Dagur - 19.02.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 19.02.1958, Blaðsíða 1
Fylgizt með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagu DAGUR kemur næst út laugar- daginn 22. febrúar. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 19. febrúar 1958 11. tbl. '. *-> Heildarvörusala K.E.A. hefir enn aukizt 1 Eyvindarveri. Arnarfell í baksýn. Áðaifundur Verður sæluhús reist Aðalfundur Ferðafélags Ak- ureyrar var haldinn mánudaginn 3. fehrúar sl. Merkasta málið, sem þar var á dagskrá, var bygg- ing sæluhúss í Herðubreiðarlind- um. í fyrrasumar vann félagið aö því að leggja veg þangað og er bílfært orðið allt að Eyvindar- kofa með styrk úr Fjallvegasjóði og undir verkstjórn Péturs Jóns- sonar í Reynihlíð. Ferðafélagið hyggst nú hefja byggingu sæluhúss á þessum fræga og fagra stað, Herðubreið- arlindum, sem marga fýsir að koma á. Er mál þetta hið merk- asta og fær eflaust stuðning margra góðra manna. Síðasta sumar voru farnar 5 fjallaferðir á vegum félagsins og svokallaðar kvöldferðir í sam- bandi við Ferðaskrifstofuna. Nú er í athugun að efna til ferðalaga síðar í vetur, ef tíð verður hent- ug og þátttaka fæst. Rit félagsins, Ferðir, kemur út í vor, og er unnið að undirbún- ingi þess. Ferðafélagið telur nú 460 fé- Akureyrar í Herðubreiðarlindum? laga og fer þeim fjölgandi. Það er nú aftur að efla starfsemi sína og ætti næsta viðfangsefni þess að vera góð hvatning til almenn- ings að leggja því lið. Stjórn Ferðafélags Akureyrar skipa: Kári Sigurjónsson, form., Tryggvi Þorsteinsson, Jón Sigur- gehsson frá Helluvaði, Karl Hjaltason og Karl Magnússon. — í ferðanefnd eru: Jón D. Ár- mannsson, Björn Baldursson, Björn Þórðarson, Björg Ólafs- dóttir og Ólafur Jónsson. . Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar Aðalfundur Verkamannafélags AkureyraikaupstaSar var hald- inn sunnudaginn 9. þ. m. Þar var mjög fagnað þeirri ákvörðun vinstri flokkanna, að haft skuli samráð við verkalýðsfélög bæj- arins um framkvæmdir í at- vinnumálum, Stjórn félagsins skipa: Björn Jónsson, formaður, Ingólfur Árnason, varaformaður, Rósberg G. Snædal, ritari, Gunnar Aðal- steinsson, gjaldkeri, og með- stjórnendur þeir Jóhannes Jós- efsson, Björn Gunnarsson og Þorsteinn Jónatansson. Karlakórinn Geysir heldur samsöng í Nýja-Bíó á Akureyri á morgun og föstu- dagskvöld. Feðgarnir, Árni og Ingimundur, stjórna. — Æft hefur verið af kappi undanfar- ið og líklegt að margan fýsi að ^hlýða á. Geysir er 35 ára og hefur jafnan þótt í fremstu röð karlakóra hér á landi. (Jr skýrslu Jakobs Frímannssonar framkvæmda- stjóra á félagsráðsfundi Félagsráðsfundur Kaupfélags Eyfirðinga var haldinn að Hótel KEA 12. þ. m. Formaður félagsstjórnar, Þórarinn Kr. Eldjárn, bauð félagsráðsmenn og aðra gesti velkomna. Fund- arstjóri var Brynjólfur Sveinsson frá Efstalandskoti, en fund- arritari Ingimundur Árnason. Frá Leikfél. Akureyrar Sýningum á „Tannhvöss tengdamamma" er lokið í bráð. — Nýtt leikrit frumsýnt um aðra helgi. Nú er búið að hafa 16 sýningar á „Tannhvöss tengdamamma", við ágæta aðsókn, og er sýning- um lokið að sinni. En L. A. ráð- gerir að hefja sýningar að nýju í vor og sýna þá á Akureyri og víðar. — Aðeins 30 manns úr sveitum hafa sótt sýningarnar vegna samgönguerfiðleika. Brátt er lokið æfingum á næsta leikriti eftir A. J. Cronin, undir leikstjórn Ragnhildar Stein- g'rímsdóttur. Verður það vænt- anlega frumsýnt annan laugar- dag. Snjóbelfi fyrir dráttarvélar Snjóbelti fyrir dráttarvélar af sömu gerð og þeirri, sem Hillary notaði í ferð sinni til Suðurheim- skautsins, eru nú komin í notkun á nokkrum stöðum hér á landi, og hafa reynzt með ágætum við hvers konar flutninga og ferðir í snjó. Eru belti þessi framleidd af Eik's Maskinfabrik í Stafangri fyrir Ferguson dráttarvélar, en hér á landi eru yfir 1800 slíkar vélar. Notaði Hillary þrjár slíkar vélar með hinum norsku beltum í ferð sinni til pólsins, og rómar mjög, hve vel þær reyndust. Fyrstu beltin af hinni norsku Eikmaskin gerð komu hingað til lands sl. haust og hafa verið not- uð á nokkrum stöðum hér á landi í harðindunum í vetur með mjög góðum árangri. Eru belti þessi af tveim gerðum, svonefnd „heilbelti", sem ná fram yfir framhjól dráttarvélarinnar, og „hálfbelti", sem ná fram yfir skriðhjólin eða þensluhjólin, en þeim er komið fyrir sitt hvoru megin á vélinni framan við aft- urhjólin. Beltin eru flutt inn af Dráttarvélum h.f. Edmund Hillary og dr. Fuchs hafa báðir notað Ferguson drátt- arvélar í Suðurskautsferðum sínum og eru samtals 12 slíkar vélar þar syðra. Er þetta sama gerð og framleidd er fyrir bænd- ur um heim allan. Hillary reyndi margar gerðir snjóbelta fyrir vélarnar, og valdi hann hin norsku belti. Próf við Háskóla Islands í janúar Embættispróf í guðfræði: Kristján Búason. Embættispróf í læknisfræði: Björn L. Jónsson, Einar Lövdahl, Emil Als, Geir Þorsteinsson, Hrafn Tulinius, Kristján Jónas- son, Níkulás Þ. Sigfússon, Sigur- steinn Guðmundsson, Stefán Bogason. Embættispróf Þorláksson. í lögfræði: Jón Vegna mikillar ófærðar var fundurinn fásóttur og mættu fulltrúar frá aðeins 13 deildum félagsins, auk framkvæmdastjóra, stjórnar, endurskoðenda og nokkurra gesta. — Fram- kvæmdastjóri, Jakob Frímanns- son, flutti ýtarlega ræðu um starf félagsins á árinu 1957, vörusölu þess, framleiðslu verksmiðjanna og afurða-móttöku og sölu. Enn- fremur gaf hann yfirlit yfir helztu verklegar framkvæmdir á árinu og skýrði frá þeim verk- efnum, sem nú bíða úrlausnar hjá íélaginu. — Heildar-vörusala fé- laggins hafði aukizt á árinu um rúmlega 8%. Verksmiðjurnar höfðu aukið sína framleiðslu að meðaltali um tæplega 10%. — Afurðainnlegg félagsmanna hafði aukizt nokkuð. Þannig hafði kjötframleiðslan aukizt um tæp- lega 10%, mjólkurframleiðsla um 8%, jarðepla- og önnur græn- metisframleiðslá nær þrefaldazt, allt miðað við framleiðslu ársins 1956. Framleiðsla sjávarafurða á vegum félagsins, svo sem hrað- frysts fisks, saltfisks, fiskimjöls og lýsis hafði aukizt um 15 til 20%. Helztu verklegar framkvæmd- ir á árinu voru þessar: Búðinni í Hafnarstræti 20 breytt í kjörbúð. Lokið við stækkun og niðursetn- ingu nýrra véla í frystihúsið á Oddeyri. Lokið við byggingu „smurstöðvar" við bílaverkstæð- ið „Þórshamar". Lokið við ný- byggingu kaffibrennslunnar á Gleráreyrum. Hafin bygging verkstæðishúss við Skipasmíða- stöðina. Á næsta ári verður sennilega byrjað á byggingu geymsluhúss fyrir byggingarvörur, þar sem fé- lsgið hefur nú timburgeymslur sínar á Gleráreyrum. Þá verður og hafin bygging á nýju verzlun- arhúsi í Glerárþorpi, svo fram- arlega að fjárfestingarleyfi fáist. salan þar hröðum skrefum. Ef framhald verður á þessari reynslu, er líklegt að fleiri úti- búum verði breytt á sama hátt. Rafmagn og olía hafa á síðustu árum leyst kolin af hólmi að verulegu leyti. Kolasalan er því hverfandi lítil miðað við það sem áður var, en olíusala hefur farið að sama skapi vaxandi. Meginhluti héraðsins er raf- væddur. Raflagnadeild KEA var stofnuð þegar rafvæðingin hófst í sveitum, með fjárhagslegri og faglegri aðstoð kaupfélagsins. — Hlutverk deildarinnar er að miklu leyti lokið, og hlýtur hún þá að draga saman seglin. Kandidatspróf í viðskiptafræð- um: Sigurður G. Sigurðsson. Meistarapróf í islenzkum fræð- um: Sveinn Skorri Höskuldsson. B.—A. próf: Haraldur A. Ein- arsson, Jóhanna Jóhannsdóttir, Sonja Diego. Próf í íslenzku fyrir erlenda stúdenta: Paula Vermeyden. Eftir skýrsluna urðu nokkrar umræður og fyrirspurnir til framkvæmdastjóra pg félags- stjórnar. í þeim umræðum kom meðal annars fram, að bæjarbúar virð- ast mjög hlynntir kjörbúðum. — Sala kjörbúðarinnar við Ráðhús- torg er mjög miklu meiri en bú- izt var við og gerð hefur verið í umræðunum var það upplýst að framleiðsla ársins 1957 á kindakjöti er þegar seld, utan það magn, sem áætlað er að þurfi til sölu hér á staðnum til næstu sláturtíðar. Kjötið er selt til Eng- lands og Svíþjóðar. Um þriðj- ungur kindakjöts'framleiðslunnar, sem KEA hefur tekið til sölu- meðferðar, er fluttur út — Alls var slátrað 39 þúsund fjár. — Feitt dilkakjöt selzt verr innan- lands og utan, og er sölutregða á feitu dilkakjöti innanlands til- tölulega nýtt fyrirbæri. Gærur eru enn allar hér á landi, en um helmingur þeirra mun þó seldur. Aðeins nokkur hluti af ullarframleiðslunni er seldur. Slátursala gengur vel og mun lítið vera eftir af sviðum. Mör selzt verr, þrátt fyrir lágt verð á honum og tólg. Nautakjötssalan hefur verið treg undanfarin ár og -er enn. — Alikálfakjötið selzt ágætlega. Sala nautakjöts til Austur- Þýzkalands reyndist mun óhag- stæðari en búizt hafði verið við. Mjólkurvörurnar hafa selzt sæmilega vel og hefur hið viður- kennda Akureyrarsmjör unnið sér öruggan markað. Birgðir eru ekki mjög miklar, eins og stund- um áður. Aðeins fimmti hluti mjólkurinnar er seldur sem ferskmjólk. Smábátaútvegurinn við Eyja- fjörð hefur gefið góða raun og mun betri en í fljótu bragði mætti ætla. Sjávarafurðir jukust önnur í Hafnarstræti 20, og vex verulega á árinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.