Dagur - 17.12.1957, Blaðsíða 11

Dagur - 17.12.1957, Blaðsíða 11
t'riðjudaginn 17. dcsember 1957 D A G U R 11 (Framhald a£ 2. síðu.) fylgdarmanna sinna. í ungmenna félagi sveitarinnar var hann kos- inn í stjórn og formannsstöðu. 1 skóla var hann dáður af skóla- bræðrum sínum. Við kennslu- störfin vann hann hylli nemenda sinna. Kosinn var hann í hrepps- efnd og til fleiri trúnaðarstarfa af sveitungum sínum. í Bílstjórafé- lagi Eyjafjarðar var hann kjörinn í formannssæti af starfsbræðrum sínum. Og í félagi berklasjúkl- inga í Kristnesi var. hann talinn sjálfsagður formaður. Ekki vann hann sér traust með því að mæla eins og hver vildi heyra. Má frekar segja að hann væri nokk- uð sérstæður í skoðunum og fór sínar eigin leiðir í hugsun og málafylgju. En hann flutti sitt mál á drengilegan hátt. Var gam- cn og gott með honum að vinna. Flann var vel gefinn maður. Skapfastur og viljastyrkur. Og þó að hann væri sérstæður í skoðunum var hann víðsýnn í bezta lagi og krufði hvert mál til mergjar. Við, vinir Garðars og sveit- ur.gar, fundum til þess með sár- urn söknuði er hann varð að fara úr sveit okkar á hælið. Viö líveðjum hann nú með þökk fyrir allt og allt. Og hinn mikli mann- fjöldi er rnætti í Akureyrar- kirkju við jarðarför hans, mun taka undir þá kveðju með hlýjum hug. Magnús Hólm Árnason. - —o— Mcnn hverfa yiir móðuna miklu til landsins handan lífs og dauða, og líklega finnur margur land sinna drauma fyrir handan feigð- arver eftir erii, - strit og margs konar erfiðleika og þjáningar þessa lífs, jafnvel þó að margir dagar hafi verið bjartir. Hver og einn þekkir, að úr hópi samferðafóiksins eru alltaf einhverjir að kveðja, venzla- menn, vinir og kunningjar á ýmsum aldri. Eg vil hér í fáum orðum minn- ast eins vinar míns, sem eg um langt skeið ævinnar hef verið samferða, frá því að hann var lít- ill drengur og til æviloka hans, það er Garðar Jóhannesson frá Gilsá. En hann er nýlátinn. — Hann var fæddúr að Gilsá í Eyjafirði 17. des. 1904 og var því tæpra 53 ára er hann lézt. For- eldrar hans voru Jóhannes Frí- mannsson, áður bóndi á Gilsá, og kona hans Ólína Tryggvadóttir, eru þau bæði á lífi í Eyjafirði og mætti rekja þær ,þó að það sé ekki gert hér. Garðar ólst upp á Gilsá ásamt systkinu msínum, en þau voru 7 að tölu. Nú eru þau 5 á lífi, því að ein systirin, Helga húsfreyja á Kilgrimastöðum, lézt fyrir nokkr um árum. öll hafa þau systkin verið orðlögð fyrir dugnað, og þau voru ekki gömul, þegar þótti muna um handtökin þeirrá, unna sveitalífi og sveitamenningu, og eru þessir etginleikar ríkir í ætt- inni. .Npkkru eftir fermingu hugði Garðar á framhaldsnám. Hann bjó sig undir það, heima í sveit- inni og var að mestu við námið hjá þeim er þetta ritar. Hann var góður námsmaður og' nokkuð jafnvígur á allar námsgreinar, og eg minnist þess, hve fljótur hann var að skilja tungumál, t. d. dönsku. Hann settist í 2. bekk Gagnfrcéðaskólans á Akureyri og laúk' gagnfræðapróif úr skólan- um, Einn merkur skólamaður, sem var skólabróöir hans, minnt- ist á hann við mig hér um árið, . 'sem mjög góðs námsmanns og fé- lsga. Garðar kom aftur heim í sveit- ina, var aukakennari um skeið, en tók svo að sér mjólkurflutn- inga í Sáurbæjarhreppi og var mjólkurbílstjóri allmörg ár með- an heilsan leyfði. En eg held að Garðari hafi verið hugþekkast að stunda bú- skap. Hann keypti Kolgrímastaði og hóf búskap þar 1934. Hann hagði brátt allmikið bú, hafði um skeið aðra jörð m'eð og lét brjóta land til ræktunar. Sveitungar hans báru traust til hans til hreppsmála og félagsmála, var t. d. í skólanefnd o. fl. En svo bil- aði heilsan 1940 og hann varð að fara á Kristneshæli og varð að dvelja þar langdvölum til ævi- loka. Þar hafði hann ýmis störf á hendi í þarfir berklavarna. Garðar var kvæntur Hildigunni Pvlagnúsdóttur járnsmiðs Árna- sonar frá Litla-Dal.'- Hún er vel gefin og var kona í þess orðs merkingu (að fornri og nýrri). — Með afburða dugnaði hefur hún séð um heimilið, fyrst með búskapinn í sveitinni og svo um heimilið í Flríseyjargötu 1 á Akureyri, eftir að þau urðu að hætta búskapnum 1948. Börn þeirra eru 6, öll mannvænleg og sum á unga aldri. Garðar var vel greindur, myndaði sér ákveðnar skoðanir á málefnum og hélt jafnan fast á sínu máli. Ekki vorum við sam- mála í sumum málefnum, en það setti engan skugga á vináttu okk- ar. Garðar bar sjúkdóm sinn með þreki og stillingu. Hann svaraði jafnan með fáum orðum ,ef mað- ur spurði hann um heilsufarið ig vék að öðrum málefnum. Hann barðist á vígstöðvum hins hvíta dauða og lagði út í tvísýna að- gerð. Honum var það ljóst, að þar var annað hvort að sigra eða falla. Ilann var jarðsunginn að Ak- ureyrarkirkju 28. nóv. að við- stöddu miklu fjölmenni, bæði úr bæ og sveit. Eg þakka góðum dreng fyrir gangna tíð. Blessunar og velfarn- aðar bið eg eftirlifandi konu hans og börnum. Pálmi Kirstjánsson. NÝKO? ILl ANDL Mars MATVÖRl IIÍÐ: ÆVÖTN og ITSVÖTN ;ar tegundir. (JBÚÐIR Auglýsingar þi fjfaðinu íyrir h urfa að hafa borizt ádegi á msðvikudag Dönmjakkar úr ull og ullarjersey mjög fjölbr. úrval Verð frá kr. 297.00. Verzlunin DRÍFA Simi 1521. Ilálstreflar úr ull og perlon nýkomnir. Mjög fallegt úrval. Heppileg jólagjöf. Verzlunin DRÍFA Sími 1521. Til jófacpfa: Stofuskápar Skrifborð Bókahillur Kommóður Rúmfataskápar Sófaborð Utvarpsborð Innskotsborð Blómaborð Teborð Rokkborð Blómasúlur o. m. fl. Bólstruð liíisgögn lii. Húsgagnaverzlun Ilafnarstrœli 106. Sími 1191. Óskilaköttur hvítur með dökkleitt skott. í Helgamagrastræti 43. Til jólagjafð: FYRIR DÖMUR: Kjólaefni Blússur (popliu og nylon) Undirföt Náttkjólar Náttföt Brjóstaliöld Mjaðmabelti Sokkar Umvötn Steinkvötn Varalitir FYRIR HERRA: Náttföt Miliiskvrtur (hvítar og mislitar) Bindi Hanzkar Sokkar Hárvötn FYRIR BÖRN: Útiföt (fóðruð) Náttföt Sportskyrtur Slaufur Belti Sokkar Verzlimin LONÐON Sími 1359. - Þórður Jónsson (Framhald af 2. síðu.). Einnig gegndi liann fleiri trúnaðar- störfum, sem of langt yrði upp að telja. Þórður er persónulega sterkur, léttur í lund og glaður og ennþá ungur í anda. Hann er með ágæt- um tillögugóður um almenn mál- efni og hollráður vinum sínum. Kvæntur er ÞórSur Guðrúnu Sig- urðardóttur, a.ttaðri frá Breiðafirði. mestu myndar- og athafnakonu. Eiga þau sex börn, öll uppkomin, hvert öðru efnilegra, en þatt eru: Jón, framkvæmdastjóri á Reykja- lundi, Sigurður, vélsm. í Reykjavík, Árinann, bóndi á Þóroddsstöðum, Sigríður, húsfreyja á Þöroddsstöð- um, Eysteinn, vélv. og skíðakappí í Reykjavík, og Svanberg, iðnnemi í Reykjavík. Nú á Jressum merku tímamótum í ævi Þórðar lrygg ég að margir hlý- ir hugir streymi til lians hcðan frá Ólafsfirði með söknuði yfir því, að við skyldum ckki fá að njóta hinna frábæru starfskráfta hans lengur í þágu félagsiífsins hér. Að lokum seiidi ég honttm og fjölskyldu hans mínar lutgheilustu árnaðaróskir á þesstt merkisafmæli með þökk fyrir samstarfið á liðn- mn árum. . Ólafsfirðingur. © © 1» • m ® 0 © © © © GÓÐIR SKÓR ER GÓÐ OG GAGNLEG JÓLAGJÖF. Aldrci meira úrval en nú. Margar nýjar gerðir. Tökum upp á morgun hinar eftirspurðu B ARN A-SNJÓHLÍ F AR og KÁRLMANNA KULDASKÓ nýjasta tízka. SKÓÐEILD

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.