Dagur - 20.02.1957, Blaðsíða 5

Dagur - 20.02.1957, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 20. febrúar 1957 D A G U R 5 Á Framsóknarvistinni að Hófel KEA „Konan segir að eg sé farinn að kalka“ Við hittumst á Framsóknar- vistinni. Þau hafa verið að nöldra um það, í seinni tíð, kerling mín og krakkarnir, að ég sé farinn að kalka. Helst þykjast þau mekja það af því, að ég sé allur í for- tíðinni en minna með á nótunum um það sem nú gerist. Auðvitað þýðir ekkert að malda í móinn síðan krakakrnir komu upp og eta allt eftir móður sinni. Svo hald ég mitt strik og þau sitt og samt eigum við að heita samferða. Sálfræði og listgrein. Þau drifu mig á Framsóknar- vist hérna um kvöldið. Þau sögðu að ég þyrfti nauðsynlega að um- gangast fleira fólk svo ég fengi fleira um að hugsa en ómerkileg- ar sögur og samlíkingar aftan úr forneskju. Það hefur eiginlega alltaf verið mín sérgrein að litast um farinn veg, nokkurskonar listgrein að rifja upp gamla at- burði bæði eins og þeir raun verulega gerðust og eins hvei-nig smáatvik hefðu getað breytt þeim jafnvel gjörbreytt þeim, ef þau hefðu verið fyrir hendi. Það þarf ekki að vera af því ég sé farinn mel’ að kalka þótt ég muni ekki ætíð nákvæmlega, hvaða atvik og síð- an söguþráðurinn í beinu fram haldi, var af hinu hugsanlega og hvað vai; raunverulegt og hægt að votta og eiðsverja. Mér hefur líka reynst það svo við nákvæm- an samanburð, að hin fyrnefndu eru oftast sannari. giska ég á. Og þarna var ég þá kominn. Konur verða okkur Jóa fcgnar. Það vantaði ekki ljósadýrðina Hótel KEA. Og ekki vantaði fólkið. Það var ekki hætta á að maður færi að glingra neitt við fortíðina á þessum stað. Tveir karlmenn og tvær konur við hvert borð, svona víðast hvar. En kvenfólk lítillega í meiri hluta og þar vantaði þá karlmennina. Það mega þær eiga að ekki gerðu þær sér manna mun. Þarna ætluðu þær að gleypa Jóa gamla ná- granna og hef ég aldrei séð kon- ur verða honum fegnar fyrr. Og sem ég geng þarna á milli borð- anna og svipast um eftir kunn- ingjum, þá er ég þrifinn beggja megin frá og er orðinn keppi- kefli og sá þann kost vænstan að láta mig falla í þann stólinn er næstur var. Datt mér í hug sag- an af manngarminum, sem tröll- konurnar stálu og teigðu á milli sín og orguðu í eyrun á og ætl- uðu svo að búa til mann handa Spaði og fullt að gera. En eins og fyrri daginn gafst ekki tími til hugleiðinga. Spaði, er kallað með þrumuraust og verði mér aldrei verr við. Nú var vistin byrjuð og fullt að gera. Gefa, slá út, telja slagi, færa inn í bækur gefa kvittanir, skipta um borð. Allt í einum grænum kvelli með eftirrekstri og látum. Rek eg það ekki meira en mörg glað- leg andlit hafði eg á móti mér urn kvöldið. Alltaf skipt um og alltaf nýr kvenmaður með hverju spili. Hávaðinn var eins og fuglabjargi og eg var rétt einu sinni hætt kominn í þeim óvana mínum að lifa í fortíðinni. Eg ætlaði að skreppa með háfinn út bjargbrúnina. Skipt. Eg að næsta borði og sem eg er lifandi maður sat eg á móti fyrstu kær ustunni minni. sér. En nú skyldi forðast alla forneskju og ég tók að virða fyrir fólkið. Lítið dæmi til sönnunar. Hvað segið þið til dæmis um refaskyttuna, sem liggur á greni og er kannski búinn að liggja þar krókloppinn og skjálfandi dægr- um saman. Loks kemur annað dýrið. En ein örlítil hreyfing get- ur gerbreytt öllum aðstæðum á svipstundu. Auðvitað leggur maður byssuna að vanganum, spennir upp gikkinn, dregur ann- að augað í pung og lætur svo bæði sigtin bera í kvikindið. Þá fyrst er óhætt að hleypa af, ef rebbi er þá ekki hreinlega farinn þegar búið er að koma öllu þessu í kring. O—nei kallinn, skotið reið af og eitthvað fékk hann af því. Hann steinlá og svo kom hitt dýrið og fékk sömu útreið. Haldið þið kannski að einhverjum væri greiði gerður með því að segja að hvorugt kvikindið hefði komið og refaskyttan ekki svo mikið sem heyrt tófugagg. En ég hafði nú alltaf hugsað mér að koma heim með bæði dýrin og drepa kannski eitt á heimleiðinni ef ég kæmist í færi. Og þannig hef ég það. Manni dettur sitthvað í hug. Já, manni dettur sitthvað í hug á leiðinni á Framsóknarvist. Það marrar í þurrum snjónum og kaldur máninn glottir á bláum kvöldhimninum. Góð krafsturs- jörð í sveitinni, hugsa ég, og blá leit nefin á kaupstaðarfólkinu Án kvenna er engin hátíð. Allstaðar gat að líta glatt og sællegt Wlk í fallegum fötum. Marglit ljósin brotnuðu fagurlega í hálsfestum, armböndum, eyrna- lokkum, skrautúrum og öðru djásni kvenna. Um konurnar sjálfar er bezt að segja það eitt, að án þeirra er sjaldan mikil há- tíð í mannheimi. Þá gekk þar kona tíguleg um salinn og sá ég að þar mundi drottning vera ef nokkur væri til á þeim stað. Vék hún ljúfmann- lega að mönnum. Fyrsta kærastan. Á dauða mínum átti eg von en ekki því að spila Framsóknarvist við hana. í 30 ár hafði eg kviðið fyrir því að hitta hana og langað þó til þess og nú sat hún þarna eins og ekkert væri, og barði álfheima? á þeirri stundu Var eg ginntur í Fannst mér að ég væri staddur í álfheimum. Það var þá ekki í fyrsta sinn að menn voru ginntir í sjávar- hamra eða standbjörg. Hin und- arlega birta, allt skrautið og álfadrottnjingin studdu þetta. í huga mér leitaði eg undan- bragða, áður en það yrði of seint og ég ánetjaður orðinn einhverri stássmeynni og björg- in lykjust saman. Samt sat ég en leið heldur verr. „Systir, ljáðu mér pott.“ Steig þá drottningin á upp- hækkun og bauð gesti velkomna. Fannst mér ekki laust við að hún hlakkaði yfir því hve marg- ir menn væru þarna saman komnir. Samstundis var skipt um svið í hugskoti mínu og varð mér hverft við. Duttu mér í hug syst- urnar tvær, sem kölluðust á milli fjalla og er þetta þar í: Systir, ljáðu mér pott.“ Þá svarar hin: „Hvað viltu með hann. Sjóða í honum mann. Hver er hann. Gissur á Botnum, Giss- ur á Lækjarbotnum." Þannig töl- uðust þær við. borðið. í 30 ár hafði hún staðið mér fyrir hugskotssjónum, sem feimin, fögur og forvitin, ung stúlka. Eg hafði elskað hana all- an tímann og gælt við hana leynum, unnað henni í meinum Eg horfði á hana og lét bara eitt hvað í. Bölvuð fenja var mann eskjan orðin. Hver undirhakan niður af annarri langt ofan ; bringu, andlitið kvapablátt af of fitu og drykkju, og svo hvernig hún drap. Og svo þessir brúsk- ar, ekki verulegt- skegg, frekar eins og hrossanálatoppar. Ætli ég eigi ekki þennan líka, sagði hún og rak bilmingshögg í borðið til frekari áherzlu. Svo var þá síð- asta spilið eftir. Enn drap hún og hló hátt eins og margir pott- hlemmar. En ástin mín, sem eg hafði einangrað í hjarta mínu og gælt við í 30 ár, laumaðist burtu, þegjandi og hljóðalaust, og eg vissi að hún kæmi aldrei aftur. Mesta furða hvað þetta var sárs- aukalaust. Ekki annað en það, að eg var svolítið þurr í kverkum. Helgi Valtýsson: Enn um Grænlandsmálið Sagan, sem alltaf er ný - Mcrk ritgerð eftir dr. Jón Dúason í síðasta hefti „Tímarits lög- fræðinga" hefur dr. Jón Dúason ritað rækilega grein um hið mikla áhugamál sitt og síunga, sem hann hefur barizt fyrir um marga erfiða áratugi, oftast einn, eða þá ótrúlega fáliðaður. Enda hafa gerzt liðhlaupar furðulega 1 margir úr þeim vígreifa flokki, sem í upphafi hafði heitið honum liðveizlu með því að gerast áskrifendur að hinum geysimiklu og gagnmerku ritum hans: Land- könnun og landnám íslendinga í Vesturheimi og Réttarsaga Græn lands nýlcndu íslcndinga. Hafa þeir nú rofið oi'ð og eiða og „standa ekki við neitt frekar en Vigfús (sál.) á Hala, nei Árna- son.“ Er þetta ljótur blettur á þjóðarmetnaði vorum — eða í'étt- ara: skortur á þjóðarmetnaði. En á þetta hef eg drepið áður í „Degi“, og skal því ekki fjölyrt hér frekar að sinni. X Snjóar á snjóa ofan Fyrir sunnan cr austanátt, iðulaus bylur dag og nátt, tittlingar lífi týna. Hamast að koma vörnum við vcgagcrðin með allt sitt lið. sýnandi íþrótt sína. Viðlcitnin kemur út á eitt. Engu fær Thcresía breytt. Varnarlaus vcðurstofan. Vcgirnir lokast æ og enn, alls staðar bíða ferðamenn. Snjóar á snjóa ofan. Virðast þó bannsctt verkföllin vcrri fönnum og hríðardyn. Hörmung á báðar hcndur. Og nú er það einmitt íhaldið, cn ekki rauðflckkótt konnna lið, sem fyrir því stríði stendur. J. Tveir kapítular úr Vígslóða. Þetta er ai'karlöng séi'prentun úr „Tímariti lögfræðinga" og fjallar rækilega um hin merku lagaákvæði Vígslóða, sem var löggiltur í Hafliðaskrá á Alþingi 1118. Eru hér teknir til meðferð- ar og í'ökræddir rækilega kapí- tularnir 373 (CIV) og 374 (CV) Því miður er séi'prentun þessi ekki til sölu, og hér ekki tæki- færi til að minnast hennar, sem vei't væri. Skal því aðeins drepið á öi'fá ummæli höfundar, sem öll stefna í eina og sömu átt og ver- ið hafa leiðai'steinn hans og stjai'na meginhluta ævi hans: Sögulegur réttur íslands og sómi. Þótt þú leitir með logandi ljósi í heimildum íslands og allra nálægra landa, finnur þú ekki nokkurn skapaðan hlut, er mæli því í gegn að Gi'ænland hafi ver- ið nýlenda íslands nema litla ox'ðið önnur (avnnor) í kap. 373 í Vígslóða. Það er meðfram þess vegna, að ég hef valið mér að gei'a þennan kapítula og þann næsta á eftir að umtalsefni." — Er þetta síðan rakið með stei'kum í'ökum á 12 bls. greinarinnai'. Og ályktunin vei'ður að lokum: „Allt sýnir þetta ísland og Græniand sem eitt og sama þjóðfélag.“ Síðan heldur höf. áfi'am á tveimur síðustu bls. ritlingsins: „Kreddan um tilveru þessa grænlenzka lýðveldis er ekki eldi'i en frá öðrum þi'iðjungi 19. aldar. Þá gei'ðist mai’gt og þar með það, að frá frönsku bylting- unum bárust út um álfuna þjóð- ernis- og frelsishi'eyfingar, er ógnuðu danska einvaldskonungs- dæminu með upplausn. Þá losuðu íslendingar sig af í'áðgjafarþingi Eydana og fengu Alþingi endur- reist sem ráðgjafai'þing. En það tækifæi'i var notað til að skilja Færeyjar frá íslandi, sem hingað til höfðu fylgzt að. Óg þá var kreddan um grænlenzka lýðveld- ið búin til, og henni þvingað inn 3. bindi af Grönlands historiske Mindesniærkcr, er út komu í þremur bindum í Khöfn á árun- um 1938—1845 — sem „et dansk Nationalverk“ ....“ „En ekki gei'ðu Danir nokki'a tili'aun til að sanna tilveru þessa grænlenzka lýðveldis, og eigi heldur mér vitanlega nokkru sinni síðar. Einungis fylgismenn Dana hér á landi hafa í'eynt þetta vonlausa verk, — að sanna til- veru þess, sem aldi'ei var til. En mjög kappsamlega hafa Danir unnið að því að útbi-eiða þessa kenning sína um tilveru græn- lenzks lýðveldis út um öll lönd veraldar, þar til á þingi SÞ 1954, að danska ríkisstjórnin sjálf og formaður sendinefndar hennar afneitaði henni, og sömuleiðis af- neitaði dapska utanríkisráðu- neytið henni í yfirlýsingu, dags. 27. nóv. 1954, heima í Danmöi’ku. Jafnframt þessari afneitun á til- veru grænlenzks lýðveldis í forn- öld lýsti danska í'íkisstjói'nin og lögfræðingar hennar því yfir á þingi SÞ. og heima í Danmöi'ku, að Græixland hefði, allt síðan á Víkingaöld vcrið talið hluti ís- lcnzka þjóðfélagsins, eins og greint var frá í ísl. í'íkisútvai-p- inu í febr. sl. (1956) og í síðasta hefti þessa tímai'its.“ (T. lögfr.), Fi'á þessu hefur einnig vei'ið skýi't allrækilega í „Degi“. „Á umliðnum öldum allt fram á 2. þriðjung 19. aldar, hefur aldrei ríkt efi á því, að Grænland hafi verið nýlenda íslands. Þá hélt danski stjórnlaga- og réttaf- söguprófessorinn J. F. W. Schle- el þessu fram í formála fyrir út- gáfu Þói'ðar Sveinbjörnssonar á Gx'ágás 1829, og í ritgei'ð í Nor- disk Tidskrift for Oldkyndighed 1832, I. bls. 109—150. En í síðasta bindi af Gi'önlands hist. Mindes- mærker 1845, er ki'eddunni um grænlenzkt lýðveldi smeygt inn, öldungis órökstutt og sannana- laust. En áróðui'inn fyrir þessari kreddu, sem valdhöfunum í Kaup mannahöfn kom þá vel, var svo stex-kur, að þegar Vilhjálmur Finsen benti á það á fræði- mannlegan hátt í hinni fi'ábæru Grágásarútgáfu sinni í Khöfn 1852—1883, og síðar i hinni óprentuðu í'éttax'sögu sinni, A. M. access 6, að Grænland hafi verið nýlenda íslands, drukknuðu þessi orð fi'æðimannsins alveg í hinum danska áróðri. Og enginn íslenzk- ur fræðimaður, jafnvel ekki svo vel teknir menn sem Einar Ain- ói'sson og Gizur Bergsteinsson, hafa getað fengið réttarsögu Fin- . sens lánaða hingað á söfn!“ „En nú þegar sjálf danska rík- isstjórnin hefur hátt og hcilaglega afneitað tilveru nokkurs græn- Icnzks lýðveldis, bæði á þingi (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.