Dagur - 15.01.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 15.01.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 15. janúar 1958 DAGUR (Framhald af 5. síðu.) við skreiðarverkunina talið, að neitt hafi eyðilagst af framleiðsl- unhi, sem að ekki hafi verið vegið og útllutt Telur nefndin, að þessi mikla framleiðslurýrnun sé því með öllu óeðlileg, og getur enga viðhlítandi skýringu gefið á í hverju það liggur. Saltfiskurinn. Við athugun héfndárinnar á vinnslukostnaði við saltfiskinn á Akureyri, kom fram, að hann reyndist til muna lægri heldur en á þeim stöðum, sem hægt var að gera, samanburð við. Rýrnunin í saltfiskinum, sem fram kom við athugun birgða pr: 31. des. 1957, og er um 1169 smál., verður varla skýrð með öðru en, að hún sé að nokkru tilkomin á fleiri árum. Er ótækt, að rýrnun, hver sem hún er, frá ári til árs, komi ekki fram á viðkomandi ári. Eins og greint cr í skýrslunni, flyzt meira og minna af framleiðslu milli ára í útllutningi og í bókhaldi. Kom fram, að engin sérstök birgða- bók er haldin, er sýni hvernig fram- leiðsla hvers árs skilar sér, bæði að magni og verðmæti. Verður það að teljast ámælisvert. Nokkrar ábendingar til umbóta í rekstri U. A. og rekstursaðstöðu þess. í samþykkt aðalfundar Ú. A. um nefndarskipunina, er gert ráð fyrir, að nefndin geri tillögur til umbóta á rekstrinum. Þótt nefnd in hafi haft ófullnægjandi tíma til að geta gert því efni nægilega góð skil, skal þó bent á nokkur atriði, sem nefndin álítur að til umbóta horfi í framtíðarrekstr- inum. Nefndin leiðir hjá sér að gera nokkrar-tillögur, sem snerta íélagslegar eða persónulegar (Framhald af 1. síðu.) lagsins í heild. Þess vegna bæri að leggja á það áherzlu að styðja að nýjum, lífvænlegum iðngrein- um og efla þær sem fyrir eru. En nú er samtalin snúið að bæjar- málunum. Hver eru veigamestu bæjar- málin, sem hin nýja bæjarstjórn fær til úrlausnar? Þau eru án efa tvö, sem hæst ber, segir kaupfélags'stjórinn. Hið fyrra er Útgerðarfélag Akureyr- inga h.f., sem er stærsta og efa- laust vandmeðíarnasta málið. En hið síðara er ráðning nýs bæjar- stjóra. Nú er að koma álitsgerð og tillögur þeírrar rannsóknar- nefndar, sem kosin var til að gefa skýringar á því, hvað veldur hin- um mikla taprekstri félagsins á undanförmim árum og til að benda á nýjar leiðir í rekstri út- gerðarinnar. Þessi álitsgerð mun væntanlega gefa skýringar við mörgum þeim spurningum, sem eflaust hafa verið oíarlega í huga bæjarbúa að undanförnu. En eg treýsti því' að allir flokkar í bæn- urri geri sitt bezta í því að leysa þetta erfiða mál til bjargar Utgerðarfélaginu, svo að ekki þurfi að- koma til stöðvunar á þessum þýðingarmikla þætti at- vimiumála. Eg sé ekki, að hjá því ver'ði komizt að bærinn taki að sér- rékstur félagsins í einu eða öðru formi, fyrst um sinn að minnsta kosti. Annars ver'ðið þið blaðamennirnir kallaðir á fund með rannsóknarnefndínni ein- hvern daginn og gefst ykkur þá tækifæri til fróðleiks um hag og horfur Útgerðarfélags Akureyr- inga hf. Telur þú nauðsynlegt rS skipta um framkvæmdastj.órn Ú. A.? Eins og kunnugt er hefur'fram- kvæmdastjóri félagsins verið veikur nú á annað ár og því nau'ð syrilegt að fá annan í hans stað. Viðvíkjandi blaðaskrifum um það efni vil eg taka fram, að eg fcel' sjálfsagt að breytingar á rekstursfyrirkomulagi Útgerðar- félagsins hafi í för með sér nýjar framkvæmdastjórnarráðningar og fleiri starfsmanna ráðningar. Hvað viltu segja um val nýs bæjarstjóra? Steinn Steinsen mun nú láta af embætti fyrir aldurs sakir og kemur þá til kasta bæjarstjórn- arinnar að ráða nýjan. Hefur sú staða þegar verið auglýst í blöð- unum. Ekki dylst þa'ð neinum, að það skiptir mjög miklu máli fyrir bæjarfélagið að fá dugmikinn og færan framkvæmdastjóra í hin- um mörgu og vandasömu málum bæjarins- og ekki sízt nú vegna hinna stórkostlegu erfiðleika í fjármálunum, sem framundan eru og leysa verður. Hvað er að frétta af viðræðum við verkalýðsflokkana um bæj- ar'mál? ' [ Þær viðræður standa nú yfir og eru þar efst á baugi málefni Útgerðarfélagsins og ráðning bæjai'stjóra. Um þær viðræður er annars ekkert að segja á meðan málin eru ennþá á viðræðustig- inu. Síminn.hringir látlaust og allt- af fjölgar þeim fyrir framan, sem þurfa að- ná tali af kaupfélags stjóranum. Þó er ein spurning eftir: Hvað yiltu segja um KEA og útsvarið, . sem enn er komið á dagskrá hjá blöðum Sjálístæðis manna? Eg hef. ekki séð neitt anna'ð í þeim blöðum en gömlu plöt- una þeirra, sem þeir spila við a'll- ar kosningar og flestir munu vera orðnir leiðir á. Það eitt vil eg um máli'ð segja, að þessu sinni, að Kaupfélag Eyfirðinga hefur greitt fyllilega það sem því ber samkvæmt landslögum, bæði til ríkis og bæjar. Það hefur refjalaust greitt það, sem á það hefur verið lagt, þótt álagningin hafi farið langt fram úr því sem landslög leyfa. , Dagur þakkar viðtalið og hin glöggu og skilmerkilegu svör kaupfélagsstjórans. E. D. breytingar. Tillögur þessar eru því allar viðskiptalegs og tækni- legs eðlis. 1. Að framleiðslu hvers árs verði haldið aðgreindri á verk- unarstöðvunum, og fært verði birgðabókhald, er sýni greinilega, hvernig framleiðsla hvers árs fyrir sig kemur út, bæði að magni og verðmæti. 2. Að útvegað verði allmikið lánsfé til langs tíma, til þess að létta að sem mestu leyti af rekstri félagsins hinum miklu lausaskuídum, sem hlaðist haía upp síðustu árin — og til að gera mögulegar nauðsynlegustu um- bætur varðandi framtíðarrekst- urinn. 3. Að rekstrinum verði hagað, svo sem fært- reynist, þannig, að hið nýja frystihús geti haft sem samfelldastan rekstur, þar sem slík tilhögun er, að áliti reynd- ustu manna um togaraútgerð, að jafnaði einnig hagstæðust fyrir afkomu útgerðarinnar. 4. Að innkaup á sem flestum nauðsynjum útgerðarinnar verði, svo sem kostur er á, gerð í heild- sölu á sem hagkvæmustu verði. 5. Að sem mest af saltfisk- framleiðslu á hverjum tíma verði fullverkuð, sérstaklega stór fisk- ur, þar sem sú tilhögun virðist að jafnaði gefa hagkvæmari út- komu. 6. Að hraða'ð verði sem mest að koma upp togaradráttarbraut á Akureyri, svo að komizt verði hjá hinum miklu töfum og kostn- eði við ferðir togaranna til Reykjavíkur í botnhreinsanir og viðgerðir. 7. Að loktð verði sem allra fyrst við frystihússbygginguna, svo að hægt verði að færa sem flestar greinar starfseminnar, syo sem skrifstofu, netaverkstæði, birgðageymslu o. fl. saman á einn stað í nánd við vinnslustöðvarn- ar og afgreiðslu skipanna. 8. Að stefnt verði að því að lestir togaranna verði innréttað ar með aluminiumskilrúmum, og með því létt á kostnaði við hirð ingu lestarborða, og til þess að tryggja betur en áður vörugæði. Vegna tilkomu frystihússins verði athugaðir nú þegar mögu- leikar á að selja verulegan hluta af fiskhjöllum fyrirtækisins, þar sem þörfin fyrir fiskherzlu í svo stórum stíl sem áður er ekki lengur fyrir hendi. Bókbandstæki vil ég kaupa. Afgr. visar a. Góður jeppi til sölu SIMI 2056. Gulur högni tapaður. Finuandi hringi í síma 2314. Hjálpræðisherinn. Föstud. kl. 20.30 e. h.: Almenn samkoma. — Cunnud. kl. 2 e. h: Sunnudaga- skóli. Kl. 8.30 e. h: Almenn sam- koma. — Velkomin! y_j HULD, 59581157 — VI — 2 : : I. O. O. F. — 1391178% — Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. — Sálmar: 224 — 241 — 107 — 264 og 221. — K. R. Hjúskapur. Sunnudaginn 12. janúar voru gefin saman í hjóna- band af sóknarprestinum í Lauga landsprestakalli ungfrú Svan- hildur Friðriksdóttir (frá Selá á Árskógsströnd Þorsteinssonar) og Gunnbjöm Jónsson bóndi í Yztagerði. Leiðrétting. í greininni „Fyrsti róðurinn" í jólablaði „Dags" 1957 hefur misskrifast nafn á bát Friðleifs Jóhannssonar. — Bát- urinn hét „Victor", ekki „Vign- ir". Frá kristniboðshúsinu Zíon. — Samkoma á sunnudaginn kemur kl. 8.30 e. h. — Björgvin Jörg- enssön stjórnar. ¦—¦ -Allir vel- komnir. Happdrætti N.L.F.Í. — Þessi númer komu upp: 15421, 29318, 8456, 9219, 6176, 2758, 1200, 2070. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ingveldur Steindórsdóttir, verzlunarmær, og Guðmann Aðalsteinn A'ðal- steinsson, tollþjónn, Reykjavík. Slysavarnarkonur, Akureyri. Hinn árlegi söfnunardagur deild- aiinnar er 2. febrúar. Þá eru deildarkonur einnig vinsamlega beðnar að borga árgjöldin sem fyrst í Skóverzlun Hvannbergs- bræðra. — Stjórnin. Félagsskírteini (úr plastik) fást hjá Hall- dóri Ólafssyni, um leið og árgjaldið er greitt. — Æfingatafla félagsins 1958 einnig afgr. þar. Stjórnin. St. Brynja nr. 99 heldur fund í Landsbankasalnum næstkkom- andi fimmtudag, 16. þ. m., kl. 8.30 e. h. ¦—: Dagskrá: Inntaka nýli'ða. Kosning embættismanna o. fl. — Hagnefndaratriði. Ávarp. Upp- lestur. Gamanþáttur og dans. ¦— Afhentir frímiðar að sýningu. Kvenfélagið Framtíðin þakkar innilega fyrir rausnarlegar gjafir og alla aðstoð í sambandi við skemmtisamkomu félagsins fyrh aldrað fólk síðastliðinn sunnudag. Stjórnin. Hjónavígslur í Vallaprestakalli um hátíðirnar. 24. des.: Ingólfur Jónsson, iðnnemi, og Jóhanna Dagný Kjartansdóttir frá Hauga- nesi. Heimili: Hafnarbraut 10j Dalvík. — 27. des.: Sverrir Svein björnsson, skipstjóri, Dalvík, og Friðgerður Laufey Oddmunds- dóttir frá Höfðaströnd í Grunna- víkurhreppi. Heimili: Karlsbr. 2, Dalvík. — 28. des.: Árni Reynir Óskarsson, Ásgarði Dalvík, og Ingibjörg Jónína Björnsdóttir frá Ölduhrygg í Vallasókn. — 31. des.: Helgi Þorsteinsson, stúdent, Skeiðsvogi 105, Reykjavík, og Svanhildur Þórlaug Björgvins- dóttir, stúdent, Karlsbr. 22, Dal- vík. Heimili: Skeiðarvogi 105, Reykjavík. — Þórir Hreggviðúr Stefánsson, skipstjóri, Dalvík, og Hildur Hansen, Dalvík. Heimili: Karlsbr. 20, Dalvík. — Matthías Biering Jakobsson, sjómaður, og Lórelei Gestsdóttir, Hafnarbraut 25, Dalvík. Heimili: Hafnarbraut 25, Dalvík. — 1. ian.: Jón Héðinn Pálsson, Miðkoti, Dalvík, og Sesselja Björk Guðmundsdóttir, heimasæta, Arnarnesi. — Hjóna- vígslurnar framvkæmdi sóknar- presturinn, séra Stefán Snævarr. Sunnudagaskólinn er á sunnu- daginn kemur kl. 10.30 f. h. 5 og 6 ára börn í kapellunni. 7—13 ára börn í kirkjunni. — Sálmar: 23 — 4 — 491 og 648. Möðruveliir í Hörgárdal. — Messað sunnudaginn 19. janúar kl. 2 e. h. Frá Æskulýðshehnili templara. Eins og áður hefur verið auglýst munu eftirfarandi námskeið hefjast innan skamms, eða strax og næg þátttaka fæst. — 1. Byrj- endanámskeið í leirmótun. Kenn ari verður frk. Svava Skafta- dóttir. — 2. Námskeið í leður- og plastvinnu. Kennari frk. Sigríður Skaftadóttir. — 3. Námskeið í teikningu og meðferð olíulita. Kennari Einar Helgason. — All- ar upplýsingar um námskeið þessi gefur Tryggvi Þorsteinsson. Hann er til viðtals { Varðborg á þriðjudögum og föstudögum kl. 5—7 ig 8—10 e. h. — Sími 14S1. Ráðningar á skákþrautum í Skákfélagsblað- inu 1957. Hvítt. Svart. H—dl K—e5 R—e2 d3xe2 d2—d4 mát. Eða: H—dl K—c5 R—c2 d3xc2 d2—d4 mát. 2. Hvítt. Svart. H—h3 skák K—d4 e7xd8R K—d5 H—d3 mát. 3. Hvítt. Svart. B—a2 c5—c4 R—c5 K—d5 H—d.3 mát. 1. janúar 1958. Lausn á skákdæmum fyrir unglinga. Fyrra dæmi. Kc7—Kc4 Rf5—Kb5 Rd6 mát. Annað dæmi. Dhl og mát í næsta leik. Þessir sendu allir lausnir: Haukur Jónsson, Dunhaga. — Sigurður Halldórsson, Víðimýri 4, Ak. — Jón Árnason, Þverá. — Jón Jónsson, Húsavík. — Hjalti Finnsson, Ártúni, Saurbæjarhr. — Aðalsteinn Sigurðsson, Leifs- stöðum A.-Húnavatnssýslu. — Erlingur Pálsson, Aðalstræti 24, Ak. —• Þorbjörn Kristinsson, Bjarmastíg 15, Ak. — Anton Magnússon, Ránargötu 6, Ak. — Birgir Þórhallsson, Gleráreyrum 10, Ak. — Páll Guðmundsson, Saltvík við Húsavík. Aðeins 2 sendu lausnir á skák- þraut unglinga, þeir Birgir Þór- hallsson, Gleráreyrum 10, og Björn Pálss., Saltv. við Húsavík. Dregið var á milli þeirra, sem réttar lausnir sendu, og kom upp nafn Páls Guðmundssonar, Salt- vík við Húsavík, er hlaut kr. 100 í verðlaun. Dregið var einnig milli þeirra tveggja unglinga, sem sendu réttar lausnir, og kom upp nafn Björns Pálss., Saltv. við Húsav. Skákfélagið þakkar öllum þeim, sem sendu lausnir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.