Dagur - 06.11.1957, Blaðsíða 7

Dagur - 06.11.1957, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn G. nóvember 1957 D A G U R 7 (Framhald af 8. síðu.) tekin fyrstu árin eftir síðari styrjöld, og líkur virðast benda til að þetta ástand geri sjávarút- veg landsmanna algerlega óarð- bæran sem atvinnugrein, má ljóst verða hvar íslenzka þjóðin stendur, þar sem sjávarafurðir eru, og hafa lengi verið, aðal- gjaldeyrisvörur þjóðarinnar. — Kunnugt er og hve ásókn er- lendra þjóða á fiskislóðir við ís- land er mikil og vaxandi með hverju ári með nýtízku, stórvirk- um aflatækjum, og má vera að það eigi sinn stóra þátt í þessu ástandi. Sú leið, að færa út friðunar- svæði eða landhelgi við strendur landsins fyrir notkun stórvirkra veiðitækja, og þá einkum gagn- vart erlendum þjóðum, getur ekki skoðast annað en siðferði- legt samningsmál þeirrar þjóðar — til lífsins — sem byggir landið. BEITUMÁL. Framsögumaður var Ásgeir Kristjánsson. Lagði hann fram eftirfarandi tillögu: „Sambandsfundur fiskifélags- deilda Norðlendingafjórðungs skorar á Fiskíþing að vinna að því, að öll síld, sem fryst er til beitu, verði metin og vandað til hennar eftir því sem tök eru.“ Svohljóðandi tillaga kom fram á fundinum: „Fundur sambands fiskifélags- deilda Norðlendinga, haldinn á Akureyri 12.-—14. október 1957, skorar á stjórn fjórðungssam- þandsins að beita sér fyrir því að gerð verði tilraun til síldveiða með reknet fyrir Norðurlandi nú þégar, sökum almenns beitu- skorts í þessum Iandsfjórðungi.“ SMÍÐI FISKISKIPA INNANLANDS. Framsögumaður var Helgi Pálsson. Lagði hann fram svo- hljóðandi tillögu: „Sambandsfundur fiskideilda Norðlendingafjórðungs skorar fastlega á Fiskiþing áð beita sér fyrir því við ríkisstjórn og Al- þingi, að nýsmíði fiskiskipa inn- anlands verði stóraukin og skipa- smíðastöðvum gert fært að geta keppt við erlendar skipasmíða- stöðvar.“ GRÆNLANDSMÁL. Framsögumaður Hólmsteinn Helgason. Lagði hann fram eftir- farandi tillögu eftir að hafa í'eif- að málið ýtarlega: „Sambandsfundur fiskifélags- deilda Norðlendinga, haldinn á Akureyri 12.—14. október 1957, beinir þeim tilmælum til Fiski- J>ings, að taka til alvarlegrar yf- irvegunar og ályktunar, rneint réttindi íslendinga til Grænlands að fornu og til nútíðar, og beita sér fyrir því, að tekin verði upp á formlegan hátt krafa til danskra stjórnarvalda, og á al- þjóðavettvangi, um opnun Græn- iands, og hið forna samband þess við íslenzka ríkið." Til vara: „Að íslendingar fái réttindi til athafna á grænlenzkum höfnum til fiskveiða og við verkun sjáv- arafla, eigi minni en Danir hafa tekið sér til handa, án þess að til skerðingar komi á hinum forna rétti vorum til landsins." Greinargerð: Það er óumdeilanleg, söguleg sönnun fyrir því, að á þjóðveld- isöld íslands var Grænland hluti íslenzka ríkisins, enda fundið, numið og byggt af íslenzkum þegnum. Þessar staðreyndir og þau réttindi, sem þær þar skópu, munu enn óskertar. Um margar aldir hafa íslendingar eigi haft aðstöðu eða þörf til hagnýtingar þessara réttinda og eigi getað sinnt þeim. Nú er íslenzku þjóð- inni lífsnauðsyn að notfæra sér hin fornu arfsréttindi til Græn- lands, sökum ássóknar og yfh'- gangs erlendra þjóða á íslenzka landgrunninu og örtraðar um afiabrögð þar af þessum sökum. íslendingar eiga nú mikinn skipastól og vaxandi, og verða að beita honum á fjarlægar fiski- slóðir ef þjóðin á að geta lifað mannsæmandi lífi, og eru þá Grænlandsmið fyrir stafni. Sú fjarlægð, frá Islandi á Grænlands mið, sem er, gerir þessi bjargráð ókleif, nema aðstaða sé í græn- lenzkum höfnum til athafna fyrir fiskiskipin og hagnýtingar á framleiðslunni. Til þessarar að- stöðu teljum vér að íslenzka þjóðin eigi fyrsta rétt umfram alla aðra. DRÁTTARBRAUT. Framsögumaður Helgi Pálsson. Lagði hann fram eftirfarandi til- lögu: „Sambandsfundur fiskideilda Norðlendinga fer þess eindregið á leit við Fiskiþing, að það beiti sér fyrir því við ríkisstjórnina og hafnarmálastjórn, að hraðað verði byggingu dráttarbrautar fyrir allt að 2000 tonna skip hér á Akureyri, og útvegað erlent lán til framkvæmdanna.“ Greinargerð: Það er vitað, að síðasta Alþingi tók á fjárlög þessa árs kr. 300 þús. til þessara framkvæmda, og sýndi Alþingi vilja sinn í málinu með þessu .Þá hefur Akureyrar- bær í sinni fjárhagsáætlun fyrir þetta ár kr. 500 þús. í sama skyni. Mörg erlend tilboð um sölu á brautum liggja fyrir hjá hafnar- málaskrifstofunni. Það er óþol- andi ástand, sem nú ríkir, að öll stæri'i skip, er þurfa botnvið- gerðar við eða hreinsunar, þurfi að fara til Reykjavíkur eða út- landa til slíkra viðgerða. Á Ak- ureyri er fjöldi ágætra iðnaðar- manna og mjög fullkomin verk- stæði, sem eru fær um að fram- kvæma allar aðgerðir, sem ann- ars verða framvkæmdar hér á landi.“ VARAHLUTIR TIL VÉLA. Framsögumaður Einar Sörens- son. Lagði hann fram eftirfarandi tillögu: „Sambandsfundur fiskideild- anna í Norðlendingafjórðungi skorar á Fiskiþing að hlutast til um að varahlutir í vélar til fiski- flotans verði ávallt fáanlegir með stuttum fyrirvara, og umboðs- mönnum véla verði gert að skýldu að liggja með öll algeng slitstykki í þær vélategundir, sem þeir selja. Afkoma einstakra útgerða, sem verða fyrir véla- tjónum, veltur oft á því, hvort nægilega fljótt tekst að bæta skaðann, sem oft verður á háver- tíð. í mörgum tilfellum hafa af- greiðslutafir vélstykkja valdið varanlegu efnatjóni viðkomandi aðila.“ TALSTÖÐVAR. Framsögumaður Sveinbjörn Jó- hannsson. Lagði hann fram eftir- farandi tillögu: „Sambandsfundur fiskideilda Norðlendingafjórðungs, haldinn á Akureyri 12.—14. október 1957, vill þakka það, er áunnizt hefur í talstöðvarmálum sjávarútvegs- ins. Þó lítur þingið svo á, að enn sé nokkurs vant í þessum efnum, og þá einkum það, að talstöðvar verði reknar í öllum útgerðar- stöðum meðan á vertíð stendur, og að ætíð séu varastöðvar fyrir hendi í hverri veiðistöð, ef á þarf að halda. Þá vill fundurinn einn- ig beina því til Fiskiþings, að það beiti sér fyrir því, að annað hvort verði leigugjaldi fyrir talstöðvar stillt meira í hóf en verið hefur; eða að frádráttur af ársgjaldinu komi fyrir þann tíma, sem bátur- inn er ekki í notkun. Þá vill fundurinn ítreka fyrri óskir sínar, að rekin verði fullkomin talbrú við Raufarhöfn, sem starfi allt árið, og verði tekin til starfa fyrir næstu síldarvertíð. Einnig, að þannig verði gengið frá tal- stöðvum í fiskiskipum, að björg- unarskip og önnur skip eigi hægt méð að ná miðunum af þeim.“ Margar fleiri ályktanir voru gerðar, þótt séu ekki raktar. KOSNINGAR. Þá fór fram stjórnarkosning til næstu tveggja ára. Kosningu hlutu: Valtýr Þorsteinsson 12 atkv. Helgi Pálsson 12 atkv. Angantýr Jóhannsson 11 atvk. Vai'astjórn: Sveinbjörn Jóhánnsson. Egill Júlíusson. Magnús Gamalíelsson. 14 sækja um sýslu- Samkvæmt upplýsingum frá Dómsmálaráðuneytinu hafa 14 menn sótt um sýslumannsemb- ættið í Skagafirði. Umsóknar- frestur rann út 24. þ. m. Þeir er sóttu eru þessir: Björgvin Bjarnason bæjarstjóri, Friðrik Sigurbjöfnsson lögreglu- stjóri, Jón Skaptason fulltrúi, Stefán Sigurðsson fulltrúi, Jó- hann Salberg Guðmundsson sýslumaður, Þorvaldur Ari Ara- son lögfræðingur, Sigurður Guð- jónsson bæjarfógeti, Eiríkur Pálsson skattstjóri, Sveinn Snorrason fulltrúi, Guðmundur Ingvi Sigurðsson fulltrúi, Gunnlaugur Briem fulltrúi, Þór- hallur Pálsson fulltrúi, Ófeigur Eiríksson fulltrúi og Sigurður Hafstað deildarstjóri. S3 Huld, 59571167 — IV—V — 2. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 2 ei h. — Sálmar: 17 — 52 — 106 — 226 — 58. — K. R. Fundur í aðaldeild í kvöld kl. 9 í kap- ellunni. 16 ára félag- ar og eldri velkomn- ir. Á sunnudaginn fundur í drengjadeild kl. 5. Akurfaxar annast fundarefni. 11 og 15 ára drengir velkomnir. Frá kristniboðshusinu Zíon. — Almenn samkoma n.k. sunnudag kl. 8.30 e. h. Gunnar Sigurjóns- son, cand. theol., talar. Allir vel- komnir. Karlakór Akureyrar heldur að- alfund sinn n.k. sunnudag kl. 5 e. h. í Verkalýðshúsinu. Mætið allir og stundvíslega kórfélagar. — Stjórnin. Hjálpræðisherinn. Sunnudag- inn 10. nóv. kl. 10.30 f. h.: Helg- unarsamkoma. Kl. 2: Sunnu- dagaskóli. Kl. 20.30: Almenn samkoma. — Mánudag kl. 4: Heimilissambandið. Kl. 20.30: Æskulýðssamkoma. Velkomin. 2. spilakvöld Skógræktarfélags Tjarnargerðis og Bílstjórafélags- ins verður sunnudaginn 10. þ. m. í Alþýðuhúsinu kl. 8.30 e. h. — Miðasala við innganginn frá kl. 8 e. h. — Góð kvöldverðlaun. Kvenfélagið Framtíðin hefur nú gefið út jólamerkin sín, hin smekklegustu að vanda, og fást þau á pósthúsinu. Dánardægur. Sveinbjörg Páls- dóttir frá Streiti í Breiðdal lézt á Sjúkrahúsi Akureyrar 27. okt. sl., 74 ára að aldri. Barnastúkurnar halda fundi í Barnaskóla Akureyrar næstkom- andi sunnudag. Samúð kl. 10 f. h. og Sakleysið kl. 1 e. h. — Nánar auglýst í skólum bæjarins. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Margrét Sigurvinsdóttir frá Völlum, Saur bæjarhreppi, og Jakob Thorar- ensen, Gleráreyrum 6, Akureyri. ; .V ' : NÝTT! - NÝTT! Tweed-efni í pils og kjóla Einlit kjólaefni Rautt úlpupoplin Herðasjöl, livít og mislit N ylonundirk jólar Stíf millipils Enn fremur fallegt úrval af áteiknuðum jóladúkum og reflum. ANNA & FREYJA Eldri-dansa klúbburinn heldur DANSLEIK í Alþýðu- húsinu laugard. 9. nóv. kl. 9 e. h. — Aðgöngumiðasala í Al- þýðuhúsinu kl. 8—9 þetta kvöld. STJÓRNIN. Bazar heldur Kvenfélag Akur- eyrarkirkju 9. nóvember kl. 5 í kapellu kirkjunnar. Þær konur, sem ætla að gefa muni, komið þeim- til eftirtaldra kvenna: Að- alheiðar Antonsdóttur, Fróða- sundi 3. — Steinunnar Jónas- dóttur Helgamagrastræti 50. — Láru Jónsdóttur, Strandgötu 41. — Stefaníu Jóhannsdóttur, Æg- isgötu 12. — Helgu Daníelsdótt- ur, Grænugötu 6. — Þórhildar Hjaltalín, Grundarðötu 6. — Línu Jónsdóttur, Eyrarlandi. Stúkan Brynja I. O. G. T. heldur fund í Landsbankasalnum uppi, á morgun, fimmtudag kl. 8.30 e. h. Inntaka nýliða. Skýrsl- ur og innsetning embættismanna. Yngri deild stjórnar fundi og sér um skemmtiatriði. - Móðir, kona, meyja (Frnmhnld nj 4. síðn). mín-pönnur gefa beztu liitadreif- inguna. Þess er svo vert að geta að lokum, að margir réttir brenna ekki við, og kemur þá hitadreifing pottsins minna til grcina. (Freyr). - Fyrstu lögin afgreidd á Alþingi (Framhald af 1. síðu.) rennur ágóðinn af umræddu happdrætti. Það eru aðeins þrjú happ- drætti, sem áður hafa notið slíkra réttinda, að vinningar væru skattfrjálsinr, nefnilega Happdræti Háskólans, Sambands íslenzkra berklasjúklinga og Dvalarheimilis aldraðra sjó- manna. r - Oþolandi ástand (Framhald af 5. síðu). hælis gengur í okkar litla þjóðfé- iagi, að einhverju leyti eiga rót sína að rekja til þess, að þeir sem um stýristauma halda á hinum hærri stöðum, væru ekki ætíð svo gáðir, sem vera ber? Gæti* ekki skeð, að óþarflega mikið samneyti við Bakkus karlinn gerði hugsun þeirra þokukennda, deyfði viljaþrekið og sljóvgaði hinn hvassa skilning ,svo að ekki væri ætíð tekið eins djarflega á málunum og skyldi? Þessar spurningar hefði þjóðin gott af að athuga. H. J. (Framhald.) - Brúin milli. . . (Framhald af 4. síðu.) reyndist ekki einn einasti, sem hélt tryggð við kommúnismann! Um allt Ungverjaland var lilutfallið nær hið sama meðal hermannanna. Ungverskur her- maður, sem barizt hafði gegn Rússum, sagði eftir á: „Rússar unnu að vísu. En þeir ættu framvegis að hafa tvo af sínum hermönnum í Búdapest fyrir hvern Ungverja, sem þeir fá byssu í hönd. Kreml getur sofið upp á það!“ (Næst: Skammvinnur fögnuður)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.