Dagur - 26.03.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 26.03.1958, Blaðsíða 1
Fylgizt með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Baguk DAGUR kemur næst út laugardag- 29. marz. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 26. marz 1958 17. tbl. Þcssi mynd gefur nokkra hugmynd um snjóinn í nágrenni Akureyr- ar. Þó mun Svarfdælingum ekki blöskra, því að þeir hafa undrast hve hér er snjólaust. — Ljósmynd: E. D. Eízfa flugvél landsins seld Gamla Gullfaxa" flogið til Jóhannesarborgar w Á föstudaginn var hóf „Gamli Gullfaxi", elzta vél íslenzka fiugflotans, sig á loft á Reykja- víkurflugvelli, og ér það síðasta ferð hans undir áslenzkum fána. Flugvélin hefur veiúð seld til Af- ríku og fiytur íslenzk áhöfn hana þangað. Flugstjóri er Jóhannes Snorrason. „Gamli Gullfaxi" hefur verið í stöðugum ferðum fyrir Flugfélag íslands í 9 ár og flugtími hans Styrktarfélag van- gefinna Fyrir forgöngu áhugamanna í Reykjavík hefur verið stofnað félag með ofanskráðu nafni. Til- gangur þess er að vinna að því, að komið verði upp hælum fyrir vangefna, þar sem þeim gefst skilyrði til að fá þann þroska sem framast er hægt og njóta starfs- orku sinnar. Ennfremur vill fé- lagið vinna að því, að fólk læri meðferð vangefinna. Jón Sigurðsson, borgarlæknir í Reykjavík, gat þess á stofnfund- inum, að hér á landi myndi van- gefið fólk vera um 2000 talsins, þar af fávitar og örvitar senni- lega um 500. Hins vegar eru að- eins til hæli fyrir 115 þeirra. Stjórn félagsins skipa: Hjálmai' Vilhjálmsson, Guðmundur Gísla- son, Aðalsteinn Eiríksson, Krist- rún Guðmundsdóttir og Sigríður Ingimarsdóttir. Mikið verkefni bíður hins ný- stofnaða félags og knýjandi þörf að íslendingar taki fast á til úr- bótar fyrir hinn fjölmenna hóp þessara olnbogabarna þjóðfélags- ins. Stofnendur voru 120 talsins. orðinn 12 þús. klukkustundir. — Hann hefur verið happasæll í þjónustu íslenzks flugs, en víkur nú fyrir fullkomnari farkosti, sem betur svarar kröfum tímans. Flugvélinni fylgja heillaóskir til nýrra eigenda, flugfélagsins Africair. Búnaðarþingi var slitiS 19. man sl. Mörg mál afgreidd síðustu daga þingsins Beethoven-hljómleikar Ungfrú Guðrún Kristinsdóttir, píanóleikari frá Akureyri, lék í gærkveldi einleik með Sinfóníu- hljómsveitinni í Þjóðleikhúsinu. Ungfrú Guðrún hefur hlotið lofsamlega dóma fyrir leik sinn, bæði í Reykjavík, Kaupmanna- höfn og á Akureyri, þar sem hún hefur "haldið sjálfstæða hljóm- leika. Góður afli Kaldbakur kom á mánudaginn með 250—280 tonn fiskjar og Harðbakur er væntanlegur í dag með svipað aflamagn. Hinir Ak- ureyrartogararnir eru á veiðum. Aflinn hefur verið góður upp á síðkastið og raunar lengst af frá áramótum. Hann fer allur í vinnslu hjá Ú. A., í frystingu og skreið. Fékk 16 ára dóm Piltur sá, er stúlkunni banaði í Hveragerði í fyrravetur fékk 16 ára fangelsisdóm, samkvæmt dómi Hæstaréttar. Er dómur þessi sá þyngsti, sem kveðinn hefur vei-ið upp síðan núgildandi refsilög tóku gildi. Feðgar brenna til bana á Siglufirði Tvær hæðir í Hótel Höfn gereyðilögðust Sá sorglegi atburður gerðist á Siglufirði á miðvikudagsmorgun sl., að eldur varð laus í Hótel Höfn á Siglufirði með þeim af- leiðingum að eigandi hótelsins, Gísli Þ. Stefánsson, og ungur sonur hans, Stefán að nafni, létu lífið. Annað fólk bjargaðist naumlega. Húsið var þrílyft og brunnu efri hæðirnar tvær til ösku. Gísli heitinn var vel látinn maður í hvívetna og naut hins mesta trausts. Er hann því mjög harmaður af ástvinum og hinum fjölmörgu vinum. Ríkir sorg á Siglufirði eftir atburð þennaan. Kona Gísla heitins er Guðrún Matthíasdóttir. Þessar tvær ungu geitur eru einu fulltrúar ættstofns síns við Eyja- fjörð. Þær eiga heima í Lækjargili og fögnuðu mjög þegar eigandi þeirra, Jón Kjartansson, hleypti þeim út í sólskinið. — Ljósm.: E. D. Eftirfarandi var samþykkt: „Búnaðarþing ályktar, að til öryggis íslenzkum landbúnaði sé nauðsynlegt, að hið allra fyrsta verði áburðarframleiðsla aukin í landinu, svo að fullnægt verði þörfum landbúnaðarins, með að- altegundir þess áburðar, sem jarðvegurinn þarfnast. Beinir Búnaðarþing þeim ein- dregnu tilmælum til ríkisstjórnar innar, að nú þegar verði veitt fjárfestingarleyfi, svo að hefjast megi handa um framkvæmdir á þessu ári. Búnaðarþing óskar þess, að stjórn Áburðarverksmiðjunnar h.f. geri sitt ítrasta til að fyrr- greindu markmiði verði náð sem fyrst, m. a. með því að reist verði nú þegar viðbótarverksmiðja, sem framleiði fosfórsýruáburð og blandaðan áburð." Innflutningur á korni. Samþykkt var ályktun allsherj- arnefndar um erindi Búnaðarsam bands Eyjafjarðar varðandi inn- flutning á korni og er hún svo- hljóðandi: „Búnaðarþing ályktar að beina því til stjórnar Búnaðarfélags ís- lands, að láta rannsaka hvort hag kvæmt sé að flytja ómalað korn til landsins og hverrá aðgjórða sé þörf, til þess að koma því í framkvæmd. —• Ennfremur að niðurstöður þeirrar rannsóknar verði birtar opinberlega." Aukin veðurþjónusta. Búnaðarþing telur nauðsynlegt að auka veðurþjónustuna og að Veðurstofan þurfi að hafa sam- vinnu við tilraunastöðvar land- búnaðarins í því skyni að veður- fregnir séu landbúnaðinum sem hagstæðastar. Búnaðarháskóli að Hvanneyri. Atkvæðagreiðsla fór fram um þetta mál og var viðhaft nafna- kall. Atkvæði féllu þannig, að ályktun meirihluta allsherjar- nefndar var samþykkt með 18 at- kvæðum gegn 5. Tveir greiddu ekki atkvæði. Ályktunin er svo- hljóðandi: „Búnaðarþing telur brýna þörf á, að kennsla í búvísindum hér- lendis verði efld og aukin frá því sem nú er, og að henni verði komið í það horf, sem bezt gerist á Norðurlöndum og í Bretlandi. Til þess að sá árangur náist, telur Búnaðarþing nauðsynlegt: 1. Að stofnaður verði fullkominn búnaðarháskóli hérlendis og hann staðsettur á Hvanneyri. 2. Að skilyrði til inngöngu í bún- aðaháskólann verði: a. Búfræðipróf og dvöl í sveit a. m. k. tvö ár eftir 16 ára aldur. b. Stúdentspróf eða jafngildi þess í íslenzku, stærðfræði, dönsku og ensku auk lands- prófs. 3. Að háskólanámið standi þrjú ár og teknir verði nemendur í skólann á hverju ári." Holdanaut. Svofelld ályktun búfjárræktar- nefndar um ræktun holdanaut- gripa hlaut samþykki: „Búnaðarþing ályktar að fela stjórn Búnaðarfélags íslands að leita samninga við ríkisstjórnina um ráðstafanir, sem nauðsynleg- sx eru til skipulegrar ræktunar á sunnlenzka holdanautastofninum. í því sambandi telur Búnaðar- þing brýna nauðsyn á, að full- nægt verði eftirfarandi atriðum: 1. Að samningur verði gerður við Sandgræðslu ríkisins um af- hendingu holdanautastofnsins í Gunnarsholti. Ennfremur verði leitað eftir því að fá útihús og íbúðarhús á Kornbrekku til um- ráða. 2. Að gerður verði samningur við Sandgræðsluna um afnot til langs tíma af beitilandi fyrir holdanautin og kaup á nægu heyi til vetrarfóðurs. 3. Að holdanautabúið verði eign ríkisins með sérrekstri, und- ir umsjón Búnaðarfélags íslands. 4. Að Búnaðarfélag íslands ráði bústjóra, er framkvæmi fyrir- mæli þau, er það setur um rækt- un, hirðingu og fóðrun hjarðar- innar. 5. AðAlþingi veiti nægilegt fé til stofnframkvæmda vegna bús- ins og reksturs þess. Frost og bjart á Norðurlandi í gær var 12 stiga frost á Ak- ureyri og kuldar hafa verið að undanförnu, en bjart veður. — Samgöngur eru greiðar um hér- aðið eftir óhemju snjómokstur. Hvergi er komin beitarjörð, þótt fönnin hafi sigið nokkuð og allur búpeningur á fullri gjöf. Pollinn leggur flestar nætur, en veður hafa ekki verið svo stillt að ís haldizt þar. DAGUR kemur næst út laugardag- inn 29. marz. — Auglýs- ingar þurfa að berast íyr- ir hádegi á föstudag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.