Dagur - 06.11.1957, Blaðsíða 1

Dagur - 06.11.1957, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 11G6. DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 13. nóvember. XXXX. árg. Akureyri, miðvikudaginn 6. nóvember 1957 52. tbl. Akifreyri á merka garðyrkjusögu Ræktim skríiðgarða og alhliða fegrun bæjarins er verkefni Fegrunarfélagsins Verðlaun fyrir fegurstu garðana Fegrunarfélagið á Akureýri hef- ur tekið sér fvrir hendur að örva bæjarbúa til aukinnar skrúð- garðaræktunar og vinna aö ai- hliða fegrun bæjarins. — í jiví skvni hefnr það sérstaka dóm- ncfnd á sínum vegum til j>ess að dæma um fagra garða og gera tillögur um opinbera viðurkenn- ingu fyrir j)á. Hefur ])etta aukið áhuga manna og jafnvel keppni í þessari grein. Ilinir fegurstu garð.tr, og þeir eru margir á Akureyri, hafa sýnilega mikil áhrif á nágrannana og þeirra skrúðgarðarækt. Fegurðarskyn og ræktunarlöngun f'ólks er mikið, en kunnáttan oftast í molum. En hver gctur af öðrum lært, og svo er að sjá. að fiílk sé víða orðið nokkrir garðyrkjumenn. Um það bera fjiil- margir garðar fagurt vitni, og sum- ar götur skera sig úr um þetta. Er fallegur skrúðgarður örvandi á- bcnding til nágrannanna. A sunnudaginn var efndi Fegr- unarfélagið til samdrykkju að Hó- tcl KEA, og fór Jiar fram verðlauna og viðurkenningarafliending íyrir fegurstu garðana, að viðstöddum blaðamönnum og nokkrum gestum. Ein verðlaun voru vcitt, fagur bikar. Elann hlutu að þessu sinni Jórunn Jómdótlir og GuÓmundur Gislason, Ægisgötu 27, með viður- k'enningarorðunum: Eegursti garð- urinn á Akureyri árið 1957. Skrautrituð ávörp hlutu: Guð- laug Þorsteinsdóttir og Geslur Ól- afssson, Goðabyggð 1, Aslaug F.in- arsdóttir og Haraldur Hclgason, Goðabyggð 2, og Margrct Þórðar- dóttir og Tómas Iijörnsson, Gils- baltkaveg 14. Jön Kristjánsson, verzlunarm., afhenti verðlaun og stjórriaði sam- sætinu. en hann er varaformaður fé lagsins. Dónmefndina skipuðu: Jón Rögn vafdsson, Árni Jónsson og Helgi Steinarr. Sá sfðastnefndi sýndi skugga- myndir af iögrtim skrúðgörðum, að verðlaunaafhendingu og nokkrum stuttum ræðum loknum. Vegir orðnir þangfærir í héraðinii Snjór er orðinn töluvert mikill í héraðinu og víðast jafnfallinn og lítil sem engin beitarjörð fyrir sauðfé. Vegirnir innanhéraðs eru færir enn, en færið þyngist óð- um. því að hríðað hefur daglega. rsa ara Úrsliiin í Samnorrænu sun r Svíþjóð sigraði, en þó liafði Island langmesta þátttöku - Akureyringar sigruðu í bæjakeppni Úrslitin í samnorrænu sund- keppninni eru nú kunn orðin, og sigraði Svíþjóð að [jcssu sinni, en ísland varð fimmta í röðinni. Tak- mark keppninnar var að sýna sem mcsta þátttökuaukningu frá 1954. Niðurstöður keppninnar tirðu þessar: 235205 71.72% 46027 64.65% 121168 -f-23.04% 28130 Svíþjóð Noregur Finnland Danmörk Isla nd ■25.64% 24631 -r-33.60% Samkvæmt jiessu liefur Svíþjóð aukið mest jrátttökuna, en íslarid minnst. En fleira er hægt að lesa í jjessum tölum: Meðal annars jrað, :ið ísland hefur enn langsamlega hæsta hundraðstölu í þessari sam- norrænu keppni Hér syntu 15.2%, en í Svíþjóð aðeins 3.2%, í Finri- landi 3%, Noregi 1.4% og í Dan- mörku aðeins 0.6%. Keppnisfyrirkomulagið að þessu sinni var á þann veg, að næstum var útilokað, að ísland gæti bætt Þau hörnntlegu tíðindi gerðust á laugardaginn var, að ungur maður varð undir stórri dráttarvél og beið hana. Nánari atvik voru þau, að tveir ungir menn til heimilis í Kaupangi óku Fordson Major dráttarvél um svonefnda Kaup- angsbakka. Gerði þá myrkt af hríð og mjög blindað. Voru þeir á heimleið er óhappið bar að höndum. Oku þeir fram af ár- bakkanum, vélinni hvolfdi og ökumaðurinn, Helgi Jónsson fró Fróðhúsum í Borgarfirði, lenti undir henni og beið bana. Hjálp barst að lítilli stundu liðinni, en þá var maðurinn látinn. Helgi Jónsson var rétt ófarinn heim til sín í Borgarfjörð er þessi tíðindi gerðust. Hann var tæpra 16 ára að aldri, listfengur, vel verki farinn og hinn ágætasti drengur að sögn þeirra er til hans þekktu. Helgi hafði um nokkurt skeið unnið í Kaupangi. við sig svo að um munaði. íslend- iugar urðu fimmtu í röðinni, en þeir standa samt með pálmann í höndununi! Akureyri sigraði Rryhjavik og Hafnarfjörð. Efnt var til keppni á milli Akur- eyrar, Reykjavíkur og Hafnarfjarð- ar. lfar Akurevri þar sigur af hólmi með 18.6% þátttöku. Hafnarfjörð- ur varð næstur með 17.6%. Revkja- vík síðust, með 15.2°ý. Fyrsta nóvember Kristneshæli 30 ára. fyrir 30 árum var það vígt með mikilli viðhöfn af þáverandi heil- brigðismálaráðherra Jónasi Jóns- syni frá Hriflu. Merkum átanga var náð i heil- brigðismálum. Að baki lágu sam- stillt átök fjöldans. Bygging Kristneshælis var ofan við flokka drætti cg dægurþras. Það hefur síðan verið höfuðvígi Norðlend- inga gegn hvíta dauðanum og átt sinn þátt í hröðu undanhaldi hans. Kristneshæli var upphaflega byggt fyrir 50 sjúklinga, en þeir urðu þó brátt 60 því fast var leitað eftir og rík þörf hælisvist- ar fyrir miklu fleiri sjúklinga. Árið 1931 brann þak hæiisins og eftir það var læknisbústaður- inn hyggður og hælið stækkað sem mögulegt var og tók þá um 75 sjúklinga. Hælið var alltaf Fyrslu lögin afgreidd frá Alþingi Fjárraálaráðherra beitti sér fyrii aðstoð tii lanuaðra og fatlaðra Fyrsta nóv. voru afgreidd fyrstu lögin frá þingi því, sem nú stendur yfir. Fjallaði það um, að styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra fengi að láta happdrættis- vinning sinn í símahappdrættinu svonefnda, vera skattfrjálsan. Eýsteinn Jónsson fjármálaráð- herra mælti fyrir afgreiðslu málsins og lagði áherzlu á það við meðferð málsins á þingi, bæði í efri deild og í neðri deild, að afgreiðslu þess yrði hraðað, svo að samtökunum, er þar um ræðir, notaðist sem bezt af þess- um ráðstöfunum. Hafði fjármálaráðherra áður bent á það við umræðurnar í efri deild, að hér væri um merk mannúðarsamtök að ræða, sem eiga það skilið, að komið sé til móts við þau og það fólk, sem þau vinna fyrir, nefnilega þá, sem orðið hafa fyrir lömun og fötlun. En til starfsemi félagsins þeim til hjálpar og lækningar (Framhald á 7. síðu.) fullskipað fram um 1950. En þá. var veikin í rénun og oftast hægt að taka sjúklingana eftir þörfum, eða mæta eftirspurn um hælis- vist. Segja má að þáttaskil séu nú orðin í þessu efni. Má fyrst og fremst þakka það nýjum lyfjum og nýjum læknisaðgerðum. Elin síðustu ár hafa sjúklingar verið 45—55. Jónas Rafnar var yfirlæknir í 29 ár eða frá stofnun og til ársins 1956. Siðan Snorri Ólafsson. Á undanförnum 30 árum hefur hælið mjög breytt um svip. Þar eru mildar byggingar orðnar fyrir starfsfólk og vinnustofur fyrir sjúlkinga. Þar er fagur trjágróður og náttúrufegurð, svo sem best gerist í Eyjafirði. Stað- urinn hefur aldrei verið umdeild ur og störfin þar ekki heldur. Hvort sem dagar þessarar stofnunar eru senn taldir sem hælis fyrir berklasjúka og húsa- kynni verða tekin til annarra nota, eða fagna Norð- lendingar gifturíku 30 ára starfi stofnunarinnar á þessum tíma- mótum og óska henni velfarn- aðar. Þessa afmælis var minnst þar á staðnum 1. nóv. með fjölbreytt- um hátíðahöldum. Fjórburar fæddust Fjórburar fæddust á fæðingar- deiid Landsspítalans nýl. og er það í fyrsta sinn, að fjórburar fæðast hér á landi. Voru það tveir drengir og svær stúlkur. Annar drengurinn fæddist and- vana, en hin þrjú lifa. Börnin vógu frá 7J4-8 mérkur. Foreldr- ar barnanna eru Guðríður Frið- riksdóttir og Pétur Sturluson frá Álafossi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.