Dagur - 17.12.1957, Blaðsíða 2

Dagur - 17.12.1957, Blaðsíða 2
2 DAGUR Þriðjudaginn 17. desember 1957 Ekki er Garðar ánæg'ður með það sjónarmið og þau rök, sem eg færði fram til stuðnings ályktun þeirri ,er við Iðjumenn gerðum í haust í sambandi við dýrtíðar- málin, og telur í svari sínu til mín, að eg hafi ekki lesið nógu vel fyrri grein hans, og fari því ekki með rétt mál. í tilvitnaðri málsgrein í fyrri grein Garðars dregur hann sjálfur skýra línu milli kaupenda varanna annars vegar og framleiðenda hins veg- ar, en þar sem langsamlega stærsti hluti af kaupendum land- búnaðarvaranna er einmitt í bæj unum, tel eg að eg hafi skilið Garðar fuilkomlega rétt, enda ekki hægt að skilja málsgreinina á annan veg. Þá telur Garðar, að það sé rangt hjá mér, að nokkuð sé reiknað frá af framloiðslu bónd- ans vegna notkunar heima. Þetta er nú samt sem áður satt, og hvika eg ekki frá því, sem eg hpf áður sagt. Það framleiðslumagn, sem þannig er reiknað frá, bæði kjöt og mjólk, er ekki ætlast til að fari í niðurgreiðslu. Þá heldur Garðar því fram, að mjög skorti á að ég viti, hvernig verðlagsgrundvöllur landbúnað- arvara sé byggður upp og kaup bóndans ákveðið. Hvað sem því líður, þá er höfð sú aðíerð að taka stykkprufur í launum verka manna, sjómanna og iðnaðar- raahna, en ekki miðað við Dags- brúnarkaup, eins og Garðar heldur fram. — Það breytir svo ekki grundvellinum, ])ó a-i Hag- stofan reikni út hreyfingu á Dags brúnarkaupí á ári hverju vegna áhrifa vísitölu. Þótt grunnkaup Dagsbrúr.armanna hækki ekki, en grunnkaup sjómanna og iðn- aðarmanna hækki, hefur það áhrif til hækkunar á þánn grundvöll, sem kaup bóndans er miöað við. Þess skal þá cinnig getið, að í þessum launastéttum er alis staðar miðað við tekjur giftra manna. Um fóðurbætiskaupin þarf ekki að ræða meira en komið e_r. Garðar vill ekki viðurkenna að ríkið lækki verð á síldarmjöli með því að framleiðslusjóður greiðir 20 kr. á hvert síldarmál; hann um það. Og pjcki mya^di Garðar heldur trúa því, áð á sama tíma og verzlunarálag á matvörur er 30—35%, er álag á fóðurbæti aðeins 20%. Garðar segir í grein sinni: Það er ekki aðeins hagur fram- leiðenda, heldur cinnig neytenda, að búin stælcki og framleiðslan aukizt. Það er blátt áfram frum- skilyrði til þess að framleiðslan verði ódýrari, lægra vöruverð til neytenda.“ Það er þess vegna fróðlegt að bera þossa fullyrð- ingu sanian við umsögn Árbókar landbúnaðarins, eftir ritstjórann, Arnór Sigurjónsson, u.m ná- kvæmlega sama efni og hér er rætt um. Þar segir svo, orðrétt: „En fyrir þá mjólk, sem tekin er til framleiðslu mjólkurafurða, sem seldar eru úr landi, fá fram- leiðendur mjög lítið verð, í mesta lagi 40—50 aura fyrir hvert kg. mjólkur.“ Ekki getur því verið mikil búmennska í því fyrir bændastéttina sem heild, að snúa sókn landbúnaðarins fyrst og fremst til aukningar mjólkur- framleiðslunnar, umfram það, sem þegar er orðið. Allra fráleit- ast sýnist þó að auka mjólkur- framleiðslunna fjarri innlendum markaði. Af slíkri aukningu mjólkurframleiðsíuhnar hlýtur fyrr eða síðar að leiða til lækk- unar á vorði mjólkurinnar til framlciðendanna, jafnvel svo njikía lækkun, að þeir fái minna cn ekkcft fvrir aukningu fram- lciðslunnar.“ Þetta sjónarmið er fullkornlcga í samræmi við skoð- anir okkar Iðjumanna, en í mót- sögn við fullyrðingar stórbónd- ans Garðars Halldói-ssonar; sé eg ekki annað en Gai’ðar vei-ði að læra sín fræði betur. Á nýliðnu hausti er okkur sagt, að bændur hafi fengið hækkun á sínar vörur, Sem nam 1,8%. Þessi hækkun mun nema fyrir ríkis- sjóð hai’t nær 5 millj. króna. — Ennfremur tók ríkið að sér að greiða einhvei’n hluta dreifing- arkostnaðar, og mun sá þáttur nema í-úmlega 5%, eða samtals munu bændur fá á þennan hátt ca. 7% hækkun á sínar vörur, og mun það í heild nema um 20 millj. króna fyrir ríkissjóð. Af þessuef auðséð að einhvers stað- ar þarf að taka peninga til að stancla undir slíkurn hækkandi útgjöldum. Þá segir í svari Garðars svo: „Augljóst er af grein Jóns, að hann álítur hlut bænda allmiklu betri en hann raunverulega er og þess vegna gæti komið til mála að spara ríkissjóði útgjökl með því að skerða hlut bændanna eitthvað." Aldrei hefur það hvarflað að inér eða öðrum, að bændur lands ins eigi ekki fullan rétt á því áð húa við svipuð lífskjör og aðrar vinnandi stéttir í landinu. En cf bóndi getur ekki lifað af tekjum, sem eru jafnháar verkamanna í bæjum, hvernig eiga þá verka- menn að. komast af með sín laún og búa þó við margfallt meiri útsvars- og skattaálögur en bændur yfirleitt. Það er þung- bært fyrir launþegann, sem þarf að láta af hendi 4.—5. hverja ki'ónu í opinber gjöld. Annars er það ekki ætlun mín að karpa við Gai'ðar um þessi atriði, tel eg það ekki til ávinnings fyrir malefnið, og allra síza ef við settum upp gerfi æfðra og ófyrirléitinna stjórnmálamanna, sem skirrast ekki við oft á tíðum að rang- túlka svo málin hver fyrir öðr- um, að þeir sem á hlýða vita að lokum ekkei’t hverju skal trúa og hverju ekki. Eg er þeirrar skoð- unár, að almenningur eigi fullan rétt á að fá sem gleggsta hug- mynd um, hvernig haldið er á þessum málum hvei'ju sinni, og hverjar hættur eru framundan, ef óvarlega er á haldið. Þetta er mál, sem alla vai'ðar og snertir hag hvers einasta manns. Þetta svökallaða millifæi'slukerfi, sem við búum við, er ekki eins og hi’átt skinn, sem hægt er að teygja út yfir alla erfiðleika sem mætir niðurgreiðslukei’finu og síauknai' kröfur frá útvegs- mönnum eða frá bændum til aukinna styi'kja, kalla þeir fram nýjar tollahækkanir eða skatta á almenning. Við sem launþegar, hljótum því að bei'jast gegn öll- um skattahækkunum og látum ekki afskiptalaust, að gerðar séu ráðstafanir, sem hi'eint út sagt leiða til lækkunar á kaupmætti launanna og vei'snandi lífskjara. Til fróðleiks má benda á, að árið 1952 var fjái'festing í sjávarút- vegi 10 millj. kr., en í landbúnaði 70.9 millj. kr. Árið 1953 var fjár- festing í útveginum 11.5 millj. kr., en í landbúnaðinum 108 millj. kr. Árið 1955 var fjárfest- ing útvegsins 92 millj. kr., en landbúnaðarins 178 millj. kr. Ár- ið 195G var fjái'festing útvegsins 137 millj. kr., en landbúnaðai'ins 197 millj. kr. Þessar tölur tala sínu máli og þai'fnast ekki skýr- inga. Og á sarna tíma, eða frá 1952, hefur framleiðslumagn aukizt stórkostlega í landbúiiað- arvörum og hefur t. d. kjötfram- leiðslan rúmlega tvöfaldast ó þessum árum, eða úr 3752 tonn- um árið 1952 í 7658 tonn órið 1955, og hefur þó kjötvei'ðið farið mjög hækkandi ó sama tíma, er því ekki alltaf einhlýtt að treysta því að aukin framleiðsla skapaði lægi'a og sansgjai’nai'a vöruverð eins og Garðar hefur haldið fram. Að lokum vildi eg svo segja þetta: Eg er þakklátur Garðai’i fyrir öll skrif um þetta mál, þó að við séum ekki að öllu leyti sammála, hafa málin skýrst, og við erum ef til vill fróðari eftir ! en áður, skrif okkar hafa heldui' ekki verið gerð í flokkspólitísk- um tilgangi, hcldur aðeins til að skýra þau sjónarmið er við ber- um til þessa vandasama og við- kværna máls. Þó eg sé fáfróður, að sögn Garðars, um þessi efni, hcf eg þó löngun til að fylgjast mcð þróun þeirra, og di’aga þar af mínar ályktanir, cn ekki kæmi mér það á óvart, að Garðar breytti um skoðun, og í stað þess að hvetja til stóraukinnar mjólk- urframleiðslu undir þcim kring- umstæðum, sem nú eru, og tæki í þess stað upp bai'áttu fyrir skipulögðum framleiðsluháttum í íslenzkum landbúnaði, scm gerði hann fjölbreyttai'i og meira í samræmi við þarfir íslenzkra neytenda, enda tel eg það mál bændastéttarinnar í dag, og verði sú leið farin má vel svo fa'ra að bændur í heild fengju meira fýrir sína framleiðslu, jafnframt því sem niðurgreiðslur úr ríkissjóði yrðu hóflegri. Með góðri vinarkveðju. Jón Ingimarsson. MINNING SEXTtíGUR Síðastl. fimmtudag, 12. þ. m., varð Þóröur Jónsson, fyrrv. bóndi á Þóroddsstöðum í Ólafsfirði scxtug- ur. Hann er sonur hjónanna Jóns Þórðarsonar, bónda og smiös, hins mesta atorkumanns, og Sigríðar Þórðardóttur. Hann tók ungur við búi af föð- ur sínum á Þóroddsstöðum og bjó þar mesta myndarbúi þar lil 1953, :ið hann flutti til Reykjavíkur. Á meðan Þórður bjó á Þóroddsstöð- ttm rak liver stórframkvæmdin aðra. Týninu bylti haun mesLöllu og stækkaði það nokkuð með nýrxkt. Rafstöð byggði hann um 1930, og nú á seinni árum byggði hann upp útiliúsin mcð öllum nýtízkuþægind- urh. Má. því scgja, að hann hafi skilið vel við, er hann afhériti syni sínum og tengdasyni jörðina til á- búðar. Meðan Þórður var búsettur hér í Ólafsfirði var hann einn af þeim möpnum, scm settu svip sinn á byggðarlagið. Hann stundaði biV skapinn af alúð og dugnaði, jafn framt því sem hann vann ötullega að velferðarmálum sveitarinnar. Hann gaf sér ávallt tíma, þrátt fyr ir annríkið vio, búskapinn, til að taka ríkan þátt í félagsmálum byggðarlagsins, enda vel lil þess fallinn. Um margra ára skeið var hann formaður Búnaðarfélagsins hér og naut þar mikils trausts. Þá starfaði hann oft í hreppsnefnd, og fyrsti bæjarstjóri okkar Ólafsfirð- inga var hann 1945. Frá f950 og þar til liann fluttist suður, var hann í bæjarstjórn Ólafsfjarðar. Þá var liann og fyrsti formaður Kaupfélags Ólafsfjarðar, þegar það var stofnað. (Framhald á 11. síöu.) Dauðinn ríðu rum ruddan veg og ræðst á þinn bezta vininn. E. Kvaran. Stórhöggui' gerist dauðinn nú í vinahóp mínum. Við jarðarför Ármanns á Hálsi berst mér sú frétt, að Garðar frá Gilsá hafi dáið á Landsspítalanum í Reykja vík daginn áður, að afstöðnum lungnaskui'ði. Þó að fréttin komi mér ekki á óvart er hún þung og sár. í 17 ár var Garðar búinn að heyja harða og tvísýna baráttu við hinn sterka óvin, bei'klana. Og er eg kom til hans á Krist- neshæli nokkru áður en hann fór suður, ræddum við ögn um hina fyrirhuguðu ferð hans, og þótt hann segði fátt, fann eg að hann gerði sér vel ljóst, að hann var að leggja upp í tvísýna ferð, þó þráði liann mjög að reyna þessa lækningaaðfei'ð og á annað ár var hann búinn að hugsa til ferðar- innar. Gai’ðar var fæddur að Gilsá í Saurbæjarhreppi laugardaginn 17. desember 1904. Foreldrar Garðars voru Jóhannes bóndi þar Frímannssonar bónda í Gull- brekku Jóhannessonar og kona hans Ólína Ti-yggvadóttir bónda á Gilsá Ólafssinar bónda á Gúð- rúnai-stÖðum Einarssonar. Eru það góðar og dugmiklar, eyfirzk- ar bændaættir. Garðar ólst upp á Gilsá hjá foreldrum sínum. Um tvítugt fói' hann í Gag'nfræða- skólann á Akureýrl óg tók þar gagnfræðapróf. Stundaði síðan algeng sveitastörf, en var þó suma vetur við barnakennslu. — Árið 1930 tók hann að sér mjólk- urflutninga úr Saurbæjarhreppi og hafði það starf á hendi til 1940. 1933 giftist hann Hildigunni Magnúsdóttur frá Litla-Dal. — Árið eftir fóru aþu að búa á Kol- grímastöðum og bjuggu þau þar til ársins 1948, að fjölskylda Garðars flutti til Akureýrar. — Á Kolgrímastöðum tókst þeim hjón um að gera fyi'irmyndarlveimili. Var þar öll umgengni, bæði inni og úti við, hin prýðilegasta. Jörðin Kolgrímastaðii' er ekki stór og ilia fallin til ræktunar. En Gai'ðar ræktaði -þar- næv alit, sem í-æktanlegt var.’ En þo dugöi það ekki til að fóðra bústofninn. Tók hann þá til leigu part af Hólagrundum. Æsustaðagerði hafði hann með um tíma. Síðan keypti hann Gullbrekkunes og hóf þar mikla ræktun. En þessi dreyfði heyskapur var erfiður, en þeim hjónum tókst að sigra þá erfiðleika með fyrirhyggju og dugnaði. Allmiklar umbætur gei'ði Garðar á húsum. Byggði upp fjárhús og fjós. Byggði að nýju tvær steinhlöðui' og allstórt og vandað hænsnahús. En í stórar byggingar lagði hann ekki, því að ætlunin var, er tímar liðu, að fá aðra stærri og hentugri jörð til ábúðar. Sex börn þeirra hjóna eru á lífi. Fjórar dætur: Ragnheiður, Helga, Brynhildur og Gerður. Tveir drengir, Jóhannes Óli og Magnús. Eru þau öll hin mann- vænlegustu eins og þau eiga ætt til. Er elzta dóttirin Ragnheiður, 18 ára, útibússtjóri hjá Kaupfé- iagi Eyfirðinga. Garðar var harðduglegur mað- ur og hlífði sér ekki við verk Set eg héi' eina sögu er sýnir vel harðfylgi hans. Veturinn 1935—36 var snjóa- vetur mikill, svo að mjólkut'- flutningar viru mjög erfiðir. Frá því um miðjan desember til páska var aldrei farið svo með mjólkurbíl til Akureyrar, að ekki þyrfti að grípa til skóflunnar, til að lagfæra bílslóðina. Reyndi þetta mjög á bílstjórann, þó að venjulega einn eða fleiri með til aðstoðar. Dag einn seinni pai't vetrar fór eg sem oftar með Garðari. Eg sá að hann kveinkaði sé rer hann lét upp dunkana á stöðinni hjá mér og spurði hvað væri að honum. En hann kvað það lítið vera, „aðeins smáónot“. Eg létti svo undir með honum á þeim stöðvum er eftir voru. Sá eg að Gai'ðar var ekki heill, en vissi líka að lítið þýddi að spyrja. Ekkert sögulegt gerðist í förinnt. Færið var sækjandi eftir braut- inni að Stokkahlöðum, en þaðan eftir ísilagðri ónni, en þar var mjög óslétt og seinfai'ið frá Gili til Akureyrar. Eg kvaddi Garðar á stöðinni hjá mér um kvöldið, spui'ði eg um heilsufar hans, er hann taldi’ oi'ðið allgott. Daginn eftir var eg ekki með honum. En þá hafði heilsa hans versnað, þó að hann léti lítt á því bera og héldi áfram. Er hann kom hjá Hólshúsum þoldi hann ekki við lengur í sætinu vegna þrauta. Fór hann út úr bílnum og lagðist á snjóskafl við veginn. — Eftir nokkrr stund settist hann aftur undir stýrið og keyrði til Aitureyrai'. En við Samlagið gafst hann upp. Var hann þá fluttur á Sjúkrahús Akureyarr. Bitnlanginn var sprunginn. Fáum árum síðar, sumarið 1940, við almQpna berklaskoðun í hreppnum, kóm í ljós að Garðar gekk ekki heill til skógar. Hann var með berkla í lungum og þurfti á Kristneshæli. Vonir stóðu til að hælisvistin yrði ekki löng, en batinn kom seinria en búizt var við. Að vísu batnaði honum allvel um stund og-kanist heim. En bi'átt sótti aftur í sama hoi-fið. Mun þar að nokkru hafa valdið að Garðar kunni sér ekki hóf við vinnuna, og ekki hlíft sór eins og burfti. 'H-ann yarð þyí afl- ur að fara á hælið. Gekk svo, að anna ðslagið nóði Gai’ðar nokk- urri heilsu, en lé þess á milli og stundum þungt haldinn. „Höggv- inn“ var hann tvisvar og virtist' það bæta ItQnum nokkuð ,í biii. Og í þessi 17 ár mun hann hafa haft lengri tíma fótaferð en rúm-. legur. Garðar skapaði ekki neinn eymdai'heim í kringum sjúkra- beð sinn. Hann kveinaði ekki né kvartaði. Eg kom alloft til hans g ætíð var hann hress í tali og glaðui'. Var hann þó stundum allþjáður. Eg minnist þess að eg kom til hans ó Sjúkrahús Akur- eyrar, þegar nýbúið var að „höggva“ hann mikilli höggningu. Eg sá að hann var þjáður og ætlaði því ekki að dvelja lengi hjá honum. Héit að eg mundi þreyta hann. En slíkt mátíi hartn. ekki heyra. Hann þurfti þá, eins og áður, að spyrja um svo margt úr sveitinni sinni og ræða siri áhugamál. Og tíminn var eins og ætíð er eg kom til hans meira en liðinn, áður en við vissum af. Garðar var starfsins maður og óhugamaður. Ætíð var hanri vinnandi, ef hánn hafði þrótt till Síðast er eg kom til hans var hann að vinna að mikilli skýrslu fyrir Sjálfsvörn í Kristneshæii, en liann var formaður þess félags. Þau tíu ár er Garðar vai' mjólkurbílstjóri voru mjög örðitg bændum og lánabörf beirra mik- il. Kom það oft í Garðars hlut að útvega bændum lán. Og ótaldir eru þeir víxlar er hann skrifaði þá á. Hvar sem Garðar fór, vartn hann sér traust og irúnað sam- (Framhald á 11. síðu.) -

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.