Dagur - 06.03.1958, Blaðsíða 8
8
Baguk
Fimmtudaginn 6. marz 1958
Mikii og fjölbreytf félagsstarfsemi hjá KA í vetur
Kristjánsson 31.4 sek. — 2. Bjöm
Arason 33.5 sek.
50 m. skriðsund dr., 12 ára og
yngri. 1. Oli G. Jóhannsson 35.3
sek. — 2. Börkur Guðmundsson
37.3 sek.
100 m. skriðsund dr., 12 ára og
yngri. 1. Oli G. Jóhannsson 1.22.3
mín. — 2. Börkur Guðmundsson
1.32.4 mín.
Guðmundur Gústafsson frá
Rvík keppti sem gestur á mótinu.
Keppendur voru 42. Mótstjóri
var ísak J. Guðmann.
Um miðjan þennan mánuð er
von á tveim körfuknattleiksliðum
Sigruðu á innanfélagsmóti KA. Talið frá vinstri: Hlaðgerður Laxdal, ^la ^ 111 Reykja\ ík o„ muna
Guðmundur Tulinius, Jóhann Karl Sigurðsson og Smári Sigurðsson. liau ^cppa v1^ og eldii
flokka KA í þessari grein.
Innflutnings- og gjaldeyrisskrif-
sfofur stofnsettar utan Rvíkur?
Bernharð Stefánsson, Friðjðn Skarphéðinsson
og Björn Jónsson flytja frumvarpið
Frumvarp þetta felur í sér þá
breytingu að jafna aðstöðu lands
manna að þessu leyti og örva at-
vinnurekstur út um land.
Eins og nú er þurfa lands-
menn að sækja til Rvíkur um allt
það er varðar fjárfestingu, inn-
flutning og gjaldeyriskaup. —
Margs konar óhagræði og kostn-
að leiðir af þessu og gegndar-
laus tímasóun. Einnig vantar nú-
verandi stofnanir, staðsettar í
höfuðborginni, staðarlega þekk-
ingu og athafnaskilyrði á hinum
ýmsu stöðum, sem nauðsynleg er
til réttlátrar fyrirgreiðslu á
hverjum stað. Iðnaður og verzlun
úti á landi búa víðast við mun
lakari starfsskilyrði en í Rvík og
hefur það óheppilega þróun í för
með sér og hið mesta misrétti.
Hið framkomna frumvarp Ak-
ureyringanna á Alþingi er áreið-
anlega spor í rétta átt.
í vetur hefur verið mikið fjör
í íþrótta- og félagslífi Knatt-
spyrnufélags Akureyrar. Innan-
félagsmót hafa verið í mörgum
íþróttagreinum, margir skemmti-
fundir haldnir og kvikmyndir
sýndar.
Um þessar mundir stendur yfir
mót í badminton og er þegar lok-
ið 18 leikjum. Efstir í keppni
þessari eru Einar Helgason, Gísli
Bjarnason og Gunnar Hjartarson.
Keppendur eru 10.
25. febrúai' sl. tefldi Halldór
Jónsson, núverandi Norðurlands-
meistari í skák, fjöltefli við
drengi og unglinga úr KA. Var
teflt á 13 borðum og vann Hall-
dór allar skákirnar.
Innanfélagsmót á skíðum fór
fram sl. sunnudag við Miðhúsa-
klappir í ágætu veðri. Keppt var
í einum telpnaflokki og þrem
drengjaflokkum og urðu úrslit
þessi:
Telpur. 1. Hlaðgerður Laxdal
42.3 sek. — 2. Guðný Bergsdóttir
47.0 sek. — 3. Ásdís Þorvalds-
dóttir 47.1 sek.
Drengir, 10 ára og yngri. 1.
Smári Sigurðsson 40.1 sek. — 2.
Guðm. Pétursson 40.3 sek. — 3.
Steinar Friðgeirsson 46.7 sek.
Drengir, 11 og 12 ára. 1. Jóhann
Karl Sigurðsson 40.7 sek. — 2.
Stefán Bjarnason 42.2 sek. — 3.
Sigtryggur Benediktss. 42.9 sek.
Drengir, 13 og 14 ára. 1. Guðm.
Tulinius 55.3 sek. — 2. Þormóður
Svavarsson 61.3 sek. — 3. Magn-
ús Ingólfsson 62.5 sek.
Keppendur voru um 50. Mót-
stjóri var Magnús Guðmundsson.
Innanfélagsmót í sundi fór fram
sl. mánudag, 3. þ. m. Mjög góðir
árangrar náðust á móti þessu og
voru sett 6 ný Akureyrarmet, en
þar sem laugin er ekki lögleg að
lengd, verða afrek þessi ekki
staðfest.
Vegna rúmleysis í blaðinu
verða ekki birtir nema tveir
beztu tímar í hverri grein.
25 m. skriðsund kvenna. 1.
Rósa Pálsdóttir 16.2 sek. — 2.
Súsanna Möller 18.8 sek.
50 m. skriðsund kvenna. 1.
Rósa Pálsdóttii' 36.2 sek. — 2.
Þórveig Káradóttir 39.5 sek.
100 m. skriðsund kvenna. 1.
Rósa Pálsdóttir 1.24.1 mín. — 2.
Auður Friðgeirsdóttii' 1.38.0 mín.
50 m. bringusund kvenna. 1.
Ásta Pálsdóttir 45.1 sek. — 2.
Rósa Pálsdóttir 45.6 sek.
100 m. bringusund kvenna. 1.
Ásta Pálsdóttir 1.38.2 mín. — 2.
Súsanna Möller 1.44.0 mín.
200 m. bringusund kvenna. 1.
Ásta Pálsdóttir 3.43.5 mín. — 2
Súsanna Möller 3.57.0 mín.
100 m. skriðsund karla. 1. Guð-
mundur Gíslason (Rvík) 1.04.9
mín. — 2. Eiríkur Ingvarsson
1.06.7 min.
100 m. bringusund ltarla. 1.
Guðm. Þorsteinsson 1.25.3 mín.
—2 Hreinn Pálsson 1.26.0 mín.
200 m. bringusund karla. 1.
Guðm. Þorsteinsson 3.06.8 mín.
— 2. Hreinn Pálsson 3.11.2 mín.
50 m. flugsund. 1. Guðmundur
Gústafsson 32.9 sek. — 2. Eiríkur
Ingvarsson 34.6 sek.
50 m. baksund karla. 1. Eiríkur
Ingvarsson 37.6 sek. — 2. Guðm.
Gústafsson 38.9 sek.
50 m. skriðsund drengja. 1. Atli
Fræðslu- og skenimti-
kvöld
Góðtemplarareglan og áfengis-
varnanefnd efna til fræðslu- og
skemmtikvölds næstk. laugardag
og sunnudag.
Vandað verður til dagskrár-
atriða. M. a. mun hinn kunni rit-
höfundur, Loftur Guðmundsson,
flytja fyrii'lestur um áfengis-
vandamál nútímans. Auk þess
koma fram ýmsir kunnir Akur-
eyringar með fræðslu- og
skemmtiatriði og vex'ður það
nánar auglýst síðar.
Unnið að málefnum Ö. A.
Svo sem áður var frá sagt, fór
þriggja manna nefnd, kosin af
bæjarstjórn, til viðræðna við
stjórnarvöld landsins um málefni
U. A. Nefndin kom heim á
fimmtudaginn var og með henni
önnur nefnd frá ríkisstjórninni,
sem átti að kynna sér vandkvæði
togaraútgerðarinnar hér. Sú
nefnd mun skila áliti til ríkis-
stjórnarinnar eftir næstu helgi.
Verða þá viðræður hafnar að
nýju. Nefndin er bæjarstjórnin
kaus til suðurgöngu var þannig
skipuð: Guðmundur Guðlaugs-
son, Iielgi Pálsson og Magnús
Guðjónsson bæjarstjóri. Með
henni starfa svo þingmennirnir
Friðjón Skarphéðinsson og Björn
Jónsson.
Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju 10 ára
Æskulýðsfélag Akueyrarkirkju
minnist þess í kapcllunni á
sunnudaginn, að liðin eru tíu ár
frá stofnun félagsins. Þeir stofn-
endur, sem dvelja í bænum og
hafa aðstöðu til þess að koma
þangað, eru sérstaklega boðnir.
Hátíðin hefst kl. 4,30 e. h.
„Viti lífs á leiðum.“
„Kristin kirkja hefur bjargað
íslenzkri menningu gegnum ald-
irnar allt fram á þennan dag. . .“
Þau orð las eg nýlega í tímariti.
Eru það ummæli hins merka vís-
inda- og fræðimanns, Alexanders
Jóhannessonar prófessors. —
Kirkjan er viti til þess að lýsa
ungum og gömlum á vegferðinni
í gegnum lífið. Hún er kölluð til
þess að leiða æskulýðinn, bjarga
honum frá því að lenda á glap-
stigum.
Þess vegna leitast hún við að
starfa fyrir unglingana, leiða þá
til Meistarans frá Nazaret, kenna
þeim að elska allt, sem er fagurt
og hreint.
Æskulýðsfélagið stofnað.
Æ. F. A. K. var stofnað af
þessari ástæðu. Að kvöldi þess
19. október 1947 komu allmörg
fermingarbörn saman í kirkju-
kapellunni til þess að stofna fé-
lagsskap með það takmark að
minna á fermingarheitið: Eg vil
leitast við af fremsta megni að
hafa Frelsarann Jesúm Krist að
leiðtoga lífs míns.
Þetta er í stytztu máli mark og
mið félagsins. Og margt ungt fólk,
drengir og stúlkur hafa hlotið
leiðsögn ■ út á lífsbrautina.
Fjölþætt starf.
Aðalstarfið eru fundirnir í
kapellunni. Þeir eru hálfsmán-
aðarlega í þremur deildum,
drengjadeild, stúlknadeild og að-
aldeild. í samkomustöðum bæj-
arins hafa verið almennir æsku-
lýðsfundir. — Þá hefur félagið
beitt sér fyrir æskulýðsdegi í
kirkjunum. Á sumrin hafa
drengir iðkað kappróður og urðu
þeir sigurvegarar á fyrsta róðr-
armóti drengja hér á landi, og
fór það fram í Reykjavík 1955.
Hefur nú verið stofnaður sér-
stakur íóðrarklúbbur. Félagið
hefur gefið út Æskulýðsblaðið,.
og sunnudagaskólastarfið hefur
hlotið góða aðstoð hjá hinum
eldri félögum.
Árangurinn.
Um árangur af þessu byrjun-
arstarfi er of snemmt að spá. Þó
er óhætt að segja, að eilífðar-
málin, trúin og bænin, hefðu síð-
ur komið á dagskrá unga fólks-
ins, ef þessi félagsskapur hefðl
ekki myndazt. Þeir, sem hreyf-
ingunni unna, eiga þá von, að
börnin muni á sínum tíma upp-
skera blessun af því góða, sem
reynt var að sá í hjörtu þeirra.
Æðri máttur fær því til leiðar
komið. Það er Guð, sem vöxtinrt
gefur.
Fleiri félög.
Auk þessa félags starfa nú
æskulýðsfélög í Grenjaðarstaða-
prestakalli, Siglufirði og Reykja-
vík. Margt bendir til þess að nú
sé að vakna almenn æskulýðs-
hreyfing innan þjóðkirkjunnar.
Prestastefna íslands kaus í sum-
ar æskulýðsnefnd, sem vinnur
ötullega að æskulýðsmálum fyrir
allt landið.
Framtíðin.
Æ. F. A. K. hefur lagt af stað
í nýjan áratug. Að bjarga æsk-
unni og leiða hana á rétta braut,.
er ekki síður aðkallandi nú en
fyrir tíu árum. Hver æskumaður
þai-f að vakna til trúar á Guð. Á
æskulýðsfundum eru jafnan.
tendruð þrjú ljós: Fyrir Guð,
fyrir náungann, fyrir ættjörðina.
megi þau ljós loga skæi't í hjai'ta
íslenzkrar æsku.
P. S.
Stofnendur Æskulýðsfélagsins á Akureyri og nokkrir hvatamenn. — Myndina tók Edvard Sigur-
geirsson í kór Akureyrarkirkju árið 1948.