Dagur - 20.02.1957, Blaðsíða 8

Dagur - 20.02.1957, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 20. febrúar 1957 Fastanefndir bæjarstjórnar Guðmundur Guðlaugsson einróma kosinn for- seti bæjarst jórnarinnar Ritgerðasafn Richards Beck Stór og myndarleg bók, gefin út í tilefni sextugsafmælis hans í vor Á bæjarstjórnarfundi í vik- unni sem leið fóru fram kosning- ar í nefndir bæjarstjórnar svo sem venja er. Urðu litlar breyt- ingar hvað hlut einstakra flokka viðkemur, en mannaskipti urðu í sumum nefndunum. Guðmundur Guðlaugsson var einróma kosinn forseti bæjar- stjórnar og einnig Jón G. Sólnes varaforseti. Ritarar bæjarráðs Steindór Steindórsson og Guðm. Jörundsson, samhljóða eftir uppástungu. — Eru nokkrar helztu nefndir þannig skipaðar: Bæjarráð: Marteinn Sigurðsson, Jakob Frímannsson, Tryggvi Helgason, Helgi Pálsson, Jón G. Sólnes. Bygginganefnd: Innan bæjarstjórnar: Jón Þorvaldsson og Marteinn Sigurðsson. Utan bæjarstjórnar: Mikael Jóhannesson og Karl Friðriksson. Hafnarnefnd: Innan bæjarstjómar: Guðmundur Guðlaugss. og Guðmundur Jörundsso.n. Utan bæjarstjómar: Albert Sölvason og Magnús Bjarnason. Framfærslunefnd: Helga Jónsdóttir, Jón Ingimarsson, Kristján Árnason, Ingibjörg Halldórsdóttir Kristbjörg Dúadóttir. Rafveitustjórn: Steindór Steindórsson, Stefán Reykjalín, Guðmundur Snorrason, Indriði Helgason, Sverrir Ragnars. Yfirkjörstjórn: Brynjólfur Sveinsson og Kristján Jónsson. Endurskoð. bæjarreikninganna: Brynjólfur Sveinsson og Páll Einarsson. Stjórn Sparisjóðs Akureyrar: Gísli Konráðsson og Kristján Jónsson. Vallarráð: Ármann Dalmannsson, Sigurður Bárðarson, Árni Sigurðsson. Botnsnefnd: Ríkharð Þórólfsson og Gunnar H. Kristjánsson. Vinnuskólanefnd: Ái-ni Bjarnarson, Hlín Jónsdóttir, Guðrún Guðvarðardóttir Árni Jónsson. Bókasafnsnefnd: Davíð Stefánsson, Eyjólfur Árnason Steindór Steindórsson Stefán Reykjalín. (Framhald af 1. bls.). nemur rúmlega 16—20%. Verðlag á erlendri vöru mátti heita nokk- uð stöðugt, hækkaði þó nokkuð. Framlciðsla landbúnaðarvara. Slátrað var á öllum sláturhús- um félagsins samtals um 38 þús. fjár, og er það um 25% fleira en 1955. Kjötþungi nam alls 575 þús. kg. Jarðepla-innlegg varð aðeins 1870 sk. Framleiðsla sjávarafurða. Framleiðsla frystihúsanna í Dalvík og Hrísey nam alls 1232.290 lbs. af hraðfrystum fisk- flökum, og er það því sem næst sama magn og árið áður. Þar að auki framleiddu frystihúsin um 34.000 kg af söltuðum þunnildum og um 24.000 kg. af söltuðum roðurn. Saltfiskur til sölumeð- ferðar hjá KEA var alls 527.500 kg. — Skreiðarframleiðslan varð um 17.600 kg. af fullverkaðri skreið. Beinamjölsverksmiðjan á Dalvík framleiddi um 288 þús. kg. af fiskmjöli og um 85 þús kg. síld armjöls. — Ennfremur um 71 þús. kg. síldarlýsi. Lifrarbræðslur fé- lagsins á Árskógsströnd, Dalvík og Hrísey framleiddu alls 430 föt af þorskalýsi. Verklegar framkvæmdir 1956.. Lokið við byggingu frystihúss- viðbótar á Oddeyri og húsið tek- ið til afnota í sláturtíðarbyrjun. Lokið við byggingu beinamjöls verksmiðju í Ilrísey og hafin vinnsla í verksmiðjunni í april. Lokið við gagngerða endurbót og breytingu á skrifstofuhúsnæði félagsins í Hafnarstræti 91. Hafin bygging nýs verksmiðju- og geymsluhúss fyrir kaffibætis- verksmiðju og' kaffibrennsluna. Húsið fokhelt fyrir áramót. Ótruflaðir mjólkur- flutniugar Fosshóll 19. febrúar. „Það eru nú ekki nema 4 dagar síðan ég gat tekið sæmilega snjó- hnausa handa fénu,“ sagði Sig- ui'ður bóndi á Fosshóli í gær. Mjólkurflutningar hafa ekki trufl ast ennþá, en ört bætir á snjóinn síðustu dagana og færi þyngist óðum. Ýta hefur hjálpað mjólkur bílum í 2 skipti á kafla norðan við Laxamýri. Snjór er mestur í Mý- vatnssveit, og er Mývatnsheiði orðin ófær. Látlausar hríðar Ólafsfirði, 19. febrúai'. Kaldbakur landaði nær 180 tonnum fiskjar fyrra mánudag. Er það fyrsti togarafiskurinn, sem hingað berst á þessu ái'i. Var mál til komið að hleypa ofurlitlurn fjörkipp í atvinnulífið. Nú eru látlausar hriðar og leið- indaveður á degi hverjum. Byggðar áburðargeymsluskemm- ur á Akureyri og Dalvík, sem taka samtals um 2500 tonn af „kjarna“-áburði. Innréttað leiguhúsnæði í Hafn- arstræti 96 og blómabúðin flutt þangað 24. nóv. s. 1. Hafin bygging „smurstöðvar í sambandi við vélaverkstæðið „Þórshamar“. Byggingin fokheld í byrjun des. s. I. Mjólkursamlag KEA. Samlagið tók á móti 11.6 millj. kg. mjólkur og var aukningin 12,3%. Meðalfeiti var 3,627%. Utborgað verð til framleiðenda var kr. 2 á innvegna mjólk. Að skýrslu framkvæmdastj. lokinni hófust umræður um hana. Nýtt mál. Jónas Kristjánsson flutti til- lögu félagsstjórnar um nýju mjólkurvinnslust. og fylgdi henni úr hlaði með ræðu. Þar sagði hann m. a. að ört vaxandi mjólk- urframleiðsla í héraðinu á und- anförnum árum t. d. á síðasta ári 12.3% og stórfelldar ræktun- arframkvæmdir er nú stæðu yfir myndu enn auka framleiðslu þessa stórlega á næstu árum. — Mjólkurvinnslustöð KEA yrði þá strax of lítið en undirbúningur og framkvæmdir tækju mörg ár og vÉeri því'nauðsynlegt að hefja undirbúning sem fyrst. Samþ. var að senda félagsdeildum er- indi um þetta mál svo að þær geti gert sínar tillögur um það. Bygging nýrrar mjólkurvinnslu stöðvar er stórmál, sem eyfirskir samvinnumenn verða að leysa. Lóð undir bygginguna mun senni lega fást á Gleráreyrum austan við nýju Glerárbrúna. Hinn 9. júní n.k. verður pró- fessor Richard Beck, sextugur. Um nálega 3 tugi ára hefur hann verið einn helzti útvörður fslands í Vesturheimi og kynnt þjóð vora, málefni hennar og menningu þar vestra með óþreyt- andi elju. Hér heima hefur hann ferðast oftsinnis, kynnzt þar fjölda manns og hvarvetna getið sér vinsældir. Ritgerðir hans og ræður um íslenka menn, mál og menningu, eru orðnar geysimarg- ar. Er þær að finna víðs vegar í blöðum og tímaritum, bæði austan hafs og vestan, en margt er þó óprentað í fórum hans. í tilefni af afmæli hans, hafa nokkrir vinir hans og velunn- endur ákveðið að gefa út mynd- arlegt úrval þessara ritgerða, og kemur bókin út á afmælisdegi dr. Becks. í bókinni eru bæði erindi og greinar, en flestar þeirra um íslenzka rithöfunda og fræðimenn, austan hafs og vestan. Meðal annars eru þættir um þessa menn: Svein Björnsson, forseta íslands, skáldin Stephan G. Stephansson, Þorstein Þ. Þorsteinsson, Þorskabít, (Þor- Dánardægur Iljálmar Þorláksson, Villinga- dal í Eyjafirði andaðist 17. þ.m. nærri 83 ára að aldri Hann var merkur bóndi skagfirskrar ættar en bjó hér í Eyjafirði langa bú- skapartíð og ávann sér vináttu og virðingu sveitunga sinna og sam- borgara. — Með Hjálmari er hinn mætasti maður að moldu hniginn og hinn bezti drengur. björn Bjarnarson, Sigurð Júl. Jóhannesson, Sigurð á Arnar- vatni, svo enn fremur um Sigurð skólameistara Guðmundsson og Hjört Thordarson, hinn nafn- kunna vísindamann, auk margra annarra! FremSt í bókinni er ritgerð um Richard Beck, eftir séra Benja- mín Kristjánsson á Laugalandi, og afmælisósk ásamt nöfnum allra áskrifenda. Bókin er prent- Uð í Prentverki Odds Björnsson- ar, á myndapappír, með mörg- um myndum og til hennar vand- að á allan hátt. Verð l<r. 200.00. Þar sem fórráðamenn útgáf- unnar 'geta ekki náð pefsónulegá til allra þeirra mörgu, sem heiðra vilja Richard Beck á afrnæli þessu, vænta þeir þess, að þeir, sem gerast vilja áskrifendur að bókinni og rita undir afmælis- kveðju til höfundarins sendi nöfn sín til Árna Bjarnaisonar, bókaútgefanda, Akureyri. Akureyri, 1. febr. 1957 í útgáfunefnd: Aage Schiöth, Siglufirði, Árni Bjarnarson, Akureyri, Árni G. Eylands, Reykjavík, Benjamín Kristjánsson, Laugal., Sigurður O. Björnsson, Akureyri, Steindór Steindósson, Akureyri, Þórarinn Björnsson, Akureyri, Þorkell Jóhannesson, Reykjavík, Þorsteinn M. Jónsson, Reyhjavík. Fyrstu rauðmagarnir Húsavík 19. febrúar. Rauðmagaveiði er byrjuð, en ógæftir eru nú svo ekki er farið á sjó. Bræðurnir Þorgrímur og Héðinn Maríussynir veiddu fyrsta rauðmagann. Þorskur í rauðmaganet Grímseyingar voru byrjaðir 'að veiða hrognkelsi áður en Igekk í veðrahaminn. Voru netin lögð á mjög grunnu og veiddist lítilsháttar. En það þótti rneiri tíðindum sæta að mjög vænn þorskur var i netunum. í Flatéy er mikill snjór. Þar er hrognkelsaveiði einnig í byrjun. Þurfa ekki skíði eða stafi Víða má finna góðar brekkur að renna sér í. — Ljósmynd E. D. - Vörusala KEA jóksf verulega

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.