Dagur - 26.03.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 26.03.1958, Blaðsíða 5
MiSvikudaginn 26. marz 1958 D A G U R 5 Tvær Hér fyrrum lét Ólafur Thors allmikið að sér kveða á þingi og átti það til að takast skemmti- lega upp. En Ólafur gerist nú gamlaður nokkuð og er mesti móðurinn úr kempunni. Hið aldr aða eldfjall gýs nú orðið sjaldan, en þegar svo ber við, þá stendur enginn ótti af. Þetta er bara hálfvolg gufa. Á dögunum kvaddi Ólafur sér hljóðs á þinginu utan dagskrár og var mikið niðri fyrir. Ástæðan til þessara umbrota var, „. . bréf forsætisráðherra íslands, Her- manns Jónassonar, til forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, Bulgan- ins.“ Bugtað fyrir Bulganin. Ólafur kvartar yfir því, að í bréfi Hermanns gæti „allmikillar kerskni“ og finnst á, að sjálfur telji hann sig betur kunna að sýna þeim Kremlbúum viðeig- andi virðingu. Alveg láðist þó Ólafi að finna þessum orðum stað. Enda kannski von, því að hverjum þeim, sem bréfið les, dylst ekki, að þessi viðkvæmni fyrir hönd Bulganins er algerlega óþörf. Bréfið er ritað af fyllstu kurteisi, en alls ekki undirlægju- háttar, eins og sjálfsagt var. — Þessi fullyrðing Ólafs er því eins og hvert annað gerfiblóm, sem hann skreytir ræður sínar með, dauð og stirðnuð staðhæfing. Synd í dag, sem var dygð í gær. Ólafi finnst það pólitísk dauða- synd, að svarið til Bulganins skyldi ekki borið undir utanrík- ismálanefnd. En fortíðin er mönnum stundum erfiður fjötur um fót. Árið 1951 gerði ísland varnarsamning við Bandaríkin. Sterk rök hnigu að því, að bera hefði átt undir þjóðina í heild, hvort þann samning skyldi gera eða ekki. Flokkur Ólafs Thors var þá mikils ráðandi í ríkis- stjórn. Frá íhaldinu kom þá eng- in tillaga um að þetta mál væri borið undir þjóðarheildina. Nei, þeir félagar sáu ekki einu sinni ástæðu til að það væri borið undir utanríkismálanefnd. Að öðru leyti er hér ólíku saman að jafna. Með varnarsamningnum frá 1951 var farið inn á þá braút, sem, ef ógiftusamlega tókst til og illa var á málum haldið, gat reynzt mjög afleiðingarík fyrir íslenzku þjóðina. Vitað var og, að um málið voru mjög skiptar skoðanir í flestum eða öllum flokkum. Með bréfinu til Bulganins var aðeins verið að árétta stefnu, sem mörkuð hafði verið af miklum meiri hluta þings og þjóðar. Mennirnir, sem ekki sáu þörf á að bera varnarsamninginn undir utanríkismálanfend, en standa nú á blístri af vandlætingu yfir því, að bréfið til Bulganins skyldi ekki hljóta þá meðferð, geta auð- vitað reynt að taka sjálfa sig al- varlega. En það er til of mikils ætlast að aðrir geri það. Otraust Hermanns. Afstaða Hermanns Jónassonar byggðist að sjálfsögðu á því, að ræður til séu þó þau mál, sem viðhorf íhaldsins hafi ekki breytzt við það, að ráðherrar þess hlutu að hrökklast úr valdastólunum. Já, rnaður skyldi nú halda það. Og þó Ólafur segi: „.... hvernig getur hann (H. J.) þá treyst því að dómur okkar Sjálfstæðis- manna, um gagnsemi NATO, sé óumbreytanlegur.“ Það er von að Ólafur spyrji. Myndu þau mál ekki færri, sem íhaldið lítur sömu augum nú, og það gerði allt fram að síðustu stjórnarmyndun. Hér skal að þessu sinni aðeins minnt á eitt: Enginn flokkur hefur fordæmt verkföll og hvers konar vinnu- truflanir af manna völdum með orðum og meiri háreysti en íhaldið. En síðan þeir urðu utan- gátta í ráðuneytunum, er það eitthvert hjartfólgnasta viðfangs- efni þeirra, að ala á og kynda undir verkföll leynt og ljóst. Það sem áður var óhæfa er nú sjálf- sagt. Með hliðsjón af þessari kú- vendingu og ótal mörgum öðrum, er von að Ólafi finnist það furðu djarft af H. J. að treysta því, að svona fimleikamenn geti ekki einnig verið búnir að fara koll- hnís í utanríkismálum. Dregið í land. Þegar hér var komið, sá Ólafur að hann hafði anað út í sjálfheldu með þessum ræðuhöldum og seg- ir: „Eg vil biðja menn að skilja, og eg legg áherzlu á það, að eg er ekki að gefa í skyn nokkurn skapaðan hlut um breytt álit okkar Sjálfstæðismanna á NATO.“ Jæja, en hvað þá? Menn hljóta samt sem áður að spyrja: Er „álit okkar Sjálfstæðismanna á NATO“ óbreytt eða ekki? Það þykir e. t. v. ekki tímabært að svara því, þetta kom allt svo óvænt og það þarf þó að gefast ráðrúm til þess að athuga, hvort betur hentar „hagsmunum okkar að hafa „álit okkar“ breytt eða óbreytt. Þar með fór Ólafur að lesa blöðin. Gufugosið var búið. Bjarni skýtur á herinn. Það lætur að líkum að Bj. Ben. teldi, að eftir væri að segja vís- dómsorðið við þessar umræður, meðan hann hefði ekki látið ljós sitt skína. Og eins og til þess að veita orðum sínum aukna þýð- ingu og ábyrgð, þá vitnar Bjarni alþm. í Bjarna aðalritstjóra, því að eðlilega álítur þingmaðurinn, að ekki verði dýpra lagzt í þess- um málum né öðrum, en aðalrit- stjórinn geri. En þótt bóðir þessir spekingar rembist eins og rjúpa við staur við að svara þeirri spurningu forsætisráðherra, í hverju vikið væri frá utanríkis- stefnu meginþorra íslendinga, í bréfinu til Bulganins, þá gekk það í brösum. Jú, þarna kom það. Bulganin bauð upp á svo kallað „tryggt hlutleysi“. í því var fólg- ið hið nýja viðhorf. M. ö. o. Bulg- anin býður þau kjör, að við ger- umst verndarríki Rússa. Það þýðir: Herinn fari og við segjum okkur úr NATO. Yfirsjón for- sætisráðherra var þá í því fólgin, að spyrjast ekki fyrir um það, livort þetta væri nú stefna Sjálf- stæðisflokksins þessa dagana. — Guð láti gott á vita. Væntan- lega má þá búast við því bráðlega að Bj. Ben. beri fram tillögu, sem staðfestir þessa stefnubreytingu íhaldsins. Það verða dýrðardagar. Litli og stóri Spaak og Bjarni. Forsætisráðherra bendir á það í bréfi sínu, að vegna ófriðar- hættu í heiminum hafi verið horfið frá því í bili að lóta her- inn fara héðan. Nú segir Bjarni, að meginlínur bréfsins séu lagð- ar af Atlantshafsráðinu, og þá væntanlega einnig það, sem sagt er um friðarhorfurnar. En þá fer nú að vandast málið, þegar Atl- antshafsráðið er innbyrðis ósam- þykkt. Spaak sagði nefnilega einhvern tíma í haust, að friðar- horfur hefðu aldrei verið betri, og nú hefur hann fengið þann liðstyrk, sem hlýtur að sannfæra heiminn, þar sem Bj. Ben er hon- um sammála. En þeir Bjarni og Spaak bæta því við, að þessar góðu friðarhorfur byggist á því, að ekki sé slakað á vörnum. Tal- ar maðurinn upp úr svefni? í öðru orðinu áfellist hann forsæt- isráðherra fyrir að afsaka dvöl hersins hér með ófriðarhættunni, en í hinu segir hann að búast megi við að brottför hersins færi okkur nær þriðju heimsstyrjöld- inni. Og eftir allt þetta kemst svo Bj. Ben. að þeirri noðurstöðu „að ef ætlunin er á annað borð að láta varnarliðið hverfa frá íslandi í fyrirsjáanlegri framttíð, þá er ekki eftir neinu að bíða.“ Ekki styttist útlegðin. Það er alkunna að Bj. Ben. hefur ómótstæðilega löngun til þess að láta á sér bera. Slíkum mönnum hættir til að tala í tíma og ótíma. Og þegar afstaðan er fyrst og fremst við það miðuð, að vera á öndverðum meiði við það, sem andstæðingarnir segja og gera, þá er ekki óeðlilegt að menn verði stundum áttavilltir í eigin vaðli, eins og hent hefur aumingja Bjarna í þetta sinn. Ræðan hans frá 10. febr. er ein- hver sá meiningarlausasti hræri- grautur sem sézt hefur á prenti. Öllum er löngu ljóst, að í inn- anlandsmálum hefur íhaldið þá stefnu eina, að hlynna að póli- tískum og persónulegum „hags- munum okkar“. Ýmsir hafa til þessa álitið að öðru gegndi um utani'íkismál, þrátt fyrir hina einstæðu fréttaþjónustu við er- lend blöð. Eftir þessa merkilegu ræðu Bjarna, er nú séð, að í það skjól er einnig fokið. „Langt finnst þeim, sem búinn bíður“, og líklega verður hún nokkuð löng, nóttin í Húsafells- skógi. Magnús H. Gíslason. Bændaklúbbsfundur var hald- inn sl. mánudag. Rætt var um landbúnaðarvélar og hafði ráðu- nautur B. S. E„ Eirik Eylands, franisögu. Umræður urðu miklar og mun vikið að þessum þýðing- armiklu máluin landbúnaðarins síðar hér í blaðinu. Afmæli Arngrímur Bjarnason skrif stofustjóri, Oddeyrargötu 13 hcr í bæ, varð fimmtugur síðastliðinn mánudag. Bekkjarbróðir minn kominn á sextugsaldurinn! Aga- legt, maðui'. Það vildi eg, að hann hefði heldui' orðið þrítugur þann dag. Helzt þó tvítugui', og eg hefði notið góðs af. Þetta er annars enginn aldur. Kunningi minn nokkur flokkar þannig aldursskeiðin: Börn: 0—20 ára; unglingar: 20 •—50 ára; fulltíða menn: 50—80 ára; rosknir menn: 80—100 ára; öldungar: 100 ára og meira. Mér líkar þessi skipting ágæt- lega, enda er hún gerð af manni á skynsömu aldursskeiði. Arn- grímur er svo sem ekki gamall. Hann hefur meira hár en eg, en rakarinn minn segii', að eg hafi talsvert. Spegillinn minn segir méi', að eg sé unglegur enn, og eg veit að spegill Arngríms hlýtur að segja honum það sama. En það er annax-s ekkei't nýtt, að menn geri sér í hugarlund, að þeir séu 25—30 árum yngri en þeir eru, setji sjálfa sig í þau spor, sem þeir þá voru í, og hug- leiði, hvort þeir myndu halda aftur hina sömu bi-aut og þeir hafa fai'ið. Það eru kannske elli- mörk að leiða hugann að slíku! Svörin, sem fást, eru ef og kann- ske. Tilviljanir ráða margri ferð. Ekki hefði okkur bekkjarsyst- kinunum dottið í hug forðum, aö fyrir Arngrími ætti að liggja að verða skrifstofustjóri í stóru fyr- irtæki og umgangast milljónir. Ekki einu sinni Arngrími sjálf- um. Hann var málamaður góður og bókamaður mikill, hugsaði meira um skáldskap, listir og faguríræði en tölvísi og bókhald. Þær brautir, sem honum voru ljúfastar, fór hann því ekki, þ. e. a. s„ hann hefur stundað sitt ævistai'f á öði'um slóðum. Þó hefur hann ekki breytt um hxigð- ai'efni. Nú spyr kannske einhver: Er maðui'inn þá ekki á í’angri hillu? Snúum okkur þá að hillunum. Eftir því sem eg verð skyn- samai'i, en það verð eg stöðugt með aldrinum, þá verður mér æ ljósai-a, að þetta sífellda tal um, að þessi eða hinn sé á rangri hillu í lífinu, er langoftast rugl eitt, venjulega mannleg afsökun á skapgerðarveilum og skipbrot- um. Sumir menn geta aldrei á rétta hillu komizt. Þeir eru þannig gerðir, að þeir meta ætíð sspjall meira það, sem þeir hafa ekki, en hitt, sem þeir hafa. Þeir eru sí- óánægðir, og aðrir draga of oft af því rangar ályktanir um rang- ar hillur. — Hinir, og þeir eru margfalt fleiri, eru ætíð á réttri hillu. Þeir una við sitt starf og vinna það vel. Þeir engjast ekki af óánægju yfir því, sem ef til vill hefði getað orðið. Arngrímur er sá mannkostamaður, að hann- gat aldrei lent á rangri hillu í líf- mu. Hann er einn þeiiTa, er allt gera vel, sem þeir taka sér fyrir hendui'. Hann hefði svo sem get- að komizt langt á ýmsum öðrum sviðum, en er hann hafði éinu sinni valið sér starf, þá gekk hann að því heill og af trú- mennsku, og unir nú glaður við sitt. Arngrímur er Önfirðingui-, fæddur á Flateyri. Faðir hans, Bjarni Jónatansson, var Snæfell- ingui’, listfengur maður og hag- orður, en heilsuveill og dó snemma frá möi'gum böi'num og ungum. Kona hans, Stefanía Arngrímsdóttir, æðrulaus kona og glaðsinna, var af þekkti'i ön- firzkri ætt. Þrátt fyrir mikla fátækt, brauzt Arngi'ímur til mennta. Settist hann hér á skólabekk 1927 og varð stúdent 1933. Einn vetur dvaldi hann í Reykjavík og mun hafa ætlað sér fi'amhaldsnám, en af því gat ekki oi'ðið. Kom hann aftur hingað, vann 2 ár á lög- fræðiski'ifstofu Jóns heitins Sveinssonai', en 1937 gekk hann í þjónustu Kaupfélags Eyfirð- inga. Kvæntist hann hér góðri konu, Elínu Einarsdóttui', og stofnaði heimili. Skrifstofustjóri kaupfélagsins hefur hann verið frá 1946. Eg bið Arngrím og aðra vel- virðingar á því, að eg skuli tala svo mjög um sjálfan mig í spjalli þessu, en þá afsökun hef eg, að við Arngrímur höfum orðið sam- fex'ða á ævinni allri — eða í því nær hálfa öld. Höfum við max'gt átzt við, og allt af því góða. Sumt af því má næstum til tíðinda teljast. Við erurn, held eg, þeir einu, sem farið höfum á fi'oska- veiðar hér á íslandi, en sú veiði- saga skal þó ekki i'akin hér. Full- oi'ðnir karlmenn geta stundum tekið upp á hinum ótrúlegustu lxlutum, á meðan eitthvað er eftir í þeim af stráknum. Til hamingju, vinur. Gangi þér ætíð allt í haginn. Ö. S. Ný rafstöð í byrjun þessa mánaðar tók ný í-afstöð ó Fornastöðum í Fnjóska- aal til starfa. Stöð þessi er ætluð fyrir þi'já bæi: Fornastaði, Forn- hóla (nýbýli frá Foi'nastöðum) og annað nýbýli, sem fyrirhugað er að reisa í Hálslandi. Hún á að geta framleitt 52 kílóvött, en vatnið takmarkar afköst hennar. Framleiðir hún nú aðeins um 30 kílóvött, því að vatn er með nxinnsta móti. Heimamenn smíð- uðu stokkana sjálfir eftir fyrir- mælum Ljósavatnsbræðra, en vélarnar eru þýzkai-.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.