Dagur - 20.02.1957, Blaðsíða 1

Dagur - 20.02.1957, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 27. febrúar. XXXX. árg. Akureyri, miðvikudaginn 20. febrúar 1957 8 tbl. Þarfur fararskjóti í fyrradag voru tveir snjóbílar frá Húsavík hér á Akureyri. Sá er Kánadtskur er mýndin er af og hefur reynzt vel. Honum fylgir yfirbyggður sleði. — Ljósmynd E. D. íslendinpr keppa á Holmenkollen skíðamólinu - Tveir frá Ákureyri Vörusala Kaupfélags Eyfirðinga jókst enn verulega - Landbúnaðarvörur 25% meirð en síðastl. ár Ur skýrslu framkvæmdastjóra, Jakobs Fri- mannssonar á félagsráðsfundi í gær í gær var haldinn félagsráðsl'undur Kaupfélags Eyfirðinga. Full- trúa vantaði úr nokkrum deildum vegna crfiðra samgangna í hér- aðinu. Form. félstj. Þórarinn EUljárn bauð fulltrúa velkomna og til- nefndi síðan Valdimar Pálsson sem fundarstjóra og Ármann Dal- mannsson ritara. Framkvæmdastjóri félagsins, Jakob Frímannsson, fíutti síðan yfirlit um starfsár félagsins 1956. Holmenkollenmótið hefst á föstudaginn, 22. þ. m., í Norefjell í Noregi. Fjórtán íslendingar taka þátt í mótinu að þessu sinni, að því er Hermann Stefánsson, form. Skíðasambands íslands, hefur tjáð. Á mótinu keppa sem landsliðs- menn: Eysteinn Þórðarson Rvík, Jón Kail Sigurðsson ísaf., Hauk- ur Ó. Sigurðsson ísaf., Hjálmar Stefánsson Ak., Steinþór Jakobs- son ísaf. og Ulfar Skæringsson Reykjavík. Auk þess keppa: Sigtryggur Sigtryggsson Ak., Kristinn Bene- diktsson ísaf., Svanberg Þórðar- son Rvík og Jóhann Vilbergsson Siglufirði og hinar þekktu skíða- konur frá ísafirði, Marta og Jakobína. í skíðagöngu keppa sérstak- lega, Hreinn Hermannson frá Héraðssamb. Þingeyinga og Árni Höskuldsson ísaf. Af upptaln- ingu er ljóst, að um þessar mund- ir eru ísfirðingar miklir skíða- menn. Á vegum Skíðasambandsins eru nú nokkrir ungir menn við . skíðanám í Svíþjóð, meðal ann- arra Bragi Hjartarson frá Ak. — „Lambaburður“ í Mogganum Morgunblaðið' segir frá því ný- lega, að á bæ einum á Suðurlandi sé „lambaburður" byrjaður og hafi ær ein borið í janúar og lambaþyngd tilgreihd. Ekki þykir nú lengur fréttnæmt hér nyrðra, þótt ær beri um miðjen vetur. Hitt þykir meiri nýlunda hér, að heyra það kall- aðan „lambaburð", sem hingað til hefui’ verið nefnt sauðburður. Er fréttaklausan um „lamba- burðinn" í Morgunblaðinu nán- ast óburður. Og við nám og keppni erlendis eru enn fremur Þorlákur Sig- urðsson Mývatnssveit og Otto Tulinius Ak. Skíðamót íslands verður háð hér á Akureyri um páskana. Síðastl. föstudag lauk stjórn- málanámskeiði Félags ungra Framsóknarmanna hér á Akur- eyri. Þátttakendur voru 22. Stjórnandi námskeiðsins var Björn Hermannsson lögfræðing- ur. En erindi fluttu, Jóhann Frí- mann skólastjóri, Jóhannes Óli Sæmundsson námsstjóri og Gutt- Eggert kominn á þing Eggert Þorsteinsson hefur nú tekið sæti á Alþingi í stað Har- aldar Guðmundssonar eftir sögu- lega pólitíska baráttu stjórn- málaflokkanna á Alþingi. Gerði Sjálfstæðisflokurinn endurtekn- ar tilraunir til að svipta Alþýðu- flokkinn varaþingmanni í Rvík. Má eftir atvikum telja niður- stöðu þessa máls eðlilega. Næsii bændaklúbbs- íundur verður mánudaginn 25. íebr. á venjulegum stað og tíma. Rætt verður um flutningamál- in, sérstaklega þegar svo hagar til, að snjóþyngsli hindra sam- göngurnar. — Framsögumaður verður Karl Friðriksson, vega- málastjóri héraðsins. ormur Sigurbjörnsson erindreki. Megináhersla var lögð á ræðu- mennsku og voru nemendur æfð- ir á málfundum. Var mikill áhugi ríkjandi meðal hinna ungu manna og margir þeirra líklegir til starfa á sviði félagsmála. Námskeiðinu lauk með kaffi- samsæti að Hótel KEA s. 1. föstu- dag. Mikil kaupgeta — vaxandi vörusala. Framkvæmdastjóri sagði meðal annars í npphafi máls síns, að ár- ið 1956 hefði verið miklu betra verslunarár en búist hafði verið við um þetta leyti í fyrra. Fram- leiðsla til lands og sjávar byggð- ist nú svo mikið á aðstoð ríkis- valdsins og meira en áður var. Ráðstafanir af opinberri hálfu væru sjaldnast gerðar fyrr en á síðustu stundu og væri því oftar verra útlits en raunin yrði á. Ár- ið sem leið hefði verið fremur hagsælt ár, kaupgeta almennings mikil og vaxandi vörusala. Vörusala Kaupfélags Eyfirðinga hfeði aukist um 17—18% á árinu. Þessi aukning stafaði að nokru af verðhækkunum en þó myndi salan hafa aukist hvað vörumagn snerti um 10% en verðhækkanir frá 5—8% Einstakar deildir. Síðan gerði hann grein fyrir hverri deild félagsins. Nýlendu- vörudeildin ein hækkaði vöru- sölu sína um 6,3 milljónir króna. Er það mjög mikil hækkun og stafar meðfram af því að sala kjörbúðar er innifalin og fóður- bætiskaup hefðu einnig vaxið stórlega. Óll útibúin í bænum, sem öll heyra undir Nýlendu- vörudeildina hafa aukið sölu sína. Vefnaðarvörudeild, Járn- og glervörudeild, Skódeild, Bygg- ingavörudeild, Véla- og bús- áhaldadeild juku allar sölu sína, misjafnlega mikið. Nokkrar breyt ingar urðu í deildunum. Þannig hætti Járn- og glervörudeildin að versla með veiðarfæri og sala bif- reiða var engin. Til jafnaðar var söluaukning þessara deilda 17— 18%. Gefur aþð til kynna allgóða verslunarafkomu og auknar tekj- ur. Fióra seldi fyrir álíka og ár- ið áður, en þá varð stóraukning á framleiðslunni. Kjötbúðin seldi að þessu sinni fisk allt árið og mun sú breyting hafa ráðið nokkru um að salan jókst þar nokkuð. Lyfjabúðinn afgreiddi fleiri lyfseðla en nokkru sinni fyrr. Söluaukning þar var 20% Miðstöðvardeildin jók sína sölu og Olíusöludeildin seldi meira en nokkru sinni fyrr. Pylsugerðin stóð í stað með sína sölu. Smjör- líkisgerðin einnig. Sjöfn fram- leiddi álíka mikið og árið áður, kaffibætisgerðin og Kaffibrennsl- an juku söluna verulega. Meðal-hækkun vörusölunnar í öllum sölu-deildum félagsins (Frapihald á 8. síðu.) Ný saga eftir Halldór Kilj an Laxness Innan skamms er væntanleg á bókamarkaðinn ný skáldsaga eft- ir Halldór Kiljan Laxnes. Er það Reykjavíkursaga og nefnist Brekkukotsannáll. Þykja það jafnan nokkur tíð- indi, er ný bók kemur frá hendi þessa höfundar. Er þetta fyrsta bók hans, etfir að Svíar heiðr- uðu hann með verðlaunum Nobels. Fremsta röð frá vinstri: Jón Einarsson, Geir Geirssin, Baldur Ágústsson, Björn Hermannsson, Ás- grímur Stefánsson, Páll Pétursson og Sverrir Runólfsson. — Önnur röð: Már Pétursson, Ágúst Sig- urðsson, Vilhjálmm- Hjálmarsson, Jón Ólafsson, Pálmar Magnússon, Gunnar Ámason, Árni Kárason. — Aftasta röð: Bragi Ingólfsson, Páll Bjarnason, Tryggvi Pálsson, Sighvatur Snæbjörnsson, Eyþór Stefánsson, Stefán Einarsson, Jón Rögnvaldsson og Haraldur Árnason. Stjómmálanámskeið Félags ungra Framsóknarmanna á Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.