Dagur - 20.02.1957, Blaðsíða 7

Dagur - 20.02.1957, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 20. febrúar 1957 D A G U R 7 íslenzkur landbunaður (Framhald af 2. síðu). ríkulega fram borið, og húsbún- aður allur fyllilega á við það, sem að jafnaði er algengt hér hjá okkur. Eg held að íslendingar geri sér yfirleitt ljóst, að þeir séu á allan hátt vel settir — efnalega; en mér virtist samt, að þeir væru ekki fyllilega ánægðir og fremur eirðarlausir. Var sem þeim flest- um væri ljóst, að þetta væri ekki varanlegt, og að nauðsyn væri á að skapa á ný efnalega öruggari grundvöll, — jafnvel þótt það kostaði, að ofurlítið drægi úr hin- um svonefnda „Ievestandard“ (þ. e. hinu tíðnefnda, „mannsæmandi lífi“). En sennilega eru það ekki íslendingar einir, sem hafa fulla ástæðu til að velta þessu fyrir sér. Slík heilabrot eru sennilega heldur ekki ókunn hér hjá okkur. Björnson kvað um landið okk- ar: „Hér er sumarsól næg, einnig sáðjörðin næg, ef vor ættjarðar- ást væri einnig næg“. Sama má sennilega segja um ísland, en þó - Grænlandsmálið (Framhald af 5. síðu.) SÞ. og heima í Danmörk, og jafn- framt lýst því yfir í tilbót, að Grænland hafi tilheyrt íslenzka þjóðfélaginu allt síðan á Víkinga- öld, ætti kreddan um tilveru grænlenzks lýðveldis í fornöld að vera algerlega steindauð og graf- in — og engum harmdauði!“ — (Leturbreytingar síðustu máls- greinhr allar mínar! — H. V.). Ritgerðir og ritverk dr. Jóns Dúasonar ættu að vera „þegn- skyldulestur“ í _:ísl. ungmenna- skólum! - Dagskrármál landbúnaðarins (Framhald af 2. síðu.) Nafnspjöld bæja til að festa við hlið eða brúsapalla hefur KEA útvegað eftir pöntunum. Fáum blandast nú orðið hugur um, að nafnspjöldin hafa verulega þýð- ingu, ekki aðeins til fróðleiks fyrir vegfarendur, heldur einnig til þæginda fyrir aðkomufólk og heimafólk. Það getur sparað mörgum tímatöf og ómök, sem ekki eru nægilega kunnugir. Jafnvel getur komið fyrir, að það tryggi skjótari læknishjálp. Læknar fara nú orðið mest án fylgdar í bifreiðum sínum, og á meðan þeir eru ekki þaulkunn- ugir í umdæmi sínu, geta nafn- spjöldin verið fyrir þá tilvaldir leiðbeinendur. Nafnspjaldanna er ekki síður þörf við afleggjara til þeirra bæja, sem ekki er hægt að sjá frá þjóðveginum. Gott skipulag utan húss sem innan og snyrtileg umgengni er aðalsmerki hvers heimils, hvort sem það er smátt eða stórt og hvar sem það er á landinu, en mesta athygli vekur hvernig um- horfs er hjá þeim, sem búa með- fram þjóðveginum. ef til vill með nokkurri breyt- ingu. Þar er sáðjörðin næg — já, meir en nægileg, og þar er einnig ástin, (þótt hún sé aldrei nægi- leg), hefði landið aðeins næga sumarsól og hlýju. Eg held það sé einmitt sólskinið og hitamagn- ið, sem mest skortir um sprettu- tímann og veldur mestum erfið- leikum í ísl. landbúnaði. Og úr þessum mikilvægu náttúruskil- yrðum er að svo stöddu — a. m. k. — erfitt að bæta. Það væri þá aðeins, ef ísland gæti fært út kvíarnar um hagnýtingu jarð- hitans, svo að hann kæmi venju- legri jarðrækt að halda, en ekki aðeins vermihúsaræktinni. En hvað sem þessu líður, þá eru a. m. k. miklar framfarir og bjartsýni ríkjandi hjá ísl. jarð- ræktarmönnum um þessar mund- ir. Er því vonandi að þeim takist að hitta á þær aðferðir og háttu um jarðrækt sem mestan og bezt- an arð gefa þeim til endurgjalds fyrir þær miklu útlögur, sem nú eru lagðar fram til nýbygginga og ræktunar landsins. - FOKDREIFAR (Framhald af 4. síðu.) hafi gefið umræddri skál „Djöfla" skálarheitið. Ekki veit ég, hvaðan Baldri kemur vald til slíkrar nafngiftar á mínu landi. Virðist því að hér sé að verki hin alþekkta tungu- veltá Baldurs, og af engum hlý- hug til Bjarga og Bjargamanna. Nú skora ég á Baldur að yfirlýsa, án undanbragða, á hverju þessi nafngift byggist. Eins og vitað er, eru flest nöfn á landi dregin af staðháttum og lögun, t. d. Nípa, Miðaftansskál o. s. frv. í öðru lagi yfirlýsi Baldur hvel's vegna nafngiftin er fram komin og hann sett nafnið í blöð- in. Þykir mér líklegt að Baldur verði við þessari kröfu.“ 8. febrúar 1957. Samkvæmisk j ólaef ni mikið úrval. Ullarkjólaefni margir litir. Kaki, rautt, grænt, grátt og hvítt kr. 14.00 m. ★ Náttkjólar, prjónasilki og nylon. Náttföt Undirkjólar og mittispils úr prjónasilki og nylon mjög fallegt. Ullarnærföt Hlýir ermalangir náttkjólar á börn og fullorðna. ★ Barnafatnaður alls konar. Áteiknuð vöggusett ANNA & FREYJA. FÆÐI Nokkrir menn geta fengið fæði strax, eða um næstu mánaðamót. Uppl. i síma 1748. HNlFÁPÖR úr ryðfríu stáli Véla- og búsáhaldadeild Með 50 kr. afborgun á mánuði, getið þér nú eignazt hina stórglæsilégu MYNDABÓK F.INARS JÓNSSONAR myndhöggvara. Til sýnis í glugga verzlun- arinnar. Búkaverzl. EDDA h.f. Akureyri. Sírni 1334. Gleraugu fundin í Strandgötu. Geymd á afgr. Dags. Húsmæður! Gerum við RAFMAGNS- HEIMILISTÆKI. Bifreiðaverkstæðið ÞÓRSHAMAR H.F. Simi 1353. BIFREIÐAEICENDUR! Önnumst viðgerðir á dyna- móum, störturum og raf- kerfi bifreiða. — Fagmcnn tryggja fljóta og örugga þjónustu. Bifreiðaverkstæðið ÞÓRSHAMAR H.F. Simi 1353. Takið eftir! Við bjóðum yður vetrarúlpur á börn og fullorðna. Skíðabuxur Drengjapeysur nýjar gerðir. Karlmannaskyrtur svartar og röndóttar. Vinnubuxur karla, kvenna og barna. Síðbuxur karlmanna og drengja. Vinnustakka og sloppa Sokkabuxur, barna, ullar og bómullar. ----o---- Snjóbirtugleraugu nreð tvílitum glerjum. ALLT MEÐ GAMLA VERÐINU. Klæðaverzlun Sig. Guðmundssonar h.f Hafnarstrœti 96. Þekktu óvininn Heilbngðisstofnun S. Þ. berst ötulli baráttu við alls konar smitber- andi skorkvikindi víða í lieitu löndununi. — Hér sést kennari í Vestur-Bengal sýna nemendum sínum mjög stækkað líkan af mal- aríumýflugunni, og skýrir þeim frá því, hvernig kvikindið smitar. ÚR BÆ OG BYGGÐ □ Rún 59572207 — 1.: I. O. O. F. — 13C2228L> — fSkíðanámskeiðið hefst um næstu helgi. Nánar í götuauglýsingum. Frá starfinu í Zíon. — Almenn samkoma næstkomandi sunnudag kl. 8.30 síðdegis. — Laugardags- kvöld kl. 9: Samverustund. — Allir velkomnir! Sunnudagaskóli Akureyrarkirkj u er á sunnudaginn kemur. kl. 10.30 f.h. 11. mynd. — 5 og 6 ára börn í kapellunni. 7—13 ára börn í kirkjunni. — Bekkjarstjórar! mætið stundvíslega. Aðaldeild: Fundur ■' ■ \ annað kvöld í kapell- unn* kl. 8.30 e-h- Há- x tíðafundur stúlkn- anna á sunnudag kl. 5 e.h. —• Freyjubráar- og Akurperlusveit- irnar sjá um fundinn. Áheit á Akureyrarkirkju kr. 500.00 frá N.N. — Kærar þakkir S.Á. Frá starfinu í Zíon. — Fjáröfl- unarsamkoma fimmtudaginn 21. febr. kl. 8V2 e. h. — Sýnd verður litmynd frá ævi Livingstonés í Afríku. — Númeraborð og happ- drætti. — Komið og styrkið gott málefni. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ásgerður Skúladóttir frá Staðarbakka í Hörg. og Ólafur Rafn Eggertsson iðnnemi Akureyri. Frá Kvenfélaginu Hlíf. — Af- mælisgjafir: Frá J.S. kr. 1000.00, S.V. kr. 100.00, S.J. kr. 100.00, A. M. kr. 100.00, S.Á. kr. 100.00, K.J. kr. 200.00, — Áheit frá: S.Á. og Þ.S.A. kr. 500.00. — Kærar þakk- ir. Stjórnin. Þar sem nú gerist erfið færð á götum bæjarins og víða þröngar slóðir, er áríðandi að gæta fyllstu varúðar, hvort sem um stjórnendur ökutækja eða gangandi fólk er að ræða. Til- liliðrunarsemi og gætni eru ávalt fyrstu boðorðin í umferð- inni. — Því veldur það miklum vandræðum mn hreinsun gatna að bifreiðum er víða lagt á þröngar umferðagötur. Kvenfél. Hlíf heldur aðalfund föstudaginn 22. þ.m. kl. 8V2 e.h. í Ásgarði. Venjulega aðalfundar- störf. — Konur taki með sér kaffi. Stjórnin. Hjúskapur. — Sunnudaginn 10. febrúar voru gefin saman í hjónaband af sóknarprestinum í Grundarþingum ungfrú Sigrún Helgadóttir, skrifstofumær frá Þórustöðum, og Jón Bjarnason, úrsmiður, Akureyri. Að gefnu tilefni. — Frá því var sagt í vetur að Kurt Sonnenfeldt tannlæknir hefði farið til Þýzka- lands með kjálkabrotinn ungling héðan frá Akureyri. — Vegna fyrirspurna um framhaldið, vill blaðið upplýsa, að læknirinn kom heim síðast í nóv. og pilturinn, Halldór Halldórsson frá Lækjar- bakka, nokkru síðar og fékk að því er sýnist góðan bata að aflok- inni aðgerð sérfræðinga þar ytra. St. Brynja Nr. 99 heldur fund í Skjaldborg fimmtudaginn 20. þ.m. kl. 8.30 e. h. Fundarefni: Inntaka nýliða og fl. Hagnefnd skemmtir og fræðir á fundinum. Áskrifíarsími TÍMANS á Akureyri er 1166

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.