Dagur - 17.12.1957, Blaðsíða 7

Dagur - 17.12.1957, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 17. desember 1957 D AGUR 7 Magnús H. Gíslason, Frostastöðiim: Beniamino Gigli: Endurminningar í þýðingu Jónasar Rafnar, læknis. Þetta er nieð ágætari bókum sent ég hef lesið. Hún er eiginlega eins konar lærclómskver fyrir songvara og listafólk sérstaklega, en þó raun- ar líka fyrir alla, sent nokkrar gáfur hafa. I-Iiin segir, með dæmafárri hógværð, frá bláfátækum dreng, er með frábærri viljafeslu kleif upp á æðsta plan fyrri og siðari tíma heimssöngvara gegnum alls konar vaðal og fordóma askafylliríisins, er sífellt hcfur kveðið svo á að bókvit og list yrði ekki I askana látið. Og auðvitað var hann neyddur til að hlýða. þessari háspeki í verki fram- an af. En lionum þótti ömaksins vert að læra að þekkja sjálfan sig, og það gerði gæfumuninn. Bókin hefst á þessum yfirlætis- lausu orðum: „Ég fæddist með rödd og mjög litlu öðru; ekki var efnun- um fyrir að fara eða gáfunum... En Guð gaf mér rödd, og það hreytti öllu. Eg gat sungið vel, en ekkert annað. Ég hafði gaman af að syngja og cngu öðru. Ég þurfti að syngja — hvað gat ég annað gert?“ Þannig seytlar auðmýkt og yfir- •lætisleysi hins vilra og sanna lista- manns gegnum svo að segja liverja línu bókarinnar. Þá get ég ekki stillt mig’um að taka hér upp fá- einar línur úr niðurlagi bókarinn- ar, „Orðsending", bæði vegna þeirr- ar heilbrigSh skynsemi, sem þar er að finna, og svo líka vegna jjess, live skihnerkilega er þar stjakað við þeirri almennu heimsku, að söngv- ari og raddmaður sé „allt sami mað- urinn, lasm“. Þar segir svo meðal annars: „Ég vona, að saga mín auki sumum ungum söngvurum kjark. Ég óska ckki neinum að þurfa að lifa við annað cins harðrétti og ég varð að gera á námsárum mínum, en ég hygg, að það sanni, að ekki þurfi fé eða áhrifamenn til þess að ná markinu, ef ekki skortir jrolgæð- ið. .. Ég heí ekkeit sagt um aðférð- ir við ráddþjálfun, því að ég lield engri sérstakri fram; ég hygg að hver rödd þurfi sína sérstöku þjálf- un. Sumt er ekki hægt að kenna, t. d. réttan hraða í hverri setningu í sönglagi. Ef sá liæfileiki er ekki meðfæddur, er gagnslaust að eyða tíma í að reyna að verða söngvari." Bæði Jjað, sem liér hefur verið vitnað í og margt annað í bókinni, held ég að hákallskjaftar oflátunga og skóla-steingervinga hefðu gott af að jórtnj sér til heilsubótar, ef Jtar skyldi vera um einhverja batavon að ræða. Þýðingin hygg ég að sé hin prýði- Icgasta, og utn ritháttinn og málið þarf naumast að fjölyrða, Jrar sem í hlut á einn hinn snjallasti og lát- lausasti stílisti Jjjóðarinnar, óg er hér vissulega um ósvikinn Jónasar- stíl að ræða. Samt cr það eitt orð í Jjýðingunni, sem ég kann ckki við, en kemur nokkuð oft fyrir í bók- inni af eðlilegum ástæðum, orðið: samsöngur, að líkindum Jjýðing á annað livört Recital eða Konsert, •sem er í rauninni alhcimsorð, og á íslenzkan eiginlega ekkert tilsvar- andi orð eða liugtak yfir Jjað, nema Jrá helzt híjómleikur eða hljóm- leikar, hvort tveggja lieldur lang- dregiö og loðinbarðalegt. Vil ég Jjví fyrir mitt leyti taka frumorðið upp i málið sem slíkt, svo sem gcrt hef- ur verið með mörg fleiri alheims- orð. Orðið konsert tekur yfir scr- hverja hljómræna athöfn af pró- gram- eða skemmtiskrárlengd, hvort sem liún er framkvæmd af hljöm- sveit, kór, einleikara eða einsöngv- ara, eða öllum þessum aðiluni sam- eiginlega. En samsöngur á aðeins við um kórsöng. Er þetta allt, sem ég hef út á málfar vinar míns að setja, Jjví cins og fyrr getur er Jjað prýðilegt, að- laðandi, látlaust og lipurt. Þá er ytri frágangur bókarinnar vandaður cn tilgerðarlaus, og prýða liana auk [jess margar myndir. Eiga bæði þýðandi og aðrir útgef- endur miklar Jjakkir skildar fyrir að flytja þessa ágætu bók til íslands. Því auk Jjess sem hún er óslitinn skcmmtilestur, má ótal margt af lienni læra og ekkert annað en gott. Akureyri, 10. des. 1957. Björgvin Guðmundsson. jói í ævintýraleit Nýkomin er á markað drengja- saga etfir ungan, íslenzkan höf- und, er nefnir sig Orn Klóa. — Sagan heitir Jói í ævintýraleit og fjallar uin ævintýradrenginn Jóa Jóns og vin hans, Pétur, sem hann bjargar úr höndum óknytta stráka og veitir síðan vernd. Jói er sannur fullhuig, er ávallt veitir lið öllum þeim, sem eru minnimáttar, hvort sem það eru menn eða málleysingjar. Sagan er hörkuspennandi, því að Jói og Pétur lenda í hverju ævintýrinu eftir öðru og komast oft í hann krappan. Utgefandi er Iðunn. Við, sem byggjmn þessa borg Ilöf. VILHJ. S. VILHJÁLMSS. Bókaútgáfan Setberg s.f., Rvík. Bók þessi er um líf og lifnað- arhætti Reykvíkinga á fyrri tíð, og er framhald af samnefndu verki, sem kom út í fyrra og fékk góðar viðtökuiv í Jjessaiá bók eru endurminningar átta Reyvíkinga og er hún nær 250 blaðsíður að stærð og smpkkleg að frágangi frá Prentsmiðjunni Odda h.f. Lifnaðarhættir Reykvíkinga, sein og annara landsmanna, hafa tekið ótrúlegum stakkaskiptum síðustu áratugina, hvað þá síðan um aldamót, svo að ungum mönnum mun koma frásögnin, jafnvel Jjótt ekki sé langt farið aftur i tímann, undarlega fyrir sjónir. Höfundur hefur að Jjessu sinni leitað fróðleiks karlmanna einna og fremur valið alvörugefna menn og sennilega áreiðanlega um minni og glöggskyggni. Gef- ur hið síðarnefnda bókinni mikið gildi. Við, sem byggðum Jjessa borg, Jjau tvö bindi, sem komin eru út, eru náttúrlega fyrst og fremst fyrir Reykvíkinga, svona í þrengri merkingu. En þessar bækur eru Jjó, Jjegar betur er að gáð, samnefnari fyrir allt landið. Höfundarnir eru: Guðmundur Thoroddsen læknir, Herm. Jóns- son kaupmaður, Sigurður Olafs- son rakari, Ólafur G. Einarsson bifreiðastjóri, Erlendur Ó. Pét- ursson forstjóri, Egill Vilhjálms- son forstjóri, Seselíus Sæ- mundsson verkamaður og Hann- es Kristinsson verkamaður. Nokkuð eru þættir þessir mis- jafnir að fróðleik og frásagnar- list og má ef til vill segja að ým- islegt, sem naumast þurfi að taka fram, sé til tínt og í letur fært. En frásögn svo margra manna gefur bókinni þó mjög aukið gildi. Og að öllu samanlögðu er hún bæði fróðleg og skemmtileg. Fjölfræðibókin FREYSTEINN GUNN ARSSON þýddi og staðsetti. Útgcfandi cr Setberg, Rvík. Blaðinu hefur borizt þessi bók til umsagnar, og er ánægjulegt að fá slíka bók í hendur. Bókin mun fyi’st og fremst vera samin með Jjað fyrir augum að vera les- efni barna og unglinga. Þar hef- ur sannarlega vel tekizt. En hún hefur einnig þann kost að vera stórfróðleg fullorðnu og vel viti- bornu fólki. Hinar mörgu myndir auðvelda not bókarinnar til mik- illa muna og gera mörgu efni betri skil og aðgengilegri, en myndlaust mál getur gert. Nátt- úrufræðileg efni er jafnau skemmtilestur, ef vel er sagt frá. 1800 myndir, og þar af helmingur litmynda, skreyta bókina. — Margir tugir fræðimanna og lista manna unnu saman við gerð hennar. Gefur þetta hugmynd um, að ekki var kastað til hönd- um. Svo sem gefur að skilja, eru hvergi tæmd viðfangsefnin. En ef til vill er aukin forvitni af lestri bókarinnar ekki síður mikill ávinningur, en þótt bókin væri stærri og ýtarlegri. Eða hver vill ekki fræðast um helztu þjóðflokka jarðarinnar, lönd og álfur, yfirborð jarðar, veðrið, himingeiminn, uppruna lífsins, þroskamestu dýrin, lægri dýr, nauðsynlegustu hluti mann- anna, samgöngur og samband manna í milli o. fl.? Mér kemur í hug, hvort ekki væri hentugt að gefa út kennslubækur með þessu sniði. Þar sem efnið væri jafn skemmtilega upp sett og með fjölda skýringamynda. í þessari bók er vikið að ótrú- lega mörgum Jjáttum mannlegs framtaks, hugvits og samskiptum manna. Hún gefur ójjrjótandi umliugsunarefni og stórmikinn fróðleik bæði ungum og gömlum og er ein eigulegasta bók, sem nú er í bókabúðum. — E. D. Völuskjóða Út er komið safn frásagnajjátta um ýmis efni, ritað af Guðfinnu Þorsteinsdóttur, skáldkonu, sem landskunn er undir nafninu Erla. Nefnir hún bók sína Yöluskjóðu. Bókin hefur að geyma ýmsar hrakningasögur og mannrauna af fjallvegum Austurlands og margar glöggar lýsingar á hörð- um lifskjörum heiðabyggja. Allir (Niðurlag.) VIII. Nú er það mála sannast, að ekki er allt fengið með Jjví að semja og samjjykkja falleg frum- vörp og íburðarmiklar ályktanir. Eftir er að spinna þann Jjáttinn, sem erfiðari er, en það er aö framkvæma fyrirheitin. Ólafur Thors lætur mikið yfir áhuga Sjálfstæðisfl. á rafvæðingunni. — Sú saga hefur nú stuttlega verið rakin hér að framan. Hún sýnir, að áhuginn var ekki einu sinni til í orði. Látum svo vera, éf verkin eru þeim mun betri. Ör- lögin eru oft grálynd. Ólafur fékk sitt tækifæri. Nokkru eftir að sú barátta var háð á AlJjingi, sem nú refur verið lýst, myndaði hann „nýsköpunar“stjórnina. ■— Aldrei hefur nokkur ríkisstjórn, sem setið hefur að völdum á ís- landi, haft aðra eins fjárhagslega möguleika til þess að gera gnægð góðra hluta, eins og þessi ríkis- stjórn Ólafs Thors. En aldrei hef- ur heldur nokkurri ríkisstjórn tekizt að gera jafn lítið úr jafn miklu og henni. Aldrei hefur nokkur ríkisstjórn sýnt íslenzk- um landbúnaði þvílíka lítils- virðingu. Látið var í veðri vaka, að 50 millj. kr. ætti að verja til landbúnaðarframkvæmda. — Sú upphæð var að vísu aðeins örlítið brot af gjaldeyrisforðanum, sem ríkisstjörnin hafði yfir að ráða. Jafnvel það sýndist þessum rausnarmönnum of rýmilegur skerfur. Miklum hluta af þessum 50 millj. var búið að ráðstafa í annað, þegar leyfi voru loks gefin út, eftir að Framsóknarm. komu í ríkisstjórn. Maður skyldi ætla að Jjegar flokkur, sem að eigin sögn, elskar bændur jafn ofur- heitt og Sjálfstæðisfl. gerir, fær landbúnaðarmálin einu sinni undir sinn hatt, þá sé Jjað enginn smáræðis hvalreki fyrir sveita- menn. Ástæða væri til að ímynda sér að um slíka dýrðardaga Jjætti ekki ofílagt að flytja eins og eitt erindi á „bændaráðstefnu“. Jafn- vel um framkvæmdir í raforku- málunum einar sér. Einhvern veginn fórst það þó fyrir. IX. í greinaflokki [jeim, sem eg bef birt hér í blaðinu að undan- förnu, hef eg stuttlega rakið sögu þeirra landbúnaðarmála, er Ól. Thors Jjóknaðist að eigna Sjálf- stæðisfl., á liinni svokölluðu „bændaráðstefnu“ er flokkurinn gekkst fyrir í Rvík í haust. Þó að fljótt sé yfir sögu farið og aðeins stiklað á Jjví stærsta, þá hefur Jjessi athugun Jjó leitt í Ijós Jjað, sem raunar var áður vitað, að í málflutningi Ólafs er öllu öfugt þeir, sem Jjjóðlegum fróðleik unna, munu í Völuskjóðu finna marga mola gulls, cr Jjcir vildu ekki af missa, enda er bókin vel rituð, og sjálf var skáldkonan lengi húsfreyja á einu heiðabýl- inu Jjar eystra. — Útgefandi bók- arinnar er Iðunn. snúið. Hann hefur kosið að um- gangast sannleikann eins og svar inn fjanda. f stað fræðslu, blekk- ingar, í staðinn fyrir að segja satt er skrökvað. Að sjálfsögðu var til þessarar samkundu stofnað í aug lýsingaskyni eingöngu. Allt um það hlýtur sú spurning að vakna, hvers vegna Ólafur hafi séð ástæðu til Jjess að móðga og lít— iisvirða Jjessa hrekklausu aðdá- endur sína með því að hella yfir þá slíkum öfugmælum. Helzt virðist hugsanagangur formanns- ins hafa verið eitthvað á þessa leið: Uss, þessir menn hafa ekk- ert vit á pólitík, og ef einhverjir þeirra skyldu hafa það, þá er hinum sömu áréiðanlega sama um, hvort sagt er satt eða ósatt. Það, sem máli skijjtir, er að gera hlut Sjálfst.fl. nógu góðan og tala nógu illa um ljótu karlana í stjórnarliðinu. Svo látum við þá fá ókeypis far í bæinn og heim, kostum dvöl þeirra hér, bjóðum Jjeim í Þjóðleikhúsið, höldum Jjeim eina eða tvær smáveizlur, gefum þeim myndir af sjálfum sér og sýnum þeim kýrnar á Korpúlfsstöðum. Ef til vill er það rétt athugað hjá Ólafi, að einhver talsverður hluti þessara „ung- bænda“ láti sig stjórnmál engu skipta, séu alls ófróðir um stefn- ur flokkanna og átög þeirra um einstök mál fyrr og síðar. Þeir telji sig Sjálfstæðismenn af því að pabbi og afi eru það. Svo er um of marga íslendinga, Jjví miður. Vel má líka vera, að sumir „fulltrúanna" lifi í trú en ekki skoðun. Það erf hreint ekki svo fátítt að hitta fyrir þess kon- ar fólk. Slíkir menn viðurkenna það eitt, sem styður þeirra trú, allt annað eru blekkingar, fals, ósannindi. Yfir þvílíkum mann- skap er vissulega óhætt að tala eins og Ólafur gerði. Annað mál er það, hver virðing þessum mönnum er sýnd með því, að ræða við þá eins og hólbúa. Loks kynnu svo einhverjir úr hópnum að hafa verið málum nógu kunn- ugir til þess að gera sér ljóst, hverrar tegundar þær „trakter- ingar“ voru, sem flokksformann- inum fannst bezt sæma að bera fyrir gesti sína utan af lands- byggðinni. Þó að eg efi ekki, að Ólafur sé kunnugur sínu fólki, þá finnst mér að Jjað hljóti að vera full djarft hjá honum, að slá því föstu, að algjörlega sé brennt fyrir alla pólitíska Jjekkingu hjá Jjví. Og hvað má þeim mönn- um finnast um sómakærni og sannleiksást þess manns, sem ennþá telzt í orði kveðnu höfuð flokks þeirra? Og hvað mega Jjeir lialda um blessaðan flokkinn sinn, sem sjálfur flokksformaður- inn telur *að Jjurfi á þvílíkum „fegrunarlyfjum“ að halda sem þessari ráðstefnuræðu? Og hvað skyldu þeir álíta um virðingu formanrisins fyrir því fólki, sem liann leyfir sér að bjóða upp á svona „sagnfræði“? Magnús H. Gíslason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.