Dagur - 19.02.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 19.02.1958, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 19. febrúar 1958 D A G U R 5 Þeir, sem bera sólskin í bæinn Viðtal við Guðmuntl Halldórsson málara Um síðustu aldamót var þjóðin fátæk af listaverkum, þeg- ar frá eru taldar bókmenntirnar. Um aldir var sagnritun næstum eina tjáningarform íslenzkra listamanna og þar var arfur okkar allur á sviði listanna. Á síðustu áratugum hefur mikil breyting á orðið og nýjar listgreinar risið á legg og fest rætur. Með skapandi gáfum hafa listamenn okkar borið sólskin í bæinn og auðgað andlegt líf þjóðarinnar. Allir kannast við Kjarval, Ein- ar, Ásgrím, Rikarð, Hallgrím Fétursson og Jónas Hallgrímsson og enginn dregur list þeirra í cfa. Allir gnæfa þeir yfir fjöld- Guðmundur Halldórsson. (Ljósm. É. D.) ann og hafa lagt traustar undir- stöður þjóðlegrar menningar. En listhneigð er mörgum í blóð borin, þótt skemmra nái. Fjöldi manns hcfur miklar náttúrugáf- ur og óslökkvandi löngun til sköpunar fagurra hluta. Fæstir þcirra hafa nokkru sinni haft tækifæri til að svala þeirri löng- un eða njóta handleiðslu kunn- áttumanna. ---o——- Fyrir nokkrum dögum leit eg inn á vinnustofu Guðmundar Halldórssonar málara í Brekku- götu 3 á Akureyri. Nokkur mál- verk höfðu vakið eftirtekt mína og forvitni um höfund þeirra. Þar var gaman að koma þótt hvorki sé hátt til lofts eða vítt til veggja. Allt er þakið málverk- um og myndum og Guðmundur er að leggja síðustu hönd á eitt þeirra. Gamli maðurinn — eg vona að hann móðgist ekki, því hann er að verða sjötugur — tek- ur mér ágætlega og svarar greið lega öllum spurningum. Guð- mundur er fæddur í Hólagerði í Fáskrúðsfirði og ólst þar upp til 18 ára aldurs. Hann vann síðan nokkur ár við Tangaverzlun í Fáskrúðsfirði en eyrði þar ekki lengi. Tilveran þar, var hálfgert þurrmeti, sagði hann, því alltaf var talað í krónum og aurum og þó sá maður aldrei pening. Oll vinna var skrifuð og vörur látn- ar í staðinn. Til dæmis, segir Guðmundur að hann hafi hvað eftir annað orðið sjónarvottur að því, að fólk varð að láta skrifa frímerki, sem það þurfti að kaupa á bréf hvað þá meira. Þetta var upp úr aldamótunum. Hvenær fórstu að mála? Ja, það man eg nú ekki fyrir víst. En þetta sótti á mig þegar eg var barn og eg hefi aldrei getað losnað við það. Hafðurðu þá liti og léreft? Eg held nú ekki. Fyrst bjó maður náttúrlega til alls konar liti úr mold og leir, eins og geng- ur, en síðar komst eg yfir blýant og krít. Gaman að lifa. Varstu hvattur til að gera myndir? Nei, segir Guðmundur ákveð- ið, það þótti ekki bera vott um mikla vitsmuni að vera að hugsa um slíkt. Það var fussað að þess- um tiltektum mínum svo eg varð að fara í felur með þetta dót mitt og vinna helzt að því þegar aðrir voru háttaðir. Þegar þetta barst í tal út í frá tók ekki betra við. Það þóttu ekki góðar framtíðar- horfur fyrir ungling á þeim ár- um, að fást við að mála. Til fárra var að leita og eg einangr- aðist að vissu leyti og fylltist beiskju. En hvenær fórstu svo að heiman? Vinur minn úr Kelduhverfi ráðlagði mér að freista gæfunn- ar annars staðar og bauð mér að skrifa góðum manni, sem hann þekkti í Húsavík. Sá hét Jónas Sigurðsson og var við fiskverk- un hjá verzl. Stefáns Guðjónsen. Lengi var eg að velta þessu fyr- ir mér og lét eg engan vita hvað eg var að hugsa. Svo tók eg ákvörðunina og sagði fólki mínu frá því, að ég færi með næsta skipi, eftir 4 daga. Þetta varð, en sumir létu það óspart í ljósi að fljótt ætlaði heimskan að segja til sín. Svo gekk þetta allt eins og í sögu. Jónas reyndist mér hinn ágætasti og Þingeyingar yfirleitt og þar var eg um ára- bil á ýmsum stöðum. Þar þurfti eg ekki að fela löngun mína fyrir neinum og varð þess aldrei var að neinn væri talinn minni mað- ur eða „eitthvað verri“ þó hann hefði löngun til að mála. Á þessu var regin munur og frjálsræðið í hugsun yfirleitt miklu meira í Þingeyjarsýslum. En svo maður víki aftur til fyrri stöðva. Var ekki margt út- lendinga á Fáskrúðsfirði í gamla daga? Jú, og þá vil eg sérstaklega geta eins manns, sem eg kynntist þar. Hann var norskur málari, sem meðal annars málaði franska spítalann, sem þar var byggður og þótti mikið hús á þeirri tíð. Eg var auðvitað oft að snúast í kringum hann og lærði þá ýmis- legt og við urðum kunnugir. Hann bauð mér með sér til Noregs og hét því að greiða götu mína. En enginn mátti heyra slíkt nefnt og allir voru á móti því, svo ekkert varð úr ferðinni. Eg var þá líka algerlega cfnalaus og brast kjarkinn til að taka svo stóra ákvörðun. (Framhald á 7. síðu.) Á vimiustofu málarans í Brckkugötu 3. — Ljósm. E. D. Stefán MINNING En þeir ilytja ekki neitt yiir djúpið svarta. Þangað fyl/jir aðeins eitt: ást írá vinarhjarta. Ö. A. Mánudaginn 6. janúar sl. lézt í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri Stefán Kristjánsson, Lyng- holti 2, Glerárþorpi, eftir langt stríð við þungan sjúkdóm. Stefán fæddist 22. október 1910 að Gæsum í Glæsibæjarþreppi. Foreldrar hans voru hjónin Svava Sigurgeirsdóttir og Krist- ján Jósefsson, er síðar bjuggu í Sandvík í Glerárþorpi. Stefán ólst upp á Neðri-Dálksstöðum hjá móðursystur sinni, Halldóru Sigurgeirsdóttur, og manni henn- ar, Vilhjálmi Jónssyni. Hjá þeim var hann fram yfir fermingarald- ur, en fluttist þá til Sandvíkur, og upp frá því átti hann heima í Glerárþorpi. Eftirlifandi konu sinni, SigUr- leifu Tryggvadóttur, kvæntist Stefán 29. desember ' 1934! Þau áttu saman tvær mannvænlegar dætur, sem báðar eru uppkornn- ar og dvelja hjá móður sinni og eru nú hennar stoð í sorg og erf- iðleikum, því að sjálf h'efúr Sig- urleif verið heilsutæp siðár'i áfi'n. Þeim hafði Stefán búið 'indaélt heimili. Bæði hús og húsgögn eru að mestu hans eigin handaverk. í mörg ár hafði eg náin kynni af Stefáni, þar sem við vorum samstarfsmenn við síldarverk- smiðjuna á Dagverðareyri. Hann var fjölhæfur til allra verka, enda var það segin saga, að ef þurfti að vinna verk er krafðist nákvæmni, þá var leitað til hans. Hann var smiður á tré og járn, þó að ólærður væri, og vandvirk- ur svo að af bar. Hann gat ekki skilað illa unnu verki. í um- gengni var Stefán mikið prúð- og snyrtimenni, hægur, laus við ærsl og erjur. Mjög hlédrægur var hann og vildi sem minnst láta á sér bera. Skoðunum sínum í þjóð- eða trúmálum reyndi hann ekki að þrengja upp á aðra. Stef- án var rólyndur og stilltur vel og stjórnaði vel geði. Jafnvel hinn kvalafulli sjúkdómur, sem hann var búinn að líða af í nær fimm ár, náði ekki að vinna bug á glaðlegu viðmóti hans. Kæri vinur, nú þegar þú ert farinn yfir landamærin, þá koma ósjálfrátt upp í hugann myndir frá liðnum samveru- og sól- skinsdögum við Eyjafjörðinn. Er- ilsöm síldarvinnsla í hópi marg- mennis. Fagurt haustkvöld á lygnum firðinum á litlu trill- unni að renna til fiskjar á Víkun- um, þar sem ekkert rýfur þögn- ina og friðinn nema einn og einn hnísublástur. Þá var næði til að líta heim til æskustöðvanna að Neðri Dálksstöðum og minnast æskudaganna. Á vetrarkvöldum varstu um- vafinn hlýju heimilislífsins í hópi ástvinanna, sem voru þér allt í þessu lífi. Megi sú hjartahlýja fylgja þér á æðri slóðir, því að eins og skáldið sagði: „Þangað fylgir aðeins eitt: ást frá vinar- hjarta.“ Blessúð sé minning Stefáns Krist j ánssonar. Guðni Þórðarson. Aðalfundur Iþr.félagsins Þór var haldinn 6. þ. m. Fundurinn j var fjölmennur og ríkti mikill | áhugi um að efla framgang fé- lagsins. Miklar breytingar urðu á stjórn félagsins en hana skipa nú: Form.: Jens Sumarliðason. Varaform.: Birgir Sigurðsson. Gjaldkeri: Guðm. Ketilsson. Ritari: Páll Magnússon. Spjaldskrárritari: Kristinn Steinsson. Varamenn: Svavar Hjaltalín og Halla Jónsdóttir. Formenn íþróttadeilda félags- ins eru: Knattspyrnudeild: Sigurður Bárðarson. — Frjálsíþróttadeild: Magnús Jónsson. — Skíða- og Körfuknattleiksdeild: Páll Stef- ánsson. — Handknattleiksdeild: Páll Magnússon. — Sunddeild: Gunnar Lórensson. — Badminton deild: Birgir Sigurðsson. Þjálfar félagsins eru nú: Frjálsíþr.: Einar Gunnlaugs- son. — Knattsp.: Jens Sumar- liðason og Sigurður Bárðarson. Handknattl.: Tryggvi Þorsteins- son og Halla Jónsdóttir. — Sund: Magnús Olafsson. Námskeið eru nú á vegum fé- lagsins í þessum íþróttagreinum og standa þau næsta tvo og hálf- an mánuð, og er ákveðið að halda innanfélagsmót í öllum deildum nú á næstunni. — Ollum félags- mönnum er heimil þátttaka og gætu þeir þá snúið sér til deild- arformanna félagsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.