Dagur - 06.11.1957, Blaðsíða 8

Dagur - 06.11.1957, Blaðsíða 8
8 Daguk Miðvikudaginn 6. nóvember 1957 Sambandsfundur norðlenzku fiskideildanna Tillögur um landhelgismál, Grænlandsmál o. fl Ólafsfirði 5. nóv. Mikill snjór er kominn hér og ekki bílfært fram í sveitina. — Haglaust er fyrir sauðfé og tæp- lega nægilegir hagar fyrir hross. Ekki hefur gefið mikið á sjó, en fiskur var nokkur á meðan róið var. Hér ætlaði Norðlendingur að landa afla sínum, en hætti við vegna veðurs og fór togarinn til Sauðárkróks. Skíðin hafa verið tekin fram, en snjórinn er mjög laus og jafnfallinn. © Raufarhöfn 5. nóv. Katla tók nýlega 6—7000 tunn- ur síldar til Rússlands, Dí^arfcll er rétt ókomið og tekur síld til Finnlands. Atvinna er nú farin að minnka á síldarstöðvunum og orðið fátt um fólk annað en það, sem hér er heimilisfast. Héðan 'ætluðu nokkrir menn í eftirleit í morgun, en hættu við sökum veðurs. Snjór er tölu- verðui'. Blönduósi 5. nóv. í gær brann gamii bærinn að Ásum í Svínavatnshreppi til kaldra kola. Nýbyggt er á bæn- um og var flutt í nýja húsið fyrir nokkru. Varð skaðinn því ekki eins tilfinnanlegur. Vegna hag- stæðrar vindáttar tókst að verja nærliggjandi peningshús og hey. Bændaklúbburinn hélt fyrsta fund sinn á þessu hausti að Hótel Dagskrá Annað hefti af tímariti Sam- bands ungra Framsóknarmanna, er nýkomið út. Það er vandað, sem hið fyrra og skemmtilegt af- lestrar. Af efni má nefna: Viðtal við Guðmund Böðvarsson á Kirkjubóli, Kynslóð, smásaga eftir Indriða G. Þorsteinsson, Brönugrasið i-auða, leikrit, eftir Jón Dan. Gunnar Ragnarsson skrifar greinina Markviss hugs- un, Ólafur Jónsson greinina Jónas, tunglhausinn og bók- menntirnar, Björn Th. Björnsson um listina og mannlífið og Jón Þórarinsson um Simfoniuhljóm- sveitina. Kvæði eiga: Þorgeir Sveinbjarnarson, Frans Adolf Pálsson, Dagur Sigurðsson, Karl ísfeld og Helgi Kristinsson. Þá skrifa þeir bókmenntaþátt Jökull Jakobsson og Hallfreður Orn Eiríksson. Nokkrar myndir o. fl. óupptalið er í ritinu. Nú á dögunum lagði minkur leið sína inn í þorpið, en var heldur óheppinn, því að hann heimsótti vana refa- og minka- skyttu, sem þegar sótti skotovpn og drap hann. Fé er á húsi og hagar litlir. — Töluverður snjór er fram í döl- um. Fosshóli 5. nóv. Fljótsheiði er fær stórum bíl- um ennþá, en Vaðlaheiði ekki. — Búið var að hreinsa Vaðlaheiði og var hún sæmileg. En snjór kom þar aftur og þurfti Vega- gerðin þá að komast þar yfir. — Var .farið með ýtu á undan flutn- ingabíl, en svo illa frá gengið, að háir ruðningar skildii' eftir á veginum og er nú algerlega ófært bifreiðum, og hestum líka, þar sem verst er. Er það hart að Leðurblaka í Selvogi Náttúrufræðingurinn, nýútkom inn, skýrir frá því, að snemma í október hafi fundizt leðurblaka í Selvogi og verið handsömuð. Var um að ræða ameríska teg- und, og vill dr. Finnur Guð- mundsson kalla hana hrímblöku. Dýrið var með lífi, er það fannst, en dasað og náðist tiltölulega fljótt. Hresstist það svo við hvíld ina undir mannahöndum og flaug nokkuð um innan húss. KEA mánudaginn 4. þ. m. Fram- sögumaður var Garðar Halldórs- son bóndi á Rifkelsstöðum og sagði fréttir frá síðasta aðalfundi Stéttarsambands bænda. Snerust umræður síðan mjög um verð- lags- og framleiðslumál land- búnaðarins. Þessi fyrsti fundur var ekki fjölmennur, en fjörugar umræður urðu. Fundinum stjórn aði að þessu sinni Árni Jónsson. Dagur hefur oft sagt fréttir af þessum bændaklúbbsfundum og þannig verið tengiliður vegna þeirra mörgu bænda, sem ekki eiga þess kost að sækja fundina, en vilja fylgjast með því í stór- um dráttum, hvað þar ber á góma. Að þessu sinni verður það ekki gert, þar sem blöð og útvarp hafa ýtarlega sagt frá Stéttar- sambandsfundinum. Bændaklúbburinn gegnir þörfu hlutverki meðal bænda og rækt- unarmanna og mai'gir fundir hans eru mjög fróðlegir og skemmtilegir. Rætt vat' um nokkra nýbreytni, m. a. að halda fundina öðru hvoru út í sveitunum. Vegagerðin skuli leyfa sér að spilla þannig vegunum í stað þess að halda þeim ökufærum. Ekki er bílfært í Bárðardal og þungt færi í Kinn. Saurbæ 4. nóvember. Þurrkar voru hér óvenju miklir og langvarandi, svo að til vandræða horfði með vatn í sumum bæjuni. í framfirði rigndi þó nokkuð. Eitthvað mun nú hafa lagast með vatn eftir að fór að snjóa, en hér kom mjög mikill lognsnjór 22. október eða um hálfur metri og var þá mjög illt að koma fé áfram, en þá var það tekið í hús og síðan hefur lítið verið hægt að beita. Fé var hér með vænsta móti í haust. Barnaskólinn var settur hér 23. október. 48 börn eru á skóla- skyldualdri. Kennari er Hjörvar Angantýr Hjálmarsson frá Torfu felli og verður hann búsettui' í Sólgarði. í haust var lokið við að leggja síma á alla bæi í hreppnum, eða 58, auk þess í félagsheimilið Sól- garð og bílstjórabústaðinn Tjarn- argerði, eða alls eru þá komnir 60 símar, þar af eru 2 bæir tengdir stöðinni á Munkaþverá. Símar þessir skiptast niður á 8 línur. Lítið hefur verið um bygg- ingaframkvæmdir miðað við undanfarin ár. Að Gnúpufelli hefur verið lokið við stórt og vandað íbúðarhús, sem byrjað var á í fyrra. í Arnarfelli byggð 700 hesta hlaða. Kolgrímustöð- um 400 hesta hlaða og byrjað á fjósi. Nesi byggt 16 kúa fjós. Auk þess ýmsai' smærri byggingar. — Unnið hefur verið að múrhúðun o. fl.,í Sólgarði og þar með lokið við nýbygginguna. Jarðræktarframkvæmdir hafa verið nokkrar. Mest hefur verið unnið á Æsustöður, um 10 hekt- arar, þó ekki fullunnið. Skui'ð- grafa hefur ekki unnið hér í sumar. Vélanámskeið Byrjað er á Dalvík námskeið í meðferð drfáttarvéla og mun það standa um 3ja vikna tíma. Ráðgert er að annað námskeið verði á Akureyri að hinu loknu eða síðar í vetur. — Leið- beinandi er Erik Eyland, ráðu- nautur Búnaðarsambands Eyja- fjarðar. Aftui' vakti það heimsathygli að Rússar sendu upp annað gerfitungl á sunnudaginn var. Vegur það rúm 500 kg., segir í fréttum, og hefur lifandi hund Ái' 1957, föstudaginn 12. októ- ber, var sambandsfundur fiski- deildanna í Norðlendingafjórð- ungi sett og haldið á Akureyri að Hótel KEA, og liófst kl. 2.30 e. h. Formaður fjórðungsstjórnar, Valtýr Þorsteinsson, setti fund- inn og bauð fulltrúa velkomna. Stjórnaði hann svo fundinum. LANDHELGISMAL. Framsögumaður var Hólm- steinn Helgason. — Eftirfarandi tillaga var fram lögð: „Sambandsfundui' fiskideilda Norðlendingafjórðungs, haldinn á Akureyri 12.—14. október 1957, Hópur rússneskra listamanna hefur dvalið hér á landi á veg- um MÍR. Eftir að hafa skemmt íbúum höfuðstaðarins, komu hingað til Akureyrar og héldu tónleika í Nýja Bíó fiðluleikar- inn Valeri Klimov, söngvarinn D. Gnatjuk og söngkonan Elisa- veta Tsjavdar, ásamt undirleik- aranum A. S. Visjnevitsj. í Nýja Bíó var hvert sæti skip- að því góð reynsla er af fyrri heimsóknum rússneskra lista- manna. Fyrst lék hinn ungi fiðluleikari nokkur lög. Leyndi sér ekki hin mikla tækni og að hér var mað- ur sem kunni að fara með töfra- 15. aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða var haldinn dagana 13. og 14. október síðastliðinn í barnaskólahúsinu á ísafirði. For- maður félagsins, Guðni Jónsson, setti fundinn og minntist látins félaga, Ólafs Jónssonai', skóla- stjóra, Súðavík. Fundarmenn risu úr sætum í minningu hans. Fundarstjórar voru kosnir þeir Sæmundur Ólafsson og Tómas Jónsson. Fundarritarar Guðmundur Ingi Kristjánsson og Friðbjöx-n Gunnlaugsson. Á fundinum voru mættir kennax'ar af félagssvæðinu, á- samt kennurum gagnfiæðaskóla ísafjarðai', samtals 28 menn. innanboi'ðs. Tungl þetta eða gerfihnöttur er um 1500 km. frá jörðu og er eina klukkustund og 42 mínútur að fara umhverfis jörðina. leggur áherzlu á, og skorar á Fiskiþing, að fylgja fast fram þeirri kröfu við stjói’narvöld rík- isins, að fast vei'ði sótt á alþjóða- vettvangi, að viðui'kenndur verði réttur hvers lands til fullra um- í’áða yfir sínu landgrunni. Til vara að viðurkenndur verði hinn forni réttur íslands til 16 sjó- mílna landhelgi frá yztu töngum og skei'jum." Greinargerð: Þar sem reynslan virðist sýna, að aflatregða aukizt árlega við strendur landsins, þegar frá eru (Fi-amhald á 7. síðu.) gi'ipinn, fiðluna. Þó mun hann ekki hafa verið vel „upplagður“ að þessu sinni. Söngvarinn Gnatjuk hefur bax’i tónrödd, þi-autþjálfaða og mikla og hefur mikla hæfileika til inn- lifunar og túlkunar. Síðasta atriðið á efnisskránni var söngur hinnar 32ja ára gömlu Elisavetu Tsjavdar. Hún er fiæg söngkona í heimalandi sínu og hefur mikið raddsvið, viðfeldnar leikgáfur og mjög mikla kunn- áttu. Hún er óvenju góð söng- kona og hreif mjög áheyrendur sína. Listamönnunum var ágætlega tekið og að vei'ðleikum. Erindi á fundinum fluttu: Þór- leifur Bjarnason, námsstj., Guð- mundur Hagalín, rithöfundur og Þorsteinn Einarsson, íþróttafull- trúi. Ályktun frá fundinum: Aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða telur höfuðnauðsyn, að íslenzkukennslu í barna- og unglingaskólum sé hagað þann- ig, að mikil áherzla sé lögð á fagurt mál, góðar frásagnir munnlegar og skriflegar og kynningu íslenzkra bókmennta. Bendir fundurinn á, að auka þurfi bókmenntakennslu í Kenn- araskólanum og leggja áherzlu á að kennaraefni læri sérstak- lega að kynna börnum íslenzk- ar bókmenntir í bundnu og ó- bundnu máli. Á fundinum var einróma sam- þykkt að gera þau hjónin, Björn H. Jónsson, skólastjóra, og frú Jónínu Þórhallsdóttur, að heið- ursfélögum Kennarafélags Vest- fjarða. í stjórn voru kosnir: Guðni Jónsson, ísafirði, for- maður, Finnur Finnsson, ísa- firði, gjaldkeri, Guðm. Ingi Kristjánsson, Mosvallahr., ritari. Eyfirzki bændaklúbburinn hefur sfarf a5 nýju Garðai’ Halldórsson hafði framsögu um verðiagsniáf og fleira Ánnað rússneskt gerfifungl Ve^ur 5ÖÖ kg. o«f liefur iifandi hund innanborðs C Í5 O Heimsókn Sovétlistafólksins Kennarafundur Vestfjarða

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.