmarkskröfur. Sigurbjörn Jónsson, Björgum, biður blaðið fyrir eftirfarandi at- hugasemd: „í fimmtugasta og fyrsta tölu- blaði „Dags“ f. á., er smá grein með fyrirsögninni: „Kindahópur bíður dauða síns í Ógöngufjalli." Og: „Austan í Ógöngufjalli í Kinn bíður kindahópur dauða síns, — þar er gróðurlaust með öllu, og kindurnar búnar svelta nær tvær vikur.“ — Þá segir: „í öðrum göngum sluppu 11 kindur frá gangnamönnum úr Litlufjöru torfu og komust eftir klettasyll- um um 300 metra veg í skál eina allbreiða en gróðurlausa er þar er litlu sunnar, og er þetta í Ógöngu fjalli austanverðu.“ Síðar í sömu grein: „Átta af þessum kindum fóru af sjálfs- dáðum til baka norður klettana og var borgið. Hinar eru eftir og virðist ekkert bíða þeirra nema dauðinn, því að enga björg er þarna að hafa.“ Það eru algjör ósannindi, að fyrrnefndar kindur færu frá gangnamönnum Litlufjörutorfu. Heldur sluppu þær úr smölun Bakranga, en hann er vestur- hluti Ógöngufjalls. Þar var smalað 21. sept. Aftur á móti var Litlufjörutorfa smöluð 22. sept. og af öðrum mönnum. Eg finn sérstaka ástæðu til að leiðrétta fyrrnefndan söguburð vegna þess að orð leikur á að hann sé af slæmum toga spunn- inn, og ekki orðið fyrst til í munni ritstjóra „Dags“. I öðru lagi hefur sá maður, sem þessu var kunnugastur, í engu hallað þar réttu máli, en sagt frómt og drengilega frá orsökum þess að kindurnar fóru í skálina. Og því ekki kennt gangnamönn- um Litlufjörutorfu um. Enda voru þeir þann dag heima að bú- um sínum. Fréttaritararnir. Fjórir fréttaritarar hér í hér- aði hafa orðið til að skrifa um kindurnar í skálinni, margt af því er, vægast sagt, vafasamar full- yrðingar. Mun það, hjá sumum þeirra, stafa af ókunnugleika. En þá hafa þeir heldur ekki hirt um að leita hins rétta. Hin „algera sjálfhelda" — með fl. — er ekki til, nema nokkra daga af þeim nær 5 vikna tíma, sem sumar kindurnar voru í skálinni, og var þá lausasnjór til trafala. Skýrasta sönnun þessa er náttúrlega sú, að allar kindurnar komust burtu að lokum þ. e. þegar kindurnar snerust að því að fara í norður, en hættu við að leita til suðurs. Ekki geta Bjargamenn tekið undir það, að ekki sé gróður í skálinni. Hann blasir við augum séð frá láglendi. Þar er að minnsta kosti ein grastorfa, og grænka víða um urðina. Það kemur nokkrum sinnum fyrir að kindur fara (að sumarlagi) i þessa skál, en dvelja þar sjaldn- ast lengi, utan nú, og þá er faðir minn sótti þangað 2 kindur fyrri hluta vetrar. Aftur á móti var engin kind í skálinni er Guð- mundur, núverandi bóndi á Ytri- Leikskálará, fór þangað, en höfðu verið þar skömmu áður. Fréttaritarinn á Ófeigsstöðum, sem talinn er vera Baldur Bald- vinsson, hefur náttúrlega talað og ritað mest um kindurnar í skál- inni, enda er hann oddviti sveit- arinnar. Eitt skrif hans er að finna í 56. tölubl. „Dags“, 24. okt., og hljóðar svo: „Bíða enn í Djöflaskál." „Ófeigsstöðum í gær.“ „Nú eru aðeins eftir 3 kindur í skálinni austan í Ógöngufjalli. Er það tvílembd ær. Er henni enn gefinn frestur til að snúa til baka, en annars verður hún skotin, þótt aðstaða til slíks sé hin versta.“ Svona tala aðeins þeir, sem valdið hafa. Einhvern veginn finnst mér, að kindur, sem búnar eru að vera í j„algerri sjálfheldu“ i 34 daga, séu farnai' að slakna að kröftum og sinnu. Og því sé óréttmætt að krefjast rösklegra tilþrifa. En, sjá, oddvitinn talaði. Dilkærin var farin úr skálinni eftir 1—2 daga. En athugum samt úrslitaráð Baldurs, þ. e. að skjóta kindurn- ar. Þá var það úr svo lausu lofti gripið, að mér vitanlega var aldr- ei athugaður sá staðurinn, sem stytzt var til kindanna. Um aðra staði var ekki að ræða sökum fjarlægðar. Svo má hver sem vill þenkja hér um. Eins og fyrr segir fóru síðustu kindurnai' úr skálinni 25. eða 26. október, en 30. okt. voru þær sóttar í Litlufjörutorfu, alls 5 kindur tvær höfðu farið fyrr úr skálinni norður í Litlufjörutorfu, en þrír karlmenn voru hér að verki. En þrátt fyrir það réðu þeir ekki við kindurnar fyrir styggð og fráleik, en mistú þær allt aðra leið úr Torfunni en nokkurn tíma hefur áður rekin verið, svo að vitað sé, og gátu ekki sjálfir farið þar á etfir kind- unum. Það er mjög skiljanlegt, hvers vegna fréttaritararnir vildu ekki segja frá lokaþætti þessarar sögu. Kindurnar voru sem sé ekki bún- ar að svelta í 5 vikur. Nafngiftin. Baldur á Ófeigsstöðum hefur játað það fyrir einum heimilis- manna hér, (Hlöðver) að hann (Framhald á 7. síðu.) Enn um Húsmæðrakennaraskóla Þinginenn Akureyrar haia á undanförnum áruni borið írám á Alþingi frumvarp um lagabreytingu ]>ess efnis, að Húsmæðrakennaraskóla lslands sé ekki með lögum ákveðinn staður í Reykjavík, svo sem nú er. Er það ckki Iaunungarmál, að nieð ]>essari lagabreyt- ingu átti að opna leið til þess að flytja skólann til Akureyrar. Fyrrverandi þingmaður bæjarins, Jónas G. Rafnar og fleiri unnu lyrir málið, og núverandi þing- maður, Friðjón Skarphéðinsson, flutti lrumvarp um sama efni á því þingi, sem nú situr. Þessi lagabreyting liefur ekki ennþá náð fram að ganga, og er það næsta undarlegt, þegar á það er litið, að Húsmæðrakennaraskólinn hefur verið á hrakhólum með húsnæði og er nú liættur störfum vegna algers húsnæðisskorts, cn hér á Akurevri er myndarlegur Iiús- mæðraskóli, sem ekki er notaður sem slíkur, vel búinn og hinn vandaðasti utan og innan, á mjög rúm- góðri lóð og ágætlega staðsettur. Með tiltölulega litl- um breytingum cr ]>etta skólahús hinn ágætasti staður fyrir Húsmæðrakennaraskóla íslands. Það má telja með ólíkindum, að fyrrnefnt laga- ákvæði, sem bindur ]>essa stofnun við Reykjavík, skuli ekki hafa verið úr gildi fellt og heimild gefiti til að staðsetja skólann annars staðar, ef henta þykir. Skólanefnd Húsmæðráskóla Akureyrar mun hafa verið því samþykk, að húsakynni skólans hér yrðu notuð fyrir hinn aðþrengda og húsnæðislausa skóla í Reykjavík. Hér á Akureyri eru mörg' jhin ákjósanleg- ustu skilyrði. Hér er vel menntuð kennarastétt, eins konar miðstöð iðnaðar, sem húsmæðrakennurum er hollt að kynnast af eigin sjón og raun, og hér á Akur- evri er margháttað meniiingarlíf, sem livern skólabæ má prýða. Að samanlögðu má fullyrða, að vaxtarskil- yrði séu Iiin ágætustu og starfsskilyrði öll, ef skólinn verður fluttur hiiigað norður. Ennþá virðast hin aunarlegu sjónármið, að allt skuli vera í Reykjavík, hafa ráðið úrsíitum um mál þetta. Jafnvel eltir að Húsmæðrakennaraskólinn er lagður niður, eins og nú er í vetur, reníbist fólk við að telja upj> dásemdir höfuðstaðarins, seni Iiinn eina útvalda stað fyrir skólann. Ávörp frá Nemendasambandi Húsmæðrakennara- skólans birtist í sunnanblöðum um þessar mundir. Þau sánha, að enn eru liin annarlegustu sjónarmið ráðandi í þessu máli. Þau sjónarmið, að í Reykjavík einni sé að linna himin og jörð handa ísléndingum. Samkvæmt því viðurkennda þjóðfélagsvandamáli, að mjög liafi raskazt jafnvægi í byggð landsins og að stuðla beri að auknu jafnvægi, á ný, mega alþingis- menn hugsa sig tvisvar um, áður en þeir fella fram- komið frumvarp um að fella úr lögum að Húsmæðra- kennaraskóli íslands skuli vera i Reykjavík. Vitað eri að hið opiilbera> er orðið langt á eftir með lögboðnár greiðslur til skólabygginga víðs vegar unV landið. Mcð nokkurri \ issu má álykla, að biðin verði nokkuð löng, ]>ar til nýjar byggingar í Reykjavík full- nægðu þörfum Húsmæðrakennaraskóla. Kemur þar og til álita, livort liægt er að verja ]>á ráðsmennsku, að leggja út í dýrar byggingaframkvæmdir — ef þess er ekki þörf. Það er raunar fullkomið hneyksli, að Húsmæðra- kennaraskóli lslands skuli ekki starfa í landinu, svo nauðsynlegur sem liann er, þegar á ]>að er litið, að skólahús á Akureyri stendur honum til boða. Læknar ráðleggja hlýjan klæðnað Það hefur verið öllum hryggðarefni hve margir nýjir sjúklingar hafa nú orðið að leyta hælisvistar að Kristnesi. Þrálátt kvef og innfluensa hafa herj- að í bæ og byggð í vetur og er talin ein orsök þess að nú sækja berklar fastar að en mörg undanfarin ár. Hin hlýja veðrátta með öllum sínum umhleyp- ingum á vetrum hefur jafnan þótt ills viti hvað snertir kvéf og fleiri umgangssjúkdóma. Gömul berklahreiður hafa tekið sig upp á ný, þegar þrálátt kvef dregur úr mótstöðukrafti fólks og er ekki talið nema eitt nýtt tilfelli um að ræða af þeim sjúklingum er leytað hafa hælisvistar. Hús- mæður ráða miklu um klæðnað fjölskyldu sinnar. Ættu þær að kosta kapps um hlýjan klæðnað á þessum árstírha og sérstakleya þegar svo er ástatt sem nú, að illkynjað ltvef og innflúensa herjar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.