Dagur - 06.11.1957, Blaðsíða 2

Dagur - 06.11.1957, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 6. nóvember 1957 MINNINGARORÐ Auðæfi í jördu í Finnlandi Kopar, járn og nikkel í dag er áttrœðisafmœli hans. Eg og margir aðrir setluðum að heimsækja hann þennan dag, rifja upp fornar minningar, og eignast með honum glaða stund. En dauðinn gei-ði j>essa ætlun okkar að engu, því að Baldvin andaðist 24. júl ísl., og við sátum hljóðir méð saknaðarsársauka viðijarðarför hans nokkrum dög- um síðar. Baldvin Friðlaugsson var sprottinn upp úr jarðvegi dal- anna í Þingeyjarsýslu, fæddur 25. október 1877, og reyndist með árum og áldri kynjakvistur, og ílestum fremri í fylkingu alda- mótamannanna. Hann tók burt- fararpróf frá Bændaskólanum að Hólum 1899. Kovngaðist árið 1901 Sigríði Stefánsdóttur frá Kaldbak, listgefinni konu í önd og hönd. Þau bjuggu saman í hjónabandi í 50 ár, eða þar til hún andáðist 1951. Þau eignuðust þrjú börn, sem öll eru á lífi og eiga margt afkomenda. Börn þeirra eru: 1. Ásdís, gift Haraldi Jóhann- essyni frá Klambraseli, búsett í Húsavík. 2. Atli, giftur Steinunni Olafs- dóttur frá Hvítárvöllum, búsett að Ilveravöllum. 3. Björk, gift Garðari Sig- tryggssyni frá Stóru-Reykjum, búsett þar. Baldvin var fjölhæfur og hafði mörg járn í eldinum, brann þó ekkert, svo að eg vissi til, og mun fágætt. Hann var um fjölda óra hreppsnefndaroddviti, sýslunefnd armaður, póstafgreiðslumaður, íramkvæmdastjóri og bóndi. Af- rek hans um dagana voru mest á sviði jarðyi-kjunnar, enda var hún ávallt hans mesta hugðar- efni. Hann var einn #f stofnend- •um Ræktunarfél. Norðuarlands 1903, og vann um mörg ár fyrir það félag við mælingar og leið- beiningar. Hann var áðalfor- göngumaður að stofnun Garð- yrkjufélags Reykhverfinga árið 1904, sem bundið var við hvera- landið, og framkvæmdastjóri þess var hann í 34 ár. Það félag átti örðugt fjárhagslega framan af árum, og kom á aðalfundum þess, oftar en einu sinni, me'ð talsverðu fylgi, tillaga um að leggja félagið niður. Eg man að eg dáðist að bjartsýni og þraut- seigju hans, að halda því gang- andi, þrátt fyrir vesælustu launa kjör frá félaginu fyrir sitt megin starf. En þeir tímar komu, að fjárhagur félagsins varð góður, og á Hveravöllum mun nú rekin mesta gróðurhúsarækt á öllu Norðurlandi. Alkunn er forganga hans í því að veita Laxá á cngjarnar í Að- aldal, með stíflum og skurðum, til stórra umbóta margra jarða. Harða vorið 1916 gáfust öll hey upp í S.-Þingeyjarsýslu, nema hjá einum bónda, en búpeningi var bjargað með kornmat. Þá hugkvæmdist Baldvin það snjall- ræði, að veita heitu vatni á hvera graslendið, áður en nokkurs staðar sást á dökkan díl upp úr fannkynginu. Vatnið bræddi snjóinn brátt, og kom til leiðar gras-vexti, sem var sláandi eftir nokkra daga, og nam um 100 vættum af grasþurru heyi, sem ekið var á sléðum . út og súður Reykjahverfi til bjargar naut- peningi, sem vantáði jórturfóðurj Msélingar- og leiðbeiningar- störf hafði Baldvin á hendi * fyrir Rf. Nl. og Búnaðarsamband S,- Þing. í 35 ár, ásamt Kristjáni Jónssyni í Nesi. Kynntist hann þá vel mönnum og málefnum og „grafarinnum öllum“ í sýslunni. Hann var alls staðar aufúsugest- ur. Hann hvatti menn til þess að vera bjartsýnir og drýgja dáð og lagði mönnum heilræði. Eg hafði náin kynni af Baldvin í stjórn Búnaðarsamb. S.-Þing. um 20 ára skeið, og komst að raun um það, að hann var óvenjulega framsækinn hugsjóna maður, með sterkan áhuga fyrir því, að lyfta samtíð sinni til betra gengis ó sviði landbúnaðar og sveitalífs, og honum var létt um það ,að fórna sér og sínum hags- munum í þágu annarra eða al- mennings, ef hann eygði jákvæð- an árangur. ,Eg og aðrir vinir hans gleðj- umst yfir-.því, að hann sá að lok- um hugsjónir sínar rætast. Hann náði farsællega landi eftir lang- vinnan barning. Hann sá túnin á býlunum aukast um helming og meira. Hann sá moldarkofana jafnaða við jörðu, og í staðinn steinhúsabyggingar fyrir fólk og fé, bera við himin. Eg gat þess fyrr að Baldvin hefði verið gæddur fjölhæfni. — Enn er það ótalið, að hann var vel hagmæltur og kona hans einrúg'. Þau ortu ljóð, sem eru vel þess' verð að nema og muna. Þá list met eg meira en alla aðra list í þessri landi. -Við-' íefikvöld Baldvins Frið- laugssonar, sem var samtíðar- maður niinn, samverkamaður, vinur og nálega jafnaldri, koma mér í hug ummæli Hákonar gamla Noregskonungs, er hann mælti við gröf íslendingsins Ar- ons Hjörleifssonar, sem 'var merkur maður og ágætur á sinni tíð, dáinn 1255. Konungur kvað svo að orði í lok ræðu sinnar: „Þessi maður, Aron, var hirð- maður, hefur . víða farið og í mörgum mannraunum vel próf- ast, og viljum vér því orði á ljúka, að hér látizt eitt hið bezta sverð af vorum þegnum.“ Þessi ummæli Hákoanr konungs, vil eg endursegja um Baldvin Frið- laugsson, þjónustumann Þing- eyjarsýslu um tugi ára, um leið og eg tjái honum vir'ðingu og þökk. 25. október 1957. Hallgr. Þorbergsson. Inflúenzan vex Eftir því, sem blaðinu hefui’ verið skýrt frá, fjölgar nú óðum inflúenzutilféllum í bænum, . en ekki leggst veikin þungt á og dauðsföll. eru engin. í gær vantaði 100 nemendur í Menntaskólann, um 110 í ■ Gagn- fræðaslcólann og 140 í Barna- skólann. Búizt er við, að veikin nái hámarki um eða eftir næstu helgi. Á fyrstu þrem ársfjórðungum yfirstandandi árs varð veruleg aukning á flutningum með flug- vélum Flugfélags íslands, bæði á flugleiðum milli landa og innan- lands. Hlutfallslega mest hefur farþegaaukningin orðið milli staða erlendis, einkum eftir að Viscount flugvélarnar, Gullfaxi og Hrímfaxi hófu áætlunarflug. Flugfarþegar milli íslands og annarra landa, með flugvélum félagsins, voru fyrstu níu mánuði þessa árs 12978, en voru á sama tima í fyrra 9804. Farþegatalan hefur því aukizt um 32 af hundr- aði. Milli staða erlendis varð hlutfallslega mest aukning, því að frá 1. jan. til 30. sept. voru fluttir «1893 farþegar ó þeim flugleiðum, en voru á sama tíma í fyrra 524. Aukning er 261%. Póstflutningar milli landa námu á þessu tímabili rúmlega 25 þús. lestum og jukust um 13%. Vöruflutningar námu 139,5 Vegna hins mikla umtals um bók Mykles hins norska og væntanlega út- gáfu licnnar hér á landi, er hér birt kalli úr fréttatilkynningu tlóinsmála- ráðuneytisins. Þar segir svo: í dagblöðunum hafa vcrið rædd væntanleg viðbrög'ð stjórtiarvalda við útgáfu á íslenzkri jjýðingu á skáldsögu norska rithöfundarins Agnars I\ívkle, „Sangcn om den röde rubin". — Hefur orðið vart nokkurs misskilnings á hlutverki dómsmálaráðuneytisins í sambandi við liugsanlegt bann við slíkri birt- ingu bókarinnar. Þykir rétt, af jressu tilefni, að leggja á það áherzlu: 1) að ráðunevtið hefur ekki bannað og gctur ekki bannað útgáfu neinnar bókar, 2) að clónistólainir einir geta tekið slíka ákvörðun, eftir því sem lög kunna að stamfa til, og II) að jafnvel dómstólarnir geta ekki bannað prentun bókar eina út af fyrir sig, þar sem fleiri atriði þurfa að koma til, svo að saknam sé, þ. e. birting og fyrirlmguð dreifing bókar með sak- næmu innihaldi. Lögregltistjórinn í Reykjavík hef- ur í samráði við ráðuneytið skýrt Það sem lielzt hefur auðkennt þróun efnahagsmála í Finnlandi nú eftir seinni heimsstyrjöldina, ei' hinn hraðvaxandi málmiðnað- urur og námagröftur. Runeberg orti forðum um Finnland sem „fátæka land.... fyrir þann, sem girnist gull“, og sú skoðun hefur verið ríkjandi því nær fram á þennan dag, að Finnland væri eitt þeirra landa, sem ekki gæti ’gert ráð fyrir auðæfum í jörðu. Skoðanir manna á þessum mál- um breyttust ekki að ráði fyrr en á þessari öld, er nikkel fannst við Petsamó og mikill kopar á ýms- lestum og jukust um 6%. í innanlandsfluginu varð einn- ig mikil farþegaaukning, enda þótt í tveim mánuðum, febrú- ar og marz, væru farþegar færri en árið áður. Farþegatalan jókst á fyrstu þrem ársfjórðungum um næstum 8 af hundraði. Far- þegar á þessu tímabili voru í ár 51,268, en voru í fyrra 47,533. Vöruflutningar innanlands juk- ust á timabilinu um 21% og póstflutningar um 5%2 Mörg leiguflug voru farin á þrem fyrstu ársfjórðungunum. Flest til Grænlands, en einnig til margra landa á meginlandi Ev- rópu og til Bandaríkjanna. Far- þegar í leiguflugferðum voru 1778. Eins og sjá má af framan- greindu hefur starfsemi Flugfé- lags íslands gengið mjög vel það sem af er árinu og fyrstu níu mánuði þess fluttu flugvélar þess 67,917 farþega. hluíaðeigendum frá ]>ví, að cf til ]>ess kæmi, að umraadd bók yrði gefin út á íslenzku, ]>á mundi verða hlutazt til um að dreifing béikar- innar yrði stöðvuð til bráðabirgða, unz dómstólunum liefð'i gelizt tóm til að sera úr því, hvort birting liennar varðaði við lög. LTm lagaheimildir ti! slíkra bráða- birgðaaðgerða hefur ekki verið deilt. Það cr því hverjum manni heim- ilt að láta prenta bókina, enda beri linnn, í samræmi við ákvæði stjórn- arskrárinnar, ábyrgð á efni hennar fyrir dómi. Geta má þcss, að aðili sá, sern nú liefur útgáfurétt að bókinni hér á landi, sneri sér að fyrra bragði til ráðuneytisins fyrir nokkru og spurðist fyrir um, hverra viðbragða væri að vænta, cf lil útgáfu bókar- innar kæmi. Þar scnt bókin hefur verið mjög umdeild, svo sem meðal annars ýmsar áskoranir til stjórnar- vaklanna sýna, hefur þótt rétt að dómstólunum yrði, cf til kæmi, fal- ið að skera úr því, eins og að fram- an segir, hvort birting hennar varð- aði við lög. um stöðum í landinu, m. a. kop- arlög í Outokumpu fyrir austan Kuopio í Savaolax, ein auðug- ustu í heimi. Ýmsir aðrir málrnar fundust hingað og þangað um landið, en sá, sem mest var um vert að finna, járnið, kom seint í leit- irnar. í skýrslu, sem prentuð er 1952, er aðeins getið um einn stað, þar sem járn finnst í jörðu að nokkru ráði, Otanmáki fyrir sunnan Ullevatn, og ekki var enn þá byrjað að grafa það úr jörðu. Á þeim 5 árum, sem síðan eru liðin, er ekki aðeins tekið að vinna mikið járngrýti við Otan- máki, heldur er í undirbúningi að vinna járn úr jörðu á tveim stöðum í Suður-Finnlandi og á Jussareyju við Ábæ og Nýhöfn á Álandseyjum. Þessar miklu járnnámur vei'ða ekki aðeins nýttar til þess áð flytja út járngrýti, heldur er nú f undirbúningi að reisa tvær stórar járn- og stálvinnslustöðvar, sem byggja eiga afkomu sína á inn- lendu hráefni. Þessi fyrirtæki verða ekki byggð í einni svipan, en þegai' er hægt a5 eygja þá framtíð, að málmiðnað- ui' verði miklu stævi'i þáttur í efnahagslífi Finnlands en nú er. Fyrir aðra heimsstyrjöldina voru nikkelnámurnar í Petsamó í eigu brezk-kanadisks félags. — Þær skemmdust mjög í Vetrar- stríðinu og ui'ðu þar á eftir þrætuepli Moskvu og Berlínar; að lokum lentu þær svo, sem kunnugt er, Rússlandsmegin við hin nýju landamæri í norðri. Það var lengi ætlun manria, að nikkelnámurnar í Petsamó væru þær einu sinnar tegundar í Ev- rópu, en nú hefur sú skoðun breytzt. Það hefur nefnilega fundizt nikkel í Savolax, í Leppávirtasókn fyrir sunnan Kuopio. Undirbúningur að náma vinnslu í Leppávirta, en náman verðui' nefnd Kotalahti, er nú svo langt kominn, að fullvíst er talið, að vinnslan geti hafizt vor- ið 1959. Kotalahtináman verður þá eina nikkelnáman í Vestur- Evrópu. Áætlað er, að það nikk- elmagn, sem þegar er vitað um þarna, muni duga til 10 ára vinnslu og veita 350 mönnum at- vinnu. Þetta magn er því miklu minna er í Petsamónámunum, en þó er þetfa ágæt viðbót við námagröft Finnlands og er til mikillar uppörvunar fyrir hinn unga málmiðnað landsins. Það er of snemmt a'ð spá ná- kvæmlega fyrii' um þau áhrif, sem þessi nýfundnu auðæfi jarðar muni hafa á efnahagslíf Finnlands í framtíðinni, en hitt er auðséð, að fjölbreytni út- flutningsframleiðslunnai’ muni aukazt verulega; hingað til hefur skógurinn verið undirstaða alls útflutningsins, en nú munu renna undir hann fleii'i stoðir. Málm- iðnaðui' alls konar á eftir að auk- ast og dafna í Finnlandi á næstu árum og áratugum og lyfta þjóð- inni til meiri velsældar. Frá Flugfélagi ísiands Verður rRauði rúbíninn' gefinn út

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.