Dagur - 15.01.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 15.01.1958, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagu DAGUR kemur næst út laugar- daginn 18. janúar. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 15. janúar 1958 3. tbl. Úr hraðfrystihúsi Útgerðarfélags Akureyringa sl. sumar r y rannsóknamefndar U. Birgðir reynast að verðgildi 6,4 milljónum króna minni en skýrslur framkvæmdastjórnarinnar sögðu Samkvæmt samþykkt síðasta aðalfundar Utgerðarfélags Akur- eyringa h.f., var stjórn félagsins falið að skipa 3ja manna nefnd til þess að athuga rekstur félagsins tvö síðustu ár, og þá aðallega með hliðsjón af hinum mikla tap- rekstri. Eftirtaldir menn voru af hálfu stjórnarinnar fengnir til þessa starfs, sbr. fundargerð stjórnarinnar 30. okt. síðastl.: Halldór Jónsson, Reykjavík, formaður nefndarinnar. Baldvin Þ. Kristjánsson, Rvík. Tryggvi Helgason, Akureyri. Það, sem nefndarmönnum þótt.i nauðsynlegt að leggja aðal- áherzlu á að kynna sér til þessar- ar athugunar, má í stuttu máli draga fram þannig: 1) Samanburð á aflamagni allra þessara skipa árin 1955 og 1956. 2) Samanburð á rekstursreikn- ingum annarra togaraútgerða. — Hafði nefndin aflað sér til þess reikninga eftirtalinna skipa: Regnbogavist á sunnudaginn Framsóknarfélögin á Akur- eyri hafa fyrstu regnbogavist- ina á sunnudaginn kemur að Hótel KEA kl. 8.30 e. h. Vist- inni stjórnar frú Helga Jóns- dóttir. Stutt ávarp verður flutt og dansað á eftir, bæði gömlu og nýju dansarnir, og mun Jón Kristinsson, rakarameistari, stjórna dansinum, — Hið nýja spil er, að sögn, mjög auðlært, og þó fjölbreyttara en Fram- sóknarvistin. — Allir eru vel- komnir. a) Siglufjarðarskipanna, Haf- liða og Elliða. ísafjarðarskipanna, ísborgar og Sólborgar. Reksturs- reikninga Bæjarútgerðar Reykja víkur, og voru þar tilteknir eim- togararnir Ingólfur Arnarson, Þorsteinn Ingólfsson, Skúli Magnússon og Pétur Halldórsson. Taldi nefndin, að hér væri um tiltölulega góðan samanburðar- grundvöll að ræða, þar sem í þessum hópi eru eimtogarar, bæði af eldri og yngri gerð, eins og er á Akureyri. 3) Að kynna sér útkomu á salt- fiskverkunarstöð Ú. A., innkeypt aflamagn, seldar afurðir og nið- urstöður birgðareiknings stöðv- arinnar. 4) Hliðstæðar athuganir varð- andi fiskherzlustöð Ú. A. Var það sameiginlegt álit nefndarmanna og stjórnar Ú. A , að til þess að hraða störfum væri eðlilegt að nefndin beitti sér nær eingöngu að rekstursárunum 1955, 1956 og eftir því sem þurfa þætti 1957. Um aflamagn. Nefndin hafði þann háttinn á að telja eina lest saltfisks jafn- gilda 2 lestum ísfisks, en saltfiski landaðan erlendis breyti hún þó í reikningum sínum í ísfisk með tölunni 2,22. Þegar öllum afla skipanna er þannig breytt í ísað- an fisk, verður meðalafli saman- burðarskipanna 8 4.979 lestir ár- ið 1955 móti 4.280 lesta meðal- afla Akureyrartogaranna. Fer hæsta samanburðarskipið það ár í 6.004 lesta afla móti 4.562 lesta hæstum afla Akureyrtogara. Lægsta samanburðarskipið er með 4.003 lesta afla á móti 3.825 lesta afla lægsta Akureyrartog- arans, Sléttbaks, en hann var all- lengi í viðgerð á árinu. Árið 1956 verður þessi saman: burður hins vegar hagstæðari Akureyrarskipunum. Þá var með alafli samanburðarskipanna 4.422 lestir, móti 4.791 lest Akureyrar- togaranna. Enn er hæsta skip úr hópi samanburðarskipanna nokkru hærra en hæsti togari hér (5.921 lest : 5.417 lestum), en Akureyrarskipin eru nú drjúgum jafnari. Aflaverðmæti. Samkvæmt tölum rekstursreikn inganna er hins vegar aflavei'ð- mæti Akureyrarskipanna meira að meðaltali bæði 1955 og 1956, eða 1955 5. 6millj. kr. á móti 5.0 millj. kr. og 1956 5.8 millj. kr. móti 5.0 millj. kr. (Framhald á 5. síðu.) Framsóknarmenn! Munið áður auglýstan fund í kvöld að Hótel KEA. Ræðu- menn: Jakob Frímannsson Guðmundur Guðlaugsson og Stefán Reykjalín. Ennfremur talar Ásgeir Valdemarsson um skipulagsmál bæjarins o. fl. DAGUR kemur næst út laugardaginn 18. janúar. — Auglýsingar þurfa að berast fyrir hádegi á föstudag. Samvinnumál og bælarmál Viðtal við Jakob Frímannsson kaupfélagsstjóra Blaðið sneri sér til efsta manns á framboðslista Framsókn- arflokksins á Akureyri við næstu bæjarstjórnarkosningar, Jakobs Frímannssonar kaupfélagsstjóra, og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um samvinnumál og bæjarmál. En Jak- ob Frímannsson hefur, sem kunnugt er, lengi verið fulltrúi Framsóknarmanna í bæjarstjórn, bæjarráði og í fjölmörgum trúnaðarstöðum fyrir flokkinn og hafa tillögur hans jafnan þótt þungar á metunum. — Fer viðtalið hér á eftir: Hvernig hefur starfsemi Kaup- félags Eyfirðinga gengið á sl. ári? Sala KEA árið 1957 var svipuð og árið áður og félagið hafði einnig nokkrar framkvæmdir eins og undanfarin ár. Hverjar eru helztar nýjungar í verzlunarmálunum? Kj'örbúðirnar, svarar kaupfé- lagsstjórinn. Bæjarbúum hefur fallið mjög vel að skipta við fyrstu kjörbúðina í bænum, kjör búðina við Ráðhústorg. Síðan hefur verið leitað fast á um sams konar verzlanir í öðrum bæjar- hlutum. Seint á síðastliðnu ári breytt- um við útibúi okkar í Hafnar- stræti 20 í kjörbúð og við höfum hug á að breyta fleiri eldri úti- búum á svipaðan hátt eins fljótt og við verður komið. Almenn ingur virðist þess mjög- fýsandi að þannig sé breytt um verzlun- arform. Til dæmis jókst salan ótrúlega mikið í Hafnarstræti 20, eftir að kjörbúðin tók til starfa. Hvaða útibúi verður breytt næst? Útibúinu í Glerárþorpi. Við höfum sótt um fjárfestingarleyfi til byggingar verzlunar þar í 3 ár án árangurs, en vonum að úr muni rætast, því að ekki má dragast að koma upp fullkomi- inni og góðri verzlun utan við ána. Hvaða framkvæmdir viltu helzt nefna í sambandi við KEA? Kaupfélagið er nú til dæmis að stækka húsakost sinn við skipa- smíðastöðina á Oddeyri. Eg hef mikla trú á því, að skipasmíða- stöðin eigi mikla framtíð fyrir höndum. Skip og bátar frá stöð- inni eru viðurkennd meðal sjó- manna og útgerðarmanna. Ef hér væri hægt að auka skipasmíð- arnar verulega, og hníga mörg rök að því, að það geti orðið og sé hagkvæmt, þá skapar það fjölda manns atvinnu, fram yfir það sem nú er. KEA mun hafa fleiri fram- kvæmdir með höndum á Odd- eyri? Já, vegna hinnar miklu fjölg- unar sauðfjár í héraðinu og stór- aukinna sauðfjárafurða, hefur orðið að stækka frystihúsið veru- lega. í sambandi við þá stækkun verður komið upp frystihólfa- geymslu, sern, áætluð er svo stór, að allir félagsmenn geti fengið þar frystihólf er þess óska. Svo hefur SÍS, bætir kaupfé- lagsstjórinn við, stórbyggingu í smíðum við Gefjun. Er það ull- argeymsla og eitt af stærri hús- um í bænum. Á hún að taka meginhlutann af ullarfralmeiðsl- unni. En eins og flestir vita starf- rækir SÍS einu fullkomnu ullar- þvottastöðina, sem til er á land- inu. Veitir hún fjölda manns at- vinnu allt árið. Um aðrar verk- smiðjur Sambandsins má fullyrða að þær eru flestar í örum vexti, því að eftirspurn eftir iðnaðar- vörum frá þeim fer stöðugt vax- andi með aukinni kynningu á þeim meðal neytenda í landinu. Hve margir eru fastráðnir starfsmenn KEA? Þeir eru nokkuð á fjórða hundraði, en auk þeirra vinnur fjöldi manns við hvers konar störf viðkomandi rekstri félags- ins, bæði hér á Akureyri og ann- ars staðar. Hjá SÍS á Akureyri vinn á 5. hundrað manns. Og Jakob Frímannsson bætir því við og leggur á það áherzlu, að samvinnumenn á Akureyri hafi jafnan haldið því fram, að iðnaðurinn veitti öruggasta af- komu einstaklinganna og styddi verulega að velgengni bæjarfé- (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.