Dagur - 26.03.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 26.03.1958, Blaðsíða 8
8 Bagub Miðvikudaginn 26. marz 1958 Friðarboginn á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. - Blaine í Washingtonfylki i. í 5. tbl. DAGS, 22. jan. sl. sagði eg lítillega frá íslands-kynningu Hal Linkers víðs vegar um Norð- ur-Ameríku með hinum glæsi- legu íslands-kvikmyndum sínum. Guðmundur Sveinsson hálf sjötugur Guðmundur Sveinsson, fulltrúi hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, átti 65 ára afmæli 11. þ. m. Hann er vel kunnur og vinsæll hér í bæ Guðmundur Svcinsson, fulltrúi og héraði og hefur alla tíð verið mikill starfsmaður. Auk sinna aðalstarfa við kaup- félagið um 30 ára skeið, hefur hann komið mjög víða við sögu í stjórn bæjarmála, átt sæti í bæj- arstjórn fyrir Framsóknarflokk- inn frá því að Sauðárkrókur fékk bæjarréttindi, þar til nú er hann lætur af þeim störfum. Um eitt skeið var hann forseti bæjar- stjórnar. Áður átti hann sæti í hreppsnefnd um mörg ár. Hann hefur og komið við sögu í fjöl- mörgum öðrum félagsmálum. í öllum störfum hefur hánn reynzt hinn réttsýnasti og traustasti maður. Honum bárust góðar kveðjur á 65 ára afmælinu. Guðjón Ingim. Var þar sagt frá sýningum í smá- bænum Blaine, nyrzta bæ Banda ríkjanna í Washington-fylki á Kyrrahafsströnd. En Blaine er einmitt sérstaklega íslenzkur bær og því væntanlega hugðarefni fyrir okkur heimalandana. Verð- ur hér sagt í stuttu máli frá Blaine og íbúum þessa athafna- sama smábæjar. Blaine er strandbær og liggur á landamærum Bandaríkjanna og Kanada, þannig að landamæra- iínan, sem er dregin hárrétt eins og með reglustiku frá hafi til hafs (Atlantshafs og Kyrrahafs) liggur um lystigarð Blaine, og er Friðarboginn reistur í miðjum garðinum. í þessum garði safnast saman þúsundir beggja þjóðanna til „þjóðhátíðar" á hverju sumri. Og oft hefur Sigurður frændi Helgason (tónskáld) stjórnað stórum söngkórum í garði þess- um á hinni sameiginlegu sumar- hátíð. — Þarna á landamærun- um er einnig tollstöð og um- íerðaeftirlit o. fl. Blaine er aðeins smábær, tæp 2000 ibúar, og þar af um helm- ingur íslendingar eða íslenzkrar ættar. Bærinn myndaðist aðal- lega um og upp úr aldamótunum. Þar er áberandi fullt af íslenzk- um nöfnum í verzlun, iðngreinum ýmsum og margvíslegum fyrir- tækjum, — t. d. Breidfjord, Ey- fjord, Sveinbjörnsson o. s. frv. Og íslenzkar konur eru giftar mönnum af margvíslegum, er- lendum uppruna. T. d. er aðal- læknir bæjarins, dr. Abraham Stegeman (hollenzkúr að ætt), kvæntur íslenzkri konu. Elliheimilið STAFHOLT er eitt hinna þriggja eða fjögurra elli- beimila í Vesturheimi. Dregur það nafn sitt af tveim ísl. bygg- ingameisturum í San Francisco, bræðrum, ættuðum frá Stafholti í Borgarfirði, og gáfu þeir lönd- um sínum þar nyrði'a þetta myndarlega heimili. — Yfir útidyrum er nafnið Stafholt á hvítum stafnveggnum, og nokkru ofar málmskjöldur með upphleypti-i mynd af íslands- valnum. í álmunni til hægri er bókasafn og lesstofa heimilisins, og þar hefur Sigurjón frændi minn Björasson umsjón og ski'if- stofustörf fyrir heimilið, þótt ekki sé hann þar vistmaður. Stafholt er allstói' einnar hæð- ar bygging og grunnflötur alls um 30x40 metrar, og garður um- hverfis, auk þess vinnustofa fyrir handiðnai’menn. Hælið allt talið mjög rúmgott og vistlegt á alla vegu. Þar eru allmargar umsjón- ar- og hjúkrunai'konur o. fl. — Vistmenn ei-u þar um 40 og allir af íslenzkum uppruna, að 4 und- anskildum, m. a. Þjóðvei'ji 92 ára, Norðmaður einn eða tveir o. s. frv. Landarnir þarna vestra virðast bæði duglegir og athafnasamir. M. a. reka þeir sum hinna víð- kunnu hressingarhæla og sumar- hótela á sjávarströndinni við Bjarkavík, um 5 km. fi'á bænum. Er þar falleg strandgata og mikill skógur að baki, og þar eru all- mörg hressingai'hæli og smáskál- ar til útilegu handa ferðamönn- um um stundarsakir. í hælum þessum eru einnig verzlanir með minjagripi og mai'gvíslegar ferða mannavörur. Gamli Ágúst Breidfjord er nú vistmaður í Stafholti, 85 ái’a að aldri, en hi'ess og skemmti legur, skrifar fi'ændi minn mér. Þetta er stór fjölskylda, og böi’n hans nefna sig Breidford. Jón sonur hans rekur Breidford Motor Co. í Blaine, hefur umboð fyrir Ford-verksmiðjurnar og einnig viðgerðarverkstæði o. fl. í síðari kafla verður sagt fi-á fiskiveiðum íslendinga á þessum slóðum. Helgi Valtýsson. Nokkrir selir sáust nýlega hér skammt noi'ður á fii'ðinum. Einn þeirra mun hafa lent í pottinum hjá Akureyringum. Ymis tíðindi úr nágrannabyggðum Frostastöðum 16. marz 1958. Illstætt austanrok geisaði hér í gær. En í dag er suðaustan gola og þíðviði'i. Vonandi fer nú vetur konungur að lina tökin. Mun mörgum þykja mál til þess kom- ið. Innistaða á sauðfé er nú oi'ðin 13 vikur og er óvenjulegt hér um slóðii'. Hrossum hefur að sjálf- sögðu vei'ið gefið, því að beit fyr- ir þau hefur víðast hvar verið annað tveggja lítil eða engin. Vegir oftast ill- eða ófærir, því að þótt ýtur hafi rutt öðru hvoru, hefur fljótlega skafið í slóðina á ný. Er menn tóku að þreytast á þungfærð veganna var.brugðið á það i'áð, að nota þann veginn, sem náttúran sjálf lagði mönnum í hendur, að aka eftir eylendinu, sem allt er einn svellgaddui'. Og þannig hafa flutningar fai'ið fram í og úr Blönduhlíð og víðar nú um hríð. Má nú iðulega sjá jeppa og dráttarvélar bruna hér eftir eylendinu. Minnir það á gamla daga „. . . . er keyrðum við um ísa og kveðin vísa af köi'lum úr Hlíð“, eins og Magnús skáld á Vöglum segir. — Þá voru það nú bara hestar og sleðar. Menn komust leiðai' sinnar allt um það. —o— Eðlilega er félagslíf allt hér um sveitir að mestu leyti drepið í dróma þegar svona ei'fiðlega ár- ar. Kai'lakórinn Heimir, sem annars æfir vikulega, hefur þó reynt að halda uppi æfingum, en tilfinnanlegar eyðui' hafa orðið í þá viðleitni. Kórinn hefur nú starfað í 30 ár og hyggzt minnast afmælisins þegar betur raknar úr með að bera sig yfir. Til stóð að Sæluvika Skagfirð- inga hæfizt í dag, en henni var auðvitað frestað um óákveðinn tíma. í gær voru liðnar þær 6 vikur, sem tamningastöðinni í Varma- hlíð var ætlað að starfa. En frá henni var sagt í fréttapistli fyrir nokkru. Kom þá stjórn hesta- mannafélagsins þar saman, ásamt ráðunautum Búnaðarsambands Skagfirðinga, til þess að kynna sér hvernig tekizt hefði tamn- ingin. Luku allir upp einum munni um ágætan árangur af þessari tilraun. Þar sem miklu fleiri óskir komu fram í upphafi, um að fá hesta tamda, en hægt var að fullnægja, hefur nú verið ákveðið að stöðin starfi annað tímabil og er hún þegai' fullskip- uð á ný. Það hendir að minkar geri sig heimakomna hér í sveit. Fyrir nokkru komst einn í hænsnahús að Bjarnastöðum. Gekk róni sá. rösklega til verks, eins og þeirra. illdýra er háttur, og létti ekki. fyrr en öll hæsnin voru dauð, að einni hænu undanskilinni, sem. bjargaðist út um glugga. M. H. G. Fosshóli 17. marz. Hér blotaði aðeins í snjó. — Dráttarvélar fara um Bárðardal £ snjóbílsslóð. Ekki hefur heyrzt neitt í Goðafossi undanfarið. Hann er algerlega hulinn klaka. og þykkri snjóhengju. Heilbrigði er í fólki og fénaði. Reynt hefur vei'ið á dorg í heiðarvötnum, en. veiði engin. Víða er að verða. olíuskortur. ORÐSENDING frá dýraverndarnefnd Akureyrar Dýraverndarfélagi Akureyrar bárust kvartanir vegna útigöngu- hesta, sem taldir eru illa leiknir í þeim vetrarharðindum, sem nú ganga yfir. Því vill dýraverndunarnefnd benda hestaeigendum á lög um dýravernd nr. 21, frá 13. apríl 1957, I. kafla, 2. grein, er hljóðar svo: „Öllum þeim, sem dýr eiga eða ráða yfir þeim að öðru leyti eða hafa umsjá með dýrum fyrir eig- anda þeirra eða annan rétthafa, er skylt að sjá svo um, að dýrin fái nægilegt vatn og fóður við þeirra hæfi og viðhlítandi um- hirðu. Eiganda eða öðrum rétt- hafa er skylt að sjá dýrunum, fyrii' hæfilegum vistarverum, skjólgóðum og rúmgóðum, enda er skylt að ræsta slíka staði með viðunandi hætti.“ Skorar nefndin á alla þá, sem eiga úti hesta, að gefa þeim nánar gætur og veita þeim þegar að- hlynningu á viðunandi hátt. Auk þess vill hún í vinsemd beina þeirri ósk til allra, sem vitar. um vanhirt hross, að þeir gerl eigendum þeirra aðvart án tafar,. í því trausti að úr verði bætt. — Beri það ekki árangur, verður að leita til yfirvaldsins. Dýraverndunarfél. Akureyrar- Starfsfræðsludagurinn Reykvíkingar héldu þriðja starfsfræðsludag sinn á sunnu- daginn. Á þrettánda hundrað unglinga sóttu hann og margir um langan veg. Fulltrúar um 90 starfsgreina og skóla svöruðu fyrirspurnum og leiðbeindu ungl ingunum. Ólafur Gunnarsson, sálfræðingur, undirbjó þennan fræðsludag. Mikils má vænta af slíkum fræðsludögum, bæði fyrir ungl- inga og ekki síðui' fyrir hina ráð- andi menn þjóðfélagsins. Hvenær verður starfsfræðslu- dagurinn á Akureyri í ár?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.