Dagur - 17.12.1957, Blaðsíða 6

Dagur - 17.12.1957, Blaðsíða 6
6 DAGUK Þriðjudaginn 17. desember 1957 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSÖN Afgreiðsla, auglýsingar og innheimta: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 BlaÖið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. »ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍSÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍSÍÍÍÍÍÍÍÍÍ:~ Er hann svona djúpt sokkinn? ÞAÐ væri mjög ósanngjarnt að segja a® Morgunblað- ið væri ekki girpilegt til fróðleiks, því þar speglast hið andlega ástand Sjálfstæðisflokksins á hverjum tíma. Fyrir nokkrum dögum gat þar að líta stórar fyrir- sagnir og beinar hótanir út af framkomnu stjórnar- frumvarpi um breytingar á kosningalögunuin. Sjálf- stæðismenn boðuðu einnig til fundahalda um málið og túlkuðu það eins og fyrri daginn á þá lund, að með því væri ráðizt gegn Reykjavík. „Þeir skulu ekki lá frið til þess að eyðileggja Reykjavík," stóð á fyrstu síðu Morgunblaðsins þvert yfir síðu með stæ'rsta fetri. Æsingaskrifin voru líkust því, að óvígur her hefði ráð- izt á Reykjavík. Tilefnið er áðurnefnt frumvarp, og í því felast þær meginbreytingar frá núverandi lögum, að loka kjörstöðum klukkan ellefu að kvöldi kosn- ingadags og að ekki megi liafa í frammi áróður á kjörstað og smölun í kjörklefana, ekki mcgi flokks- nicrkja bifreiðar og draga fólk upp úr rúmunuin, eftir háttatíma venjulegra manna. Tilgangurinn með þessu frumvarpi er sá, að gera mönnum auðveld- ara fyrir að neyta atkvæðisréttar síns og að liinu leytinu á það líka að gera mönnum erfiðara fyrir að notfæra scr kosningarétt annarra manna. Því miður er kosningarétturinn lítilsvirtur, stund- um að minnsta kosti, með því að kosningasmalar hafa meiri afskipti af fólki á kosningadaginn og á kjörstað en sámrýmzt getur fullu lýðræði. Þetta geng- ur jafnvel svo langt, þar scm ofurkappið er mest, að telja má það blctt á lýðræðinu. Hinn almenni borgari er naumast frjáls ferða sinna eða gerða. Hann er undir stöðugu eftirliti og er jafnvel beitt- ur hótunum. Sjálfstæðisflokkurinn berst hatrammlega fyrir því, að þetta ástand vari áfram. Ofríki hans á að tryggja með peningavaldinu, þegar hinn málefnalcgi sigur er vonlaus. Sjáflstæðisflokknum finnst það hiö eina og sanna lýðræði, að geta neytt aðstöðu hins ríka. Morgunblaðið er leiðinlega tvísaga í þessu máli. Á einum stað segir, að með frumvarpinu eigi að hnekkja meirihutavaldi Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík. Á öðrum stað segir, að frumvarpið muni færa Sjálfstæðisflokknum glæsilegan sigur... Getur það verið ofurlítil dægradvöl fyrir Sjálf- stæðismenn, meðan þcir drekka morgunkaffið, að ráða þessa gátu blaðs síns. Um leið gcta þcir lagt þá spurningu fyrir sjálfa sig, livort Sjálfstæðisflokkminn sé í raun og veru svo djúpt sokkinn, að lioniiiii finnist sökin sín, jiegar minnt er á blelti lýðræðisins í sambandi við kosii- ingarnar. Telur Sjálfstæðisflokkiirinn til sín talað, þegar afnema á njósnara við dyr kjörklcfanna? Finnst Sjálfstæðismöniyum vcra gengið á rétt sinn, þegar bannað er að ráðizt sé inn í hús manna að nætur- lagi til kosningaáróðurs? Sjálfstæðisflokkurinn helur ennþá einu sinni hlaupið alvarlega á sig. Hann Iiefur sannað, á hvaða stigi hann er frá siðferðislegu og lýðræðislegu sjónar- miði, og ennþá einu sinni sýnt það, svo að ekki verð- ur urn villzt, að liann á ekki samleið með hagsmun- um fólksins í landinu. Þess vegna er lieppilegast, að hann fái enn urn sinn livíld frá stjórnarstörfum, og það sem allra lengst. Brúin milli heims og heljar Smá-þættir úr Iiarmsögu Ungverja XXIII. BRÚIN BROTIN OG BRENND. — LOKAORÐ. Ein var sú nóttin við Andau, er frosnar mýrarnar og hrímgað sef og reyr og stör birtu þá ólýsanleg- ustu fegurð,. sem ég hef nokkru sinni augum litið í náttúrunnar ríki. Og þetta var ekki aðeins mín skoðun; fimm blaðamenn úr ýms- um áttum lieims voru mér einnig sammála. Þetta varð einnig nótt ó- umræðilega hartnæmra áhrifa og atvika. Síðdegis þehnan dag höfðu Rúss- ar sprengt sundur brúna við Andáu. Okkur var kunnugt að þúsundir flóttafólks hlaut að vera í liópum hingað og þangað um ungversku mýrarflóana, aðeins fá fet frá frcls- inu, leitandi fyrir sér í ákafa að finna einhverja leið til að komast yfir lokatorfæruna. Við biðum í kveljandi kvíða í nokkrar klukkustundir og sáum þá aðal-undankomuleiðina auöa og mannlausa. Fólksstraumurinn virt- ist algerlega stöðvaður. Ég get ekki lýst kvöl okkar og sársauka þessa furðulegu nótt, þar sem andstæða þessara mannlausu slóða var öll dýrð himinsins: Glaða tunglsljós, himnesk auðæfi stjarna — og hvít- glóandi liéludýrð yfir heiminum, því að nóttin var bítandi köld, og frosthélan þakti flóana. En minnis- stæðast af öllu var angurvær þögn- in, því að þar sem oftsinnis áður hafði kveðið við hlátur og glaðværð liundraða, sem komizt höfðu í ör- ugga höfn undan ofsóknaræði kom- múnista, ríkti nú aðeins þögnin ein, djúp og þrungin eftirvæntingu. En nú höfðu þrír hugrakkir aust- urrískir stúdentar hafizt handa og ákveðið að láta hcndur standa fram úr ermurn. Þeir drógu timbur og trjáboli inn yfir landamærin og gerðu við ræfilinn af brúnni, sem sprengd hafði verið sundur með tundri. — Að vísu varð þetta ekki nein fyrirmyndar brú hjá þeim, en samt nægilega góð fyrir sæmilega fótfestu. Og á þennan hátt varð yfir 2000 manns bjargað þessa nóttina. Þetta voru liáskólastúdéntar með eyrnaskýlur en berhöfðaðir, með ofurmagn hugrekkis, því að cftir áð öll föt voru frosin á þeim, fóru þeir yfir nýsmíðuðu brúna sína og þraut- leituðu um allan ungvcrska mýrar- flóann. Þarna mætti ég duglegum og hugrökkum ljósmyndara, og urðu myndir hans mér til mikillar að- stoðar við samningu sögunnar um íjöldaflóttann mikla frá Ungverja- land'i til frelsisins. Hann fór í allar áttir, og næstu kvöldin og næturnar ferðuðumst við saman um landa- mærin og' leiðbeindúm hundruðum Ungverja. Stundum fórum við alveg inn í Ungverjaland, með eyrun vel opin fyrir fegursta hljóði næturinn- ar: lágu og þýðu tilraunakalli karla og kvenna, sent leituðu frelsis. Eina nótt vorum við á ferli fram undir aftureldingu, cr við lieyrðum undarleg hljóð frá bráðabirgða- brúnni. Við skriðum cins nærri og við þorðum og sáum þá hörmulega sjón; Kommúnisku varðmennirnir voru ölvaðir, og nú voru þeir að höggya sundur brúna í eldivið tjl að Iilýja sér við á fótunum. Og á meðan við lágum þarna í hnipri og aðgættum þessar aðfarir, urðum við sjónarvottar að sorgarleik, er hvor- ugur okkar mun gleyma. Um 30 flóttamanna, undir for- ustu rnanns með loðna hermanna- liúfu, birtust allt í einu óvænt upp úr ungversku mýrinni og gengu beint í áttina til drukknu varð- mannanna. Aumingja fólkið gat ekki vitað, að brúin væri ekki frarn- ar leiðin til frelsis, og við gátum með engu móti gcrt þcim aðvart og stöðvað þá. Aiit í einu þrifu varð- .mennirnir riffla sína og umkringdu þessa síðustu flóttamenn á leið til Andau-brúarinnar, og fóru síðan með þá til fangageymslunnar. Þetta íólk liafði gengið alla leið, þvert yf- ir Ungverjaland, og átti nú aðeins 50 fet eftir til frelsis. Hryggir í hjarta skriðum við aftur til baka með axarhögg kommúnista dynj- andi í eyrum. Og um leið og við náðum austurrísku landamærunum, iivarf Andau-brúin fvrir fullt 02 allt. Höfundur segir að lokum: Ég get ekki gizkað á, hvernig flóknir sögu- legir viðburðir muni valda því, að Ungverjaland hljóti frclsi á ný. Eg sé ekki glöggt, á livern hátt liinu rússneska oki verður lyft af hálsi ungversku þjóðarinnár, en ég er sannfærður um, að þann hátxðar- og gicðidag munu Ungverjar í sínum nýju heimilum út um víða veröld senda peninga sína, — frankána sína, pundin sín, dalina sína og pe- sosin sín — til að byggja brú endúr- minninganna hjá Andau! Hún þarf ckki að vera stór, sam- anborið við brýr almennt: ekki nógu breið fvrir bíla né nógu sterk fyrir vélhjól. Hún þarf aðeins að vera nógu traust til að rninna á þann kærleika Austurríkismanna, sem bjargaði yfir 20.000 Ungverjum yíir um til frelsis, — aðeins nægi- lega breið til að leyfa sál frjálsrar þjóðar að fara þar um í friði. (F i n i s). Ekkert iimanlands- flug á Grænlandi Grænlcnzki þingmaðurinn Augo Lynge spurðist fyrir um það á þjóðþingi Dana, hvort rétt væri, að búið væri að kalla heim frá Gi'ænlandi Katalínuflugbát- inn, einu flugvélina. Taldi hann sjálfsagt, að flugvélin væri stað- sett á Grænlandi allt árið, m. a. til sjúkraflugs og til þess að kasta niður pósti til afskekktra staða. Lindberg Grænlandsmálaráð- herra viðurkenndi, að ekki væri ráðgert að hafa flugvéll staðsetta á Grænlandi í vetur, m. a. vegna þess, að flugvöllurinn í Syðri- Straumfirði væri eini nothæfi flugvöllurinn á Vestur-Gi'æn- landi að vetrarlagi. Hefði hann áhuga á að komið yrði á innan- landsflugi á Grænlandi, en heppi legar vélar til slíks væru ekki fundnar. Þyrftu þær að geta lent jafnt á vatni, landi og snjó, vera tveggja hreyfla, en þurfa ekki lengri braut en eins hreyfils vél- ar. Eftir þessu svari ráðherrans að dæma, ætti að líða talsverður tími þar til innanlandsflugferðir hefjast á Grænlandi. Kjarnfóður handa ungbömum Á hverju ári koma nýjar reglur um það, hvernig annast skuli um ungbörn, og þétta er að verða svo flókið mál, að hin unga móðir veit ekkert, hvernig húri á að liaga sér; að minnsta kosti þorir liún ekki að hlýða ráðum sinnar eigin móður, sem eru byggð á 20 ára gamalli reynslu. Það verða jafnvel bi'eytingar á frá einu systkini til annars. Frumburðurinn hefur kannske fengið að grenja sig í svefn, en næsta barn verður að taka upp og liossa því; citt barnið má fara út í hvaða veður sem er, en það næsta má ails ekki koma út íyrir húsdyr, nema að veður sé blítt. En síðasta tízkan í þessum málum er sú, að gefa ungbörnum nautakjöt að borða! Við skulum í ham- ingju bænum segja mæðrum okkar frá þessu til þess áð forðast æsingar, og ömmur okkar blessaðar myndu snúa sér í gröfinni, ef þær vissu þetta. Já, þetta er satt! A Lewisham-sjúkráhúsinu í Lond- 011 hefur um nokkurt skeið verið gerð tilraun með að gefa 5 daga gömlum börnum nautakjöt (liakkað) að borða, og þessi tilraun helur gefið góða raun. Á íimmta degi eftir fæðingu er tekið að mata barnið með skeið; því er gefinn hafragrautur á morgnana, kjöt eða fiskur með tvenns konar græn- meti um hádegið og í kvöldmatinn soðnir ávextir og eggjabúðingur — en auk þessa alls fær svo barnið auð- vitað sína móourmjólk. Læknirinn, sem ber ábyrgð á tiiraun þessari, heitir Bruno Gans, og hann virðist vita, hvað liann syngur. Það cru nú tvö ár síðan hann fór að láta gefa þeim börnum, sem voru sérstaklega lasburða, þessa „styrkj- andi“ fæðu, og árangurinn liefur verið undraverður. Ef maður kemur í heimsókn á þá deild spítalans, þar sem 20 mæðiir dveljast með 20 börnum sínum og líður prýðiléga, þá verður maður einkum undrandi yfir þeirri ió og kyrrð, sem hvílir yfir öllu. Ekkert barn hljóðar né grenjar, og hjúkrunarkonurnar full- yrða, að ailir séu ánægðir; ef börnin eru róleg, verða mæðurnar rólegar og mjólka betur. Á matartímum keniur hjúkrunarkona akandi litlum vagni og afhendir mæðrunum 20 litla tliska. Á hverj- um þcirra eru um 30 g af góðu, fínhökkuðu nauta- kjöti, kartöflur og grænmeti — éinriig plastaskja, því að málmur er of kaldur og harður. Mæðurilar sitja með börn sín í kjöltunni og mata þáu; það gengur í fljúg- andi fart, því að krakkarnir ganga að mat sínum eins og soltnir úlfar. Við þorum ekki að ráðleggja iesexxdum vorum að gera tilraun [xcssa lieima hjá sér. Ætli sé ekki bezt að iáta ensk vísindi ein um þcssa tilraun enn um stund? En ekki er þó ótrúlegt, að þctta mál komist á dagskrá liér á landi áður en langt um líður. (Þýtt úr Tidens Kvinder). AÐ HÓLASANDI Lognaldan hnígur að Hóla&andi sem hógvær andi við dauðans borð. Nú líður að ltveldi og ltlukkurnar hringja, og klerkar syngja heilagt orð. Kirkjan er oþin, og orðsins máttur er æðsti þáttur í sál þess nxanns, sexn vonglöðum augum horfir til hæða er haglélin æða í brjósti hans. Á Hólasandi var hringt til tíða, sem heyrðist víða um strönd og dal. Er þögull Iióptir í guðshús gengur, gullinn strengur þá hljóma skal. Þó harma-élin um hjörtun næði heilög fræði þau geta lært. Og gullinn strengur frá orðsins anda til yztu stranda fær hljómað sKxert. Er aldan Iinígur að Ilólasandi, sem hrjúfur andi við dauðans borð, og þcgar élin hin grimmu gusta, er gott að hlusta á heilagt orð. S. Sv.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.